Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 24
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 JLlV 24 kvikmyndir Regnboginn/Bíóhöllin - The Thin Red Line: Mörkin milli skynsemi og brjálæðis ★★★■i The Thin Red Line er sjálf- sagt sú kvikmynd sem allir áhuga- menn um kvikmyndir hafa beðið hvað spenntastir eftir. Hún markar komu athyglisverðs leikstjóra, Ter- ence Malick, aftur inn í kvikmynd- imar eftir tuttugu ára fjarveru. Þeg- ar fyrri afrek eru höfð í huga (Bad- lands, Days of Heaven) þá er skiljan- legt að væntingar séu miklar. Víst er að þeir sem muna eftir ljóðræn- um, stundum frekar þunglamaleg- um en um leið ákafalega fögrum myndskeiðum úr fyrri myndum Malicks og hrifust af, verða ekki fyrir vonbrigðum með The Thin Red Line, sem er ákaflega gefandi kvikmynd um leið og hún er tor- ræð, löng og tekur á þolinmæðina, er sem sagt listaverk og eins mörg önnur listaverk þarf að skoða með jákvæðum en um leið gagnrýnum huga. KVIKMYNDA Það er eftirtektarvert að á nokkrum mánuðum skuli koma tvö stórkostleg kvikmyndaverk sem hafa síðari heimstyrjöldina að vett- vangi en eru samt ólíkar. Steven Spielberg, snillingurinn, sem veit nákvæmlega hvað má bjóða fólki og hefur vissulega einnig metnað gerði Saving Private Ryan sem er áhrifa- mikO kvikmynd í sterku myndmál og er samt sem áður löguð að þörf- um hins almenna kvikmyndahúsa- gest. Metnaðurinn er mun meiri í Terence Malick, sem alls ekki er að hugsa um þarfir áhorfenda heldur Herforinginn Gordon Tali (Nick Nolte) þrumar skipanir sínar í gegnum talstöð. eigin metnað og hugsjónir og fyrir það liður myndin vissulega um leið og það er styrkur hennar. The Thin Red Line byggir á at- burðum úr síðari heimstyrjöldinni og segir frá hermannaflokki sem þarf að ná á sitt vald sitt hæð sem japanir ráða yfir. Hermennirnir vita að þetta er mikil hættufór og mannfall verður mikið. Greinilegt er strax að Malick hefur mun meiri áhuga á að sýna okkur inn í hug þessara manna, hræðslu þeirra sem stundum er yfirþyrmandi og hvern- ig þeir loka sig inni í minningum um eitthvað fallegt og gott, heldur en að sýna okkur hinn harða heim hermannsins. Eftir því sem nær dregur árásinni koma „mannkostir" hvers og eins betur í ljós. Til að undirstrika hversu ólíkar tilfmn- ingar til atburðarins hermennirnir hafa eru tveir foringjar sem takast á. Herforinginn Tall, sem eftir fimmtán ára starf í hemum sér nú lokst tækifæri til upphefðar, nái hann hæðinni án aðstoðar með her- flokki sínum. Mótsögnin er hans næstráðandi, kapteinn Staros, lög- fræðimenntaður hermaður, sem óhlýðnast skipunum Tall og tekur ákvarðanir með líf manna sinna í huga. í miskunnarlausu stríði er hann dæmdur til að tapa. Það er djúp innsýn í persónurnar ásamt magnaðri kvikmyndtöku sem gerir The Thin Red Line að listaverki, ekki bara áhrifa- mikilli kvikmynd úr striði, heldur listaverki þar sem mannlegar til- fmningar lenda í þröngum afkima þar sem sálartetrið er í mikilli hættu. Þetta undirstrikar Mallick með því að sýna okkur náttúruna í sterku myndmáli og innfædda að leik, sem að vísu tapa einnig sak- leysi sínu í hildarleiknum. Frægir leikarar eru á hverju strái og þeir sem fá bitastæðar persónur til að vinna úr gera það með mikl- um glans eins og Nick Nolte, Sean Penn, Ben Chaplin, John Savage og Elias Koteas. Aðrir nánast koma og fara, má þar nefna John Travolta, George Clooney og John Cusack. Þá er vert að benda á nýliðann Jim Caviezel, sem leikur Witt (fyrsta sögumanninn af nokkrum), óbreytt- an hermann, sem Malick gerir nán- ast að dýrlingi. í honum sameinast heiðEirleikinn, festan, hugrekki og fórnfýsi. Það er eins og Terence Malick sé í þessari persónu að minna okkur á að þrátt fyrir alla brjálsemina og grimmdina sem her- mennirnir stunda þá er maðurinn tilfmningavera úr góðu hráefni sem alltof sjaldan finnst gallalaus. Leikstjóri og handritshöfundur: Terence Malick. Kvikmyndataka: John Toll. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalleikarar: Jim Caviezel, Sean Penn, Nick Nolte, Elias Koteas, Woody Harrrelson og Joyhn Savage. Hilmar Karlsson ¥ O & P % % í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 26. - 28. febrúar. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur Nicolas Cage og Joquin Phoenix í hlutverkum sínum í 8mm. Nicolas Cage er vinsæll Spennumyndin 8mm gerði nánast lltiö úr öörum kvikmyndum þegar litiö ertil aösóknar um síöustu helgi. Innkoman á hana var rúmarfjórtán milljónir dollarara, sem var rúmlega helmingi meira í dollurum en á næstu mynd, Payback. Þessi mikla aösókn kom þrátt fyrir að myndin fengi afleita gagnrýni og þykir aösóknin sýna styrk Nicolas Cage en sérfræöingarnir rekja vinsældirnartil hans. Nú er spurningin hvort þessi aösókn heldur þegar hina mikla markaösvæöing í kringum myndina dettur niöur og blákaldur veruleikinn stendur eftir sem er aö þeir sem bjuggust viö nýrri Seven (sami handritshöfundur) veröa fyrir miklum vonbrigöum. í þriöja sæti listans kemur einnig ný kvikmynd, The Other Sister, dramatísk kvikmynd frá Disney sem leikstýrt er af Gary Marshall og meö Juliette Lewis og Diane Keaton í aöalhlutverkum. Hún var sýnd í helmingi færri sýningarsölum heldur en 8mm. Veröur sýningarsölum fjölgaö í vikunni. Sú mynd sem fær bestu gagnrýnina um þessar mundir er October Sky.! aöalhlutverkum f henni eru Ben Affleck, Christina Ricci, Courtney Love og Dave Chappelle. -HK TeKjur Heildartekjur 1. (-) 8mm 14.252 14.252 2. (1) Payback 6.788 66.453 3. (-) The Other Sister 6.624 6.624 4. (3) My Favorite Martian 4.973 25.882 5. (5) Blast from the Past 5.839 16.509 6. (4) October Sky 4.808 12.014 7- (6) Shakespeare in Love 4.372 60.143 8. (7) She's All That 3.608 53.993 9. (5) Blast from the Past 3.503 20.968 10. (-) 200 Cigarettes 3.204 3.204 11. (8) Office Space 2.494 7.945 12. (9) Rushmore 1.974 12.477 13. (11) Life Is Beautiful 1.915 27.335 14. (10) Saving Private Ryan 1.635 205.565 15. (12) Patch Adams 0.873 130.674 16. (16) Elizabeth 0.787 25.196 17. (14) Varsity Blues 0.740 51.275 18. (13) Jawbreaker 0.705 51.275 19. (15) Affliction 0.704 3.160 20. (18) The Rugrats Movie 0.704 3.160 Stjörnubíó/Laugarásbíó -1 Still Know What You Did Last Summer Ég vil helst ekki vita meira ★ Allar góðar hrollvekjur eiga sér fram- hald í einhve'rju formi. Slíkt er eðli hrollvekjunnar að fjölga sér og bera ávöxt, hrollunnurum til endalausrar gleði og ánægju. Nýjasta vakning hroll- vekjunnar hófst fyrir alvöru með sam- slætti handritshöfundarins Kevins Willi- amssons og leikstjórans Wes Cravens, i hinni eitursnjöllu Scream. Þrátt fyrir að rekja megi sporin aftar (sjá t.d. New Nightmare og Mute Witness), þá var það með Kevin sem hrollvekjan fékk köllun á ný, pilturinn fékk nóg að gera og skrif- aði næst I Know What You Did Last Summer. Sú þótti misjöfn (mér fannst hún fín) en allavega nægilega merkileg til að geta af sér framhald, I Still Know. Og héma er það sem sagan fer að síga niður á við. Því framhald þetta er með eindæmum illa heppnað. Eftirlifendum- ir úr fyrri myndinni, Julie og Ray, hafa náð saman á ný, en brestir koma í sam- bandið þegar vinurinn Will Benson ger- ir sig líklegan til að stinga undan Ray. KVIKMYNDA ~ - ------ V I I Mitt i þessu táningaásta„tráma“ hljóta vinkonumar Julie og x vinningsferð fyr- ir sig og kærastana til Bahamaeyja og þar sem Ray er í fýlu er vininum Will boðið í staðinn. Og úti á Bahama er Jennifer Love ekki allt sem skyldi. sumar. Þar sem fyrri myndin var vel skrifuð og plottuð formúlu-unglinga-hrylla þá er þessi flatneskjuleg og gersamlega laus við almenni- legt handrit og plott. Stormur á Bahamaeyjunum og vúdú-galdur eru kynntir til sögunnar án þess að fá frekari úrvinnslu eða hiutverk. Aukaleikarar eru vannýttir og sömuleiðis er tenging Ben Willis við eyj- una vægast sagt undarlega útfærð. Miklu er stolið beint frá Scream 2, t.d. er komið svart par í stað hvítra í þeirri fyrri, auk annara at- riða sem gefa of mikið upp um endinn (hinn óvænta). Og þrátt fyrir nokkur hressileg tök undir lokin og Hewitt leikur Julie sem man hvað gerðist síðastliðið skemmtilega aukaleikara náði þessi endurvakning sumarleyfis ekki upp dampi og kemur því miður til með að hverfa í (of stóran) hóp misheppnaðra hroll- vekja. Leikstjórn: Danny Cannon. Handrit: Trey Callaway. Aðalhlutverk: Jennifer Love Hewitt, Freddie Prinze Jr., Brandy Norwood, Mekhi Phifer, Muse Watson, Bill Cobbs, Matthew Settle, Jeffrey Combs. Úlfhildur Dagsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.