Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 10
10 Viðskipti_______________________________________ Umsjón: Viðskiptablaðíð Aco og Tæknival sameinast - með sameiningunni yrði til stærsta upplýsingafyrirtæki á íslandi Tæknival og Aco Aco-Tæknival verður öflugt fyrirtæki með tæknilausnir og staðla sem eru leið- andi í upplýsingatækni. Nefnd, skipuð af stjórnum Tæknivals og Aco í sameiningar- viðræður fyrirtækjanna, hefur lagt til að félögin verði sameinuð. Með sameiningunni verður til stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á ís- landi með um 6,5-7 milljaröa kr. veltu. í fréttatilkynningu um málið segir að með fyrirhugaðri samein- ingu og hlutafjáraukningu er jafn- framt rennt styrkari stoðum undir reksturinn og tryggt að sameinað fyrirtæki standi af sér skammtíma- og langtímasveiflur sem ríkja í við- skiptaumhverfmu. Fyrirhugað er að allur skrif- stofurekstur, birgðahald og tækni- þjónusta Aco i Skaftahlíð verði flutt í Skeifuna 17, þar sem Tækni- val hefur nýlega sameinað starf- semi sína. Þegar sameiningu lýkur að fullu er gert ráð fyrir um 200 manna starfsliði en starfsmenn beggja fyrirtækja voru 270 um síð- ustu áramót. Starfsmannabreyting- ar eru flestar um garð gengnar og gerðust ýmist um áramót eða á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Aco-Tæknival verður öílugt fyr- irtæki með tæknilausnir og staðla sem eru leiðandi í upplýsinga- tækni. Styrkur fyrirtækisins er m.a. fólginn í sölu-, þjónustu- og dreifingarleiðum bæði á heimilis- og fyrirtækjamarkaði. Aco-Tækni- val verður í forsvari öflugra sam- starfsaöila eins og Cisco, Sony, Compaq, Apple/Macintosh, Microsoft, Fujitsu Siemens, Heidel- berg, Epson, Gateway, Panasonic og Thomson, auk margra þekktra hugbúnaðarframleiðenda. Ör tækniþróun skapar sífellt nýjar kröfur um háþróaðar lausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Með sameiningu Aco og Tæknivals verður til íslenskt fyrirtæki sem hefur burði og sérþekkingu til að mæta síbreytilegum kröfum sam- tímans í upplýsingatækni og þjón- ustu á ótal sviðum. í kjölfar samþykkta stærstu hluthafa Aco hefur stjórn Tækni- vals boðað til hluthafafundar þriðjudaginn 19. júní, þar sem til- laga um sameiningu verður form- lega lögð fram. Þar kemur fram til- laga um breytingar á samþykktum félagsins um hækkun hlutafjár til þess að kaupa öll hlutabréf í ACO h/f og til þess að selja nýjum aðil- um. Ný stjórn hins sameinaða fyr- irtækis verður kosin á fundinum og kynntar ráðningar í æðstu stjórnunarstöður. Viðskiptahallinn 15,6 millj- arðar á fyrsta fjórðungi - þó aðeins 1,6 milljörðum meiri en í fyrra á föstu gengi Viðskiptahallinn Á fyrsta fjórðungi ársins nam viðskiptahallinn við útlönd 15,6 milljörðum króna samanborið við 12,6 milljarða halla á sama tíma í fyrra. Á fyrsta fjórðungi ársins nam við- skiptahallinn við útlönd 15,6 millj- örðum króna samanborið við 12,6 milljarða halla á sama tíma i fyrra, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka íslands. Hallinn var þó aðeins 1,6 milljörðum meiri í ár ef hann er borinn saman á fostu gengi. í frétt frá Seðlabankanum kemur fram að fjárinnstreymi mældist 11 milljarðar króna á fyrsta ársfjórð- ungi. Seðlabankinn tók 11,8 millj- arða króna að láni erlendis á þessu timabili. Fjárútstreymi vegna er- lendra verðbréfakaupa nam 5,9 milljörðum króna, tæpum þriðjungi þess sem það var á sama tíma í fyrra. Beinar fjárfestingar íslend- inga erlendis námu 2 milljörðum króna og erlendar innstæður og lán til útlanda jukust um 8 milljarða króna. Gjaldeyrisforði Seðlabank- ans breyttist lítið á fyrsta fjórðungi ársins og nam 36 milljörðum króna í lok mars 2001. Stafar af óhagstæðari vöru- viðskiptum við útlönd Aukinn viðskiptahalli á fyrsta fjóröungi ársins stafaði af óhagstæð- ari vöruviðskiptum við útlönd og auknum vaxtagreiðslum af erlend- um skuldum. Halli á vöruskiptajöfn- uði nam 7,1 milljarði króna saman- borið við 5,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Að slepptri flugvél sem keypt var til landsins á fyrsta fjórð- ungi þessa árs var vöruskiptahall- inn í ár snöggtum minni en á sama tíma í fyrra. Þjónustuviðskipti við útlönd voru í jafnvægi samanborið við 2,4 milljarða króna halla í fyrra. Hlutfallslega jókst útflutningur vöru og þjónustu mun meira en inn- flutningur á fostu gengi. Hreinar þáttatekjur voru neikvæðar um 8,6 milljarða króna samanborið við 4,3 milljarða króna í fyrra. Þar munar mest um aukin vaxtagjöld af erlend- um lánum. Erlendar skuldir þjóðarinnar voru um 492 milljarðar króna um- fram eignir í lok mars sl. og hafði skuldastaðan versnað, einkum vegna viðskiptahallans við útlönd og gengislækkunar krónunnar. Sveiflur á markaðsvirði erlendrar verðbréfaeignar hafa einnig haft mikil áhrif á erlenda stöðu þjóðar- búsins á síðustu árum. Endurskoðun greiðslujafnaðar fyrir árið 2000 leiddi i Ijós minni halla á viðskiptajöfnuði en áður var talið sem nemur 1,3 milljörðum króna. Vöru- og þjónustujöfnuðir bötnuðu um 2,1 milljarð króna en hreinar þáttatekjur urðu 0,8 millj- örðum króna lakari en áður var talið. Endurskoðun fjármagnshreyf- Myndaður hefur verið starfshóp- ur fulltrúa sex stærstu lífeyris- sjóða til þess að vinna að athugun og undirbúningi að hugsanlegri að- komu lífeyrissjóðanna sem fjár- festa og lánveitenda að undirbún- ingi að ákvörðun um byggingu ál- vers í Reyðarfirði. Undanfarin misseri hefur Hæfi hf. unnið að undirbúningi að ákvörðun um byggingu álvers í Reyðarfirði. Hæfi hf. var stofnað á árinu 1999 sem vettvangur fyrir eign íslendinga í Reyðaráli hf. sem inga jók fjárinnstreymi til landsins á síðasta ári en hrein skuldastaða við útlönd lækkaði um 5-6 milljarða króna við endurmat á beinni Qár- munaeign í lok áranna 1999 og 2000. Fjármögnun hallans breytist í heild nam útflæði Qármagns vegna viðskiptahallans og áhættu- Qárfestinga (nettó) 23,4 mö.kr. á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 28,8 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Hæfi hf. á helming í á móti Hydro Aluminium. Stjórnendur Hæfis hf. stóðu fyr- ir kynningarfundi um stöðu verk- efnisins hinn 5. júní sl. fyrir fjár- festa þar sem gerð var grein fyrir helstu þáttum verkefnisins. Á heimasíöu Landssamtaka líf- eyrissjóða er greint frá þvi að að fundinum loknum ákváðu fulltrú- ar lífeyrissjóðanna sem setið höfðu fundinn að fara þess á leit við framkvæmdastjóra 6 stærstu líf- eyrissjóðanna aö þeir gæfu kost á Nokkuð hefur dregið úr útflæði áhættufjármagns en á fyrsta árs- fjórðungi í ár nam það 7,7 mö.kr. samanborið við 16,2 ma.kr. á sama tímabili i fyrra. Þar af nam fiárút- streymi vegna erlendra verðbréfa- kaupa 6,9 mö.kr., tæpum þriðjungi þess sem það var á sama tíma í fyrra. Á móti þessu Qármagnsút- flæði var viðlíka innflæði. Fram kemur í Morgunkornum íslandsbanka að við skoðun á því vekur eftirtekt að hlutdeild Seðla- bankans hefur aukist til muna en Qármagnsinnflæði vegna lántöku hans nam 11,9 mö.kr. á fyrsta árs- Qórðungi samanborið við 7,9 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Einnig var hið opinbera að taka er- lend lán (nettó) fyrir um 1,5 ma.kr. á fyrsta ársQórðungi en að greiða upp erlend lán á sama tímabili í fyrra fyrir um 2,0 ma.kr. Á hinn bóginn voru innlánsstofnanir að bæta sína erlendu stöðu um 2,8 ma.kr. á fyrsta ársQórðungi þessa árs en tóku erlend lán (nettó) á sama timabili í fyrra fyrir um 24,3 ma.kr. Þetta er gríðarlegur við- snúningur í Qármagnsinnflæði sem þessar stofnanir hafa haft milligöngu um og endurspeglar hann öðru fremur breyttar horfur í efnahagslífinu. sér í starfshóp til þess að vinna að athugun og undirbúningi að hugs- anlegri aðkomu lífeyrissjóðanna sem Qárfesta og lánveitenda að verkefninu. Fram kom á fundinum, í máli forsvarsmanna Hæfis, að til þess að unnt yrði að undirbúa lánsQár- mögnun frá erlendum lánastofnun- um síðla sumars og halda núver- andi tímaáætlun væri æskilegt að skilyrt þátttökuloforð lífeyrissjóð- anna lægju fyrir í lok júlí. Lífeyrissjóðir mynda starfshóp vegna álvers í Reyðarfirði ÞRIDJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 I>V Þetta Heist MoilrlarviíScLinti Heildarviðskipti 530 m.kr. - Hlutabréf 200 m.kr. - Bankavíxlar 270 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Búnaðarbankinn 48 m.kr. 0 Eimskip 36 m.kr. o MESTA HÆKKUN o Marel 2,2% o Búnaðarbankinn 1,3% O Tryggingamiöstööin 1,1% MESTA LÆKKUN Oíslenski hugbúnaðarsj 5,3% O Eimskip 1,9% © Skýrr 1,1% ÚRVALSVÍSITALAN 1057 stig - Breyting O -0,4% Samruni BA og KLM ekki á dagskrá British Airways og hollenska flugfélagið KLM hafa borið til baka fregnir þess efnis að fyrirtækin hefðu að nýju tekið um sameining- arviðræður. Breska blaðið Sunday Times birti frétt þess efnis í fyrradag en ef af samruna fyrirtækjanna yrði má ætla að um þriðja stærsta flugfélag heims yrði að ræða. KLM sagði í gær að engar sam- einingarviðræður hefðu farið fram en viðurkenndi að almennar við- ræður hefðu átt sér stað. Talsmaður British Airways var enn afdráttar- lausari og sagði einfaldlega að eng- in innstæða væri í þessari frétt og engin áform uppi um sameiningu fé- laganna. Óvæntur sam- dráttur efnahags- lífsins í Japan Bráðabirgðatölur frá Japan sýna óvænt að landsframleiðslan dróst saman á fyrsta ársQórðungi ársins um 0,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Hiezo Takenaka, efnahags- málaráðherra Japans, sagði af þessu tilefni að efnahagslífið sé í mjög slæmri stöðu og sé enn að dragast saman. Markmið japönsku ríkisstjórnar- innar um 1,2% hagvöxt á fyrstu þremur mánuðum ársins var því langt frá að ganga upp. Fréttirnar gáfu almennum ótta um að jap- anska efnahagslífið sé í kreppu byr undir báða vængi. Hagfræðingar höfðu spáð 0,2% vexti. Vegna samdráttarins féll landsframleiðslan um 0,8% á árs- grundvefli. 12.06.2001 M. 9.15 KAUP SALA BilÍDollar 104,390 104,920 5BPund 143,900 144,640 i*lkan. dollar 68,520 68,940 Dönsk kr. 11,8600 11,9250 HHNorskkr 11,1140 11,1750 CSSæ,,sk kr. 9,5400 9,5920 9Hn. mark 14,8646 14,9539 |Fra. franki 13,4736 13,5545 B :|Bclg. franki 2,1909 2,2041 [?] Sviss. franki 58,0800 58,4000 EShoII- gyllini 40,1054 40,3464 ”1 Þýskt mark 45,1884 45,4599 |]ít. líra 0,045640 0,045920 j fcKÍAust. sch. 6,4229 6,4615 JPort. escudo 0,4408 0,4435 L«_.ISná. peseti 0,5312 0,5344 | * jjap. yen 0,856500 0,861600 j | írskt pund 112,220 112,894 SDR 130,240000 131,020000 j Hecu 88,3807 88,9118

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.