Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 Fréttir DV Fyrirhuguð Kárahnúkavirkjun: Víðtæk umhverfisáhrif „Þetta er stærsta virkjunarfram- kvæmd sem ráðist hefur verið í á ís- landi og því er eðlilegt að spurningar vakni. Við leggjum því áherslu á að vinna fyrir opnum tjöldum," sagði Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, á blaðamannafundi í vik- unni en þá var kynnt tillaga um mat á umhverfisáhrifum Kárahnúka- virkjunar. Hún er fyrsta skrefið í matsferlinu en umhverfísmatið verð- ur byggt á skýrslunni sem kemur út í mars á næsta ári. Endanleg ákvörð- un um hvort ráðist verður i verkefn- ið á að liggja fyrir 1. febrúar 2002. í svokölluðu Noral-verkefni er stefnt að byggingu 360.000 tonna ál- vers við Reyðarfjörð en forsenda þess og aflgjafi yrði Kárahnúka- virkjun, auk Jökulsár- og Hrauna- veitna sem gæfu allt að 700 MW afl. Landsvirkjun er framkvæmdaað- ili en áhersla er lögð á að mat á um- hverfisáhrifum verði ferli í samráði við stofnanir, hagsmunasamtök, fé- lög og almenning. Því hefur verið komið á fót vefsíðu þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála. Slóðin er www.karahnukar.is Kárahnúkavirkjun er viðamikið verkefni sem felur í sér margvísleg umhverfisáhrif frá Vatnajökli og til sjávar í Héraðsflóa. Virkjunin yrði þrefalt stærri en Búrfellsvirkjun og hluti Dimmugljúfra yrði virkjaður. Stífla á Jökulsá á Brú við Kárahnúka fremri og mynda þannig miðlun- arlónið Hálslón sem verður 57 ferkilómetr- ar. Stíflan verður um 190 m há og 770 m löng en einnig verður um 2 minni stíflur að ræða. Meðal þeirra svæða sem fara undir vatn er beitar- og burðarsvæði hreindýra og eins verpa heiðagæsir á bökkum Jökulsár á þessum slóðum. Ef fer sem horfir hefjast virkjanaframkvæmdir sumarið 2002 og rekst- ur Kárahnjúkavirkjun- ar verður að veruleika árið 2006. -HH Með veitu úr Jökulsá í Rjótsdal Aöalstífla svokallaös Hálslóns verðuryfir syösta hluta Dimmugljúfra, vestan í Kárahnúk fremri. Stíflan veröur um 190 m há þar sem hún er hæst. Vatnasviöiö veröur um 2.410 fer- kílómetrar og raunafl virkjunar 680 MW. Vatniö veröur leitt í 40 km lönggöng aö stöövarhúsi sem veröur neöanjaröar. Meöal áhrifa virkjunar er aö rennsli Lagarfljóts eykst og farvegur þess veröur því víkkaöur neöan Egilsstaöa. Á blaðamannafundi Landsvirkjunar Á fundinum var kynnt tillaga aö mati á umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkjunar sem veröur, ef af veröur, mestu virkjunarframkvæmdir sem íslendingar hafa ráöist í. Fyrirhugað álver á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun: Afglöp og skammsýni - segir Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur „Tíminn til mats og rannsókna á umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkj- unar er of stuttur og ekki raunhæf- ur með mál af þessari stærð,“ segir Hjörleifur Guttormsson, náttúru- fræðingur og fyrrverandi alþingis- maður, en hann telur að matið verði ekki tilbúið fyrr en eftir nokkur ár. „Þetta er mesti hemaður gegn landinu sem nokkurn tím- ann hefur verið ráðgerður. Verði ráðist í virkjana- framkvæmdir og álver er um að ræða tvöföldun þeirrar orku sem íslending- ar framleiða í dag. Þetta er mikil skammsýni, auk þess sem orkulindir okkar eru takmarkaðar. Svæöið er stærsta ósnerta víðerni Evr- ópu með mikla þýðingu fyr- ir atvinnulíf framtíðarinn- ar, þá m.t.t. ferðaþjónustu og útivistar," sagði Hjörleif- ur. Hann telur að engar end- Hjörleifur anlegar ákvarðanir um að Guttormsson. ráðast í þessa stóriðju verði teknar fyrr en í fyrsta lagi eftir kosningar 2003 og þá af ráðandi meirihluta. „Skoða verður hlutina í samhengi og ég tel það hrein afglöp að setja niður risaálver á Reyðar- firði, samfélagslega og umhverfis- lega séð.“ Ekki náðist i Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra vegna málsins. -HH Allsherjargoði á faraldsfæti Endurhelgunarferöin um alla fjórð- unga landsins er farin í framhaldi af athöfn á hálendinu miöju fyrir einu og hálfu ári. Allsherjafþing heiöinna manna er á Þingvöllum 24. júní. Heiðin þúsöld hafin - segir allsherjargoðinn „Kristin þúsöld er liðin og nú er að hefjast hin heiðna þúsöld, um það eru mörg teikn á lofti, bæði hér og erlendis,“ segir allsherjargoðinn. Það var einmitt í gær sem Jörmund- ur Ingi hóf hringferð sína um land- ið sem farin er til að endurhelga það og endurheimta fyrir landvættirn- ar. Komið er við i öllum íjórðungum og kyntir eldar og sá fyrsti var kveiktur í Reykjavík í gær. Meðal viðkomustaða eru Borgarfjörður, Helgafell, Hraunhafnartangi, Egils- staðir, Hjörleifshöfði og loks Þing- vellir þann 24. júní þar sem hringn- um er lokað en þar er allsherjarþing ásatrúarmanna, að venju þegar sól er hæst á lofti. Með í for verður tökulið þýskrar sjónvarpsstöðvar sem vinnur að heimildamynd um Ásatrúarfélagið. Viku eftir þing heiðinna manna á Þingvöllum hefst þar Kristnihátíð. „Ég hef svo sem lítið um það að segja annað en það að þetta verður aldrei hátíð þjóðarinnar allrar. Okkur, sem og öðrum trúfélögum, er haldið utan við hátíðina, okkur var ekki boðið en var þó frjálst að koma,“ segir Jör-- mundur. „1 stað þess að minnast sögulegs samkomulags heiðinna og kristinna manna verður þetta sigur- hátíð þjóðkirkjunnar." -HH Bílvelta við Borgarnes Betur fór en á horfðist þegar bíll valt við bæinn Brennistaði skammt frá Borgamesi um hálftvöleytið í gærdag. Kona sem í bílnum var missti stjórn á honum er hún leit af veginum í augnablik til þess að sinna barni sínu. Konan var í bíl- belti og bamið í bílstól og sakaði hvorugt í veltunni, en bíllinn er talsvert skemmdur. -SMK V&ftrfó t kvolfi Sóteiffiwgwr ofí &)hmr?o}! REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.53 00.29 Sólarupprás á morgun 03.01 01.54 Síödegisflóö 13.35 17.68 Árdegisflóö á morgun 01.59 06.32 Slíýi'ingaf á ve6urtákrm&: '■!**«* ViNDÁTT 10 11 -10 ^XVINDSTVRKUR S rfHítrum á sokiimfu °, HITI 1° *NFROST Ífr HÐÐSKÍRT ifc-íD €> ;o';: l&rrSKýjAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ Bjart á Suðvesturlandi Það verður norðaustan 5-10 m/s og rigning eða þokusúld um norðan- og austanvert landið. Bjartviðri á Suðvesturlandi. Hlýjast í innsveitum norðanlands og vestan, en veöur fer kólnandi á morgun. mm w ígé RIGNIN0' SKÍIRIR SLYDDA SNJÓKOMA :W ■u W = ÉUA0AN6UR þRUMU- SKAF FOKA VEÐUR RENNINGUR T»«! frjóoff! — Frjókorn, býflugur og blóm Nú er sá tími árs runninn upp þegar alll er í blóma og þá gerir frjóofnæmi vart við sig hjá sumum. Frjómælingar eru unnar fimm mánuöi ársins og sýna frjótölu sem er meöalfjöldi frjókorna sem mælist í einum rúmmetra andrúmslofts á sólarhring. Upplýsingar um frjótölur má finna á Netinu á síðum Veðurstofu og Náttúrufræöistofnunar. Skúrir sunnanlands Gert er ráð fyrir norðan og norðaustanátt 5-10 m/s. Rigning eða súld norðaustan- og austanlands, skýjað með köflum annars staðar, hætt viö síðdegisskúrum sunnanlands. Hiti á bilinu 5 tii 12 stig. Vindun r$ff! 5—10 m/s Htii 6° itf 14° Austlæg átt, víöast 5-10 m/s og rignlng um sunnanvert landiö. Heldur hlýnandi noröanlands. Þri&jutiggaf'- Vindur: r"' 5-10 ,„/» Hiti 6° til 14° Noröaustlæg átt og vætusamt, elnkum noröaustanlands. Hltastlg svipaö og hlýjast noröanlands. Mióvikiit? Vindun 5-10 Rl/S Hiti S° til 15° Áfram noröaustlæg átt 5-10 m/s og dálftll úrkoma, mest noröaustanlands. Hltl á blllnu 5-15 stlg. 1 Vbðrið k!c 3L2 i gm... AKUREYRI alskýjaö 7 BERGSTAÐIR alskýjaö 5 BOLUNGARVÍK alskýjaö 6 EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 12 KEFLAVÍK skúrir 9 RAUFARHÖFN þoka 5 REYKJAVÍK skúr 10 STÓRHÖFÐI alskýjaö 8 BERGEN iéttskýjaö 17 HELSINKI skúrir. 20 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 17 OSLÓ skýjað 20 STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN skúrir 19 10 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 13 ALGARVE léttskýjað 22 AMSTERDAM léttskýjað 26 BARCELONA hálfskýjað 24 BERLÍN léttskýjaö 25 CHICAGO heiöskírt 21 DUBUN rigning. 13 HALIFAX alskýjaö 12 FRANKFURT léttskýjaö 27 HAMBORG léttskýjað 26 JAN MAYEN alskýjaö 3 LONDON rigning 17 LÚXEMBORG léttskýjaö 26 MALLORCA léttskýjaö 29 MONTREAL alskýjaö 13 NARSSARSSUAQ skýjaö 12 NEW YORK alskýjað 22 ORLANDO mistur 24 PARÍS skýjað 26 VÍN heiöskírt 27 WASHINGTON léttskýjaö 19 WINNIPEG léttskýjaö rtTO'.iihw.uni 12 dLWi3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.