Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 21
37 MÁNUDAGUR 31. MÁl 1999 i>v Fréttir BreiðaQöröur: Þorskárgangarnir ’89-’90 lítt áberandi DV, Vesturlandi: Netarall Hafrannsóknastofnunar fór fram í fjóröa skipti í byrjun apr- íl. Farið var á Örvari SH á Breiða- §örð og Þórsnesi SH á Faxaflóa. Á Breiðafirði fékkst talsvert minni afli en síðustu ár, að meðaltali um 1,4 tonn í hverja trossu. Til saman- burðar fengust 1,7 tonn að meðaltali í trossu árið 1996, 2,6 tonn árið 1997 og 3,2 tonn árið 1998. Þorskurinn virðist ekki hafa geng- ið upp á grunnið í sama magni og síðustu ár en haldið sig meira á dýp- inu. Hugsanlega má skýra lítinn afla i netarallinu á Breiðafirði með þeirri staðreynd að engin loðna gekk til hrygningar inn í Breiðaíjörðinn í ár. Þá eru árgangarnir frá 1989 og 1990 orðnir lítt áberandi en góður afli síðustu netaralla hefur einkum byggst á þessum árgöngum. í rann- sókn á hrygningartíma þorsks kom fram að inni á Grundarfirði hófst hrygning í byrjun mars en var lok- ið í apríllok en á Flákakantinum og i Bjameyjarál hófst hún mánuði síð- ar og var að mestu lokið 10. maí. Þessar upplýsingar eru frá útibús- stjóra Hafrannsóknar í Ólafsvík, Jóni Sólmundssyni. -DVÓ/GK Brautskráðir nemendur frá FVA ásamt Þóri Ólafssyni skóiameistara og Herði Helgasyni aðstoðarskólameistara. DV-mynd Daníel Fjölbrautaskóli Vesturlands: Brautskráning af 14 brautum DV, Akranesi: Brautskráning frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands, Akranesi, á vor- önn 1999 fór fram 21. maí. Að þessu sinni var brautskráður 61 nemendi af 14 brautum, þar af voru 42 með stúdentspróf af 8 brautum. Fjórir nemendur luku fyrri hluta í raf- eindavirkjun, 3 luku burtfararprófi í rafvirkjun, 3 luku burtfararprófi í vélsmíði, 1 nemandi lauk burtfarar- prófi í húsasmíði, 3 luku almennu verslunarprófi, 2 nemendur luku burtfararprófi af starfsbraut.l lauk burtfararprófi af uppeldisbraut. 6 luku prófi á 2 námsbrautum. í hópi útskriftarnema voru einnig tveir skiptinemar sem stunduðu nám við skólánn á þessu skólaári. í hópnum voru 32 drengir og 29 stúlkur. Margar viðurkenningar voru veittar fyrir fyrir framúrskarandi árangur. Meðal annars hlaut Sigríð- ur Víðis Jónsdóttir viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdents- prófi, bókargjöf frá skólanum og peningaupphæð úr verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Sýruparti. Verslunarmannafélag Akraness veitti verðlaun fyrir góð- an árangur í hagfræði- og viðskipta- greinum. Þau hlaut Svanur Dan Svansson. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akra- ness, afhenti námsstyrk Akranes- kaupstaðar sem er upp á 329.000 krónur. Hann hlaut Sigríður Helga- dóttir úr Borgarnesi sem ætlar í læknisfræði. -DVÓ Blönduós: Reiðskemma í Arnargerði DV, Norðurlandi vestra: Aðstaða hestamanna á Blönduósi mun brátt batna til mikiila muna þar sem byggð verður reiðskemma. Það er Ámi Þorgilsson, vestfirskur athafnamaður sem flutti til Blöndu- óss, sem er helsti hvatamaður að hyggingunni. Ætlar hann að byggja skemmuna í samvinnu við hags- munafélag hestamanna á Blönduósi. Að sögn Harðar Ríkharðssonar, sem er fulltrúi hestamanna í starfs- hópi vegna byggingarinnar, hefur náðst samkomulag sem gerir ráð fyrir að hestamenn leigi út tíma í skemmunni næstu átta árin og jafn- framt hefur fengist vilyrði fyrir því að Blönuósbær styðji þetta framtak. Reiðskemman mun rísa í Arnar- gerði, hesthúsahverfi Blönduósinga, og verður hún áfost við 20 hesta hús sem Árni Þorgilsson ætlar að byggja. Áætlað er að skemman verði að minnsta kosti 800 fermetr- ar að stærð, um 20x40 metrar að gólflleti. -ÞÁ DtXIC f.i'ieg ur $$$ á ít'A.lfotún'v Ljm**** og 3ia í .v ix sofi. L 10 5 59.980 Ef þú ert í leit að fallegum sófa sem endist vel þá ættir þú að líta til okkar. Við bjóðum margar tegundir af stökum sói'um og fjölbreytta möguleika hvað varðar áklæði. VÍSA Raðgrtiðslur HÚSGAGNAHÖLLIN -þar sem úrvalið er meira! Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Sími 510 8000 BEVERLY sófi, með lausu bómullaráklæði með upphleyptri áferð. Sessur og bakpúðar bólstraðir með polýdún. Fæst í ýmsum litum og með mismunandi gerðum af áklæði. 3ja sæta sófi. L200 sm, kr. 78.590,- 2ja sæta sófi. LI75 sm, kr. 76.390,- VERONA sófi, með endingargóðu mikróvelúrefni. Fæst í ýmsum litum. 3ja sæta sófi. L217 sm, kr. 49.520,- 2ja sæta sófi. Ll 95 sm, kr. 44.420,- CHELSY sófi, klæddur upphleyptu efni, sem hrindir frá sér vætu (Scotchguard-vörn), í fallegum filabeinshvitum lit. Sessur bólstraðar með kaldsteyptum svampi og bakpúðar með polýdún. Ýmsir litir og gerðir áklæða. 3ja sæta sófi. L210 sm, kr. 77.180,- 21II sæta sófi. L185 sm, kr. 69.510,- ROGER sófi, burstað bómullaráklæði. Sessur bólstraðar með kaldsteyptum svampi, bakpúðar bólstraðir með polýdún. Fæst í ýmsum litum og með mismunandi áklæði. 3ja sæta sófi. L220 sm, kr. 74.860,- 2ja sæta sófi. L200 sm, kr. 68.520,- i K H C -» Kæliskápur CG 1340 - Kælir 216 Itr. • Frystir 71 Itr. n***i •Tvær grindur • Sjátfvirk afþýöing í kæli - Orkunýtni B • Mál hxbxd: 165x60x60 Kæliskápur CG 1275 • Kælir 172 Itr. - Frystir 56 Itr. p««»i •Tværgrindur • Sjálfvirk afþýöing í kæli - Orkunýtni C • Mál hxbxd: 150x55x60 Kæliskápur RG 1145 - Kælir 114 Itr. •Klakahólf 14 Itr. • Orkunýtni D • Mál hxbxd: 85x50x56 inDesu B Kæliskápur RG 2190 •Kælir 134 Itr. • Frystir 40 Itr. - Sjálfvirk afþýöing í kæli •Orkunýtni C BRÆÐURNIR m ORMSSQN Lóqmúla 8 • Sími 533 2800 •Mál hxbxd: 117x50x60 Kæliskápur RG 2250 •Kælir 184 Itr • Frystir 46 Itr • Sjálfvirk afþýöing íkæli •Orkunýtni C •Mál hxbxd: 139x55x59 I • Frystir 63 Itr n«»«i •Sjálfvirk afþýðing f kæli •Orkunýtni C •Mál hxbxd: 164x55x60 s t Þú þarf ekki að blða eftir næsta tilboði. Þú færð okkar laga NDESIT verð alla daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.