Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 menning ** ★ Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson ofAnlmíÍ»nPl°ncer Thorso« Myndasögu-Kalli íslendingar koma víða við. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í síðustu viku er komin út í Kanada bók um einn helsta höfund teiknimynda- sagna þar í landi, Charlie heitinn Thorson, eftir Gene Walz, prófessor i teiknimyndafræðum, sem ef til vill væri ekki í frásögur færandi, a.m.k. ekki hér uppi á íslandi, nema fyrir það að Thorson þessi var alíslenskur. Hann hét Karl Gústaf og var sonur Stefáns Þórðar- sonar og Sigríðar Þórarinsdóttur frá Ásakoti í Biskupstungum, en þau fluttust vestur árið 1887. Þar með eru einnig af ís- lensku bergi brotnar ýmsar þær teíkni- myndafígúrur sem Thorson fann upp og verið hafa heimagang- ar á vestrænum heimilum í hálfa öld eöa svo, þökk sé Disney-maskínunni sem var helsti atvinnuveit- andi Thorsons, nefnilega Kalli kanína, indíána- drengurinn Hiawatha, að ógleymdum Mjallhvíti og gjörvöllum dvergunum sjö. Af þessari nýju bók verður einnig ljóst að sjálf Mjallhvít er eftirmynd íslenskrar stúlku, Margrétar Sölvadóttur, sem Thorson var heillaður af og vildi eiga, en þeim var víst ekki skapað nema að skilja. Harmþrungin ást Úlfhildur og vampíran Úlfhildur Dagsdóttir, sérstakur skrimslafræðing- ur DV, kemur víða við á vettvangi menningarinn- ar. Miðvikudagskvöldið 3. mars heldur hún erindi fyrir félagsmenn í Félagi íslenskra fræða sem nefn- ist „Blóðþyrstur berserkur: Vampiran, vinir og ættingjar". í því mun hún fjalla um „hin mörgu andlit vampírunnar í sögu og menningu". Að því skrímslafræðingur vor segir er varmpiran ekki einasta ódauðleg heldur líka heimsborgari og verð- ur sagt frá þvi með hvaða hætti hún birtist í þjóð- sögum, goðsögum, bókmenntum og kvikmyndum víða um veröld. Úlfhildur mun síðan ræða tilvist vampírunnar út frá ýmsum kenningum, heim- spekilegum, bókmenntalegmn og félagslegum. Fundurinn verður haldinn í Skólabæ og hefst kl. 20.30. Er fundarmönnum í sjálfsvald sett hvort þeir taka með sér hvítlauk til að maula meðan á erind- inu stendur. Listamaður af guðs náð Ljósmyndafyrirtækið Skyggna-Myndverk hefur fýrir sið að gefa út dagatöl með ljósmyndum eftir helstu ljósmyndara landsmanna. í þetta sinn varð fyrir valinu hinn geðþekki ljósmyndari Ragnar Ax- elsson, Rax, sem á undanfomum árum hefur glatt augu landsmanna með víðáttumyndum sínum, einkum og sérílagi frá norrænum slóðum. Ragnar hefur nokkra sérstöðu meðal hérlendra ljósmynd- ara fyrir fjölhæfni sína: er sem sagt jafn- vígur á landslags- myndir, mannamynd- ir og annað myndefni. Á vönduðu dagatali Skyggnu-Myndverks er að frnna gott úrval svart-hvítra mynda Raxa ásamt formála eftir baráttufélaga hans og samferða- mann um norðurslóð- ir, Árna Johnsen. Þar kallar Ámi Raxa „listamann af guðs náð“, hvorki meira né minna, og nefnir þann eiginleika Raxa að geta gengið „berserksgang í sjálfum sér, en þó með að- lögunarhæfni kameljónsins“. Dagatalið er hægt að fá hjá útgefenda. Tender is the Night eft- ir hinn þekkta ameríska rithöfund Scott Fitzgerald var fyrst útgefin i Amer- íku árið 1934 og þykir meistaraverk hvað varðar sálfræðilega dýpt. Þetta veigamesta verk Fitzger- alds er nú komið út í ís- lenskri þýðingu undir heitinu Nóttin blíð. Nóttin blíð er öðmm þræði sjálfsævisöguleg og varpar að hluta ljósi á samband Fitzgeralds við Zeldu, konu hans, sem átti við geðræn vandamál að stríða en aðalsöguhetj- an í Nóttinni, geðlæknir- inn Dick Diver, tekur einmitt upp á sína arma unga og auðuga konu, Nicole Warren, sem hald- in er geðrænum kvilla. Dick og Nicole kynnast á svissnesku heilsuhæli og verður Nicole brjálæðis- lega ástfangin af hinum unga, glæsilega og klára geðlækni. Hún leggur allt sitt lif í hans hendur, sannfærð um að hann muni koma henni til betri heilsu. Þau giftast og eignast böm og í fáein ár lifa þau íburðarmiklu og að því er virðist áhyggju- lausu og hamingjusömu lífi. En undir yfirborðinu krauma sárar tilfinningar og aðeins timaspursmál hvenær upp úr sýður og samband og samskipti hjónanna afhjúpast um- hverfinu. Út á við sýna Diverhjónin sig sem hið fúllkomna par og verða fyrirmynd Ros- emary, ungrar og upprennandi leikkonu. í þeim sér hún allt sem hún sækist eftir í eigin lífi: ást, samstöðu og glæsileika, en þegar göt koma í fágað yfirborðið vill hún síður sjá meira. Hún er fúlltrúi yfirborðs- mennskunnar sem Diverhjónin eru dag- legir þátttakendur í, vill að lífið sé stöðugt partí og neitar að taka ábyrgð á eigin lífi og tilfinningum. Þannig birtast reyndar flestar þær persónur sem Diverhjónin um- gangast, em til staðar þegar kaldhæðni og ábyrgðarleysi ræður ríkjum en leggja á tilraunum til að fylla upp í tilgangs- leysi daganna. Fljót- lega fær lesandinn á tilfinninguna að eitthvað stórkost- lega mikið sé að því lífi sem persónurn- ar lifa og sú tilfinn- ing ágerist eftir því sem lengra líður á söguna. Spennan magnast stig af stigi og er uppgjör og nið- urstaða sögunnar í fullkomnu samræmi við það sem á undan er gengið: dapurleg, miskunnarlaus og harmræn. Sögusvið og um- hverfi bókarinnar, Evrópa eftir fyrri heimsstyrjöld, kann að vera fjarlægt og framandi og einnig sældarhyggjan og nautnastefnan sem persónumar aðhyll- ast. En tilfinning- amar sem persón- umar glíma við em alltaf nýjar og einnig birtingar- mynd sigranna og ósigranna í ástinni. Nóttin blið er áhrifaríkt og áleitið verk um flækjur manns- sálarinn- ar sem Atli Magnús- son þýð- ir með ágætum yfir á íslenska tungu. Prófarkalestur er þó langt frá því að vera góður, t.d. vantar víða orð inn í setningar og þannig frágang má flokka undir virðingarleysi bæði gagnvart góðu verki og vand- virkum þýðanda. Nóttin blíð Scott Fitzgerald Skjaldborg 1998 Scott Fitzgerald - „afhjúpar yfirborðsmennskuna". Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Qótta um leið og hriktir í stoðum yfir- borösmennskunnar. Þennan heim afhjúp- ar Fitzgerald á snilldarlegan hátt, ekki með neinum látum heldur smátt og smátt i formi augnatillita, rangra orða sem sögð era á röngum stað, eirðarleysi persóna og Dapurleg gleði Grieg og Beethoven: „Varla er hægt að hugsa sér ólíkari tónskáld." Tveir strengjakvartettar eftir Grieg og Beethoven voru fluttir á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari tónskáld; Grieg var róman- tískur fagurkeri sem undi glaður við að semja lítil og hugguleg smáverk með sveitalegum blæ, Beet- hoven var á hinn bóginn heimspekingur sem lifði að mestu Qarri samfélagi manna og samdi guðdómleg snilldarverk af miklum eld- móði. Flytjendur vora þær Auður Hafsteinsdóttir og Gréta Guðnadóttir fiðluleik- arar, Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari og Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari. Strax i upphafí heyrði maður að þetta er vel samstilltur hópur og var fýrra verk efnisskrárinnar, strengjakvartett í g- moll op. 27 eftir Grieg, sérlega vel spilað. Kvartettinn er stilhreinn og gripandi, þar er að fmna sæg af fallegum laglínum sem njóta sín vel í hnitmiðuðu og einföldu formi. Tónlistin er fjörleg og vora fjór- menningamir ekki að hcdda neitt aftur af sér. Samt var agi og festa í túlkuninni; sérstaka athygli mína vakti fyrsti fiðlu- leikarinn Auður Hafsteinsdóttir fyrir vandvirknislega en þó kraftmikla spila- mennsku þar sem hvergi var ofaukið. Mörgum fyrsta fíðluleikaranum í strengja- kvartett hættir til að ofmetnast og reynir að vera eins áberandi og framast er kost- ur; það skemmir hins vegar heildarsvip- inn og er óþolandi. Menn ættu að kannast við týpuna, það er flðluleikarinn sem hreyfir sig mikið á sviðinu og er haldinn Tónlist JónasSen stjómlausu vibratói og þrálátum höfuð- hnykkjum. Svoleiðis náungar eiga ekki að spila kammermúsík með öðrum - þeir eiga að vera einir uppi á sviði þar sem enginn skyggir á þá. Auður Hafsteinsdótt- ir er ekki af þessari gerðinni, víbratóið er passlega mikið, allar hendingar eru fágaðar og fullkomlega í takt við leik hinna í kvartettin- um. Annarleg tónlist Síðara verkið á efnis- skránni var strengja- kvartett í a-moll op. 132 eftir Beethoven. Hann flokkast með síðustu verkum tónskáldsins og er mjög erfiður í túlkun. Ástæðan er sú að tilfinn- ingamar sem þar birtast era afar óræðar - sumir hcifa meira að segja haldið því fram að Beethoven hafi í síðustu strengja- kvartettum sínum verið kominn handan við venjulegar mannlegar kenndir, þar birtast a.m.k. tilfmningalegar mótsagnir eins og döpur gleði og blíðleg reiði. Það gefur augaleið að slíkt tilfinningaástand er erfitt aö setja sig inn í, en á tónleikun- um var umræddur kvartett samt sem áður vel fluttur. Túlkunin var fersk og sam- kvæmt nótunum og var ekki erfitt að ein- beita sér að annarlegri tónlistinni. Verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið frá- bærir tónleikar og vonar maður að fjór- menningamir sjái sér fært að flytja aðra seinni strengjakvartetta Beethovens í nán- ustu framtíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.