Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 2
MANUDAGUR 25. MARS 2002 Fréttir DV Gífuryrði og illdeilur milli bæjarfulltrúa í meirihluta Hveragerðisbæjar: Bærinn sagður tapa tugum milljóna króna vegna fyrirgreiðslupólitíkur - sorglegt upphlaup, segir forseti bæjarstjórnar Deilur hafa enn einu sinni bloss- að upp í Hveragerði vegna sveitar- stjórnarmála og eiga nú samherjar í meirihlutanum í illindum vegna umdeUdrar lóðar. Málið snýst um fyrirhuguð kaup formanns bæjar- ráðs, Jóhanns ísleifssonar, á lóðinni Fagrahvammstúni. Bærinn hafði áður samþykkt að neyta ekki for- kaupsréttar sem sveitarfélagið hafði, á lóðinni og var Jóhanni þar með gert kleift að kaupa hana. Hnökrar voru hins vegar á því fyrirkomulagi og var afgreiðslu málsins vísað að nokkru aftur heim í hérað. Knútur Bruun, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- Uokksins, vUl láta reisa íbúðabyggð á lóðinni en hitt aflið í meirihlutan- um, L-listi bæjarmálafélags Sjálf- stæðisUokksins, telur rétt að selja Jóhanni lóðina svo hann geti byggt frekar upp garðyrkjufyrirtæki sitt. Meirihluti bæjarráðs samþykkti tUlögu Knúts á síðasta fundi um að bærinn neytti forkaupsréttarins þar sem Jóhann þurfti að víkja af fund- inum meðan hans mál var rætt. Óvíst er hins vegar hvaða afstöðu bæjarstjórnin tekur því þar eru Aldís Hafsteinsdóttir. samherjar Jó- hanns í bæjar- málafélaginu með hreinan meirihluta. Knút- ur var harðorður í bókun á siðasta bæjarráðsfundi. Hann telur að rými sé fyrir tugi ibúða á land- spUdunni sem gætu skapað bænum tugi mUljóna í gatnagerðargjöld. Því sé óhæft að afhenda bæjarfuUtrúan- um lóðina á „gjafverði", eða sem nemur 5-6 mUljónum króna. „Það skipulag sem L-listinn hefur nú unnið við að klæðskerasauma fyrir einn bæjarfuUtrúa sinn, nú- verandi formann bæjarráðs, Jóhann ísleifsson, i bráðum tvö ár er þannig tU tjóns fyrir bæjarfélagið sem nem- ur tugum mUljóna króna. Misnotk- un á aðstöðu sinni með þessum hætti er ekki hægt að líða. Sam- þykki bæjarstjórn ekki að nýta for- kaupsrétt sinn að þessu sinni má búast við að málinu verði fylgt eftir með stjórnsýslukæru eða með Knútur Bruun. beiðni tU viðeig- andi stjórnvalda um athugun á því hvort hér sé um að ræða refsi- verða háttsemi í opinberri stjórn sýslu,“ sagði Knútur í bókun á síðasta fundi bæj- arráðs. Sérkennilegt upphlaup Aldís Hafsteinsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, kaUar málið „mjög sér- kennUegt pólitískt upphlaup". Hún segir það ekki þjóna hagsmunum Hveragerðisbæjar að eignast þetta land. Samkvæmt skipulagi eigi að nýta svæðið tU landbúnaðar og ekk- ert bendi tU að íbúðabyggð muni risa á þessu svæði. Bæjarstjórnin hafi fyrir löngu fallið frá forkaups- rétti og ekkert hafi gerst í miUitíð- inni sem breyti þeirri afstöðu meiri- hlutans. Aldís vísar því alfarið tU fóður- húsanna að nokkur spUling eigi sér stað meðal samherjanna í bæjar- málafélaginu. „Það er mjög sorglegt að bæjarfuUtrúinn skuli taka svona djúpt í árinni. Þama er einfaldlega verið að deUiskipuleggja svæði í samræmi við gUdandi aðalskipulag sem legið hefur fyrir síðan 1993.“ Hún segir það umhugsunarefni hvort Knútur sé að reyna að fá bæj- armálafélagið tU að níðast á eigin manni í meirihlutanum. Hvort hann sé að stUla málinu þannig upp að þau þori ekki annað en standa gegn atvinnuuppbyggingu formanns bæjarráðs í ljósi upphlaupsins. „Ég get fúUyrt að það hefði ekki skipt neinu máli hver hefði borið upp þessar óskir. AUir hefðu fengið sömu afgreiðslu.“ Aldís óttast ekki hótanir Knúts um kærur og meinta refsiverða háttsemi en spyr hvort fólk sem tek- ur þátt í opinberum störfum verði að búa við minni rétt og neikvæðari afstöðu tU umsvifa sinna en al- menningur. Athugunarefni sé hvort jafnræðisregla stjómarskrárinnar sé farin að gUda með öfugum for- merkjum fyrir þá sem taka þátt í pólitísku starfi. -BÞ íslensku lambakjöti til ESB eytt vegna ónógra merkinga: Rafstöðin fauk í aftakaveðri Rafstöð Vegagerðarinnar, sem stóð við brúna yfir ána Klifandi, fauk á hliðina í hvassviðri aðfara- nótt laugardagsins. Um helgina var unnið að viðgerð á brúnni eftir að kom í ljós að einn burðarbita henn- ar var brotinn. Sveinn Þórðarson brúarsmiður segir að viðgerð á bitanum sé lokið og einnig hafi þurft að gera við ann- an bita af öryggisástæðum eftir að sprunga kom í ljós í honum. Ráö- gert er að byggð verði ný brú yfir ána árið 2004. Með því fækkar um eina einbreiða brú á hringveginum tU viðbótar. -NH Menn hafa sýnt kæru leysi í vinnubrögðum - óttast um innanlandsmarkaðinn „Ég hef mestar áhyggjur af því aö þessi uppákoma verði tU þess að spilla innanlandsmarkaði lamba- kjöts,“ segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands. Eins og fram kom í fjölmiðlum um helgina voru gerðar alvarlegar athugasemdir við útflutning kjötafurða sem héðan fóru tU Evrópusambandsins. Ari segir að í einu tilviki hafi afurðunum verið eytt en í öðrum tUvikum hafi þær komist á markað. Fimm íslenskir sláturleyf- ishafar hafa útflutningsleyfi tU ESB. Hjá fjórum þeirra hefur merkingun- um verið ábótavant og það eru þær sem málið snýst um því hvergi hefur beinlínis verið sett út á vöruna sem slíka. Kjötið sem var hent var nokkur tonn, síður eða slög úr dUkaskrokk- um, feitt kjöt sem gjaman er notað tU pylsugerðar. Sláturfélag Suðurlands, Norð- Ari Teitsson lenska, Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga á Hvamms- tanga, Sölufélag Austur- Húnvetn- inga á Blönduósi og Sölufélagið Bú- bót á Höfn í Hornafirði eru þeir sláturleyfis- hafar hérlendis sem hafa leyfi tU ESB-útflutnings. SS hefur verið með sín mál á hreinu en kjötið sem athugasemdir voru gerðar við kom frá hinum aðUunum. Þeir fluttu sitt kjöt út áður á vegum Goða. Þaö fyrirtæki komst sem kunnugt er í þrot á síðasta ári og telur Ari að skýr- ingin á málinu sé í rauninni þar. Að þá hafi horfið frá störfum menn sem hafi kunnað til verka og hafi þekkt vel þær reglur sem gjlda við útflutning á kjöti. „Ég óttast að í staðinn hafi komið menn sem sýnt hafi ákveðið kæru- leysi í vinnubrögðum sem nú er að koma okkur í koll. Þó vænti ég þess að menn dragi af þessu máli þann lærdóm sem þarf þannig að þetta end- urtaki sig ekki,“ segir Ari. Formaður Bændasamtaka Islands segir að fréttir af þessu máli séu að öðru leyti mjög orðum auknar að sín- um dómi. Magnið sem athugasemdir voru gerðar við sé ekki mikið og áhrif þessa atviks á markaðssetningu íslensks lambakjöts erlendis verði væntanlega ekki mikU verði.rétt að útflutningi staðið í framtíðinni. „Það er hins vegar innanlandsmarkaður- inn og áhrif þessarar umræðu á hann sem ég hef mestar áhyggjur af, að neytendur hér hehna telji íslenskt lambakjöt ekki þá góðu vöru sem hún vissulega er.“ -sbs íslensk stjórnvöld mjög ósátt við Norsk Hydro vegna framgangs mála: Mjög ósanngjörn gagnrýni - segir Valgerður Sverrisdóttir - vissi fyrst um bakslagið sl. þriðjudag Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við DV í gærkvöld að hún teldi gagnrýni á störf sín vera ómaklega. Ráðherrann hefur legið undir ámæli, m.a. Morg- unblaðsins, fyrir fálæti gegn Norð- uráli og að hafa leynt upplýsingum um hik Norðmanna gagnvart álver- inu við Reyðarfjörð. Valgerður sak- ar Morgunblaðið um annarleg sjón- armið. „Gagnvart Norsk Hydro var það einfaldlega þannig að við vorum búin að fá vísbendingar um þetta frá lægra settum mönnum í fyrirtækinu en þegar spurt var formlega var svarað að engin ákvörðun hefði ver- ið tekin um frestinn. Það var ekki fyrr en sl. þriðjudag sem ég fékk staðfest hjá Reit- en, forstjóra fyr- irtækisins, að málið væri svona vaxið. Þá greindi ég strax frá því í þinginu og svo kom yfirlýsingin strax á föstudag," segir Valgerður sem hafnar því alfarið að hún hafi leynt þjóðina nokkru í þessum efnum. Aðspurð upplýsir ráðherra að ís- lensk stjórnvöld hafi komið athuga- semdum á framfæri við Norsk Hydro og lýst óánægju með vinnu- brögðin. Bæði hafi óánægjan snúist Valgerður Sverrisdóttir. um hvemig frest- unin var kynnt og að Norðmenn gengu á bak orða sinna um að fjár- festingarnar í Þýskalandi hefðu ekki áhrif hér á landi. Eigendur Norð- uráls á Grundar- tanga, Columbia Ventures, sýndu því áhuga árið 1999 að reisa 120.000 tonna álver við Reyð- arfjörð og fór sendinefnd í kynnisferð austur á land til að afla sér upplýs- inga. Fyrirtækið var hins vegar ekki í aðstöðu til að taka ákvarðanir því ríkisstjómin hafði ákveðið að Norsk Geir A. Gunnlaugsson. Hydro sæti eitt að kjötkötlunum á þessum tíma. Að sögn stjórnarfor- manns Norðuráls liggur ekki fyrir hvort áhugi á Reyðarfirði sé enn fyr- ir hendi þar sem aðstæður hjá Col- umbia Ventures hafi breyst undanfar- ið en Valgerður segist vita af áhuga aðila á álverinu. Hún neitar því að hún verði sökuð um fálæti gagnvart Norðuráli. T.a.m. hafi mjög verið unnið að því að tryggja fyrirtækinu orku og ráðuneytið hafi liðkað fyrir starfi fyrirtækisins á ýmsan hátt. „Það er út i hött að við höfum reynt að halda þeim úti í kuldanum. Ég hef enda ekki heyrt það frá fyrirtækinu sjálfu þannig að þama hljóta einhver annarleg sjónarmið að ráða ferðinni," segir Valgerður. -BÞ G-listinn í Mosfellsbæ Jónas Sigurðsson mun áfram skipa fyrsta sæti G-listans fyrir bæjarstjómar- kosingamar í Mos- fellsbæ i vor. Guðný Halldórsdóttir, kvik- myndagerðarmaður og bæjarfulltrúi, hverfur úr baráttunni. Hanna Bjart- mars Amardóttir, myndlistarmaður og kennari, er í öðru sæti. Sambandslaust á Vestfjöröum Bilun í Ijósleiðara olli því að sam- bandslaust var í fastlínukerfinu á Vestfjörðum í nokkrar klukkustundir i gær. Bilunin varð þess valdandi að ekki tókst að ná sambandi við Neyð- arlínuna til þess að boða út björgun- arsveit vegna verkefnis á ísafirði. Lyf til Afganistans í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu er sagt að ríkisstjómin hafi ákveðið að styðja enn frekar við hjálparstarf í Afganistan. Flogið verð- ur með lyf og annan vaming frá Króatíu og Egyptalandi til Afganist- ans og Pakistans. Óblíðar móttökur Ung stúlka úr Keflavík uppliföi heldur óblíðar móttökur þegar hún kom til Bandaríkjanna fyrir skömmu. Útlendingaeftirlitið tók stúlkuna af- siðis og hafði hana í haldi í eina og hálfa klukkustund. Víkurfréttir greindu frá. Hundrað börn á biðlista Um hundrað böm eru á biðlista hjá Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins en stöðin metur þörfina fyrir með- ferð vegna fötlunar og leitar viðeigandi meðferðar. Fjögur stöðugildi sérfræðinga era ómönnuð en verið er að endurskoða rekstur stöðvarinnar i samvinnu við félags- málaráðuneytið. Skjólstæðingar verða áfram á biðlista þar til úr ræt- ist. RÚV greindi frá. Eykur hlut í Neyðarlínunni Ríkissjóður keypi nýlega hlut ör- yggisþjónustunnar Vara í Neyðarlín- unni og á því rúm sextíu prósent í fyrirtækinu. KHJM og KFliK sameinast Ákveðið var að sameina KFUM og KFUK á aðalfundum félaganna i síð- ustu viku. Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri félaganna, segir að ýmsir þætti félaganna hafi þegar ver- ið sameinaðir en að nú verði form- lega ein stjórn fyrir bæði félögin. Mbl. greindi frá. Skuldabréf útflutningsvara Sjóðstjóri banda- rísks verðbréfasjóðs, sem fjárfest hefur í íslenskum verðbréf- um, segir íslendinga hafa mikla mögu- leika á að selja skuldabréf erlendis. ——■ En til þess að af því geti orðið verði að gera nokkrar grundvallarbreytingar á viðskipta- háttum og reglum. RÚV greindi frá. 5% erfðafjárskattur Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram framvarp um að hætt verði að miða fjárhæð erfða- fjárskatts við sifjatengsl og þess í stað lagður fimm prósent erfðafjárskattur á alla erfingja. Ráðist á sorpbíla Rúður voru brotnar í tveimur sorp- bilum í Keflavík um helgina. Hliðar- rúður vora brotnar í báðum bilunum og framrúða í öðram þeirra. Víkur- fréttir greindu frá. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.