Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 35 I>V Tilvera ~ S Chick Corea sextugur Hinn þekkti djassmaður Chick Corea á stórafmæli í dag. Corea hefur spilað á píanó frá því hann var sex ára og byrjaði sem atvinnudjassmaður tuttugu ára og spilaði með Stan Getz, Herbie Mann og fleirum áður en hann hóf ferO í eigin nafni. Corea er einn af frumherjum í rafmögnuðum djassi og ásamt hljómsveit sinni Return to For- ever áhrifavaldur á yngri tónlistar- menn. Hann hefur verið 25 sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlaun- anna og átta sinnum fengið þau. i .. -v : Glldir fyrir miðvikudaginn 13. júní Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: ■ Heppnin verður með þér fyrri hluta dagsins og þú færð tækifæri sem þú hefur beðið eft- . Það verður mikið um að vera í félagslífinu í kvöld. Rskarnir (19. febr.-20. mars): ■Næstu dagar gætu verið mikilvægir hvað fram- tíðina varöar. Hugaðu að þvi sem þú þarft að gera á næstunni. Það er mikilvægt að þú skipuleggir þig vel. Hrúturinn (21. mars-19. apríll: . Þú ert hugmyndaríkur *þessa dagana. Þú finn- ur fyrir andstöðu við _ tillögur þínar en það gæti hjálpað þér að bæta hug- myndir þínar. Nautlð (20. anríl-20. maíi: Þú verður fyrir óvæntri en skemmti- legri reynslu. Reyndu __ að nýta daginn sem best og skipuleggðu tíma þinn. Happatölur þinar eru 3, 17 og 19. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníl: Dagurinn verður ■■skemmtilegur með til- liti til félagslífs. Eitt- hvað óvænt gerist á þeim vettvangi. Happatölur þinar eru 4, 15 og 18. Krabbinn m.. ifmí-22. íúiti: Þú átt annríkt í dag og i þiggur alla hjálp með 1 þökkum. Vertu viðbú- inn undir óþolinmæði og trékju i vinnunni. Happatölur þinar eru 3, 29 og 32. Liónið (23. iúlí- 22. áeúst): j Þér finnst óþægilegt hve mikil afskipti ákveðin persóna hefur af vinnu þinni. Reyndu að leiða það hjá þér eins og þú framast getur. IVIevlan (23. áeúst-22. sept.i: Þú ert að velta ein- hverju fyrir þér og það »gæti tekið dálitinn tíma að komast að nið- urstöðu. Vertu þolinmóður. Happatölur þínar eru 9, 24 og 36. Vogin (23. sept.-23. okt.): J Þú kemur viða við i dag en dvelur stutt við \ f hvert verkefni. f f Reyndu að einbeita þér svo að þú getir afkastað sem mestu. Sporðdreki (24. okt.-2i. nóv.): Þú átt rólegan dag og þér gefst tími til að (úhuga ýmis mikilvæg mál. Þú eyðir miklum og góðum tima með fjölskyldunni. Margt kemur þér á óvart í dag. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): -Jafnvel það sem þú ert *vanur að gera á hverjum degi verður einhvem veginn öðm- vísi í dag en vant er. Happatölur þínar era 1, 22 og 27. Steingeltin (22. des.-19. ian.): Þér er vel tekið hvar sem þú kemur í dag. Þú átt auðvelt með að vinna fólk á þitt band en~þú ættir þó að fara varlega í viðskiptum. I/ \i '%i 'll ié' tl' j <1 DV-MYNDIR EINAR J Rýnt í myndirnar Myndir Cartiers-Bressons vöktu veröskuldaöa athygli gesta en fáir komast meö tærnar þar sem hann hefur hælana þegar kemur aö því aö sameina hiö afgerandi augnablik og óaöfinnanlega myndbyggingu. Parísarmyndir Henris Cartiers-Bressons: Sendiherrann og forstöðumaðurinn María Karen Sigurðardóttir, forstööumaöur Ljósmynda- safns Reykjavíkur, flytur ávarp viö opnun sýningarinnar. Aö baki henni giuggar sendiherra Frakka í sýningar- skrána en hann opnaöi sýninguna formlega. Mesti ljósmyndari 20. aldar Um helgina var opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýning á Parísarmyndum franska ljósmyndarans Henris Cartiers-Bressons. Fjölmargir lögðu leið sína í safnið til að berja verkin augum en þetta er í fyrsta sinn sem sýn- ing á verkum meistarans er sett upp í höfuðborginni. Óhætt er að segja að hér sé um einn markverðasta við- burð í íslensku listalífi að ræða en Cartier-Bresson er al- mennt álitinn einn mesti ljósmyndari sem uppi hefur verið og gætir áhrifa hans enn víða. Lærisveinar Cartiers-Bressons DV-ljósmyndararnir Hilmar Þór Guömundsson og Þor- valdur Örn Kristmundsson létu ekki Cartier-Bresson sýninguna fram hjá sér fara enda báöir miklir aödá- endur meistarans. Þorri og Sigrún Þorri Hringsson myndlistarmaöur og Sigrún Halla Hall- dórsdóttir frönskukennari voru meöal gesta í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Herferð gegn reykingum í grunnskóla Siglufjarðar: Tveir slökktu í rettunni og fimm hættu fiktinu DV, SIGLUFIRÐI: I vetur hefur staðið yfir átak í Grunnskóla Siglufjarðar við að hjálpa nemendum að hætta að reykja. Átak- ið er samstarfsverkefni Heilbrigðis- stofnunar Siglufjarðar og grunnskól- ans. Margir styrkja verkefnið fjár- hagslega og má þar nefna Siglufjarð- arbæ, Krabbameinsfélag Siglufjarðar, Siglufjarðarapótek, Lionsfélagið og Sparisjóð Siglufjarðar. Sjötíu og fjórir nemendur eru í þremur efstu bekkjum skólans sem átakið nær til. í haust var staðan sú að 16 reyktu að staðaldri og 5 fiktuðu við sígarettur af og til. Fjórum mán- uðum eftir að verkefnið fór af stað eru þessir 5 alveg hættir og tveir af hin- um. Allir hafa hætt um tíma, jafnvel oftar en einu sinni, en fallið aftur. Ljóst er þó að reykingar þeirra hafa minnkað til mikilla muna. Að sögn Eyjólfs Sturlaugssonar skólastjóra var í upphafi stofnað til leiks sem fólst í því að í lok skólans nú i vor fá allir reyklausir nemendur eldri deilda gjöf. Auk þess var stofnað til happdrættis meðal nemenda og fær vinningshafinn ferðavinning fyrir tvo. Þetta er m.a. gert til að verðlauna þá sem valið hafa þann lífsstíl að hafna reykingum. í upphafi átaksins var boðið upp á einstaklingsviðtöl hjúkrunarfræðings bæði við nemend- ur og foreldra. Eftir að átakið hófst hefur hjúkrunarfræðingur komið fyr- irvaralaust í skólann einu sinni til tvisvar í mánuði og prófað nemendur með mæli þannig að niðurstaðan er óyggjandi. Eyjólfur sagðist telja að árangur af þessu væri ágætur og undirtektir mjög jákvæðar, jafnt hjá nemendum, foreldrum og styrktaraðilum. Hann sagðist sérstaklega vilja þakka Mál- fríði Þórðardóttur hjúkrunarfræðingi og Haildóru Jónsdóttur, formanni Krabbameinsfélags Siglufjarðar, fyrir mikinn áhuga og ómælda vinnu við þetta verkefni. -ÖÞ Rokkstrákurinn og glæsikvendin Skítugi rokkarinn Kid Rock dreg- ur að sér fallegar konur, þrátt fyrir augljósan skort á heillandi útliti. Áður hefur hann meðal annars ver- ið viöloðandi söngkonuna Sheryl Crow og leikkonuna Jamie King. Nú er hann með enga aðra í takinu en baðstrandargelluna með ígræddu kútana, Pamelu Anderson. Strákur- inn segir að þau séu ástfangin og jafnframt eigi þau í allsvakalegu líkamlegu sambandi. Fyrrverandi rekkjunautur Pamelu, rokkarinn Tommy Lee, segir hins vegar að stúlkan sé ennþá yfir sig ástfangin af honum og að hún hafi komið með yfirlýsingar þess efnis. Eiginmaðurinn bitinn af eðlu Það á ekki fram af Sharon Stone að ganga. Nú á leiðinni í réttarsal- inn vegna framhalds á myndinni Basic Instinct kemur enn meira mótlæti inn í líf hennar. Eiginmað- urinn, blaðasnápurinn Phil Bron- stein, var bitinn af þriggja metra langri eðlu í dýragarði í Los Angel- es á dögunum. Bronstein var í búri eðlunnar þegar atvikið átti sér stað, en frægu fólki gefst oft tækifæri til að komast bakvið tjöldin í dýragarð- inum. Sharon eiginkona hans fylgd- ist með fyrir utan búrið þegar eðlan beit í fótinn á Bronsteinn og kastaði honum til og frá. Hann var lagður inn á sjúkrahús með verulega skaddaða stóru tá. Eðlan árásar- gjarna gengur undir tegundarheit- inu Komodo dreki og er afar fágæt. Hún hefur hingað til þótt gæf en er nú í einangrun. Sérfraeðingatr í fluguveiði Nælum stangir, splæsum linur og setjum upp, tiui gúv J iur Æk PP-^^Í Sportvörugerðin lif-, Skipliolt 5, s. 562 8383. DV-MYND ÖRN PÓRARINSSON Lítiil reykur Hluti af nemendum í níunda bekk á Sigló viö vinnuboröiö í handavinnu- stofunni. Nemendur hafa flestir hverjir tekiö þáihárréttu ákyöröun aö vaöa ekki reyk. Staöan eftir veturinn 60 reyklab'siií.'ú4 i kófinu. inuinnnnMmuMmmMiininiiii—bi—wmmwBHm——i 5DYRA HÁTT 0G LÁGT DRIF I Meöaleyðsla 9,31 2.345.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.