Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 31. MAÍ1999 Fréttir Árni M. Mathiesen, nýr sjávarútvegsráðherra, í DV-yfirheyrslu: Ekki hvalveiðar árið 2000 - Ætí þín var þekkt fyrir rekstur öflugs sjávarútvegsfyrirtœkis. Átt þú einhverja hagsmuni í rekstri slíkra fyrirtcekja í dag? Meó öðrum oróum: Ertu sœgreifi? „Nei, það er ég ekki. Fjölskyldan er ekki lengur í útgerð og ég held ég eigi ekki annað en smáhlut í SÍF, 35.000 krónur að markaðsvirði, að mig minnir. En ég á engan kvóta.“ - Þitt kjördœmi er stœrst í leigu á kvóta. Dœmi eru um aö einstök fyrir- tœki hafi leigt til sín aflaheimildir fyrir hátt í 200 milljónir króna á einu ári. Er þetta ekki áhyggjuefni? „Nei. Ég hef alltaf litið þannig á að í Reykjaneskjördæmi væru öll útgerðarform sem fyrirfinnast á landinu og skipta máli. Ég horfi á hagsmuni sjávarútvegsins í heild en ekki einstakra tegunda útgerða sér- staklega. Það veldur mér því ekki áhyggjum þó mikið sé um leigu afla- heimilda. Kvótaleiga liggur í eðli þess kerfís sem við búum viö í dag þó hún hafi vissulega verið tak- mörkuð með aðgerðum stjórn- valda.“ - Leiguverö á þorski er um 100 krónur kílóiö. íflestum tilvikum fást 70-90 krónur fyrir hvert landaó kíló. Er ekki skekkja í þessu dœmi? „Kvótaverðið er í flestum tilfell- um jaðarverð. Þeir sem kaupa eða leigja kvóta eru að auka umfang sitt og líta á þetta sem jaðarkostnað þannig að þeir fái meira út úr síð- asta tonninu sem þeir bæta við en þeir fá út úr tonninu að jafnaði. Verðlagið helgast af því.“ - Kvótaþing átti aö vera lausn á deilum sjómanna og útgeröar- manna, gera viöskipti meó kvóta gegnsœ og fyrirbyggja aö sjómenn fœru illa út úr kvótabraski. í dag viróast flestir sammála um að kvóta- þing hafi brugöist. Hefur kvótaþing nokkurt gildi? „Kvótaþing hefur sjálfsagt haft þann tilgang að minnka viðskiptin með leigukvóta. Ég held að upp- bygging þess leiði frekar til hækk- unar en lækkunar kvótaverðs og það getur hafa veriö markmið í sjálfu sér hjá einhverjum að hækka verðið til að minnka viöskiptin. Ég held að við verðum aö endurskoða kvótaþingið í samvinnu við þá aðila sem áttu í þeim samningum sem kvótaþing var notað til að leysa.“ Með opnum huga - í málefnasamningi nýrrar ríkis- stjórnar er boöuö þjóóarsátt umfisk- veiðistjórnun. Hvenœr og hvernig veröur slíkri sátt náö? „I málefnasamningnum er talað um að ná víðtækri sátt um flsk- veiðistjómunina. Þar er boðað að flýtt verði stofnun nefndar sem end- urskoða á lögin um stjóm fiskveiða. Fyrsta stóra verkefnið er að koma þessari nefnd á laggimar, ákveða hvernig hún verður samsett og hvemig henni er ætlað að starfa. Við búum við fiskveiðistjórnunar- kerfi sem reynst hefur okkur að mörgu leyti mjög vel. Sumir hafa talað um að þetta væri besta fisk- veiðistjómunarkerfi í heimi. Okkar sjávarútvegur ber sig og stendur undir þjóðarbúinu. Við verðum að að skoða málin í því ljósi. Það hafa verið sett ákveðin skilyrði fyrir því hvaða breytingar er hægt að gera. Annars vegar að það kerfi sem við stöndum uppi með á eftir sé að minnsta kosti jafngott í þessum skilningi og hins vegar að það sé meiri sátt um það kerfi. En svo get- ur maður spurt sjálfan sig hvort lík- ur séu á að við munum hitta á ann- að kerfi sem nær jafnmiklum ár- angri og núverandi kerfi. Til að sátt veröi um niðurstöðuna skiptir miklu máli að menn nálgist við- fangsefnið með opnum huga.“ - Er mögulegt að viö skiptum hreinlega um kerfi í fiskveiöistjórn- un? „Ég er ekki að boða að við skipt- um um fiskveiðistjómunarkerfi. Ég er að boða að við skoðum þetta með opnum huga innan þess ramma sem ég nefndi á undan.“ Enn ein nefndin - Hvaö getur þessi vinna tekió langan tíma, eitt ár, tvö ár? „Það er óráðlegt að nefna tíma- takmörk en því fyrr sem niðurstaða fæst því betra. Öll óvissa er nei- kvæð og ég vil undirstrika að það er ekki ætlunin að slá stoðimar undan því sem við emm að gera í dag.“ - Er raunhœft aö œtla sér aö ná þjóöarsátt um fiskveiöistjórnunar- kerfió þegar umkvörtunarefni í greininni eru skoöuö? „Ég tek ekki undir að við getum náð þjóðarsátt þannig að allir verði fullkomlega sáttir. Ef umkvörtunar- efni í sjávarútvegi eru skoðuð em þau sum hver í mótsögn hvert við annað og sjónarmið á lofti sem aldrei næst sátt um nema menn gefi mjög mikið eftir.“ Veröur þetta ekki bara ein nefndin enn um þessi mál og munu menn ekki ein- faldlega halda áfram á sömu braut og til þessa? „Það er mjög mikilvægt að nefhd- in verði trúverðug frá fyrsta degi og verði ekki afgreidd í upphafi sem enn ein nefndin. í þessu sambandi má nefna hliðstæðu úr vísinda- starfi. Þú gerir tilraun og það gerist kannski eitthvað. En það getur líka farið svo að ekkert gerist. Það er líka vísindaleg niðurstaða. Við verðum að horfast í augu við þann möguleika að við finnum ekkert sem er betra og uppfyllir ekki áður- nefhd skilyrði.“ - Hverjir veröa nánustu ráögjafar þínir? „Ég hef ekki spáð í það enn þá. Ég þarf að fara rúntinn, hitta menn i greininni og reyna að meta þá sem ég held að geti lagt gott til, bæði sem rágjafar fyrir mig sem ráðherra og eins í svona nefnd.“ yfirheyrslr Haukur L Hauksson og Reynir Traustason - Kristján Ragnarsson hefur verið kallaöur yfirsjávarútvegsráóherra íslands vegna meintra ítaka viö stjórn sjávarútvegsmála. Verður hann einn þinna nánustu ráögjafa? „Ég ætla ekki að útiloka Kristján fyrirfram. En hann verður örugg- lega einn þeima sem ég mun tala við á næstunni.“ Meiri gjaldtaka - Er auölindaskattur eóa veiói- leyfagjald alveg út af boröinu? „Það er skilgreiningaratriði hvað er auðlindaskattur og hvað veiði- leyfagjald. Það er út af fyrir sig inn- heimt veiðileyfagjald I dag og það er stefna ríkistjórnarinnar að útvegur- inn taki meiri þátt í kostnaði af þjónustu sem hann fær frá hinu op- inbera og sú breyting verði í sam- ræmi við afkomu." Hef migið í saltan sjó - Kom eitthvert annaö ráöuneyti til greina af þinni hálfu í stjórnar- myndunarviörœöunum og þá hvaöa ráöuneyti? „Það kom aldrei önnur tillaga upp á borðið en að ég færi í sjávar- útvegsráðuneytið. Annars hafði ég ekki leyft mér að láta mig dreyma um það að mér yrði boðið þetta ráðuneyti og varð því harla glaður þegar það kom í ljós. Þetta er mjög mikilvægt ráðuneyti." - Nú ert þú dýralœknir. Hefuröu einhvern tíma migiö í saltan sjó? „Já, ég hef verið á togara, fór nokkra sumartúra með Otri. En svo er ég með masterspróf í fisksjúk- dómafræði og var dýralæknir fisk- sjúkdóma 1985-1991, var í fiskeld- inu.“ Langt í hvalveiðar - Hvenœr hefjast hvalveiöar að nýju? „Ég get ekki sagt til um það enda engar ákvarðanir verið teknar. Ég mun starfa í samræmi við þá álykt- un sem samþykkt var í þinginu í vetur og ég flutti ásamt öðrurn." - Séróu fyrir þér aö einungis veröi leyföar hrefnuveiöar? „í þinginu varaði ég við því að við tækjum ákvarðanir um hrefnu- veiðar eingöngu. Þá værum við að búa til annan þröskuld til að fara yfir.“ - Geturðu ekki nefnt neina tíma- setningu um upphaf hvalveiöa? „Það verður ekki byrjað á þessu ári og ólíklegt að við byrjum á næsta ári. Ályktunin gengur út á að kynningarstarf verði unnið áður en veiðar hefjast. Mér vitanlega er það starf ekki hafið og er eitt þeirra verkefna sem biður mín á næst- unni. Það þarf að setja kraft í þetta kynningarstarf.“ - Var ekki einnig kveöiö á um í nœstsíöustu ályktun aó kynningar- starf hœfist? „Síðasta ályktun var miklu sterk- ari.“ - Er þetta ekki sagan endalausa. Rannsóknir sýna aö hvalastofnarnir eru í jafnvœgi og er nokkuó því til fyrirstööu aö hefja veióar? „Ef við ætluðum að byrja í sumar hefðum við þurft að taka ákvörðun um það mun fyrr.“ - Hverju svarar þú þeim fullyrö- ingum aö hvalaskoðun og hvalveiðar geti ekki þrifist saman? „Ég er alveg ósammála þeim. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiöum geta einnig haft gaman af að skoða hvali í sínu náttúrlega umhverfi. Ég veit ekki betur en þetta tvennt fari ágæt- lega saman í Noregi." Keikó til trafala? Erum viö ekki betur settir innan Alþjóöa hvalveióiráösins en utan þess? „Ég var á sínum tíma sammála Árni M. Mathiesen segist munu fara vandlega ofan í ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar hverju sinni. ¥ því að fara úr ráðinu. Sú ákvörðun byggðist á því að fleiri þjóðir mundu fylgja í kjölfar- ið. En það gerðist ekki. Því getur verið að við verðum að endurskoða afstöðu okkar. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri heppilegra fyrir framgang málsins að fara aftur inn í Alþjóða hvalveiðiráðið þá mundi ég telja að það væri skyn- samlegt.“ - Var Keikóœvintýrið óheillaspor meó tilliti til hvalveiöa? Getum viö verndaó Keikó og skotiö frœndur hans í sömu andránni? „Ég sé enga þversögn í því. Ég hef fylgst með Keikó sem formaður Dýraverndarráðs og ég hef aldrei séð að hann sé ógnun við hvalveiði- hagsmuni okkar.“ - Veröur okkur ekki endalaust velt upp úr Keikómálinu í því áróóurs- stríöi sem fyrirsjáanlegt er vegna hvalveiöanna? „Það er engin í þversögn í þessu. Þó öll sjónarmið séu í sjálfu sér gild gerum við þá kröfu að okkar sjónar- mið heyrist líka. Við erum ekki að segja að fólkið eigi að vera sammála okkur heldur að það virði okkar sjónarmið og rétt okkar til ákvörð- unartöku.“ Eítt kerfi þægilegast - Er eólilegt aö aröbærara sé að gera báta út bunda viö bryggju og leigja af þeim kvótann, sbr. fréttir DV af Skildinganesbátunum sem velta tugum milljóna viö Kaffwagn- inn? H „Þetta byggist á þvi að kvótaeign er bundin við það að vera skráð á skip. Ef svo væri ekki skipti þetta engu máli. Ef kvóti væri skráður á kennitölu þá skiptu þessir bátar engu máli. Ríkið setur lög og svo á Jón Jónsson næsta leik. Veiðskyld- an hefur verið ákveðið svar við þessu." - Þaó eru þrjú mismunandi veiöi- stjórnunarkerfi í gildi fyrir íslenska fiskveiöiflotann: gamla kvótakerfiö, sóknarstýring smábáta og aflahá- markskerfi smábáta. Er ekki eölileg- ast aö eitt kerfi gildi fyrir allan flot- ann? „Það væri auðvitað þægilegast. En þetta er hlutur sem hefur verið í þróun hjá okkur og menn hafa að- lagað sinn rekstur og gert sínar áætlanir út frá kerfinu eins og það er. Viö getum ekki kippt fótunum undan mönnum sem hafa gert sínar áætlanir á grundvelli þess.“ í september áriö 2000 mega smá- bátar leiga eöa selja sóknardaga. Er þaö af hinu góöa? „Þú getur átt í viðskiptum með veiðidaga eins og viðskiptum með kvóta." - Séröu fyrir þér frekari sam- þjöppun í sjávarútvegi sem aftur kallar á aukna byggöaröskun og hvernig hyggstu þá mœta þeirri þró- un? „Ef samþjöppunin heldur áfram er auðvitað *■* ákveðin hætta á byggðaröskun. En það er voðalega erfitt að hafa ein- hverja stjóm á , henni. Við verðum . að gera kröfu til þess að sjávarútveg- urinn sé rekinn á sem hagkvæmastan hátt.“ - Er hœgt aó nota fiskveiöi- stjórnunarkerfiö til lausnar á svokölluöum byggöavanda meö byggöakvóta? „Það er mjög erfitt." - Muntu fylgja ráögjöf Hafrann- sóknastofnunar um veiöiheimildir út í hörgul eða sjá til þess aö Hafró breyti vinnubrögöum og aöferóa- frœöi viö spár um stcerð fiskstofna? „Frumskilyrði fyrir þessari ráð- gjöf er að hún byggist á bestu vís- indalegri og hagfræðilegri þekkingu á hverjum tíma. Ég mun ganga mjög ríkt eftir því að svo verði og sannreyna það eins og best ég get. Hin vísindalega nálgun skiptir þarna mestu máli, að menn líti hlut- lægt á málin. En ég get ekki fullyrt nú hvort ég muni í framtíðinni fara eftir því sem Hafró leggur til eða ekki. Þessi vísindagrein er á fleygi- ferð og alltaf eitthvað nýtt að koma fram.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.