Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 I>V Útför ungs fórnarlambs Ariel Sharon, forsætisráöherra ísraels, var í gær viöstaddur útför fimm mánaöa barns sem varö fórnarlamb grjótkasts Palestínumanna. ísraelar sam- þykkja friðar- áætlun CIA-stjóra ísraelsk yfirvöld samþykktu í morgun áætlun Georges Tenets, for- stjóra CIA, leyniþjónustu Banda- ríkjanna, um vopnahlé til að binda enda á átta mánaða átök við Palest- inumenn. Talsmaður Ariels Shar- ons, forsætisráðherra ísraels, greindi frá þessu í morgun. ísraelar sögðust hafa samþykkt áætlunina til að geta hrint í framkvæmd til- mælum alþjóðlegrar nefndar undir forystu Georges Mitchells, fyrrver- andi öldungadeildarþingmanns í Bandarikjunum. Búist var við yfir- lýsingu frá Palestínumönnum um áætlunina fljótlega. Palestínumenn lýstu því yfir í gær að þeir samþykktu allar hugmyndir Tenets sem ekki væru i andstöðu við skýrslu Mitchells. Segjast hafa hálshöggvið bandarískan gísl Uppreisnarmenn múslíma á Fil- ippseyjum tilkynntu í morgun að þeir hefðu hálshöggvið einn þriggja bandarísku gíslanna sem þeir rændu í síðasta mánuði af ferða- mannastað. Gloria Macapgal Ar- royo, forseti Filippseyja, kvaðst ekki hafa fengið fregnina staðfesta en hét því aö ganga til bols og höf- uðs á samtökum uppreisnarmanna. Mannræningamir sögðust hafa tekiö Guillermo Sobero af lifi í til- efni þjóðhátíðardags Filippseyja. Báðu mannræningjar herinn að flýta björgunaraðgerðum. Hætta væri á að enginn fyndist á lífi. Átökln í Makedóníu flúin Albanskir flóttamenn viö landamæri Makedóníu og Kosovo í gær. Vopnahlé rofið Timabundið vopnahlé í Makedón- íu virtist dauðadæmt í morgun eftir að albanskir uppreisnarmenn skutu á lögreglubíl og særðu fjóra lög- reglumenn. Bæði stjórnarherinn í Makedóníu og skæruliðar lýstu í gær yfir vopnahléi eftir að íbúar Skopje, höf- uðborgar Makedóníu, voru lagðir á flótta. Uppreisnarmenn höfðu hótað að gera árás á höfuðborgina. Þeir eru með bæinn Aracinovo, sem er í um 10 km fjarlægð frá höfuðborg- inni, á valdi sínu. Flestir þeirra, sem flúið hafa Skopje eru Albanar sem óttast hefndaraðgerðir Slava geri uppreisnarmenn alvöru úr hót- un sinni um árás á höfuðborgina. Eigin stefna í stað Kyoto-sáttmálans: Bush reynir að sefa reiði Evrópu George W. Bush Bandaríkjaforseti kom í morgun í fyrsta sinn til Evr- ópu. Fyrsti áfangastaður forsetans er Spánn þar sem efnt hefur verið til mótmæla við sendiráð Bandaríkj- anna vegna aftöku fjöldamorðingjans Timothys McVeighs í gær. Evrópu- búar eru einnig reiðir Bush og stjórn hans fyrir að vilja ekki staðfesta Kyoto-sáttmálann um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en Bush lagði af stað til Evr- ópu sagði hann í viðtali viö evrópska fréttamenn að ágreiningur ríkti um ýmis atriði. Það þýddi þó ekki að ekki gæti ríkt vinátta milli Banda- ríkjanna og Evrópu. Forsetinn tók fram að Bandaríkin hygðust efla rannsóknir á hvemig hægt væri að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Hann sagði hins vegar Kyoto- sáttmálann rangan í grundvallarat- riðum. Bush viðurkennir nú að losun gróðurhúsalofttegunda hefur áhrif. 1 stað þvingunaraðgerða vill hann Lagt upp í Evrópuferð Bush Bandaríkjaforseti kom í morg- un í fyrsta sinn til Evrópu. Mun hann fara vítt og breitt áöur en hann heldur heim á sunnudag. samvinnu við alþjóðlegar rannsóknir á málinu. Búist er við að afstaða Bandaríkjanna verði eitt aðalmál- anna á fundi Evrópusambandsins, ESB, og Bandaríkjanna í Gautaborg á fimmtudaginn. í síðustu viku greindi bandarísk sérfræðinganefnd Bush frá því að gróðurhúsaáhrifin væru staðreynd og að grípa þyrfti til aðgerða gegn þeim. Greinilegt þótti að Bush var að svara gagnrýni Evrópumanna þegar hann sagði í gær að Bandaríkjunum væri ljóst áð þeim bæri að leggja sitt af mörkum. Bandaríkjaforseti benti um leið á að um 80 prósent af öllum gróðurhúsalofttegundum kæmu frá öðrum löndum en Bandarikjunum. Flestar kæmu þær frá þróunarlönd- unum. Bush sagði að Bandaríkin myndu halda áfram samvinnu innan ramma Sameinuðu þjóðanna en reyna að finna leið sem skaðar ekki efnahag Bandaríkjanna. GHIEE] HB gysilj! VI CH4IS fg tssnomzi tat I JÍ*L_E' ! NSkSWI [I !L 1J IH III N • ffK i ú ..$Ki w W f? < t&ðiFl!. ■! . V-. • \ • | tV 'r-itm'Bli-tt - \ , 1’ .gl Wk Reiöir launþegar Þúsundir S-Kóreumanna gengu um götur Seoul í morgun og hrópuöu slagorö gegn yfirvöldum. Herská stéttarfélög, þar á meöal stéttarfélag flugmanna viö Korean Airlines, boöuöu til verkfalls í dag. Blair hækkar launin sín um 40 prósent Breskir fjölmiðlar gagnrýndu í morgun harðlega Tony Blair forsæt- isráðherra fyrir að hækka laun sín um 40 prósent. Meira að segja blöð hliðholl forsætisráðherranum tóku undir gagnrýnina. Bæði Blair og ráðherrar hans þáðu lægri laun fyrra kjörtímabil sitt en þeir áttu rétt á til að koma í veg fyrir háar launakröfur opinberra starfsmanna. Blair lauk uppstokkun á stjóm sinni í gær og eins og búist var við var ráðherra Evrópumála, Keith Vaz, látinn taka pokann sinn. Peter Hain tekur við embætti hans. Athygli hafa vakið ummæli ráð- gjafa Robins Cooks, sem rekinn var úr embætti utanríkisráöherra, um að Gordon Brown fjármálaráðherra hefði neikvæð áhrif á stefnu Bret- lands gagnvart myntbandalagi Evr- Harölega gagnrýndur Fjölmiölar gagnrýna Blair harðlega fyrir aö hækka laun sín. ópu. Ráðgjafinn, David Clarke, sagði í grein í The Guardian í morg- un aö Blair væri hræddur við að takast á við fjármálaráðherra sinn i málinu. Clarke skrifaöi grein sína áður en Cook var vikið úr embætti utanrikisráðherra. Breskir fjölmiðlar fullyrtu einnig í morgun að Michael Portillo, fjár- málaráðherra í skuggaráðuneyti íhaldsmanna, hygðist taka þátt í baráttunni um formennsku i fhalds- flokknum. Búist er við að hann greini frá ákvörðun sinni fljótlega. Ann Widdecomb og Iain Duncan Smith hafa bæði lýst því yfir að þau séu að íhuga framboð. Portillo var um helgina í Marokkó og sneri heim til Bret- lands í gær. Hann kvaðst hafa haft gott tækifæri til að íhuga málið. Lögga skaut á höllina Lögreglumaður á vakt fyrir utan Buckinghamhöll skaut óvart á höll- ina úr skambyssu sinni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skot hleypur úr byssu varðmanns Elísabetar drottningar. Enginn meiddist. 500 mil||ónir í rútu Lögreglan í Mexíkó sagðist í gær hafa fundið andvirði meira en 500 milljóna króna í rútu í vesturhluta landsins. Verið er að rannsaka mál- ið. Kynlífshneyksli í Serbíu Vuk Obradovic, aðstoðarforsætis- ráðherra Serbíu, sagði af sér í gær vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Meirihluti þingsins hafði þá þegar kosið um að setja hann af. Sjálfur stóð hann fyrir rassíu gegn spillingu fyrr á árinu. BBC skrumskældi Elite Breska rikissjónvarpsstöðin BBC viðurkennir að hafa málað skratt- ann á vegginn í þætti sínum um módelsamtökin Elite árið 1999, þar sem gefið var í skyn að módelin væru skipulega notuð til að seðja kynferðishvatir stjórnenda samtak- anna. í kjölfarið hafa samtökin hætt meiðyrðamáli gegn BBC. Berlusconi í stólinn Fjölmiðlakóngur- inn Silvio Berlusconi tók í gær sæti sem for- sætisráðherra ítal- íu. Hann hlýtur eld- skírn sína í utan- ríkismálum á fund- um Nató og ESB í vikunni. Þetta er 59. stjórn landsins síðan 1945. Rannsaka lát prinsessu Breska lögreglan rannsakar nú dauða dóttur fyrrverandi íranskeis- ara sem fannst látin í hótelherbergi í Lundúnum. Faðir hennar, Ayta- tollah Khomeini, var hrakinn frá völdum i byltingunni 1979. Draugur konungsins Nepalskur hindúa- prestur klæddur eins og Birendra heitinn konungur sem myrt- ur var fyrir skemmstu lagði upp í útlegð á fll til Himalayafjalla í gær. Athöfninni er ætlað að koma vofu konungsins burt. Sama verður gert við draug sonar hans og morðingja, Dipendra prins. Fleiri eftir Schengen í kjölfar þess að Schengen vega- bréfasamstarflð tók gildi hefur þeim ijölgað verulega sem stinga upp kollinum í Danmörku og sækja um pólitískt hæli. Fóstureyðingaskip á ferð Hoflenskt fóstureyðingaskip er lagt af stað í átt að írlandi. Skipið mun liggja fyrir utan írska land- helgi og bjóða þarlendum konum fóstureyðingar, en þær eru bannað- ar i landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.