Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 25 Fréttir Stúdentaráð Háskólans: Meirihluti Röskvu í skólanum í níu ár Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskóla íslands, vann í síösutu viku enn einn sigurinn í kosning- um til stúdentaráðs. Þá fengu bæði Röskva og Vaka einn fulltrúá kjör- inn í háskólaráð. Röskva hefur haft meirihluta í stúdentaráði frá árinu 1991 og hefur nú sitt níunda ár í for- ystu ráðsins. Röskva bauð fyrst fram árið 1988 og vann sinn fyrsta sigur þremur árum síðar, en fram að því höfðu fjögur félög barist um forystuna. Það voru Vaka, Félag vinstri manna, Félag umbótasinn- aðra stúdenta og Félag manngildis- sinnaðra stúdenta, sem bauð fram 1985-86. Frá 1981—88 höfðu félögin myndað samsteypustjórnir í stúd- entaráði þar sem ekkert félag náði hreinum meirihluta. Þá bauð Haki, félag öfgasinnaðra stúdenta, fyrst fram árið 1994 og einnig árin 1996-98. í kosningunum í ár hlaut Röskva 52,1 prósent atkvæða en hreyfingin hefur ekki hlotið jafn lágt fylgi síð- an 1994, en þá bauð Haki einnig fram og hlaut 13,3 prósent atkvæða og Vaka 33,8 prósent. Röskva hefur engu að síður haft tögl og hagldir í stúdentaráði í níu ár og hefur að- eins tapað þrennum kosningum; fyrstu þrjú árin sem hún bauð fram, 1988-1990. -hb 100% Röskva Vaka Haki bauö ekki fram árið 1995 Securit- as týnir lykla- kippu - skipt um skrár í hasti Öryggisvörður hjá Securitas týndi lyklakippu með lyklum að fjórum fyrirtækjum í Reykjavík á dögunum. Var brugðist hart við og skipt um skrár í öllum fyrirtækjunum áður en fundvísir þjófar tækju til sinna ráða. „Við erum með lykla að hundruðum fyrirtækja og heimila og mjög strangt kerfi um meðferð þeirra. En þarna urðu mannleg mistök,“ segir Hannes Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Securitas. „Þetta er í fyrsta sinn sem við týnum lyklakippu en lyklarnir hjá okkur eru ekki merktir fyrir- tækjunum sem við erum að gæta þannig að þjófar þyrftu að prófa sig víða áfram ef þeir fyndu þá.“ Að sögn Hannesar hefur það færst mjög í vöxt að fólk láti vakta heimili sín. Telur hann að um tvö þúsund heimili not- færi sér nú þjónustu öryggis- fyrirtækja. Það kostar mn fjög- ur þúsund krónur að láta vakta heimili sitt í einn mánuö. -EIR Bíll valt á Suðurlandsvegi við Hólmsá á laugardag er ökumaðurinn missti stjórn á honum. Ökumaðurinn var fiuttur á siysadeild til aðhlynningar. DV-mynd S Hofsós: Stórt hótel vígt - árið 2000 DV, Skagafirði: „Við höfúm ákveðnu hlutverki að gegna varðandi tengslin við Norður-Am- eríku og erum ákveðnir í að sinna því vel. Það lítur ágætlega út með flármögn- un og við erum að ganga frá ýmsum end- um þessa dagana. Ferð mín til Banda- ríkjanna er einmitt í þeim tilgangi að vinna að þessu máli,“ sagði Valgeir Þor- valdsson á Vami. Hann er forgöngumaður þess að ráð- ist verði í byggmgu hótels á Hofsósi, sem tekið veröi í notkun snemma sumars ársms 2000. Áætlunm gerir ráð fyrir að hægt verði að taka á móti rúmlega sex- tíu gestum á mjög íúllkomnum veitmga- og gististað. Aðspurður sagðist Valgeir vera mjög bjartsýnn á að þessi áform verði að veruleika. „Þessu erindi er mjög vel tekið, enda hafa íslensk stiómvöld ekki nema gott af okkur að segja. Sterkir fjárfestar hafa lýst yfir áhuga smum og við sjáum fyrir okkur góðan markhóp í Norður- Ameríku. Stærð hótelsins er líka mið- uð við það að við getum tekið á móti stórum hóp, sem þó er ekki stærri en svo að hann kemst fyrir í einni rútu,“ sagði Valgeir. Áætlað er að bygging hótelsms kosti 120-130 milljónir. Því er ætlaður staður inni á brúninni fyrir ofan og norðan Vesturfarasetrið. Verður byggt upp sem Sögur hús í gömlum stíl þannig að það faili inn í þá gömlu þorpsmynd sem er á Sandinum. „Við ætlum að gera þetta í sátt við umhverfið," sagði Valgeir Stofhað verður sérstakt félag um uppbyggmgu og rekstur hótelsms. Að- spurður sagði Valgeir að nokkrir kraft- miklir aðilar úr Snorra Þorfinnssyni ehf., sem rekur Vesturfarasetrið, verði aðilar í nýja félaginu. Eins og fyrr seg- ir er áætlað að hótelið verði opnað vor- ið 2000, þannig að tryggt verði að Hofs- ós geti sinnt vel því hlutverki sem stað- urinn gegnir varðandi tengslm við ís- lenska þjóðarbrotið i Norður-Ameríku. -ÞÁ Framsóknarflokkurinn: Framboðslistinn á Norðurlandi vestra DV, Skagafirði: Framboðslisti framsóknar- manna á Norður- landi vestra fyrir komandi alþing- iskosningar var endanlega sam- þykktur á auka- kjördæmisþingi um helgina. Sjö efstu sætin eru samkvæmt niður- stöðu úr prófkjöri sem haldið var í janúar. Eftirtalin skipa listann. 1. Páll Pétursson, Höllustöðum, A- Húnavatnssýslu. 2. Ámi Gunnarsson, Sauðárkróki. 3. Herdís Sæmund- ardóttir, Sauðár- króki. 4. Birkir Jón Jónsson, Siglufirði. 5. Elm R. Lmdal, Lækja- móti, V-Húna- vatnssýslu. 6. Sverrir Sveinsson, Siglufirði. 7. Val- garður Hilmars- son, Fremstagih, A-Húnavatnssýslu. 8. Árborg Ragnarsdóttir, Hvamms- tanga. 9. Elínborg Hilmarsdóttir, Hrauni, Skagafirði. 10. Guðjón Ingi- mundarson, Sauðárkróki. -ÖÞ Páll Pétursson. Árni Gunnarsson. i.1 .... íjr F ' ^ | : $ • * Bifreið lenti á Ijósastaur á Vesturlandsvegi við Korpúlfsstaði á laugardag. Ökumaðurinn fékk glerbrot í auga og kvartaði undan eymslum í hálsi. Hann var fluttur á slysadeild. Ljósastaurinn fór í tvennt og starfsmenn Orkuveitunn- ar fjarlægðu hann. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.