Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 Spurningin Hvaða mynd sástu síðast í kvikmyndahúsi? David Winnie fótboltakappi: Arl- ington Road. Kristján Hannesson nuddari: Ég sá There’s Something about Mary og mér fannst hún frábær. Ásgeir Hannesson nemi: There’s Something about Mary. Kristrún Guðmundsdóttir: Ég man það ekki. Eyþór Gunnarsson, 14 ára: True Crime. Mér fannst hún leiðinleg. Sævar Alexandersson, 14 ára: Ég man það ekki. Lesendur Dómsmál: Siðblint embættis- mannakerfi „íslendingar geta lært mikið af Bretum því þeir búa við lýðræði í flestum grein- um.“ - Lögregla að störfum í London. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Síðastliðna 3 vetur hef ég dvalið í aBretlandi. Ég hef miðlum og einnig í blöðum. Frétta- málum. Flest blöð- in hafa t.d. þann háttinn á að birta nöfn afbrotamanna, aldur og fyrri dóma sé um þá að ræða. Allt frá búðarþjófnuðum upp í morð. Barna- níðingar eru eltir á röndum af lög- reglu og almennum borgurum og birtar eru myndir af slíkum afbrota- mönnum í blöðum. Gildir þá einu úr hvaða stétt þeir koma. Sumir þeirra eru meira að segja látnir bera hálsfesti útbúna sendi þannig að götulögreglan geti fylgst með þeim. Lögreglan sjálf er ekki nein und- antekning. í þeirri stétt eru líka svartir sauðir líkt og hér á landi. Munurinn er sá að í Bretlandi era þeir dæmdir og reknir úr starfi og að auki sviptir eftirlaunum. Mér er minnisstætt eitt tilfelli frá Skotlandi. - Lögreglustjóri í Aber- deen var sakaður um að menn hans hefðu stungið undir stól gögnum í máli ungs drengs sem var myrtur. Þetta komst upp nokkrum árum síð- ar en lögreglustjórinn átti þá stutt eftir í eftirlaun. Það var fróðlegt að fylgjast með þessu máli í blöðunum. Fyrst birtist lítil mynd af lögreglu- stjóranum í blöðunum en síðan stærri og stærri. Síðast átti hann forsíður margra blaða sem kröfðust afsagnar hans. Lögreglustjórinn þráaðist við og þar kom að Skotlandsmálaráðherra kom fram í sjónvarpi og sagðist myndi víkja stjóra úr starfi segði hann ekki af sér. Þetta gekk eftir. Maðurinn fór frá með skömm og með honum nokkrir undirmenn hans og allir voru þeir sviptir eftir- launum. Þetta er bara eitt dæmið af mörgum. Blöðin hafa ógnarvald og ganga hart fram í málum af þessu tagi. Mér varð hugsað heim til íslands. Barnaníðingi margdæmdum mætir maður í sundlaug, þangað sem mörg börn koma. - Lögreglustjórinn í Reykjavík var settur í fri á fullum launum vegna mjög alvarlegs máls. Honum átti að sjálfsögðu að vísa úr starfi. Það mál var ekki rétt afgreitt. Ef litið er lengra aftur í tímann þá kemur upp í hugann svonefnt „Batta-mál“ í Keflavík. Þar var ekki gengið nógu langt í réttri afgreiðslu því fleiri áttu að vikja frá störfum, þ.á m. sýslumaðurinn í Keflavík. Eða þá Geirfmnsmálið sem enn er ekki að fullu afgreitt að margra mati. - íslendingar geta lært mikið af Bretum því þeir búa við lýðræði í flestum greinum. Hækkun bifreiðatrygginga Sigfús Jónsson skrifar: Manni verður ekki rótt þessa dag- ana þegar allt í senn era boðaðar vaxtahækkanir, hugsanlegar skatta- hækkanir og hækkun á tryggingum bifreiða. Ég lét verða af því að end- urnýja bifreið á síðasta ári með þeim greiðslukjörum sem þá voru boðin. Maður á fullt í fangi með að inna af hendi umsamdar greiðslur en verra verður ef bæði vextir hækka og einnig ábyrgðartrygging af bílnum. Satt að segja er ekki auð- velt að lifa í slíku landi þar sem aldrei er á vísan að róa hvað næstu mánuðir bera í skauti sér. Útgjöld vegna daglegrar neyslu eru þar efst á blaði ásamt lögboðnum gjöldum sem fara alltaf hækkandi en standa ekki í stað og hvað þá lækka. Hvað sem tryggingafélögin segja um lækkun á ábyrgðartryggingum í svo sem einn mánuð einhvem tíma á árinu 1996 eða ‘97 kemur hækkun á tryggingum afar illa við flesta bifreiðaeigendur nú. Og þeg- ar vaxtahækkun bætist ofan á í lífs- baráttunni vaknar stór spurning um hvers vegna maður er að strita fyrir þessum lífsgæðum sem svo kosta stundum heilsutjón eða ör- vilnun. Það má víðar lifa en á ís- landi. Allt of stór risi í matvörunum Guðjón Guðmundsson skrifar: Mig langar til að leggja nokkur orð í belg varöandi samþjöppunina á matvörumarkaðnum. Ég sé ekki neina meinbugi á þessu Baugsmáli sem slíku. Staðreyndin er að vísu sú að hér er kominn allt of stór risi á matvælamarkaðinn fyrir okkur, svona fáa neytendur. Það yrði ekki gott ef allur matvörumarkaðurinn færðist smám saman á þessar hend- ur sem standa að Baugi. En á með- an boðið er gott úrval matvæla og þjónustan er á því stigi sem hún er i dag, þá megum við neytendur vel við una. Mér er þó ekki alveg rótt þegar ég sé að ekki er um sömu matvæli að ræða eða sama úrval í verslunum þessa risafyrirtækis. Ég sé t.d. að Hagkaup auglýsir matvæli og fleiri vörategundir í sérstökum bæklingi og svo fær maður annan bækling frá Nýkaupi með matvælum, en [RQ[d)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn - eða hringið í síma J&SO 5000 milli kl. 14 og 16 Ég fylgist hins vegar vel með og kanna verð og vörugæði hjá báðum stóru fyr- irtækjunum, Baugi og Kaupási, það ættu reyndar allir að gera, segir m.a. í bréfinu. ekki með sama úrvali og hjá Hag- kaupi. Satt að segja finnst mér Nýkaups- verslunin, t.d. á Eiðistorgi, hafa dal- að að undanfomu, mér finnst ekki auðvelt að finna vörurnar mínar, þar eru breytingar sem mér finnst vera alveg óþarfar, og mér finnst gæðin í matvörunum ekki þau sömu og i verslunum merktum Hag- kaupum. En ég bíð þolinmóður á meðan risinn er að átta sig. Ég fylgist hins vegar vel með og kanna verð og vörugæði hjá báðum stóru fyrirtækjunum, Baugi og Kaupási. Það ættu reyndar allir að gera. Fákeppni leiðir óhjákvæmilega til grisjunar, og ég vil ekki sjá þá tíma renna upp hér á landi að bæði framleiðendur og seljendur séu svo fáir að þeir hafl sjálfdæmi um hvað okkur er boðið. Gætum að því að enn er hér ekki fengið innflutnings- frelsi að fullu í matvælum, t.d. bú- vörum. Það eiga því allir að vera á varðbergi gagnvart hreyfingum á matvörumarkaði. Þær skipta okkur miklu. DV Þjóðarsálin hættir Margrét hringdi: Það er eftirsjá að þættinum Þjóð- arsálinni hjá Ríkisútvarpinu. Hún kvað eiga að hætta eftir mánudag- inn, síðasta dag maí. Ég skil ekkert í ráðamönnum RÚV að geta ekki hald- ið þessum hálftíma þætti úti og þó er hann aðeins 5 daga vikunnar, og raunar ekki nema 3, því svokölluð gestaþjóðarsál dregst frá á fimmtu- dögum og eins á fostudögum þegar ekki má hringja inn i þáttinn. Þátt- urinn er mun vinsælli en ráðamenn RÚV halda og mun nauðsynlegri fyr- ir hina almennu borgara sem ekkert skjól hafa annað til að bera upp ósk- ir sínar og gagnrýni gegnum síma. Ég skora á RÚV að endurskoða af- stöðu sína til þessa þáttar og leyfa honum að halda áfram i sumar. Slakari nemendur á landsbyggðinni? Klara hringdi: Hvers vegna koma nemendur skóla á landsbyggðinni verr út á samræmdum prófum en nemendur í Reykjavik eða á höfuðborgarsvæð- inu? Ég svara því þannig að nemend- ur á landsbyggðinni eru hreinlega ekki á þgim buxunum að sitja lengur á skólabekk en nauðsynlegt er. Hér í þorpi er t.d. mikil vinna og hver sem vettlingi getur valdið fer í vinnu þeg- ar vel gefur. Lifið á landsbyggðinni, einkum i sjávarplássunum, er bara nákvæmlega óbreytt frá því sem seg- ir í kvæðinu um hann Gvend á eyr- inni. Krakkar vinna meira og læra minna. Peningurinn er það sem sóst er eftir, ekki námið. Hins vegar er alltaf einn og einn sem metur námið mest og hann fer líka betur út úr prófunum. Sá hinn sami er líka far- inn burt um leið og hann fer í fram- haldsnám - og kemur ekki aftur. Þetta er bara staðreynd málsins. Brauðin hennar Sylvíu Sylvía Jóhannsdóttir hringdi: Miðvikudagsmorguninn 26. maí átti ég von á nýjum brauðum fyrir fyrirtæki mitt, Smurbrauðsstofuna hér á Laugavegi 170, en þegar til átti að taka og ég ætlaði að nálgast brauðin að venju fyrir utan var þar ekkert að finna. Ég hringdi í viðkom- andi bakarí og kvartaði en fékk það svar að komið hefði verið með brauð- skammtinn að venju. Brauðin ásamt bökkunum sem þau eru afhent í voru því tekin og sáust ekki meir. Ég vil nú koma þvi á framfæri við þann eða þá sem tóku brauðskammtinn minn traustataki hvort ekki sé a.m.k. við hæfi að skila aftur bökkunum. Ég met viðleitnina til heiðarleikans, þótt til hálfs sé. Harðari þjóð- ernisstefnu Vilhj. Alfreðsson skrifar: Þegar maður hugsar til þess að erlendir aðilar gera tilraun til að svíkja um eða yfir 200 milljónir króna út úr reikningum helstu ís- lensku fyrirtækjanna á sama tíma og erlendir aðilar meina okkur að veiða hvali og seli í okkar landhelgi er svo sannarlega kominn tími til að stjórnvöld taki upp harðari þjóðern- isstefnu. Hvatningarhrópið „íslandi allt“ hefur enn sitt gildi. Við skulum gjalda varhug við tilraunum er- lendra aðila eða ríkisstjóma sem seilast til áhrifa hér á landi eða gera beinlinis strandhögg á íslensk fyrir- tæki eins og dæmin sanna. Skemmdar grillkartöflur Snorri skrifar: Ég hef stundum keypt svokallaðar grillkartöflur, pakkaðar í álpappir. Það mun ég ekki gera lengur, a.m.k. ekki nema þá að skoða þær áður, því ég hef margsinnis lent í því að kaupa þessar kartöflur óséðar og fá þær skemmdar. Jafnvel sést skemmdin stundum ekki fyrr en maður sker í kartöfluna. Þetta eru kartöflur frá Ágæti og verður fyrirtækið að vanda sig betur í framtíðinni ef það ætlar að haldá viðskiptavinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.