Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 10
10 MANUDAGUR 31. MAI1999 /IÐGERÐIR / ÞJÓNU-STA Héðins bílskúrshurðir með einangrun eru gerðar fyrir íslenskar aðstæður Héðins bílskúrshurðir eru gerðar fyrir íslenskar aðstæður. 1. Polystyrene einangrun Þær eru úr galvanhúðuðu stáli með þykkri einangrun 2. Gæðastál og þola því verulegt vindálag og kulda. Traustur frágangur 3. Galvanhúðun tryggir viðhaldsfría endingu árum saman. Útlit hurðanna 4. Epoxy grunnur er sérlega glæsilegt og þær má mála í hvaða lit sem er. 5. Polyester yfirborð ♦# = HÉÐINN = Héðinn hf. Stórás 6 • 210 Garðabæ Sími: 569 2100 Fax: 569 2101 www.hedinn.is Tölvupóstur: hedinn@hedinn.is geturþú levst vandann Gámur er ódýr lausn á hverskyns geymsluvandamálum, hvort sem þú ert flutningabílstjóri, verktaki, fiskverkandi eða bóndi. Með því að fella gám að umhverfinu getur hann hentað sem geymsla við sumarbústaði eða golfvelli og á fleiri stöðum. Hjá Hafnarbakka færðu margar gerðir af gámum. Við seljum eða leigjum, notaða eða nýja stálgáma, frystigáma, hálfgáma, einangraða gáma og fl. HAFNARBAKKI Hafnarbakki hf. Suðurhöfninni Hafnarfirði Sími 565 2733 Fax 565 2735 Fréttir DV Flóö í Miklavatni í Fljótum: Vatnsborðið hækk- aði á annan metra DV, Skagafirði: Þrátt fyrir að enn séu mikil snjó- þyngsli í Fljótum og varla famir að sjást nema hæstu hólar upp úr fann- breiðunni í Stíflunni hefur þó mik- ið vatn runnið til sjávar þar að und- anfórnu. Á dögunum var þrýsting- urinn á ís Miklavatns orðinn mikill. Vatnsflaumurinn náði langt fram á Holtsmýrar enda hafði þá fyrir nokkru einnig verið hleypt úr lóni Skeiðsfossvirkjunar vegna fram- kvæmda við virkjunina. Að auki hafði í brimi vetrarins mokast upp í ós Miklavatns þannig að frárennslið var mjög takmarkað. Eitthvað varð því að láta undan og einmitt þegar menn vom að und- irbúa að grafa úr ósnum við Hraunakrók, eins og stundum hefur þurft að gera þegar brim fyllir ós- inn, sprengdi vatnið sig fram í sjó að vestanverðu, við Borgina sem er norðan og austan við Haganesvík. Þama myndaðist mikill og breiður ós, að sögn sjónarvotta, um 2-300 metra breiður. Það var tilkomumik- il sjón að sjá ísbreiðuna á vatninu síga á annan metra á tæpum klukkutíma meðan vatnið var að jafnast út um ósinn. Jón Kort Ólafsson, bóndi í Haga- nesi, segir að afrennsli Miklavatns sé nú komið í gamlan farveg. Hann muni eftir ósnum á þessum stað en faðir hans var með beitarhús og sauði á Borginni og straumar og brim mun stundum hafa valdið þar skaða. Eitt sinn skolaði hreinlega burtu einni krónni úr húsunum. Jón Kort segist þó ekki muna hvenær ósinn færðist þarna í milli- tíðinni yfir að Hraunakróknum. Ljóst er að þar hefur hann verið í allmarga áratugi, þar til nú að breyting varð á. Trúlegt þykir að frárennsli Miklavatns hafi verið að breyta sér annað slagið í aldanna rás. -ÞÁ Guðmundur Teitsson bakarameistari og Jóhanna Guðmundsdóttir, kona hans, tóku við hamingjuóskum frá bæjarbú- um. DV-mynd Birgitta Bakarameistari í 30 ár DV, StykkishóliTii: Það eru 30 ár liðin síðan Guð- mundur Teitsson bakari keypti Brauðgerðarhús Stykkishólms og hóf rekstur þess. Þá stóð rekstur Brauðgeröarhússins á gömlum grunni en það var stofnað árið 1910. Árið 1969 þótti það nokkuö djarft af ungum bakara að kaupa slíkt fyrirtaeki en fyrir hvatningu góðra manna, ekki síst Áma Helgasonar, sló Guðmimdur til. Árið 1985 var nýtt hús byggt und- ir starfsemina þar sem öll aðstaða var orðin úrelt á gamla staðnum. í tilefni afmælisins var bæjar- búum boðið upp á tertu og kaffi laugardaginn 15. mai. Harmóniku- spil, gamanvísur, söngur og ræð- ur hljómuðu út úr bakaríinu þann dag og fólk streymdi inn og út. Það fór ekki á milli mála að Hólmarar kunna vel að meta bak- arann sinn. -BB Fýlseggin vinsæl DV.Vík: Á hverju vori, þegar fýllinn er orpinn, fara ungir og aldnir Mýr- dælingar á stjá til að ná sér í fýls- egg. Auðvelt er að komast að fýln- um sem verpir í brekkunum hjá Vík og oft er hægt að ná drjúg- miklu af eggjum. Mest af fýlnum verpir þó í björgum allt í kringum Víkina og reyndar miklu víðar. Þessir ungu menn, þeir Geir og Steinþór, voru búnir að vera í eggjum og voru í söluleiðangri þegar DV hitti þá í Víkinni. Þeir sögðu að vel gengi að selja eggin og sögðust ætla að ná í fleiri daginn eftir. -NH Geir, til vinstri, og Steinþór með fýlsegg. L 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.