Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 I>V Poul Nyrup Rasmussen Færeyingar eru ekki par hrifnir af danska forsætisráöherranum. Sjálfstæðismál Færeyja gætu ráðist eftir helgi Hvort sjálfstæðisdraumar fær- eysku landstjórnarinnar verði að veruleika á næstunni gæti ráðist á samningafundinum með dönskum stjómvöldum í Kaupmannahöfn í næstu viku. Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, segir að ef Poul Nyrup Rasmussen og stjóm hans slaka ekki á efnahagslegum skilyrðum sínum fyrir sjálfstæði gæti svo farið að færeyskir kjósendur hafni sjálf- stæðishugmyndum landstjómarinn- ar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Danir hafa krafist þess að beinn fiárstyrkur þeirra til Færeyja upp á rúma níu milljarða íslenskra króna falli niður á fiórum árum. Það finnst Færeyingum of skammur tími. „Ríkisstjómin vill halda í Færeyj- ar og Danmörk er tilbúin aö greiða fyrir það mörg ár fram í tímann," segir Anfinn Kallsberg. Mbeki þakklátur Norðurlöndunum Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, lýsti í gær yfir þakklæti sinu í garö Norðurlandanna fyrir stuðn- ing þeirra við land sitt og Afríku al- mennt. Vel heppnuðum fundi Mbekis meö forsætisráðherrum Danmerk- ur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs og með Halldóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðhema lauk á Skagen á Jót- landi í gær. Leiðtogamir urðu sammála um stuðning við áframhaldandi lýðræð- is- og efnahagsþróun í Afríku, svo og um baráttuna gegn sjúkdómum. Stonehenge Maöurinn var 35 ára er hann lést en ástæöa aftökunnar er ekki kunn. 2100 ára gömul bein á sýningu Beinagrind af manni sem var tek- inn af lífi við Stonehenge fyrir allt að 2100 árum síðan var sýnd í fyrsta sinn opinberlega í Bretlandi í gær. Talið var að beinagrindin, sem fannst árið 1923, hefði eyðilaggst í árásum nasista á Bretlandseyjar ár- ið 1941. Rithöfundurinn Mike Pitts, sem vinnur að bók um hinar merku minjar Stonehenge á Vestur- Englandi, fann hins vegar grindina aftur og er nú unnið við að aldurs- greina hana nákvæmlega með kolefnismælingum. Morðið á breska sendifulltrúanum á fimmtudagsmorgun: Grikkir lofa bót og betrun í baráttunni Yfirvöld á Grikklandi sögðust í gær myndu heita því að vinna ötul- lega og betur gegn hryðjuverkum en hingað til hefur veriö gert. Grikkir eru harmi slegnir eftir morðið á breska sendifulltrúanum, Stephen Saunders, á fimmtudagsmorgun sem var skotinn í bifreið sinni af tveimur mönnum á mótorhjóli sem veittu honum eftirfor. Rikisstjómin hefur heitið því að endurskipuleggja lögreglu í landinu með sérstaka áherslu á það sem bet- ur má fara í baráttunni við glæpa- menn, einkum hryðjuverkamenn. „Forsætiráðherrann er staðráð- inn í þvi að gera viðeigandi ráðstaf- anir til að uppræta árásir skæru- liða,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar- innar eftir fund hennar í dag. Grikkir hafa sem kunnugt er ver- ið sakaðir um það af Bandaríkja- mönnum aö standa sig ekki sem skildi í baráttunni við skæruliða. Stephen Saunders Skotinn á fimmtudagsmorgun. Þingmaður gríska þingsins sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði ekkert miða í rannsókninni á morði Saunders og aö lögregla hefði ekki einu sinni fundið umrætt mótorhjól sem hryðjuverkamennirnir þeystu um á. Utanríkisráðherra Grikklands, George Papandreou; sagði í samtali við vamarmálaráðherra Bretlands að Grikkir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði og „finna hina seku og dæma i máli þeirra." Enginn af meðlimum 17. nóvem- bers, samtökunum sem hafa lýst morðinu á hendur sér, hefur nokkru sinni náðst. Að sögn skæru- liða var sendifulltrúinn myrtur fyr- ir þátt hans og Breta í sprengju- árásinni á Júgóslavíu i fyrra. Eiginkona Stephens skoraði á hryðjuverkamennina að gefa sig fram á blaðamannafundi í gær en þakkaði Grikkjum auðsýnda samúð. Afrekskona Hin 59 ára gamla Jennifer Murray frá Bretlandi veifaöi til áhorfenda í Amman í Jórdaníu þar sem hún lenti þyrlu í stuttu stoppi umhverfis heiminn. Murray stefnir á aö fijúga fyrst kvenna á þyrlu umhverfis hnöttinn. Skæruliðar RUF halda enn 21 friðargæsluliða Sierra Leone Friöargæsluliöar í viöbragösstööu. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í Sierra Leone sagðist i gær hafa miklar áhyggjur af 21 friðargæslu- liða sem haldið er í austur- hluta landsins og gagnrýndi um leið áhugaleysi fiölmiðla á þessari staðreynd. Byltingarher skæruliða, RUF, tók 21 indverskan frið- argæsluliða í Kuva í gísl- ingu á mánudag þar sem sem þeir höfðu verið að störfum og fluttu þá með sér til nálægs bæjar, Pendembu. „Við höfum áhyggjur vegna gruns um að vísbendingar sem RUF-menn höfðu fengið um að gísl- unum yrði sleppt muni ekki verða uppfylltar," sagði David Wimhurst, talsmaður sendinefndar Sameinuðu þjóöanna. „Það hefur veriö ábyrgst að þeim verði ekki misþyrmt á neinn hátt en við viljum að þeim verði sleppt. Það verður að vera án nokkurra skilmála og við ætlum ekki að láta draga okkur út í ein- hverjar samningaviðræður um slíkt,“ sagði Wimhurst enn fremur. Wimhurst lét ekkert uppi um hvort skæruliðar hefðu nú þegar sett fram skilyrði fyrir lausn gíslanna en íjóst að málið er í hnút sem stend- ur. Sendinefnd friðargæslu- liða í Sierra Leone, UNAMSIL, hefur átt í mikl- um erfiðleikum að undan- fomu eða siðan Foday San- koh sleit samkomulaginu við réttthafa ríkisvalds og tók friðargæsluliða og óbreytta borgara í gíslingu. UNAMSIL hafa verið gagnrýndir fyrir að hörfa af átaka- svæðum í Sierra Leone og skilja þannig óbreytta borgara eftir varn- arlausa í átökum stjómarhers og skæruliða. Þessu neita friðargæslu- liðar og segja fækkun í UNAMSIL ástæðuna. Thatcher skiptir sér af Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráð- herra Bretlands, er í fararbroddi hóps sem stendur fyrir auglýs- ingaherferð gegn því að Danir taki upp evr- una, sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu- sambandsins. Andstæöingar evr- unnar eru hræddir við að afskipta- semi jámfrúarinnar muni skaða málstað þeirra. Flóttamenn til Færeyja Tvær króatiskar flóttamannafiöl- skyldur hafa fengið dvalar- og at- vinnuleyfi í Færeyjum, eftir að hafa farið huldu höfði í Danmörku í nærri þrjú ár. Blair og félagar á uppleið Breski Verkamannaflokkurinn er farinn að vinna til baka fylgi sem hann hefur misst til íhaldsflokksins í skoðanakönnunum. Næstum því innrás Litlu mátti muna að Bill Clinton Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að hafinn yrði undirbúningur að allsherjarinnrás í Kosovo á meöan á lofthernaði NATO stóð í fyrra. Öryggismálaráðgjafi Clintons greinir frá þessu í blaðaviðtali. Engar skaðabætur Ellefu félagar i mótorhjólageng- inu Bandítunum í Álaborg í Dan- mörku fá engar skaðabætur fyrir tilefnislaust gæsluvarðhald. Bandít- ar höfðu krafist um 15 milljóna ís- lenskra króna. Sigur fyrir Pútín Neðri deild rúss- neska þingsins samþykkti í gær að herða tök sam- bandslýðveldisins á 3 stærstu opin- beru sjóðum ríkis- ins. Samþykkt frumvarpsins er talin mikill sigur fyrir Pútín og góös viti um samþykkt frekari efna- hagsumbóta forsetans sem í bígerð er að lagðar verði fyrir þingið. Bilun í Ijósmerki Flugvél með for- sætisráðherra Ástr- alíu, John Howard, innanborðs nauð- lenti í Brisbane eft- ir að ljósmerki gaf til kynna að bilun væri í vélarbúnaði. í ljós kom að það var ljósmerkið sem var bilað og sak- aði engan. Vopnaðir blaðamenn Þrír blaöamenn voru yfirheyrðir í gær af belgísku lögreglunni eftir að hafa verið gripnir meö vopn í fórum sínum við komuna til lands- ins í tilefni af Evrópukeppninni í knattspymu. Minni halii Skakki tuminn í Pisa, sem hefur verið lokaður fyr- ir ferðamönnum síðastliðinn ára- tug, verður að öllu likindum opnaður á næsta ári. í ljós hefur komið að hann hallar minna nú en fyrri mælingar gáfu til kynna. í tilefni af tíðindun- um verður 200 bömum hleypt inn í tuminn á næstimni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.