Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 14
14 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hliðin eru að lokast Teikn eru á lofti i Evrópu um að innflytjendalöggjöf verði hert á næstu árum. Þetta á einkum við um norðan- verða álfuna, svo sem Danmörku, en verulegs titrings gætir víðar og er skemmst að minnast heiftarlegra orða- skipta í efri deild þýska þingsins í síðustu viku þar sem menn deildu hart um réttmæti þess að auka atvinnu- möguleika vel menntaðra útlendinga i landinu. Svo fór að stjórn Gerhards Schröders hafði betur, en bæði stjórn og stjórnarandstaða klofnuðu í málinu. Það segir sína sögu um það á hvaða stig deilan um inn- flytjendur i Þýskalandi er komin að þýskir íhaldsmenn létu sig hverfa úr þingsalnum eftir að ljóst var að meiri- hluti - sem reyndar lengi vel hékk á bláþræði - fékkst fyr- ir þessum nýju lögum um málefni innflytjenda. Lögin voru samþykkt með 35 atkvæðum gegn 34 og þó að af- greiðsla þeirra hafi verið túlkuð sem meiriháttar sigur fyrir stjórn Schröders segja þau mikla sögu um stöðu inn- flytjenda i landinu við upphaf nýrrar aldar. Nýju lögunum er ætlað að laða sérmenntað fólk til Þýskalands og leysa þar með bráðan vanda landsmanna. Verulegur skortur er á sérhæfðu menntafólki i Þýska- landi en Þjóðverjar hafa á síðustu áratugum róast svo mjög í barneignum að nú horfir til verulegra vandræða á vinnumarkaði. Þjóðin er að eldast hratt. Sérfræðingar áætla að hálfa aðra milljón manna vanti nú til sérhæfðra verkefna í landinu. Fylgjendur nýju laganna benda því á beinan efnahagslegan ávinning þeirra. Langvarandi deilur Þjóðverja um þessa lagasetningu hafa í reynd kveikt bál. Augu manna hafa beinst að þeim vandamálum sem frjálsri innflytjendalöggjöf síðustu ára hefur fylgt. Þar staldra menn einkum við þjóðabrotin sem hafa girt sig af innan þýsku landamæranna og lagað sig lítt að þýskum samfélagsháttum. í nýju lögunum er reyndar reynt að koma til móts við þessar gagnrýnisradd- ir og beinlínis kveðið á um að menntuðum innflytjendum beri að laga sig að þýsku samfélagi. En þýskum hægri mönnum er nóg boðið. Þeir óttast að nýja löggjöfin verði til þess að flóðgáttir opnist og inn- flytjendur flæði inn í landið í meira mæli en svo að við verði ráðið. Það þýði stóraukin útgjöld til félagsmála og þá ekki síður stóraukið atvinnuleysi. Og ekki er á það bætandi; atvinnuleysi í Þýskalandi er nú um 9 prósent, en mælist allt að 18 af hundraði í austurhluta landsins. Og stjórn Schröders hefur ekki tekist að slá á atvinnu- leysið eins og lofað var fyrir fjórum árum. Enda þótti nýju lögin hafi náð í gegn í efri deild þýska þingsins á föstudag er málflutningur hægri manna í land- inu hægt og sígandi að ná í gegn. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í landinu eru Kristilegir demókratar að stefna hraðbyri fram úr jafnaðarmönnum og hefði ein- hverjum spámönnum þótt það lygileg sveifla fyrir fáum misserum þegar vandi Kristilegra virtist vera óyfirstígan- legur. Og það er kosið til þings í september. Sama þings og hægri menn gengu út af á föstudag. Stjórnmálaþróuninni í Þýskalandi svipar nú mjög til þess sém gerðist í Danmörku þegar þar var kosið til þings á síðasta ári. Danskir hægrimenn á borð við Anders Fogh Rasmussen voru alls óhræddir við að viðra umdeildar skoðanir sínar um að hægja bæri á innflutningi flótta- manna til landsins. Sigur hans varð sannfærandi. Nú eru þýskir hægri menn á skriði. Nýr tónn hefur verið sleginn í evrópskum stjórnmálum. Nú um stundir virkar hann. Og stjórnmálamenn leita gjarnan í virknina. Sigmundur Ernir + ____________________________________MÁNUDAGUR 25. MARS 2002_MÁNUDAGUR 25. MARS 2002 DV _______27*. Skoðun Evran þýðir fastgengi Talsverð umræða fer nú fram i okkar þjóðfélagi um kosti og galla þess að ís- lendingar taki upp evruna. Reyndar eru flestir þeirrar skoðunar að ganga verði í Evrópuþandalagið tii þess að taka upp evruna hér- lendis og það verður ekki meðan við njótum Davíðs við stjórnvölinn. Eigi að síður er umræðan áhuga- verð og hún getur varpað ljósi á ýmsa grundvallar- þætti í efnahagslífi okkar. Styrkur evrunnar fylgir hagvexti og þróun í Evrópu og hagvöxtur og þróun í Evrópu fylgir ekki sömu sveiflum og flskveiðar norður við Dumbshaf. Þvi er upptaka evrunnar hér nokkurs konar fastgengisstefna. Hætturnar eru því margar og marg- háttaðar hliðarráðstafanir sem grípa yrði til ef við bindum okkur við evr- una. Meiri verðbólga hér? Reynslan sýnir okkur að verðbólg- an er að jafnaði meiri hér en meðal- tal í Evrópu. Þarf ekki dálitla bjart- sýni til þess að telja að bara það að taka upp evruna muni leiða til þess að verð- bólgan hér verði sambærileg og þar ytra? Og hvað ef verð- bólgan yrði meiri hér áfram? Staða útflutnings- og sam- keppnisgreina yrði erfiðari og smám saman óviðráðan- leg. Við höfum engin stjórn- tæki peningamála tiltæk ef við tökum upp evruna. Dæmið frá Argentínu er nærtækt. Aukin verðbólga samfara fastgengi myndi leiða tii minnkandi útflutnings og aukins innflutnings og þar með vax- andi viðskiptahalla. Erlendar skuldir myndu aukast. Við sjáum dæmið frá fastgengistímabilinu fyrir einhverj- um misserum. Seðlabankinn hélt genginu föstu, hornsteinn peninga- málastjórnarinnar var stöðugt gengi. Viðskiptahallinn varð geigvænlegur og gengisfellingartilefni hlóðust upp bak við stífluna. Þegar stíflan brast kom verðbólguskriða eftir að tugum milijarða hafði verið varið gagns- laust til þess að reyna að verja krón- una. Guðmundur G, Þórarinsson verkfræöingur „Styrkur evrunnar fylgir hagvexti og þróun í Evrópu og hagvöxtur og þróun í Evrópu fylgir ekki sömu sveifl- um og fiskveiðar norður við Dumbshaf. Því er upptaka evrunnar hér nokkurs konar fastgengisstefna. Hœttum- ar eru því margar og margháttaðar hliðarráðstafanir sem grípa yrði til ef við bindum okkur við evruna. “ Pukur og Pukur er í senn kveikja og hlíf spiilingarinnar sem flett hefur verið ofanaf á liðnum misserum, en ganga má útfrá þvi sem visu, að þar hafi einungis toppurinn á ísjakanum komið í ljós. Spilling á sér langa og ljóta sögu í íslensku samfélagi, og hafa þegnarnir verið kynlega um- burðarlyndir gagnvart þessu alvar- lega átumeini, að jafnaði bara yppt öxlum og sagt sem svo að mannlegur breyskleiki verði ekki umflúinn. Svo er þó gæfunni fyrir að þakka, að til eru fréttamenn og opinberir embætt- ismenn sem frábiðja sér þátttöku i þagnarsamsærinu og ganga galvask- ir til viðureignar við ósómann. Mér segir svo hugur að vaxandi umfang spillihgar í landiu hafi loks opnað augu almennra borgara fyrir því að óhjákvæmilegt sé orðið að stemma stigu við óhæfunni. Undirrótin Sjálfstæðisflokkurinn hefur í marga áratugi verið stærsti stjóm- málaflokkur landsins, farið með völd nálega allan lýðveldistímann og að sjálfsögðu gefið tóninn í opinberri stjórnsýslu. Fylgi flokksins á sér sennilega skýringu í nafni hans og þeirri bábilju að hann hafi öðrum ffokkum fremur staðið vörð um sjálf- stæði þjóðarinnar. Reyndar má til sanns vegar færa að nafn flokksins sé öfugnefni, því á þeim bæ heyrist Frá landsfundi Sjálfstœðisflokksins. - „ Reyndar má til sanns vegar fœra að nafn flokksins sé öfugnefni, því á þeim bœ heyríst varla hjáróma rödd sem ýi að sjálf- stœðri skoðun eða einstaklingsbundnu viðhorfi. “ pirringur varla hjáróma rödd sem ýi að sjálfstæðri skoðun eða ein- staklingsbundnu viðhorfi. Forræði foringjans er nálega algert og má helst jafna við áhrif forstöðumanna sértrú- arsafnaða á borð við Kross- inn eða Fíladelfíusöfnuðinn. Sjálfstæðar skoðanir eru bannhelgar í Sjálfstæðis- flokknum. Saga hans er að breyttu breytanda sambæri- leg við sögu flokka sem tengj- ast sjálfstæði nýfrjálsra ríkja, til dæmis Þjóðþings- flokksins á Indlandi og Bylt- ingarflokksins í Mexíkó, sem sátu að völdum svo áratugum skipti með þeim afleiðingum að póltfsk spilling fór hamförum um þessi lönd. Fleiri dæmi mætti vitaskuld nefna, til dæmis valdaskeið kommúnistaflokk- anna í Austur-Evrópu sem einkennd- ust af hömlulausri spillingu. Þegar flokkar hafa verið við völd jafnlengi og ofangreindir flokkar, gerist tvennt í senn: Þeir sem eiga hags- muna að gæta í atvinnu- og fjármála- lífi styðja hið volduga afl með ráðum og dáð (meðal annars digrum fjár- fúlgum) til að tryggja farsæld sína og framgang. Þeir sem minna mega sín leita undir pilsvald Flokksins í þeirri trú að þeim vegni betur í skjóli hans en á víðavangi stjóm- málabaráttunnar. Er ekki eftirtekt- arvert eftir allt sem undan var geng- ið, að Kommúnistaflokkurinn skuli enn vera stærsti flokkur Rússlands? Misbeiting valds Sjálfstæðisflokkurinn hefur leynt og ljóst misbeitt valdi sínu á nálega öllum sviðum. Pólitískar embættisveitingar eru svo rótgrónar og alræmdar, að það þykir orðið skoplegt að gera því skóna, að verð- leikar komi til álita þegar ráðið er f opinber emb- ætti. Ríkisfjölmiðlarnir, útvarp og sjónvarp, fara ekki heldur varhluta af þessu, þótt þar séu góðu heilli margir frammúr- skarandi fréttamenn sem láta pólitísk viðhorf ekki trufla störf sín. Ómar Ragnarsson hitti naglann á höfuðið þegar hann kvaðst vissulega hafa eindregnar pólitískar skoðanir, en skilja þær eftir heima þegar hann færi f vinnuna. Það gerði hinsvegar ekki Atli Rafn Sigurðsson í þáttaröðinnni „Frá A til Ö“ þegar hann kvaddi á vettvang sjónvarps- manninn og frambjóðandann Gísla Martein Baldursson í sambandi við stafínn X og minnti hlustendur á að setja X fyrir framan nafn frambjóð- andcms í komandi kosningum. Þessir pörupiltar fara blygðunarlaust sínu fram í skálkaskjóli flokksbundinna yfirmanna. Um þessi efni má vitanlega ekki fjölyrða samkvæmt þeim skilningi Davíðs Oddssonar að Sjálfstæðis- flokkurinn og meðeiðarssveinar hans séu yfir alla gagnrýni hafnir, enda muni hann aldrei sætta sig við þá háttsemi stjómmálaflokka í sið- menntuðum ríkjum að gera opinbera grein fyrir fjárreiðum sinum. Pukrið er hans hlíf og pirringurinn skæð- asta vopnið. Sigurður A. Magnússon Sigurður A. Magnússon ríthöfundur Eins og einhver orðaði það: Ef við festum gengið við evruna og fáum meiri verðbólgu en Evrópa erum við í djúpum skít, stjómtæki peninga- mála eru ekki lengur í okkar hönd- Umfangsmiklar hliðaraðgerðir Áður en við tækjum upp evruna yrðum við að gera margar breyting- ar í okkar efnahagslífi. Losa yrði um kjarasamninga og gera þá með öðru sniði en nú þekkist. Við yrðum að fara meira yflr í fyrirtækjasamninga og jafnvel gera kjarasamninga upp- segjcuilega ef verðbólga eykst, með það fyrir augum að lækka laun. Það væri nokkuð önnur tenging en við höfum vanist. Við yrðum að afnema vísitölubindingu fjárskuldbindinga, breyta þannig íbúðalánasjóði og gera margháttaðar breytingar til þess að lenda ekki í Argentínufarveginum. Ekki er ég viss um að allir sem vilja fá evruna geri sér grein fyrir þessu. Nauðsynlegt er að fara í gegn- um allt efnahagskerfið til þess að svara áleitnum spumingum varð- andi evruna. Guðmundur G. Þórarinsson Ummælí______ Hvaða taktík beitir Björn? hann að heyja baráttuna á grund- velli pólitískra málefna eða reyna að klessa spillingarstimpli á listann með ómerkilegum áróðri um Línu.Net, Strætó og Enron? í Kast- ljósi á dögunum hljóp hann einsog pólitískt jó-jó milli beggja þessara tveggja sjónarhóla, malandi um hverfaskóla milli þess sem hann reyndi að lfkja borgarstjóra við gangsterana sem stýrðu Enron.“ Össur Skarphéöinsson í pistli á Samfýlking.is Jákvæð atriði ESB „Það hefur þó alltaf verið mfn skoðun að betur væram við komin inni í Evrópubandalaginu sem full- gild þjóð með máifrelsi, tillögu og at- kvæðisrétt en að þurfa að taka allt sem ákveðið er í Brussel án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við verðum jú að hugsa um okkar grand- vallaratvinnugrein, það er líka margt annað sem fylgir því að verða EES- þjóð sem ekki er nefnt af þeim sem vilja ekki heyra minnst á aðildarvið- ræður. Kannski era það of jákvæð at- riði til að geta dregið þau inn í dags- ljósið. Meðan ráðandi menn eins og forsætisráðherra sitja í sinni vilpu og sjá ekki út fyrir hlaðið er engin von til að við komumst að þvf hver staða okkar í samningamálum verður." Njörður Helgason í grein á Strik.is Spurt og svarað Er helgi páskahátíðarinnar búin að vera? Lóa Aldísardóttir ritstjóri: Aldrei upplifað geistlega helgi „Hvaða helgi? Kristin og geist- leg helgi, eða engin vinna /búðir lokaðar/ verameðfamOíunni- helgi? Ég hef aldrei upplifað geistlega helgi en oft hina dásamlegu og jarðnesku helgi frídaganna. TO dæmis um síðustu helgi þegar ég sat á bekk í mið- bænum og horfði upp í sólina og vissi að gemsinn myndi ekki hringja og slökkt yrði á tölvunni aOa helgina. Þegar svo nokkrir frídagar raðast saman, toppaðir með páskaeggjum og hamborgarhrygg, þá er það jarðheOög helgi í öðra veldi. Helgi magnast nefnOega í takt við lokunartíma verslana. Um leið og leggja þarf á sig ferðalag niður á BSl tO að kaupa lakkrís leggst friðhelgi yfir minn huga og heimOi.“ Sr. Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins: Heilsum herra á himnum há „Ekki hjá mínum söfnuði. Að kvöldi djöfladagsins, það er fóstudagsins langa, erum við með kvöldvöku. Þar er píslarsagan lesin og flutt tónlist. Að morgni páskadags rísum viö svo upp með sólinni og Kristi og göngum tO messu. Þar munu félagar úr Listdansskóla íslands tjá sig um upprisuna með baOett og síðan er farið inn í safnaðarheimOi og etnar heitar brauðboOur og drukkið súkkulaði. Hjá okkur í Óháða söfnuðin- um er helgi hátiðarinnar því giska mikO. En síð- an vænti ég þess líka að þeir sem fara norður á Akureyri á skíði skundi þar i kirkju og heOsi þar upp á súin herra á himnum há.“ Jóhanna Vigdís Amardóttir leikkona: Súkkulaði og samviskubit „Helgi páskahátíðarinnar er ekki liðin undir lok en hún hef- ur sjálfsagt breyst nokkuð í ár- anna rás. AOt breytist með tímanum. Hjá flestum trúi ég að þetta sé fyrst og fremst kærkomið frí - margir fara einmitt norður tO Akureyrar, á skíði, eða þá tO útlanda. Hjá mér era páskamir aðaOega góð fríhelgi frá leiklist og söng sem maður er að fást við aO- flesta daga. Um páskana er gott að borða góðan mát og fá páskaegg - þótt það sé aðaOega tO að fá máls- háttinn. Ef súkkulaðið er of mikið fær maður bara samviskubit." Guðmundur Karl Jónsson, jorstm. í Hlíðarfjalli: Þúsundir í Hlíðatýjall „Fólk er nú farið að líta á páska sem hátíð tO ferðalaga og afslöppunar. Ég held að fólk hugsi enn tO páskanna í kristOegum skilningi. En nú lifum við i þannig þjóðfélagi að frítími er minni og því notar fólk þessa hátíðisdaga kirkj- unnar tO að gera sér dagamun. Sjálfur á ég von á miklum fjölda fólks hingað norður um páskana og gestir í Hlíðarfjalli munu væntanlega skipta þúsundum. 00 gistipláss í bænum era að verða upppönt- uð og vinir og ættingjar sem búa á Akureyri eru mjög vinsælir tO heimsókna. Málið snýst því bara um góða veðurspá." $ Dymbilvlkan er gengln í garð og líða fer að páskum. Margir bregða þá undlr slg betrl fætlnum. En gleymir fólk helgi hátíðarinnar? + Eftir ráðstefnu um sóknardagakerfi landa nokkru magni undirmáls- fisks. Þar sem ekki er um afla- kvóta að ræða ætti hvatinn tO löndunar fram hjá vigt að hverfa. Enn bætast þvl við at- riði sem sýna kosti færeyska kerfisins. Framseljanlegir veiðidagar Á sama tíma og flestum fisk- stofnum við ísland hefir hnign- að þannig að margir þeirra eru vart svipur hjá sjón eru fiski- stofnar við Færeyjar sagðir vera að rétta úr kútnum og afli að aukast þótt veitt hafi verið nokk- uð meira en ráðgjöf fiskifræðinga gerði ráð fyrir. Þrátt fyrir að fær- eyska kerfið byggist á sóknardögum er þó beitt almennum takmörkunum eins og lokun svæða og banni við notkun ákveðinna veiðarfæra á ákveðnum svæðum. Þannig gflda vissar reglur um togveiðar, línuveið- ar og netaveiðar. Veiðisvæði togar- anna eru almennt mun dýpra en veiðislóð dagróðrarbáta. Og eitt at- riði enn vakti nokkra athygli; að sóknardagar höfðu ekki sama vægi aOs staðar innan færeyskrar lög- sögu. Tveir dagar á vissri djúpslóð Kristjón Kolbeins vióskiptafræöingur jafngOtu einum degi á grunnslóð. Veiðidagar era framseljanlegir en óheimflt er að fram- selja þá á mflli skipa- flokka. Þannig er staðinn ákveðinn vörður um sókn strandveiðiflota og dagróðrarbáta. Ligg- ur I augum uppi að dagur þflskips á sjó er annar en dagur opinna báta. Verslun og leiga veiðidaga er því önnur og minni í Færeyjum en verslun og leiga aflakvóta á íslandi, enda hefir hagur færeyskrar útgerðar farið batnandi og skuldir hennar taldar óverulegar. Hún naut áöur mikifla styrkja en er nú styrkjalaus og rekin með góðum hagnaði. Færeyingar, sem nýttu sér aflamarkskerfi um nokkurt skeið, hafa nú horfið frá því. Samdóma álit þeirra er að sókn- ardagakerfi taki ótvírætt aflamarks- kerfi fram eftir að fiskveiðar þeirra hafa gengið í gegnum verulega end- urskipulagningu sem ekki var sárs- aukalaus. Kristjón Kolbeins Fyrir stuttu var haldin ráðstefna í Reykjavik um fiskveiðistjómunar- kerfi Færeyinga. Eins og flestum er kunnugt styðjast grannar okkar við svokaOað sóknardagakerfi þar sem veiðum er stjómað með sóknar- marki öndvert við stjóm okkar sem byggist fyrst og fremst á aflamarki og framseljanlegum kvótum. Furðu vekur að umíjöllun um ráðstefnuna hefir verið lítil þótt hennar hafi ver- ið getið í nokkrum fjölmiðlum eftir að hún var haldin. Færeyska kerfið Nokkur atriði er fram komu á ráð- stefnunni vöku sérstaka athygli höf- undar. Eins og flestum er í fersku minni lentu Færeyingar í verulegum efnahagshremmingum fyrir nokkrum árum sem höfðu m.a. i för með sé fólksflótta og aðra óáran. Út- gerð margra skipa riðaði tfl faOs. Fram kom á ráðstefnunni að stærstu, nýjustu og dýrustu fiskiskip Færeyinga hefðu verið seld úr landi. í kjölfar þess minnkaði sóknargeta flotans veralega og grundvöOur var lagður undir sóknardagakerfið. FuO- yrt var á ráðstefnunni að hagkvæmt væri að skerða afkastagetu fiski- skipaflota fslendinga um aflt að sjö tíundu. Þótt fiskistofnar ættu eftir að braggast og hagur þeirra að vænkast væri ekki ástæða tO frekari fjárfestingar í flota. Annað atriði sem vakti athygli er að í Færeyjum er algjör aðskilnaður veiða og vinnslu og var á mönnum að skflja að þar færi aOur fiskur á markað. Við þær aðstæður ættu deflur sjómanna og útgerð- ar að vera úr sög- unni. Sjóvinnsla er engin. Er þvi a.m.k. ekki um að ræða brottkast fisks frá vinnsluskipum. Ljóst er því að kerfið hefir leyst ýmis ágrein- ingsmál er snerta og^brottkast^ Brotf »Verslun og leiga veiðidaga er því önnur og minni í Fœreyjum en versl- kast er þó eflaust un og leiga aflakvóta á íslandi, enda hefur hagur færeyskrar útgerðar yfirieitt otið to^því /an<^ batnandi og skuldir hennar taldar óverulegar. Hún naut áður en heimflt er að mikilla styrkja en er nú styrkjalaus, rekin með góðum hagnaði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.