Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Síða 47
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 _____________f Lífið eftir vinnu ■ LEYNIFJELAGIÐ Á GAUKNUM Leynifjelag- iö mætir með nýtt efni á Gaukinn og ekki nóg með það heldur mætir grúppan einnig með nýja söngkonu sem heitir Guðbjörg. Hún hef- ur verið I ýmsum showum á Hótel íslandi við góðan orðstír enda með ægifagra rödd. •Klassík ■ NORRÆNT KVENNAKÓRAMÓT Kvennakór Reykjavíkur býður til fyrsta norræna kvennakóra- mótsins sem haldið hefur verið. Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði um 900 en þar af verða 400 frá Norðurlöndunum, auk íslands. Vmsir tón- leikar verða í boði og leiðbeinendur koma víða að. Heimsfrægur kvennakór Glier-tónlistaskólans verður heiðursgestur á mótinu og syngur í Há- teigskirkju en tónleikarnir hefjast kl. 20.30. •Leikhús ■ LANPKRABBINN íslenska verðlaunaleikritið Landkrabbinn eftir Ragnar Arnalds verður sýnt í Þjóðleikhúsinu klukkan 20. Þetta er hressi- legt verk sem fjallar um lífið um borð í rammís- lenskum togara. Meðal leikenda eru Erla Rut Harðardóttir, Gunnar Hansson og Jóhann Sig- urðarson. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Sími í miðasölu er 5511200. ■ LEIKIR Iðnó sýnir Leiki eftir Bjarna Bjarna- son í hádegisleikhúsinu en þar snæða gestir léttar veitingar meðan þeir njóta stuttrar leik- sýningar. Opnaö er í salinn laust fýrir klukkan 12 og þá er matur borinn á borð. Um klukkan 12.20 hefst sýningin. •Fundir ■ ITC FÍFA ITC Fífa ítrekar að fundurinn verö- ur ekki 19. apríl eins og var á yfirliti vetrarins. Hann verður haldinn í ITC-deildinni Rfu í dag, 26. april, að Gjábakka í Kópavogi. Fræðsla verður um gagnlega gagnrýni. Allir velkomnir. Heimasíða samtakanna er www.simnet.is/itc Bí ó ■ FRANSKT BÍÓ Alliance franpaise bíður í bíó á myndina Taxi. Þetta er grínmynd frá ár- inu 1997 með í s I e n s k u m texta. Leikstjóri: Gérard Pires. Sýningin hefst kl. 20 og það er ókeypis inn. Fimmtudagufi 2é/04 | • Krár ■ BUTTERCUP Á GAUKNUM Það verður rokk- að til helv... með Buttercup á Gauki á Stöng. Lagið „Búinn" siturí 10. sæti íslenska listans. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanóleikarinn Simone Young hamrar á píanóið af öllum lífs og sálar kröftum. ■ TARA Á KRINGLUKRÁ Frekar rólegt og næs verður þegar dúettinn Tara dregur fram tóna úr farteskinu á barnum í musteri Mammons, Kringlukránni. •Leikhús ■ KYSSTU MIG KATA Söngleikurinn Kysstu mig, Kata, eftir Cole Porter verður sýndur klukkan 19 í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og með aðalhlutverk fara Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Bergþór Pálsson. Sími í miðasölu er 568 8000. ■ LANDKRABBINN jslenska verölaunaleikritiö Landkrabbinn eftir Ragnar Arnalds veröur sýnt í Þjóðleikhúsinu klukkan 20. Þetta er hressi- legt verk sem fjallar um Iffið um borð í rammís- lenskum togara. Meðal leikenda eru Erla Ruth Harðardóttir, Gunnar Hansson og Jóhann Sig- urðarson. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Sími í miðasölu er 5511200. ■ LANGAFl PRAKKARI Barnaleikritiö Langafi prakkari verður sýnt í grunnskólanum á Hvammstanga klukkan 17.00. Verkið er byggt á bókum Sigrúnar Eldjárn og hefur notiö mikilla vinsælda. ■ SJEIKSPÍR Það verður maraþonsýning á verkinu Sjeikspír eins og hann leggur sig í Iðnó - klukkan 20. Uppselt en miðapantanir eru I síma 530 3030. ■ ÉG SÉ EKKI MUNIN Leikfélagiö Hugleikur sýnir leikverkiö Ég sé ekki Munin í Möguleik- húsinu klukkan 20. Þór Tulinus leikstýrir verk- inu sem er byggt á Hávamálum og hafa flórtán hugleiskir höfundar túlkað þau og fært forna speki í nútímabúning á gamansaman hátt. •Fyrir börnin ■ LANGAFl PRAKKARI Barnaleikritið Langafi prakkari verður sýnt f grunnskólanum á Hvammstanga klukkan 17.00. Verkið er byggt á bókum Sigrúnar Eldjárn og hefur notið mikilla vinsælda. •Opnanir ■ KJARVALSSTAÐIR Ragnheiöur Jónsdóttir er mætt á Kjarvalstaði tíl að standa sfðustu vaktina I sýningarverkefninu Vegjgjir en hún er að taka við af Gunnari Erni. Ragnheiður stend- ur vaktina til 18. maí. •Fundir ■ HEILBRIGÐUR UFSSTÍLL (þróttakennnar inn Edda Hermannsdóttir flytur erindi sem hún nefnir Heilbrigöur lífsstíll í íþróttahöllinni Akur- eyri kl. 19-22. Fyrirlesturinn flallar um Ifkam- lega og andlega heilsu, sjálfsöryggi og sjálfs- uppbyggingu. b í ó Bíóborgin Story of us ★ The Story of Us er misheppnuð kvikmynd þar sem viö fylgjumst með hjóna- bandserfiðleikum millistéttarfólks sem þolirekki hvað annað lengur. Eitthvað hafa stórstjórnurnar séð við þessa sögu sem kvikmyndin nær ekki að skila. Eða þá að þau þau hafi séð í gegnum lap- þunnt handritið og treyst á að Reiner gæti bjarg- að málunum. -HK Deuce Bigelow ★★ Ærslafull gamanmynd með Rob Scneider f aöalhlutverki. The World is not Enough ★★ Bond í meðallagi, þokkaleg skemmtun en betur má ef duga skal.-ÁS Toy Story 2 ★★★ Þetta framhald fýrstu Leik- fangasögunnar er, líkt og fyrri myndin, full af flöri fyrir bæöi börn og fullorðna.-ÁS Three Kings ★★★ Þegar maður fer á mynd með George Cloony, lce Cube og Mark Wahlberg getur það aöeins þýtt tvennt; annað hvort er hún mjög góð eöa hræðilega léleg. Þessi er góð.-hvs Bióhöllin Mission to Mars Brian DePalma er mættur aft- ur og nú er hann farinn til Mars. Gary Sinise og Tim Robbins leika tvo menn í björgunarleiðangri sem fer til Mars að finna týndan rannsóknarleið- angur. Stuart little ★★ Á milli vel heppnaðra hasar- sena er bandarfsk fjölskylduvæmni allsráðandi í allri sinni yfirborðsmennsku. -BÆN The Beach ★ „Það gengur bara betur næst" er þaö eina sem hægt er að segja um þessa mynd. Söguþráðurinn einstaklega þunnur og óspenn- andi sem engin leið er að kaupa. Rausturslega gert og illa. -ÁS Tarzan ★★★ Tarzan er afbragðs skemmtun sem allir ættu að geta haft gaman af.-ÁS Sleepy Hollow ★ ★★ Tim Burton gefur þessari hroll- vekju kvik- myndalegt Iff af alúð og nautn. Þaö er auðvelt að gefa sig þessu bfói á vald. -ÁS The Hurricane ★★★ Leikstjórinn Jewison fer vel með efniö og nær að mynda það frá þeirri hlið að áhersla er lögð á réttu hlutina. Denzel Washington túlkar af miklum trúveröugleika og næmni. -HK Toy Story 2 ★★★ Þetta framhald fyrstu Leik- fangasögunnar er, Ifkt og fyrri myndin, full af fjöri IK ' 1 |h|í Stretchbuxur ný sending ný sniö " m fyrir bæði börn og fullorðna.-ÁS Hundurinn og Höfrungurinn Steve Guttenberg er einstæður faðir sem á hund sem vingast við höfrung. Góð fyrir krakkana. Man on the Moon ★★★ Milos Forman heldur þétt og örugglega utan um frásögnina og viröist vera á góðri siglingu þessi. Carrey sýnir fantaleik. -ÁS Deuce Bigelow ★★ Sjá Bfóborg. Háskólabíó Misslon to Mars Sjá Bfóhöll Being John Malkovitch ★★★★ Ef þíð látið hana framhjá ykkur fara er það á eigin ábyrgð. Ég mæli ekki með því. Being John Malkovich á eftir að verða einn af fkonum okkar tíma. Allir f bfó, enginn of seint! -ÁS Snow falling on Cedars ★★★ Þar sem Scott Hicks er svo upptekinn af möguleikum f úrvinnslu efnisins þá hefur hann vanrækt leikarana. Þó verður það ekki af honum tekið að mynd hans er drama sem lætur fáa ósnortna.-HK The Green Mile ★★★ Mjög vel gerð og spenn- andi kvikmynd með áhugaverðum söguþræöi. Það hefði mátt stytta hana aðeins en samt hef- ur hún þann eiginleika langra og góðra mynda að lengdin er ekki þreytandi. -HK Fíaskó ★★★ Þrjár ástarsögur úr sömu fjölskyld- unni sögð á skemmtilegan og galsafullan en vit- rænan hátt. Leikarar standa sig allir með prýöi. Frumraun Ragnars Bragasonar er mjög vel heppnuð. -HK Englar alheimsins ★★★ Sjaldan hafa leikarar með Ingvar Sigurösson fremstan í flokki sýnt jafngóöan leik í kvikmynd.-HK American Beauty ★★★ Kampavfn og kavíar fyr- ir sálina. -ÁS Kringlubíó Deuce Bigelow ★★ Sjá Bfóborg. Jámrisinn ★★ Góð og skemmtileg teiknimynd sem byggð er á klassískri sögu eftir lárviðar- skáldið Ted Hughes. -HK Hundurinn og Höfrungurinn Sjá Bfóhöll. Man on the Moon ★★★ Sjá Bíóhöll -ÁS Toy Story 2 ★★★ Sjá Bíóborg. -ÁS Flawless ★★ Það háir dálítið hversu hæg hún er. Þetta er mynd leikaranna og þar er enginn svikinn af leik Roberts De Niro og Philip Seymo- ur Hoffmans. -HK Laugarásbíó Final Destination Rnal Destination fjallar um nokkur ungmenni sem eiga það sameiginlegt að ætla sér að svindla aðeins á Manninum með Ijá- inn. Það er hinsvegar hægara sagt en gert. Scream 3 ★ Persónusköpun er sem fyrr á lágu plani og stefnuleysi einkennir myndina. -HK Stuart little ★★ Sjá Bíóhöll. -BÆN The Whole Nine Yards ★★★ Leikstjórinn Jon- athan Lynn hefur gert ágæta afþreyingu þar sem ekkert er nógu alvarlegt að ekki sé hægt að gera grín að því. Leikarar standa sig hver öðrum bet- ur. -HK Regnboginn Dogma ★★★ Dogma er saga sem hreyfir við áhorfandanum og fær hann til að spá í hinstu rök tilverunnar, svona inn á milli hlátursrokanna. Það eina sem er frásögn- inni ögn til trafala er hve mikiö Smith liggur á hjarta.-ÁS Down to you Unglingarómantík og -gaman. Sömu leikarar og úr She's All That og 10 Things I hate About You, hvað sem það segir. Scream 3 ★ Sjá Laugarásbíó. -HK ToyStory2 ★★★ -ÁS The Cider House Rules ★★ Myndin spilast eins og frekar hátfðaleg framhaldssería í sjónvarpi. Hún er dramatísk en frekar hæg og átakalítil. Maguire og Caine sýna mjög góðan leik. -ÁS Stjörnubíó Stuart little ★★ Sjá Bíóhöll. -BÆN Flnal Destination Sjá Laugarásbfó. Bicentennial Man ★★ Girl, Interrupted ★★ Það er freistandi að bera saman Girl, Interrupted saman við One Rew Over The Cookoo’s Nest. Þá sést best hve vöntunin á ögrandi nálgun er mikil f Girt, Interrupted. -HK The End of the Affair ★★★ Neil Jordan nær að aðlaga söguna að nútímakröfum og sneyða hjá allri melódramatik og væmni sem væri auövelt með sögu sem þessa. Myndin væri þó ekki jafn- vel heppnuð og raun bervitni ef ekki kæmi til frá- bær leikur í öllum hlutverkum. -HK — Gleðilegt suman galleri sauTján Kringlunni Laugavegi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.