Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 DV Neytendur BabySam á íslandi í haust verður stórverslun BabySam opnuð í Skeifunni 8 í Reykjavík en hún mun sérhæfa sig í sölu á vörum fyrir börn frá fæðingu til þriggja ára ald- urs. BabySam er verslanakeðja í Danmörku en 29 slíkar verslanir eru starfræktar þar. í BabySam verður boðið upp á fjölbreytt úrval bamavara, allt frá fatnaði, til barnavagna og hús- gagna. Einnig verður boðið upp á leigu á vöggum, barnavögnum, barnabílstólum og fleiru. Verslunin býður ekki eingöngu verslunin upp á sitt eigið vörumerki.heldur verða einnig önnur þekkt vörumerki á boðstólum. Það er Baugur sem er sérleyfishafi BabySam hér á landi en framkvæmdastjóri verður Soffía Waag Ámadóttir. Gullsmiðir standa vörð - um hagsmuni neytenda Ekki er allt gull sem glóir þegar skartgripir eru annars vegar. í fréttatilkynningu frá Félagi ís- lenskra gullsmiða segir að þeir hafi orðið varir við að neytendur sem kaupa skartgripi er- lendis sitji uppi með gripi sem ekki standast kröfur um gæði og áreiðan- leika. Af þessum sökum hafa gull- smiðir i félaginu tekið höndum sam- an og merkt verslanir sínar og verk- stæði með bronssteyptu merki fé- lagsins. Merkið, eða skjöldurinn, á að vera neytendum til leiðbeiningar um hvar löggiltan gullsmíðameist- ara og fagmann er að finna sem ábyrgist vinnu sína og vöru og býð- ur áreiðanlega þjónustu. Léttur sumarréttur: Kjúklingabrauð- sneið með beikoni Á sumrin er gott að borða létta, gómsæta rétti og hér er uppskrift af brauði með skemmtilegu áleggi sem hentar vel þegar halda á þeim tíma sem fer í stúss yfir pott- um og pönnum í lágmarki. Upp- skriftin dugar fyrir fjóra. 4 sneiðar gróft fjölkornabrauð, ristað á pöpnu 600 g kjúklingabringur, beinlausar 2 tómatar 1/2 haus jöklasalat 1 rauðlaukur 4 stórir sveppir 1 bakki baunaspírur 16 sykurbaunir 12 beikonsneiðar, steiktar stökkar Rauðvínsediksósa (vinaigrette) 1 dl rauðvínsedik 3 msk. dijon sinnep 2 msk. Worchestershiresósa 1 dl púðursykur, dökkur 3 hvítlauksrif, pressuð 1 dl matarolía 2 msk. fersk steinselja, söxuð Aðferð Skeriö kjúklingabringurnar í strimla og steikið í oliu i 2-3 mínút- ur. Leggið jöklasalat á brauðsneið og setjið tómatsneiðar og sneiddan rauðlauk ofan á. Þar ofan á kemur vel steikt beikon, kjúklingastrimlar, sveppir, baunaspírur og sykurbaun- ir í strimlum. Rauðvínsediksósan sett yfir að lokum með matskeið. Rauðvínsediksósa Allt sett í matvinnsluvél og mauk- að, matarolíunni bætt í síðast, hægt og rólega. Úr Ferskt og framandi Verðhækkanir á matvöru: Koma illa við budduna - heildsalar hækka um 3-15% eða sem nemur gengisbreytingum Eins og allir vita hafa orðið mikl- ar hækkanir á allri innfluttri vöru sökum bágrar stöðu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Ekki er að efa að þessar hækkanir koma illa við buddu heimilanna, sérstak- lega þegar kemur að matarkaupum, sem eru einn af stærstu liðunum í heimilishaldinu. í síðustu viku tók neytendasíðan nokkra smásöluaðila tali og i þetta sinn er púlsinn tekinn hjá heildsölum. Eins og sjá má hér á eftir hafa þeir allir svipaða sögu að segja því ástandið er auövitað eins hjá flestum þeirra Ekki virðist sem neytendur séu farnir að spara við sig í matarkaupunum en þeir heildsalar sem talað var við flytja inn nauðsynjavörur sem erfitt er að neita sér um þó skóinn kreppi. Erlendir birgjar hækka Heildverslunin Karl K. Karlsson flytur inn vörur frá Evrópu og Bandaríkjunum, m.a. Newmans Own, Hellmanns, Celestial Season- ings, Vasa og Rittersport. Eygló Björk Ólafsdóttir, viðskiptastjóri matvöru, segir að hækkanir hjá fyr- irtækinu hafi verið töluverðar und- anfarið eða sem svarar gengisþró- un. „Hækkanirnar hafa auðvitað verið misjafnar en á bilinu 3-15%. Flestar þessara hækkana urðu i apr- íl og maí, því við vorum frekar sein að hækka.“ Eygló segir að vel sé fylgst með gengisþróuninni innan fyrirtækisins og þó reynt sé að stilla verðhækkunum í hóf er fyrirtækið tilneytt að láta verðþróun fylgja gengishækkuninni. „Eins hafa er- lendir birgjar verið að hækka verð, misjafnlega mikið þó.“ Taka stöðuna vikulega Guðmundur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Ásbjörns Ólafssonar ehf., segir að þar sem fyrirtækið sé að flytja inn vörur í dönskum krón- um, pundum og doUurum hafi það ekki farið varhluta af þeim hækk- unum sem orðið hafa undanfarið. Verðbreytingar Þessar myndir eru teknar þegar Krónan opnaöi og verö á matvöru lækkaöi töluvert um tíma. En nú er þróunin í hina áttina og sífelldar hækkanir dynja á landsmönnum. „Það varð hækkun hjá okkur um miðjan maí og í raun er komin þörf fyrir aðra hækkun núna. En við ætl- um að sjá tU einhvern tíma. Við tök- um stöðuna í hverri viku.“ Hann segir að hækkanirnar hafí verið á bUinu 3-12% en þrátt fyrir það hafi sala ekki dregist saman. „Við erum með nauðsynjavörur en þegar fólk þarf að draga saman seglin byrjar það kannski fyrst á lúxusvörunum." HeUdverslunin Uytur m.a. inn vör- ur frá Knorr, Prins Polo, Maryland og fleirum. Skelfilegt ástand Sláturfélag Suðurlands býr ekki einungis til pylsur heldur er það líka með öflugan innflutning á hyers kyns matvöru og sælgæti. „Ástandið er búið að vera skelfi- legt,“ segir Gunnar Grétar Gunnars- son, deildarstjóri vörumiðstöðvar, sem er innflutningsdeild SS. Hann segir að það sem af er árinu hafi hver hækkunin rekið aðra og að heUdarhækkunin sé nú á bilinu 9-12%. Gunnar segir að nokkurrar taugaveiklunar hafi gætt á mark- aðnum þegar mesta gengisfaUið var í byrjun maí en sú stefna hafi verið tekin hjá SS að fara eins rólega í sakirnar og kostur væri og reyna að sjá fyrir endann á ástandinu. „í maí, þegar stærsta holskeflan gekk yfir, sendum við út tilkynningu þess efnis að viö myndum skoða verðið næstu daga með tilliti til verðþróunar. Þar vorum við meö fyrirvara um að þetta myndi ganga eitthvað til baka en við höfum reynt að fara varlega í hækkanirnar." Frá 1. mars til 18. maí, þegar þess- ar hækkanir voru settar út i verð- lagið, hækkaði Bandaríkjadollar um 15%,- sterlingspund um 12% og dönsk króna um 9% og hafa hækk- anir SS endurspeglað þessa þróun að mestu leyti. „Vörur frá Banda- ríkjunum hafa hækkað mest enda hefur doUarinn tekið mestu dýfuna. Eins hefur verð á fragt tekið stökk upp á við auk þess sem komið hafa hækkanir frá erlendum framleið- endum en sem betur fer hafa þær ekki verið eins miklar og þeir hefðu viljað. Við höfum skýrt okkar birgj- um frá því ástandi sem hér ríkir og þeir hafa haldið að sér höndum, sem betur fer,“ segir Gunnar. SS flytur m.a. inn vörur frá BariUa, Mars, Uncle Ben¥s, Pedigree, Whiskas og Ueirum. -ÓSB Lirfur í rjómasúkkulaði: Kiktu ut þegar pakk inn var opnaður - hvorki framleiðandi né söluaðili vilja kannast við krógann Um hvítasunnuhelgina lá leið margra út úr bænum og einn af þeim kom við í Nesti á Ártúnshöfða til að ná sér í eitthvað til að maula á leið- inni. Fyrir valinu urðu Opal- súkkulaðihnappar sem framleiddir eru af Nóa Síríus. Þegar pakkinn var opnaður kom í ljós að ekki var aUt sem skyldi þar sem út gægðist lítil spreUlifandi lirfa og á pappirnum sáust leifar annarrar. Skemmst er frá því að segja að ekki varð mikið úr súkkulaðiáti í það skiptið. Þegar pakkinn komst í hendur blaðamanns var ekki búið að hreyfa meira við honum en þegar hann var opnaður alveg og súkkulaðihnapparnir færðir tU komu í ljós þrjár slíkar tU viðbót- ar, þar af tvær lifandi. Maðurinn hafði strax samband við fyrirtækið sem framleiddi súkkulaðihnappana og var honum boðið að skoða fram- leiðsluaðstöðuna en kærði hann si'g hvorki um það né heldur þær bætur sem honum voru boðnar. Skrýtin leiö Hjá Nóa Síríus fengust þær upp- lýsingar að tilfelli sem þetta væru afskaplega sjaldgæf en þó hefðu komið upp atvik þar sem óboðnir gestir leyndust í súkkulaðinu. í einu slíku tilfelli var um að kenna hnetum eða rúsínum sem settar höfðu verið í súkkulaðið en í öðrum DV-MYND GVA Þykir gott súkkulaöi Þær voru ágætlega haldnar, lirfurnar sem fundust í súkkulaöipakkanum, en þar höföu nokkrar þeirra hreiöraö um sig og lifaö ágætu lífi, enda boröaö súkkuiaöi i hvert mál. tilfellum var hægt að rekja gesta- ganginn til verslunarinnar þar sem súkkulaðið var keypt. Afskaplega sjaldgæft er að bjöllur eða lirfur sé að finna í hreinu súkkulaði eins og hér gerðist. Hjalti Jónsson, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir aö haft hafi verið samband við manninn sem keypti lirfusúkkulaðið og honum boðið að koma í heimsókn í fyrirtækið til að sjá hvernig væri staðið að málum þar og til að hægt væri að bæta hon- um skaðann en hann ekki kært sig um það. Hjalti segir að aldrei sé slakað á gæða- eða hreinlætiskröf- um hjá fyrirtækinu. „Mér finnst hins vegar leiðin sem þessi maður kýs að fara með málið afar skrýtin. Ég hefði viijað aö þessi lirfa væri rannsökuð af Náttúrufræðistofnun eða Heilbrigðiseftirlitinu vegna þess að það er okkar reynsla að oftar en ekki þegar svona tilvik koma upp sé þetta úr hillum verslananna en ekki úr vörunni eða umbúðum hennar. Ef í ljós kemur að kvikindið hefur komist i súkkulaðið einhvers staðar annars staðar en hjá okkur höfum við ekkert með málið að gera,“ seg- ir Hjalti. í Nesti á Ártúnshöfða tóku menn sig til og könnuðu málið eftir að það kom upp, skoðuðu m.a. í nokkra súkkulaðipakka auk þess sem leitað var í hillum og á lager. „Við fund- um ekki neitt hjá okkur," segir Jón Pétursson stöðvarstjóri. „Ég skil því ekki hvernig þetta hefur gerst.“ Hann segir að allar innréttingar í stöðinni séu einungis þriggja ára gamlar og því minni líkur á að kvik- indi sem þetta geti leynst þar. Neytendasíðan fór með súkkulað- ið og lirfumar til Heilbrigðiseftir- litsins og mun málinu verða fylgt eftir þar. Reynt verður að grafast fyrir um hvaða skordýr var þarna á ferðinni og hvaðan það kom. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hver útkoman verður. -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.