Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 31 tólvun tíkni og vísinda Bandaríska njósnakerfið Echelon andar í hálsmálið á þér: Bandarikin sokuð um iðnaðarnjósnir í Evrópu - og að rannsaka símtöl og tölvupóst almennings Evrópuþingið hef- ur gefið frá sér yf- irlýsingu þar sem það varar notend- ur tölvupósts við því að verið sé að fylgjast með þeim. Þetta gildir um venjulegt fólk og fyrir- tæki en þeir sem standa fyrir njósnun- um eru Bandaríkjamenn, meö um- deildri hjálp Breta og samveldislanda. Echelon-njósnakerflð hefur verið starf- rækt frá því eftir seinna stríð og gegndi mikilvægu hlutverki í kalda stríðinu en er nú notað til að njósna um tölvu- póstsendingar almennra borgara og fyrirtækja. Bretar hafa verið harðlega gagnrýndir f Evrópu fyrir þátttökuna í bandarískri njósnastarfsemi í álfunni og eru þeir sakaðir um mannréttinda- brot gagnvart almennum borgurum. Evrópuþingið hefur staðið fyrir rannsókn á Echelon 1 tæpt ár eftir að ásakanir voru hafðar uppi um að Bandaríkin notuðu kerfið til iðnaðar- njósna gegn evrópskum fyrirtækjum. Bandaríkjamenn játuðu nýlega tflvist Njósnarefir eins og James Bond eru ekki helsta ógnin við persónufrelsi al- mennings heldur er það njósnakerfið Echelon sem hlerar og yfirfer milljón- ir símtala og tölvupósta á mínútu. Bandaríkin eru ásökuð um að nýta sér njósnavefsins en Bretar neita að gefa upplýsingar um hann og segja einung- is að það þjóni tilgangi f baráttunni gegn „hættum samfélagsins" að grípa inn í persónuleg samskipti. Niðurstaða Evrópuþingsins er sú að njósnakerfið fari yfir milljónir venjulegra tölvupóst- og faxsendinga á degi hverjum. Þá er sagt að tilgangur Echelon sé fyrst og fremst að njósna um persónuleg og við- skiptatengd samskipti, þó ekki tækist að sanna að njósnimar væru notaðar til að skaða viðskiptahagsmuni Evr- ópu. Með þetta að leiðarljósi hvetja Evrópuþingmenn almenning og fyrir- tæki til að dulkóða reglulega tölvupóst sinn, enda sé það að senda ódulkóðað- an tölvupóst eins og að senda bréf án umslags. Evrópuþingið er að fara yflr málið og mun taka ákvörðun um hvort gripið verði til aðgerða gegn Bretum fyrir meint mannréttindabrot þeirra. Gagnrýnendur kerfisins hafa sakað Bandaríkjamenn og enskumælandi bandamenn þeirra um að stuðla að nýju köldu stríði. Trilljóna króna hags- munir eru í húfl þegar kemur að því að Niðurstaða Evrópu- þingsins er sú að njósnakerfið fariyfir milljónir venjuiegra tölvupóst- og faxsend- inga á degi hverjum. Bandaríkjamenn geta hlerað viðskipta- samninga og eru þeir sakaðir um að hjálpa bandarískum fyrirtækjum í kapphlaupinu við evrópska samkeppn- isaðila. Nú er sagt að hundruðir gort- sagna um bandarfsk fyrirtæki sem stela viðskiptasamningum undan evr- ópskum og japönskum fyrirtækjum megi rekja til misnotkunar Bandaríkj- anna á njósnakerfmu. Fyrrverandi formaður bandarísku njósnastofnunarinnar CIA hefur viður- kennt njósnir Bandarikjanna á evr- ópskum fyrirtækjum í gegnum Echelon. Hann segir þær hins vegar mega rekja til þess að evrópsk fyrir- tæki séu gjörn á að múta, vegna þess að vörur þeirra séu ekki jafn tæknilega þróaðar og ódýrar og þær bandarísku. Þar virðist tilgangur njósnanna vera annar en skilningur Breta er á honum en að þeirra sögn er þeim ætlað að vemda samfélagið gegn hættum. Echelon er fært um að yfirfara millj- ónir símtala, tölvupóstsendinga og símbréfa á hverri mínútu og er leitað að ákveðnum stikkorðum. Njósnakerf- ið er með stöðvar í Bretlandi, Banda- ríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja- Sjálandi. Allar stöðvamar em bein- tengdar við höfuðstöðvar Bandaríska þjóöaröryggisráðsins, sem vinnur úr upplýsingunum. imm •mm m Casper-hugbúnaðurinn gæti umbylt könnun geimsins: Geimfar skipuleggur eigið ferðalag Nýr hugbúnað- ur, sem gerir gervihnöttum kleift að taka sjálfstæðar ákvarðanir um val á myndum sem sendar verða til jarðar, gæti í framtíðinni leitt til þess að geimfor skipuleggi sína eig- in könnunarleiðangra. Hugbúnað- urinn hefur hlotið nafnið Casper og er talinn geta umbylt könnun manna á geimnum. Með hans full- tingi gætu geimvísindastofnanir sent út af örkinni fjöldann allan af litlum geimfórum sem myndu rann- saka alheiminn og ráða eigin ferða- lagi. Þannig gætu þau tekið eigin ákvarðanir ef eitthvað ber út af vana. Sem dæmi mætti nefna geim- far sem ætti að taka myndir af yfir- borði plánetu þegar eldgos hefst. í því tilfelli gæti geimfarið dvalist lengur við til að ná betri og fleiri myndum. Þrir gervihnettir, sem skotið verður á loft næsta sumar og er ætl- að að taka myndir af jörðinni, munu lúta stjóm Casper-hugbúnað- arins sem velur úr þær myndir sem sendar verða til stjórnstöðvar á jörðu. Hugbúnaðurinn getur jafnvel gripið inn í áætlun gervihnattarins ef hann greinir eitthvert óvenjulegt fyrirbæri. Það hefur verið vandkvæðum bundið að stjórna myndatökum flar- lægra geimfara svo vel sé. Hver skipun frá jörðinni getur tekið nokkra klukkutíma að berast til Hugbúnaðurinn getur jafnvel gripið inn í áætlun gervihnattar- ins ef hann greinir eitthvert óvenjulegt fyrirbæri. Auk þess sleppir hann að senda ónýtar myndir og sparar stjörnufræðing- um margra daga eða mánaða vinnu við að sía nothæfar myndir frá ónothæfum. IbMí Kevin Bacon og Tom Hanks lentu í brábum lífsháska í kvíkmyndinni Apollo 13 sem byggö er á sannsögulegum atburöum. Nú eru horfur á aö bein aðild mannsins að könnun geimsins minnki í kjölfar þess aö geimför öölast meiri sjálfsstjórn. geimfarsins og eftir þann tíma getur myndefnið verið fyrir bí. Casper bregst hins vegar strax við. Auk þess sleppir hann að senda ónýtar myndir og sparar stjörnufræðingum margra daga eða mánaða vinnu við að sía nothæfar myndir frá ónothæf- um. Þar er um að ræða myndir sem hafa ýmist gjörsamlega misst af við- fangsefninu eða sem hafa skemmst og eru alhvítar eöa svartar. Loks mun Casper skera sendingatima niður 100- til 200-falt, þar sem hann sendir ekki myndir ef engin breyt- ing verður á viðfangsefninu. ^M^ianimriiir.VíMTirr«KiTtin»ia^i^^TOiiitamíirn-fniWjaMmwroOTnnamBr.aTm.TiTi'a'.,iiHíCTi»aiTiiMin'rim»ai Heimskautafarinn Boerge Ousland lenti í gróðurhúsaáhrifum: á Noröurpólnum þynnist Norðmaðurinn Boerge Ousland segir ísinn á Norðurpólnum hafa þynnst um einn metra á síðustu 7 árum. Hann lét þessi orð falla eftir 82 daga ferð yfir pólinn sem hann fór nýlega en varð frá að hverfa vegna slæmra aðstæðna. Árið 1994 fór hann sambærilega ferð yflr Norðurpólinn og miðar hann ísþykktina nú við þá ferð. Kannanir hafa sýnt fram á að Norðurpólsísinn hefur þynnst um tvo til þrjá metra síðustu 30 ár og minnkað um sex prósent frá 1975. í síðasta mánuði drukknaði japanski pólfarinn Hyoichi Kohno eftir að hafa fallið í gegnum þunnan is á kanadísku heimskautasvæðunum. Ousland, sem skíðaði aðeins tveim- ur kílómetrum frá staðnum þar sem Norömaöurinn Boerge Ousland telur ísbirni nú þurfa aö feröast lengra norö- ur til aö veiöa sel. Hann kennir gróöurhúsaáhrifum um ísþynningu og bylt- ingu á umhverfi Noröurpólsins í kjölfariö. Japaninn drukknaði, segir allt benda til þess að gróðurhúsaáhrif valdi því að ísinn er mun þynnri nú en áður. Hann bendir á önnur dæmi óeðlilegra veðurfarsbreytinga. Á ferð sinni segist hann hafa séð ótal rekaviði frá Síberíu skammt frá Norðurpólnum, sem er afar óvenju- legt. I mörgum tilfellum stóðu trjá- drumbarnir lóðrétt upp úr ísnum, með rótum. „Ég sá lika sand úr ár- farvegum á ísnum, sem hlýtur að hafa komið frá norðurströnd Rúss- lands,“ segir hann. Auk þess virðist sem isbirnir séu farnir að leita lengra norður á bóg- inn til að veiða sel. „Ég sá 50-60 ís- bjamaslóðir á leiðinni Rússlands- megin. 1994 sá ég tvennar slóðir og það er mikill munur,“ segir Ous- land, sem þurfti að hrekja frá sér ís- birni með skammbyssu. Norðmaðurinn léttist um 17 kíló í Kannanir hafa sýnt fram á að Norðurpöl- stsinn hefurþynnst um tvo til þrjá metra síðustu 30 ár og minnkað um sex pró- sentfrá 1975. svaðilfór sinni, þrátt fyrir að vera á mataræði sem gaf honum tvöfaldan skammt af hitaeiningum miðað við venjulegan mann. Hann skiðaði 10 tíma á dag, með 165 kílóa sleða í aft- urdragi. Hann ferðaðist 2100 kíló- metra áður en hann varð frá að hverfa vegna skemmda á búnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.