Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 45
DV LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 SlQ Vömbílar Til sölu Volvo F616, árg. ‘85, með vöru- lyftu og hurðum báðum megin á kassa. Sk. ‘01. Uppl. í síma 891 7442. Bílasalan Hraun S. 565 2727. Til sölu M. Benz 1722, árg. “91, ek. 295 þús., 1,5 t lyfta á staðnum. Slóð: www.simnet.is/hrarm/ Smáauglýsingar DV bílar og farartæki tíii húsnæði markaðstorgið atvinna einkamál 550 5000 Allt í hers höndum - og rússneskum neyðarspítala varpað á Geldinganes Viðbragðssveitir frá íslandi og 6 öðrum aðildarríkjum NATO ásamt Rússlandi munu verða áberandi í Reykjavík og nágrenni um helgina þar sem björgunaræfing Atlants- hafsbandalagsins, Samvörður 2000, fer fram. Meðal þess sem aðhafst verður i dag er að sett verður á svið sjóslys þar sem skólaskipið Sæbjörgin spil- ar stóra rullu sem skemmtiferða- skip er strandar við Hombjarg en í raun er æft í Kollafirði þar sem að- stæður eru ákjósanlegar. Þá verður rússneskum neyðarspítala varpað í fallhlífum niður á Geldinganesið og pólska björgunarskipið Vodnik mætir á svæðið ásamt fleiri skipum og verða skipbrotsmenn fluttir í neyðarskýli rússneskra, litháískra, eistneskra og íslenskra björgunar- sveita. Tæplega þúsund manns taka þátt í æfingunni á einn eða annan hátt. „Það verður því mikið um að vera í Kollafirðinum," sagði Þórður Boga- son, starfsmaður Samvarðar. „Þar verða varðskipið Týr, Vædderen frá Danmörku, björgunarskipið Vodnik frá Póllandi, Sæbjörgin, 8 þyrlur, sjúkrabfiar í landi, 6 björgunarskip og 30 minni björgunarbátar. Auk þess eru önnur björgunartæki til taks ef eitthvað fer úrskeiðis í æf- ingunni. Undirbúningur fyrir æf- ingu sem þessa er gífurlegur, enda hefur hann staðið í ár,“ segir Þórð- ur. Á mánudag er úrvinnsla gagna og farið verður yfir hvemig æfingin gekk fyrir sig. Tilgangurinn með æf- ingu sem þessari er margþættur, m.a. sá að æfa leit, björgun og sam- starf fjölþjóða björgunarliðs. -HH/-jtr Landhelgisgæslan Þyrluflugmenn þátttökuþjóöanna komu saman til aö fara yfír öryggismál og flugleiöir fyrir æfinguna í dag og á morgun. Enn deilur innan Háskólans: Rukkað fýrir MBA-nám . - ungir jafnaðarmenn segja menntamálaráðherra brjóta lög Aftur hafa risið defiur innan Há- skóla íslands. í þetta skiptið eiga deilumar sér stað vegna MBA-náms (Master in Business Ad- ministration) sem stendur tfi að kenna við endurmenntunarstofnun skólans. Ungir jafnaðarmenn sendu frá sér tilkynningu þar sem þeir hrópa lögbrot og í samtali við DV sagði Katrín Júlíusdóttir aö mennta- málaráðherra hefði í raun „lagt blessun sína yfir þetta sama lögbrot Háskóla íslands. Háskólanám á að vera ókeypis á íslandi. Það er skýrt tekið fram í lögum að ekki skuli taka gjald fyrir grunn- og fram- haldsskólanám. MBA-nám er meist- aranám sem krefst þess að umsækj- andinn hafi lokið BA- eða BS-námi áður en hann hefur námið. Þama er því um hreint og klárt lögbrot að ræða. Það er ekki Háskólans að ákveða hvort rukka beri fyrir nám- ið - Alþingi á að sjá um það.“ Undir þetta tekur Samband ungra fram- sóknarmanna. Á stjórnarfundi sem haldinn var þann 8. júní hjá sam- bandinu var gefin út sú tilkynning að með því að rukka fyrir námið væru háskólayfirvöld að fara „þá fjallabaksleið að skilgreina MBA- nám sem endurmenntun." Snjólfur Ólafsson prófessor er einn þeirra sem skipa stjóm MBA- námsins: „Það eru misjafnar kröfur gerðar til mismunandi náms. Nám- ið, sem kennt verður í viðskipta- og hagfræðideild, gerir þær kröfur til nemenda að þeir beiti faglegum. vinnubrögðum og hafi þekkingu * stjómun og viðskiptum. í MA- eða MS-námi er aftur á móti lögð meiri áhersla á að nemendur hafi fræði- lega þekkingu á viðfangsefnum sín- um. Engu að síður er margt líkt með meistaranámi og MBA-námi.“ Samkvæmt upplýsingmn DV líta margir háskólar í bæði Bandaríkj- unum og Bretlandi á MBA-námið sem jafnoka MA- og MS-náms. Heimildarmaður DV við Suffolk University í Boston sagði að námið væri í sjálfu sér mjög líkt MS-námi í hag- og viðskiptarfræði. „Helsti munurinn felst í raun í mismunandi lokaverkefnum sem unnin eru á seinna ári námsins." Umsóknarfrestur tfi námsin*|S rennur út í lok júní og kostar það alls 1.250.000. -ÓRV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.