Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 20. APRIL 2000 Helgarblað ÐV Eiginmaðurinn fannst myrtur: Leyndarmál svartklæddu ekkjunnar „Grimmileg örlög hafa svipt mig heittelskuðum eiginmanni mínum. Með djúpri ást og virðingu. Ruth Mirotta." Svo hjartnæm var dánartilkynn- ingin sem greindi frá andláti Hen- riks Mir-otta sem fannst skotinn til bana i leigubíl sínum á afskekktum vegi utan við bæinn Verden í Niedersachsen í ágúst 1999. Morð- inginn hafði setið í aftursætinu og skotið Mirotta þremur skotum í gegnum bakið á ökumannssætinu. Eitt skotanna hafði hæft Mirotta, sem var 52 ára, í hnakkann. Lög- reglan taldi að um venjulegt leigu- bílaránmorð væri að ræða. Við minningarguðsþjónustuna í kirkj- unni var kvenprestinum einnig tíð- rætt um þá túlkun. Steinrunnin viö gröfina Ekkja Henriks Mirotta, Ruth, stóð eins og steinrunnin við gröfina. Dóttir hennar, Carmen, studdi hana. Hún gat ekki frekar en hinir 120, sem voru viðstaddir útförina, skilið hvers vegna faðir hennar hafði verið sviptur lífi. Henrik Mirotta hafði verið vingjarnlegur og lífsglaður maður sem menn fór aldrei bónleiðir til búðar til þegar þá vantaði hjálp. Allra augu beindust að svartklæddri og syrgjandi ekkjunni við gröfina. Þegar líkmennirnir létu kistuna síga brotnaði tengdamóðir hennar, sem stóð við hlið hennar, niður. Engin svipbrigði sáust á ekkjunni. Allir voru sammála um að ómanneskjulegur kraftur hefði kornið í veg fyrir að hún hefði brotnað niður. En þetta var allt saman djöfulleg blekking. Ekkjan, sem var 47 ára, lék svo meistaralega að henni hafði ásamt bestu vinkonu sinni, Marlies Martens, næstum tekist að sannfæra alla um að einhver ókunnugur hefði verið að verki og myrt „heittelskaðan" eiginmann hennar. Þriðja konan Og þeim hefði tekist þetta hefði þriðja konan ekki leitað til lögreglunnar til að gefa sína skýringu vegna málsins. Hannelore Biermann, sem var 57 ára, gaf allt aðra mynd af hjónabandi Ruth og Henriks en þá sem nágrannarnir höfðu fengið, það er að um hamingjusamt hjónaband hefði verið að ræða. Fjölskyldan var meira að segja farin að hlakka til silfurbrúðkaups Henriks og Ruth því þau höfðu verið gift í 24 ár. „Ég var ástkona Henriks Mirotta," sagði Hannelore Biermann á lögreglustöðinni. „Og ég vissi að það yrði ekki haldið neitt silfurbrúðkaup þvi Henrik hafði greint Ruth frá því að hann hefði hitt mig, að hann elskaði mig og að hann ætlaði þess vegna að yfirgefa hana. Við hittumst í afmælisveislu sameiginlegs vinar og við féllum strax hvort fyrir öðru. Leyndu ekki ást sinni Þetta var árið 1998 og við gerðum ekkert til að leyna ást okkar. Hjónaband Henriks hafði verið í ólagi í mörg ár. Hann var félagslyndur og hafði gaman af því að ferðast og skoða nýja staði. Hún var algjör andstaða hans. Hún lokaði sig inni, fór sjaldan út og kærði sig ekki um félagsskap annarra. Við Henrik nutum ástar okkar. Við vorum óumræðilega hamingjusöm. Við fórum oft út að borða og dansa og fórum meira að segja oft í frí saman, meðal annars til Mallorca og Sri Lanka. Við nutum þess að vera saman. Ég vissi að hann ætlaði að skilja. Ég heyrði þegar hann ræddi við konuna sína um það. Og samtölin enduðu alltaf með rifrildi. Eitt sinn sagði Ruth þegar þau ræddu málið: „Ég vara þig við. Þú sleppur ekki auðveldlega ef þú skilur við mig.“ Tveir puttalingar Eftir að hafa fengið þessar upplýsingar ákvað lögreglan strax að beina rannsókn sinni að vitnisburði sem ekki hafði verið veitt mikil athygli. Klukkan 5.30 að morgni morðdagsins hafði ökumaður séð tvo kvenkyns puttalinga á brú nálægt Verden. Mercedes Benz bifreið var ekið framhjá en bifreiðin var síðar Unga vinkonan Marlies Martens sagöi ekkjuna Ijúga. \ „Allra augu beindust I að svartklæddri og j syrgjandi ekkjunni við I gröfina. Þegar líkmennirnir létu kistuna síga brotnaði tengdamóðir hennar, sem stóð við hlið i hennar, niöur.“ stöðvuð og henni bakkað til kvennanna á brúnni. Vitnið gat lýst konunum. Önnur þeirra var hávaxin, klædd i kúrekabuxur og rauða peysu. Hin var lágvaxin og greinilega undir áhrifum áfengis. Lögreglan hóf nú leit að konunum tveimur. Um skeið voru slóðirnar yfir eitt hundrað. Margar þeirra lágu til ekkju hins myrta og vinkonu hennar, Marlies Martens. Þær voru handteknar en báðar sóru við allt sem þeim var heilagt að þær hefðu enga aðild átt að hinu grimmilega morði. Lögreglan var þó á annarri skoðun því að hún gat stutt sig við annan vitnisburð. Vitni hafði heyrt Ruth Mirotta segja um manninn sinn: „Ég hata hann. Best væri ef hann yrði myrtur." Talsmaður lögreglunnar sagði: „Frú Mirotta gat ekki sætt sig við að hjónabandi hennar væri lokið.“ Ruth Mirotta réð heldur ekki við einangrunina í kvennafangelsinu í Vechta. Þremur vikum eftir að hún var handtekin kallaði hún í fangavörð og sagði: „Sækið lögregluna. Ég ætla að játa.“ Auðtrúa fífi Hún játaði síðan að það hefði verið hún sem skaut manninn sinn. Þær hefðu húkkað far og „Henrik bakkaði meira að segja til að taka okkur með en hann var jú svo auðtrúa, þetta fífl,“ sagði Ruth. Hún hafði fleygt morðvopninu í ána Aller. Hún teiknaði uppkast af staðnum, þar sem hún hafði fleygt byssunni, og kafarar lögreglunnar fundu skömmu síðar vopnið. Við rannsókn kom í ljós að skotin, sem fundust í líkama Henriks, voru úr byssu Ruth Mirotta. Ruth sagði að hefði besta vinkona hennar, Marlies Martens, ekki hvatt hana allan tímann til að nota vopnið hefði hún tæplega skotið manninn sinn. Þegar þetta var borið undir Marlies Martens sagði hún aðeins: „Hún lýgur.“ Konurnar tvær bíða nú eftir að réttarhöld fari fram. Líf þeirra er eyðilagt því þær eiga yfir höfði sér langa fangelsisvist. Líf þriðju konunnar er einnig eyðilagt. Líf ástkonunnar. Hún er frjáls en veit ekki hvað verður um hana. „ Við Henrik höfðum skipulagt framtíð okkar saman,“ segir hún. „Nú er hann dáinn og mig langar mest til að fylgja honum í gröfina.“ Hugðist myrða lækninn Ekkillinn kenndi lækninum mn dauða eiginkonunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.