Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 Spurningin Tekur þú lýsi eða vítamín? Haukur Hauksson nemi: Nei, ég fæ mín bætiefni í daglegri neyslu. Jón Ingi Ingibergsson, nemi: Já, oftast. Rósa Guðmundsdóttir húsmóðir: Já. Guðmundur Bergþórsson nemi: Nei, aldrei. Ingunn Bernótusdóttir, vinnur í Landsbankanum: Já, á hverjum degi í mörg ár. Olgeir Steinþórsson aðstoðarbak- ari: Nei. Lesendur Varðveitum land og lífríki „Náttúra íslands er svo fjölbreytileg og stór að okkur endist ekki ævin að upplifa nærveru hennar nema í litlum mæli,“ segir m.a. í bréfinu. - Siglt á Jökullóni. Kristján Pétm-sson, fyrrv. deild- arstj., skrifar: Þegar umræða um stóriðju og virkjun fallvatna er metin til hag- sældar landi og þjóð verðum við fyrst og síðast að meta þá hagsmuni út frá lífríki náttúrunnar og varð- veislu landslags. Á ferð okkar um landið þar sem hin stórbrotna feg- urð, tign fjalla og jökla fléttast sam- an við litríka dali, vötn og fljót fáum við í ríkum mæli að njóta kyrrðar víðáttunnar. Varla finnst sá staður sem ekki er einhverju skrauti skrýddur, jafnvel sandar og hraun og litlar gróðurvinjar falla inn í um- hverfið. Það eru ekki aðeins Þjórsárver, Eyjabakkar og Dimmugljúfur sem hefla hugann hátt og hefur sterk áhrif á tilfinningalíf okkar og snert- ingu við náttúrna heldur heildar- mynd landsins. Það er sagt með sanni að ísland sé fallegt hvemig sem viðrar, það breytir um lit og hvar í víðri veröld ætli sólsetur sé fegurra en hér þegar roðagullnir geislar kvöldsólar Ijóma á himni og geislabrot ljóss og skugga endur- speglast á haffletinum? Náttúra Islands er svo fjölbreyti- leg og stór að okkur endist ekki ævin að upplifa nærveru hennar nema í litlum mæli en ef við gefum okkur tíma til að njóta fegurðar hennar og kyrrðar og skoða lífríkið þá höfum við eignast fjársjóð og minningar sem varðveitast okkur um ókomna tíð. Það er stundum sagt að varðveisla náttúrunnar sé varðveisla okkar eigin lífs. Við eig- um að varast að breyta ytri aðstæð- um náttúrunnar en láta hana þró- ast. Lífríki og vistkerfi jarðar má ekki eyða með stóriðju. Við eigum að hætta að sökkva fleiri landsvæðum en orðið er. Eng- inn getur endurskapað það lífríki sem glatast við síkar aðstæður, enda er þekking okkar afar tak- mörkuð á vistkerfi jarðar. Við eig- um næga orku á háhitasvæðum til framleiðslu raforku til að byggja upp nýjar atvinnugreinar. En um- fram allt, veljum stóriðjubyggingum staði sem falla sem best að umhverf- inu. Látum jámblendisverksmiðj- una og álverið í Hvalfirði verða okkur víti til varnaðar. Umhverf- isslys sem aldrei verður bætt og er þeim sem ábyrgð bera til ævarandi skammar. Við erum líka íslendingar Sigrún Sigurgeirsd. skrifar: Ekki alls fyrir löngu horfði ég á forsætisráðherra okkar segja frá því hve gott við hefðum það hér. Mér varð eiginlega hálfhverft við. Hvemig i ósköpunum geta annars ágætir menn, eins og t.d. forsætis- ráðherra og reyndar utanríkisráð- herra líka, sem eru helst í forsvari fyrir ríkisstjórninni, haldið þessu fram fyrir framan alþjóð? Hafa þeir gleymt okkur, öryrkjunum og ellilíf- eyrisþegunum. Við emm líka ís- lendingar, ekki satt? Ég er einstæður öryrki og verð að reka bíl og heimili. Án bíls næ ég ekki í aðfong þótt það væri hugsan- legt að einhverju leyti með miklu álagi. Annað væri auðvitað ef um fyrirvinnu væri að ræða. Þegar þessi ríkisstjórn var mynd- uð urðum við í minni aðstöðu svo glöð og væntum betri tíma. Og ég trúi því ekki enn að Davíð Oddsson hafi gleymt okkur. En það verður að segja eins og er að ljótasti blettur- inn sem fallið hefur á ríkisstjórnina er gleymska hennar á umhyggju fyrir þessum áðurnefndu hópum þjóðfélagsins. - Hvernig gátuð þið gleymt okkur, þið ágætu ráðherrar í ríkisstjórninni? Kastljósþáttur um flug- völl í Skerjafirði - vitleysa frá upphafi til enda Nýjasta dæmið um flugslys á flugbraut í sjó fram er frá Genúa á Ítalíu. Flugvélin snarsnerist og rann í sjóinn og var horfin eftir skamma stund. - Frá flugslysinu við Genúa. Jakob skrifar: Það var mikill fengur að Kastljós- þætti sem Ómar Ragnarsson stýrði í Sjónvarpinu sl. flmmtudagskvöld, og fjallaði um Reykjavíkurflugvöll, Vatnsmýrina og hugsanlega nýjan flugvöll í sjónum í Skerjaflrði. Eftir nákvæmar lýsingar Ómars á þess- um þáttum öllum, ekki síst aðflugi og fráflugi frá þessum tveimur flug- völlum, núverandi Reykjavíkurflug- velli og fyrirhugðum flugvelli í Skerjafirði, sá maður vel hversu bygging nýs flugvallar í sjónum er mikil vitleysa frá upphafi til enda. - Og þá ekki síður að eyða milljörð- um króna til að „púkka“ undir nú- verandi Reykjavíkurflugvöll. Líklega þarf að fá reynda flug- virkja og aðra viðkomandi fagmenn til að lýsa fyrir ráðamönnum hve mikið hættuspil það er að byggja flugvöll i sjó fram í Skerjafirði, fyr- ir opnu úthafinu. Sjávarselta, hálka og ágjöf (eða halda menn að veðrátt- an breytist þama?) verða verstu óvinir flugvéla á þessum stað. Þótt dæmi séu um flugvelli sem ná í sjó fram er engu saman að jafna við staðinn Skerjafjörð norður á ís- landi, þar sem rokið og sjávarseltan myndu sleikja flugvéla- skrokkana daginn út og inn. Nýjasta dæmið um flugslys á flugbraut í sjó fram er frá Genúa á Ítalíu. Flugvélin snarsnerist í bleytu og rann i sjóinn með manni og mús og var horfin eftir skamma stund. Þeir sem í al- vöru láta sér detta í hug að gera flugvöll í Skerjafirði eru ekki ábyrgir aðilar heldur draumóramenn. Reykjavíkurflugvöll- ur er orðinn ónýtur og það á ekki að vera i valdi neins ráðherra að ganga erinda hagsmunaaðila við flugvöll- inn eða kjósenda á landsbyggðinni og eyða milljörðum króna í að „púkka“ undir ónýtar flugbrautir. Keflavíkurflugvöllur er eina lausn- in í þessu umdeilda máli. - Lýsing á fyrirhugaðri byggð í Vatnsmýrinni var hins vegar mjög forvitnileg og virtist aðlaðandi fljótu bragði. I>V Stærra varnar- hlutverk okkar sjálfra Ólafur Björnsson skrifar: Ég fagna fram komnum tillög- mn um að íslendingar taki sjálfir að sér stærra hlutverk i vörnum eigin lands. Fram að þessu höfum við eingöngu treyst á erlenda að- ila til vamar landinu. Og ekki bara það heldur líka leitað til þeirra þegar verulega kreppir að í neyðar- og björgunarmálum, t.d. varðandi sjóslysin, þar sem hið erlenda varnarlið hefur bjargað mörgum mannslífum gegnum tíð- ina við þær aðstæður. Nú erum við íslendingar famir að skilja að við verðum sjálfir að eiga nokkurn þátt í öryggis- og vam- armálunum. Ýmislegt má nefna, svo sem almannavarnir og að geta verið til taks þegar náttúra- hamfarir steðja að. Þetta hefur í raun verið í molum hér en nú virðist sem hér eigi að gera raun- verulegt átak. Því fagna allir landsmenn. Út með farsímana Snæbjöm hringdi: Manni finnst stinga í stúf að Al- þingi skuli ekki hafa haft döngun í sér til að leggja fram frumvarp- ið - meira að segja stjómarfram- varp - um bann við notkun hand- farsíma í akstri. Búið var að semja frumvarpið og vinna alla vinnu að því er fréttir segja okk- ur. En þaö vantaði herslumuninn; að taka frumvarpið á dagskrá. Þetta er ekki síst hláleg niður- staða vegna allrar umræðunnar, líka á þingi, um forvamir gegn umferðarslysum. Þessir farsímar eru orðnir svo áberandi í umferð- inni og líkur á slysum svo miklar vegna notkunar þeirra að þarna var þörf um að binda. - En því miður, ekki núna, kannski næst, eða þarnæst. Eða hvenær? Niðursveifla í viðskiptum Halldóra skrifar: Ég hlusta mikið á morgunút- varpið hjá RÚV og fyrir fréttir, t.d. kl. 7.30 og kl. 8.00 hafa verið tilkynningar í striðum straumum. Síðasta vika var mjög áberandi fyi-ir það að fáar auglýsingar voru lesnar. Kannski tvær eða þrjár í hvert sinn. Sl. fóstudag var aðeins ein auglýsing fyrir fréttimar kl. 7.30. Þetta þýðir aðeins eitt; það er niðursveifla í viðskiptum. Kannski tími til kominn, fólk far- ið að spara, eða þannig. En þetta er ekki gott þegar litið er til af- komu búskapar á landsvísu. Þjóð- félagið verður jú að virka ef við eigum að halda góðærinu. Menntun í skólahverfum P.K. skrifar: Mikið skelfilega getur manni gramist að heyra frétt eins og þá sem búin er til um samræmd próf og menntun íbúa í skólahverfum og að lægstu einkunnir sé að finna hjá nemendum sem komi úr úthverfunum. Eiginlega allt utan hverfanna miðbær, vesturbær og Melar. Þar fyrir austan séu nem- dendur eiginleg vanbúnir til að vera í skólum. Ég veit nú ekki betur en margir nemendur sem koma úr t.d. verkamannafjöl- skyldu eöa frá foreldrum sem era einungis miðlungi menntaðir (hafa t.d. hvorki stúdentsmennt- un eða háskólapróf en góða og gilda menntun aðra þar fyrir utan) hafi margir hverjir lokið ágætisprófum, þ.m.t. háskóla- menntun, og orðið þekktir af verkum sinum. Þessi „félagsvís- indalega“ könnun sem kynnir fylgni milli menntunar íbúa í mismundandi hverfum er aðeins nýtt og tilbúið vandamál sem gæti reynst erfitt að kveða niður og vekur óþarfa sundrungu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.