Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 18
18 Fjölbreytt og vönduð leiktækjasamstæða fyrir ánægð börn. Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22, s. 544 5990. i Stelpuskór j ■ Gullskór, st. 19-24. ■ ■ ■ ■smáskóri ■ Sérverslun með barnaskó ■ ■ í bláu húsi við Fákafen. ■ >■■■■■■■■■■■■■■■■■ Ásetning meöhita - faqmenn Sólgleraugu á húsið - bílinn Ekki bara glæsileikinn, einnig velliðan, en aðalatriðið er öryggið! Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita í og 1 /3 af glæru, upplitun. Við óhapp situr glerið í filmunni og því er minni hætta á að fólk skerist. Dalbrokku 22, Kóp. S. 544 5770 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 Fréttir DV Noröur-Strandir: Þórðarhellir að lokast DV, Hólmavík: Eitt af sérkennum í náttúrufari Strandasýslu, Þórðarhellir i Reykja- neshyrnu í Ámeshreppi á Ströndum, er við það að lokast vegna grjóthruns úr berginu fyrir ofan sem safnast hef- ur í mynni hans í áranna rás. Þarf því skjótt að þregðast við ef þetta sér- kennilega náttúruundur á ekki að lokast alveg og jafnvel týnast. Þetta kom fram í máli Brynjólfs Sæmundssonar svæðisleiðsögu- manns á aðalfundi Ferðamálafélags Strandasýslu nýverið. Hellir þessi mun á öldum áður hafa verið afdrep útilegumanna svo og sakamanna en ekki var óalgengt að þeir kæmu langt að og leituðu þá afdreps í fásinni og einangrun Norður- Stranda og slyppu með því undan refsivendi laga og hinum oft langa armi réttvísinnar. Árið 1960 var hellirinn mældur 12 metrar á lengd, 10,5 metrar á breidd og mesta hæð 3,10 metrar. Eftir að skipulagðar gönguferðir hófust með tilkomu Ferðamálafélags Stranda- sýslu fyrir fáum árum hafa nokkrar slíkar verið famar að Þórðarhelli í Reykjaneshyrnu, auk þess til fleiri merkra staða á þessum slóðum eins og Kistu sem fræg varð í galdrafár- inu laust eftir miðja sautjándu öld. Á fundinum talaði Brynjólfur fyrir því að kvaðning sjálfboðaliða - Ferðafólk í Þórðarhelli á Ströndum. bæði innan héraðs sem utan - færi fram og helst ekki seinna en á sumri komanda. Hann sagði að sér hefði reiknast að um 60-70 rúmmetra af efni þyrfti að fjarlægja og hæfilegt dagsverk væri einn rúmmetri fyrir sæmilega hraustan mann. Þetta væra því á milli 60 og GV-mynd GVA 70 dagsverk. Þá væri og þarft við- fangsefni að gera aðgengi fólks þægilegra að hellinum með hreins- un götuslóða. -GF Verkalýðsfélag Húsavíkur: Frysting skattleysismarka óásættanleg DV, Akureyri: Aðalfundur Verkalýðsfélags Húsavíkur telur að ekki megi drag- ast lengur að heíja gagngera endur- skoðun á skattkerfinu með það að markmiði að auka tekjujöfnun, tryggja að kjarabætur skili sér til launafólks og gera fjölskyldufólki kleift að bæta stöðu sína með því að auka ráðstöfunartekjur sínar. í ályktuninni segir óásættanlegt að skattkerfið skuli auka þann mis- mun sem orðið hefur í kjaraþróun hér á landi, eins og átt hafi sér stað á undanförnum árum. Þeir sem mestar tekjur hafi hafl fengið mest út úr breytingum á tekjuskattskerf- inu en hinir tekjulægstu lítið sem ekkert fengið í sinn hlut. „Þróun skattleysismarka er sá þáttur sem mestu skiptir fyrir hina tekjulægstu. Skattleysismörkin hafa hins vegar verið fryst og þannig lækkuð að raungildi sem hefur þyngt skattbyrði þeirra sem hafa lægstar tekjur. Það er algjörlega óá- sættanlegt að frysting skattleysis- marka verði áfram notuð til að láta hina tekjulægstu fjármagna lækkan- ir á tekjuskattshlutfallinu sem koma fyrst og fremst hinum tekju- hærri til góða“ segir í ályktunni. Þar segir einnig að skattkerfið sé flókið og ógegnsætt og það hlutfall sem láglaunafólk greiði í raun í skatt sé mjög mismunandi eftir fé- lagslegum aðstæðum. Þeir hópar sem hafi þyngstu framfærslubyrði, barnafiölskyldurnar, verði lang- verst fyrir barðinu á jaðaráhrifum skattkerfisins. Tekjutengingar bóta hafi í fór með sér að umsamdar kjarabætur eða tekjuauki til handa þessum hópum skili sér í stórkost- legum sparnaði fyrir ríkissjóð vegna skertra bóta. -gk Hvammstangi: Stór rækjubátur keyptur DV, Norðurl. vestra: Bátaflotinn á Hvammstanga stækkaði fyrir skömmu þegar út- gerðarfyrirtækið Hafsúlan keypti Fiskanes NS-37 af Njáli hf. í Garði. Fiskanes er 60 tonna stálbátur og einungis eru 11 ár frá því hann var lengdur og endurbyggður. Skipið var smíðað á Seyðisfirði 1969. Hafsúlan, sem er í eigu Ómars Karlssonar og Hörpu Vilbertsdótt- ur, á fyrir 20 tonna bát, Hafóminn, sem verður seldur. Fiskanesið verð- ur á úthafsveiðum í sumar og mun leggja upp hjá rækjuvinnslu Meleyr- ar. Harpa sagði í samtali að vegna samdráttar í innfiarðarrækju hefði ekki verið um annað að ræða en kaupa öflugra skip, þannig að hægt væri að sækja lengra. „Það er nóg af þorski hérna og hann át náttúrlega rækjuna frá okk- ur, en það má ekki veiða hann. Fiskifræðingamir vilja friða rækj- una fyrir þorskinum, þannig að það var ekki um annað að ræða en fara út í þetta,“ sagði Harpa. Folaldið með móður sinni á Seljalandi. DV-mynd Njörður Vildi fá sopann sinn -ÞÁ Hugvitsmaður og málari Nú stendur yfir í Pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Keflavík, málverka- sýning Orms Guðjóns Ormssonar. Hann var lengst af starfsferli sínum rafvirkjameistari og starfaði síð- ustu 23 ár starfsævinnar hjá Vam- arliðinu. Myndirnar, sem era fiöru- tíu og ein, eru málaðar á löngum tíma og eru unnar með olíu-, pastel- og vatnslitum. Ormur Guðjón, sem verður átt- ræður á næsta ári, er kunnur hug- vitsmaður og á sýningunni getur jafnframt að líta vinnuteikningar af mörgum uppfinningum sem hann hefur unnið að en þær tengjast flest- ar ýmiss konar vélum til sjósóknar. Sjálfur var hann stofnandi félags hugvitsmanna og var ritari þess og varaformaður um skeið en er nú heiðursfélagi. Sýningin stendur til 1. júní. -A.G Ormur Guðjón Ormsson við mynd af Snæfellsjökli, séð frá Hellissandi. DV-mynd Arnheiður DV, Suöurlandi: Litla folaldið á Seljalandi undir Eyjafiöllum var ekki al- veg með það á hreinu hvemig best væri að bera sig að til að fá hryssuna móður sína til að standa á fætur svo það gæti fengið sopann sinn. Að lokum tókst það og þá tók folaldið hressilega til við að seðja hung- ur sitt. -NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.