Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 25. MARS 2002 Landið DV Tákn Árborgar: •• ■ ** Bjossi a mjólkurbílnum Ólafi Björnssyni formanni at- vinnuþróunamefndar Árborgar, hefur verið falið að vinna að því að kanna mögulega notkun á orð- og vörumerkinu „Bjössi á mjólkurbíln- um“ í tengslum við kynningarefni um Árborg. Með þessu yrði hinn gamli slagari frá Hauki Morthens orðin tákn Árborgar með beinni skírskotun í mjólkurframleiðsluna sem er ein af meginatvinnugreinum sveitarfélagsins. Mjólkurbú Flóa- manna er eitt stærsta fyrirtækið í Árborg og í áratugi hafa mjólkurbíl- stjórar frá fyrirtækinu farið um héruð sunnanlands og safnað afurð- um bænda og verið tengiliðir við umheiminn. -NH Starfslokasamningur fyrrum bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar: Heildargreiðslur nema fjórum milljónum króna Á fundi bæjarstjórnar Dalvíkur- byggðar á dögunum var tekinn til umfjöllunar og afgreiðslu, starfs- lokasamningur við Rögnvald Skíða Friðbjömsson, fyrrum bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar, en sem kunnugt er hvarf hann til annarra starfa hjá íslandsfugli um áramót. Samkvæmt starfslokasamningn- um á Rögnvaldur Skíði að fá greidd fjögurra mánaða íost mánaðarlaun auk 60 klst. yfirvinnu á mánuöi. Ekkert orlof er greitt ofan á þessi starfslokagreiðslu, en Dalvíkur- byggð greiðir 11,5% iðgjald í lífeyr- issjóð Rögnvaldar. Samtals nema þessar launa- greiðslur kr. 2.709.964 og lífeyris- sjóðsiðgjaldið kr. 311.646. Við þetta ;; iM J 21 j oí) FESTINA Sterk, nákvæm, flott Festina herraúr, sandblásið og pólerað stál, hert gler, skrúfað bak, 100 m vatnsvarið. Skeiðklukka, dagatal. Verð aðeins kr. (takmarkað magn) Einnig sama úr án skeiðklukku með auka-leðuról Verð aðeins kr. Póstsendum r | lbert VJ ‘ ÚRSMIÐUR 1 Laugavegi 62 - simi: 551-4100 GULL-ÚRID Axel EiríksBon úrsmíðameistari Álfabakka 16 sími 587 4100 MJÓDDINNI bætast ógreidd orlofslaun, nánar tiltekið átta óteknir orlofsdagar frá siðasta orlofsári, og tuttugu áfallnir orlofsdagar á yfirstand- andi orlofsári, miðað við starfs- lokadag, alls krónur 873.963, auk lífeyrissjóðsiðgjalda af upphæð- inni, kr. 100.506. Alls nema því þessar starfslokagreiðslur til fyrrum bæjarstjóra kr. 3.996.079. Ekki allir á eitt sáttir Talsverðar umræður urðu á bæjarstjómarfundinum um þennan samning og sitt sýndist hverjum. Fulltrúar minnihlutans gagnrýndu meirihlutann harð- lega og töldu að ef rétt hefði ver- ið staðið að málum hefði fyrrum bæjarstjóri ekki átt neinn rétt á biðlaunum. Kváðust menn undr- andi á því að svo væri komið að fyrrverandi bæjarstjóra skuli greidd laun fyrir að halda ekki samning við Dalvíkurbyggð. Það væri alfarið meirihlutanum að kenna því að hann hlustaði ekki á DVJHYND HALLDÓR INGI ASGEIRSSON. Bæjarstjórinn Rögnvaldur Skíöi - bæjararstjórinn sem fór í kjúkiingana. Nú fær hann í hendur góöan starfslokasamning. viðvaranir minnihlutans í desem- bermánuði sl. og veitti bæjarstjóra lausn frá störfum án þess að ganga frá því að hann félli frá frekari launakröfum. Bent var einnig á að meirihlutinn hefði ekki óskað eftir uppsagnarbréfi frá bæjarstjóra eins og minnihlutinn fór fram á (sem hefði fríað bæinn við frekari launakröfum) heldur veitt honum lausn frá störfum að ósk þriðja að- ila. Fulltrúar meirihlutans sögðu að ekki hefði verið hægt að kom- ast hjá því að gera starfsloka- samning við bæjarstjóra vegna ákvæða i starfssamningi hans og vitnuðu í álit Jónatans Sveinsson- ar bæjarlögmanns um málið. Nið- urstaða Jónatans er að miðað við hvernig málin þróuðust eigi Rögn- valdur Skíði fullan rétt á biðlaun- um. Fulltrúar minnihlutans vitnuðu einnig í álit bæjarlögmannsins máli sínu til stuðnings, þar sem segir: „Var borin upp og samþykkt tillaga um að veita bæjarstjóranum lausn frá störfum en tillagan hafði ekki að geyma nokkum þann fyrir- vara er varðað gæti hinn samnings- bundna rétt bæjarstjórans skv. 8. gr. ráðningarsamningsins til launa í fjóra mánuði við starfslok." -hiá Þrettán fengu viðurkenningu: Markmaður íþrótta- maður Siglufjarðar Val á íþróttamannni Siglufjarðar var kunngert fyrir skömmu og jafn- framt voru krýndir íþróttamenn í þeim grein- um sem stundaðar eru í bænum. Tólf voru kjömir og auk þess einn heiðrað- ur sérstaklega. Yngri flokkur: Katrin Dröfn Haraldsdóttir, hestaíþróttir, Salóme Rut Kjartansdóttir og Amar Þór Björnsson, borðtenn- is, Ester J. Torfadóttir og Einar I. Andrésson, skíði, Hrafnhildur Guðnadóttir og Gunnar Ragnarsson, knattspyma. Jóhann Már Sigurjónsson, golf. Eldri flokkur: íris DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Benedikt Þorsteinsson, markvöröur meistaraflokks KS. Gunnarsdóttir, boccia, Þorsteinn Jóhannsson, golf, og Ásdís Jóna Sigur- jónsdóttir og Benedikt Þor- steinsson, knattspyrna. Úr þessum hópi var svo Bene- dikt Þorsteinsson, mark- vörður meistaraflokks KS, kjörinn íþróttamaður Siglufjarðar árið 2001. Þessu til viðbótar fékk Mark Duf-fleld sérstök heiðursverðlaun en hann lék 23. keppnistímabil sitt i meistaraflokki í fótbolt- anum sl. sumar og á að baki tæplega 360 meistara- flokksleiki í deildar- keppni. Kiwanismenn í Siglufirði stóðu að kjör- inu. -ÖÞ Viö leggjum okkar af mörkum til aö halda verðbólgunni niðri og veitum 4% afslátt af völdum bilum. Renault Laguna II fólksbm 23.449 Bflalán, afborgun á mán. Rekstraáeiga: 39.299 Verðáður 2.090.000 Verð nú 2.006.000 Renault Scénic fólksbíll 23.008 Bílalán, afborgun á mán. Reksbarteiga: 38.627 Verðáður 2.050.000 Verðnú 1.968.000 Renault Mégane Berline fólksbfll 18.332 Bilalán, afborgun á mán. Rekslrarieiga:31.731 Verðáður 1.630.000 Verðnú 1565.000 Grjóthál* 1 . Sfml 675 1200 Söludaild 575 1220 • www.bl.is Rekslrarleigan er til 36 mán., m.v. við 20.000 km á ári og erienrla myntkörfu. Rekstrarleiga er aðeins i boði til rekstraraðila (fyrirtaekja). Bilalán miðast viö 30% ntborgun og 84 mán. samning. Allar tölur em með vsk. Tilboðið gildir út mars Blönduós: Nýir menn leiða H-listann Nýir menn eru í tveimur efstu sætunum á H-lista vinstri manna og óháðra fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar á Blönduósi í vor. Tveir bæjar- fulltrúa flokksins fara í heiðurssætin aftast á listanum en sá þriðji, Hjör- dís Blöndal, er í 3. sæti. H-listinn er í meirihluta bæjarstjómar með Sjálf- stæðisflokki. Efstu sæti listans eru annars þannig skipuð: 1. Valgarður Hilm- arsson oddviti. 2. Jóhanna G. Jónas- dóttir leikskólastjóri. 3. Hjördís Blöndal bæjarfulltrúi. 4. Guðmundur Ingþórsson verktaki. 5. Hulda Birna Frímannsdóttir sjúkraliði. 6. Jón Kristófer Sigmarsson tamningamað- ur. 7. Anna Margrét Jónsdóttir hér- aðsráðunautur. 8. Eva Hrand Péturs- dóttir verkakona. 9. Sigríður Helga Sigurðardóttir leiðbeinandi og 10. Björn Guðsteinsson bóndi. -gk Akranes: Framsókn með lista Fulltrúaráð Framsóknarflokksins á Akranesi hefur samþykkti tillögu uppstOlingamefndar að lista flokks- ins fyrir bæjarstjómarkosningar á Akranesi í vor. Töluverðar breyt- ingar eru á lista flokksins miðað við síðustu bæjarstjómarkosningar þar sem nýtt fólk verður í 2., 3. og 4. sæti listans. Framsóknarflokkurinn hefur nú 2 fulltrúa í bæjarstjóm og myndaði meirihluta meö Akra- neslista eftir siðustu kosningar. í 7 efstu sætum eru: 1. Guðmundur Páll Jónsson starfsmannastj óri. 2. Magnús Guðmundsson for- stjóri. 3. Guðni Tryggvason verslunar- maður. 4. Margrét Þóra Jónsdóttir leik- skólakennari. 5. Jóhanna Hallsdóttir bókari. 6. Valdimar Þorvaldsson vélvirki. 7. Jóhannes Snorrason tækni- fræðingur. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.