Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 Fréttir Keflavaltarar 39 Tímabært að höfuðstöðvar sam- taka bænda flytjist út á land DV, Hólmavík: í anda nýsettra búnaðarlaga, þar sem mælt er fyrir um að stærri ein- ingar standi að leiðbeiningaþjón- ustunni fyrir landbúnaðinn og henni verði á vissan hátt svæðis- skipt, hafa í nokkra mánuði farið fram viðræður á milli fulltrúa bún- aðarsambanda frá Skagafirði til Stranda um nýtt og breytt fyrir- komulag þessara mála á svæðinu. Rætt hefur verið um að miðstöð leiðbeiningarþjónustunnar verði á Blönduósi og útstöðvar verði þrjár á Sauðárkróki, Hvammstanga og Hólmavík með fjórum starfsmönn- um en fimm stöður verði á Blöndu- ósi. Þar með talinn framkvæmda- stjóri. „Með því móti yrði komið við starfskiptingu og ég hef trú á því að um gæti verið að ræða markviss- ara og skilvirkara starf eftir breyt- inguna,“ segir Brynjólfur Sæ- mundsson, héraðsráðunautur á Hólmavík. Umræðan að undanförnu hefur þó frekar snúist um kostnaðarþátt- inn en hinn faglega. Finnst mörg- um að of litlir fjármunir fylgi hinni nýju skipan verði hún að veru- leika. Búnaðarsamböndin eru ekki auðugar stofnanir og óttast menn að þessi nýja skipan geti orðið þeim þungur baggi að bera en ekk- ert er í umræðunni um að þau sam- einist. Þær raddir hafa og heyrst að viö stórbættar samgöngur á landi sé Brynjólfur Sæmundsson, héraðs- ráðunautur Hólmavík. DV-mynd Guöfinnur vel hugsanlegt að Hvanneyri geti verið hentugri staður. Þar sé fyrir miðstöð búnaðarmenntunar í land- inu. Fjölþætt kennslu- og leiðbein- ingarstarf sem hefur verið að færa út kvíamar með íjölbreyttu og hag- nýtu námskeiðshaldi út um hinar dreifðu byggðir, sem og á skóla- setrinu sjálfu. Þeirri spurningu hefur og verið varpaö fram í ljósi mikiila umræðna að undanförnu um vanda dreifbýlisins hvort ekki sé fyllilega tímabært og einnig í ljósi áhyggna sem forystumenn bænda virðast stundum hafa um framtíð landbúnaðarins að höfuð- stöðvar bændasamtakanna flytjist í heild sinni út á land og það gerist ekki seinna en á næsta ári - sjálfu aldamótaárinu. -GF Handverk í hávegum í Strandakúnst DV, Hólmavik: Einstaklega samhentur hóp- ur áhugafólks um handverk margs konar hefur haldið utan um starfsemi Strandakúnstar, samstarfshóps um handverk á Hólmavík og miðhluta Stranda- sýslu, undanfarin 6 ár. Starf- semin fékk aukinn byr við stofnun ferðamálafélagsins. Aukin umsvif þess og vaxandi starfsemi hefur síðustu sumur fært félögin nær hvort öðru. Þó allra helst með tilkomu upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála í fé- lagsheimilinu á Hólmavík enda hentugt að saman fari viðkoma ferðamanna og kynningar- og sölustarf handverksmuna af ýmsu tagi. Gestir, bæði innlendir og er- lendir, eiga því í auknum mæli kost á að verða sér úti um fá- gæta muni til minningar. Þá ekki síst sem staðnum eru tengdir og sérstöðu hafa af þeim sökum. Samstarfshópur- inn á sölutjald sem sett var upp við ýmis tækifæri. Einkum þegar leit að gjafavöru er í hámarki, eins og fyrir jólin, enda má með þeim Ingibjörg Birna Sigurðardóttir, formaður Strandakúnstar, til vinstri, og Svanhildur Jónsdóttir. DV-mynd Guðfinnur hætti ná til fleiri viðskiptavina. Ómældum tíma eyða hópfélagar í að viðhalda og styrkja samstarfið - treysta innviðina, því víst er að væri tímamælir settur á allt vinnu- framlag og sífellt væri verið að al- heimta daglaun að kvöldi, myndi litlu áorkað verða og félagsstarf illa þrífast. -GF Dregnir eða sjálfkeyrandi. BOMRG ramŒ® Sími 568 1044 Mitre litaðir barna- og joggingskór stærðir 23-32 kr. 2.990 Jói útherji ÁRMÚLA 36 SÍMI S íi 8 1 S 6 0 Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur keypt öll hlutabréf í fyrirtækinu Catco hf. í Borgarnesi. Ölgerðin í brenni- vínsframleiðslu - kaupir Catco hf. í Borgarnesi Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur keypt öll hlutabréf í fyrir- tækinu Catco hf. af Árna Helgasyni og Þórhalli Guðmundssyni. Fyrir- tækið hefur verið í framleiðslu á sterkum vínum í Borgarnesi. Þar með hefur Ölgerðin tekið yfir rekst- ur Catco og eignast öll framleiðslu- tæki og vörumerki fyrirtækisins. Þau vörumerki sem um ræðir eru íslenskt brennivín, Hvannarótar- brennivín, Jöklakrap, Eldurís Vodka, Tindavodka, Dillon gin og Kveldúlfur sem er hið þekkta „Hot n’Sweet" lakkrísstaup, ásamt Pölst- ar vodka, sem fyrirtækið hefur framleiðsluleyfi á hér á landi. Að sögn Jóns Snorra Snorrasonar, framkvæmdastjóra hjá Ölgerðinni, verður Catco fyrst um sinn rekið undir eigin nafní en síðar á þessu ári er stefnt að fullum samruna við Ölgerðina. Ársvelta Catco er 40-50 milljónir króna, sé ekki tekið tillit til áfengisgjalda. Með áfengisgjöld- um nemur veltan hins vegar ríflega 200 milljónum, að sögn Jóns Snorra. Fyrirtækið Engjaás ehf. hefur hing- að til séð um framleiðslu afurðanna í verktöku og að sögn Jóns Snorra mun sama fyrirkomulag verða áfram við framleiðsluna. Kaeliskáriar á góðu uerði í miMu úrwalif Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirymi Lítrar Frystirými Lítrar Frystir Staðsetning Staögreitt 6 85x50x60 AEG SANTO 1533TK 140 L 37.570,- 85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 26.900,- 85x55x60 AEG SANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 43.191,- 117x50x60 INDESIT RG 2190 134 L 40 L Uppi 37.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,- 127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 62.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 62.900,- 139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 39.900-, 140X54X60 HUSQVARNA LQT 140 186 L 44 L Uppi 56.900,- 144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 64,900,- 147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 37.900,- 149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 65.900, 150x60x60 INDESIT RG 1300 298 L 49.900,- 155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L 72.900,- 162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,- 164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 48.900,- 165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 59.900,- 170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 49.900,- 170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 75.900,- 180x60x60 HUSQVARNA 301 KS 380L 79.900,- 180x60x60 HUSQVARNA 390 KSF 240 L 87 L Niðri 87.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 82.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 89.900,- 200x60x60 HUSQVARNA 395 KF 240 L 129 L Niðri 98.900,- 195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,- B R Æ Ð U R N 1 R AEG ^índesíl- ©Husqvarna tmc IÍRMS5 50N Lógmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.