Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 25. MARS 2002____________________________________ DV _______________________________________Menning Meðal æðstu presta Viöar Gunnarsson bassasöngv- ari hélt einsöngstónleika í Saln-.. um á föstudagskvöldið sl. í fyrsta sinn á íslandi í tólf ár. Hann er búsettur í Þýskalandi og starfar þar og víðar. Meðleikari hans á píanó var Jónas Ingimundarson og var efnisskráin fjölbreytt, ís- lensk sönglög, ljóðasöngvar eftir Schumann og að síðustu nokkur sýnishorn úr vinsælum óperum eins og vera ber. Viðar Gunnarsson hefur lát- lausa sviðsframkomu og tígulega, sveif fram á sviðið hávaxinn og dökkur yfirlitum og hóf að syngja eins og upp úr þurru. Fyrst söng hann fagurlega tvær aríur Sara- stros úr Töfraflautunni eftir Moz- art með sinni hljómmiklu bassa- rödd sem hann beitir af yfirvegun og návæmni. Þá tóku við nokkur klassísk íslensk einsöngslög, Sverrir konungur eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, Áfram eftir Árna Thorsteinsson og Heimir og Ásareiðin eftir Sigvalda Kalda- lóns. Þessi þróttmiklu lög, sem nánast virðast samin fyrir söngv- arann til að sýna raddstyrk hans, flutti Viðar af miklum krafti við fögnuð áheyrenda sem oft virðast best kunna að meta sem mestan styrkinn. Ekki var hins vegar síð- ri túlkun hans á hinu rólega og tregafuUa lagi Áma Thorsteins- sonar, Nótt, en skemmst er að minnast sama lags í glæsilegum meðförum Kristins Sigmundsson- DVWVIYND TEITUR Viðar Gunnarsson og Jónas Ingimundarson Viðar beitir sinni hijómmiklu bassarödd afyfirvegun og návæmni. ar á tónleikum hans á dögunum. Viðar Gunnarsson fór hér einnig frábærlega með, beitti rödd sinni afar lágt og fagurlega og skapaði með sterkri innlifun magnaða stemningu. Síðast fyrir hlé voru svo söngvamir eftir Schumann, einnig mjög vel fluttir. Eftir hlé sýndi söngvarinn á sér léttari hliðina í aríum, meðal ann- ars úr Don Giovanni og Rakaranum frá Sevilla. Viðar, söng þær fjörlega, en að túlkuninni á þessum verkum ólöstuðum reis hún þó hæst í ariun- um tveimur úr óperunni Boris Godunov eftir Musorgski. Vom þær túlkaðar af djúpu innsæi og dramatískri innlifun þar sem djúp og hljómfögur rödd Viðars naut sín einstaklega vel. Jónas Ingimundarson lék yfirleitt lipurlega með á píanóið en á stöku stað i kraftmestu köflunum gekk þó helst til mikið á, petalanotkun virt- ist í rýmra lagi og varð þá hljómur- inn í píanóinu (sem var opið að fullu) loðinn og óskýr og keppti sums staðar jafnvel i styrk við rödd Viðars, til dæmis á köflum í Ásareið, fyrsta laginu eftir Schumann og aríunni eftir Rossini, svo eitthvað sé nefnt. En Jónas sýndi víða meistaralega takta hvað tæmingu og næmi fyrir söngvaran- um varðaði, eins og hans er reyndar von og vísa. Áheyrendur hylltu vel í lokin einn af okkar bestu söngvur- um og meðleikara hans eftir vel heppnaða tónleika. Hrafnhildur Hagalín Tómar dósir og „buzzcc takki Síðustu tónleikar Caput hópsins í röð- inni 15:15 á nýja sviði Borgarleikhússins fóru fram á laugardaginn. Tónleikamir báru yfirskriftina „Tilegnelse" eftir verki færeyska tónskáldsins Sunnleifs Rasmussens sem var á staðöum og sagði nokkur orð um þau þrjú vérk sem hann átti á efnisskránni. Hið fyrsta, Mozaik/Miniature fyrir fiðlu, flautu, klarinett og píanó, sagði hann vera um- ritun á kafla úr 1. sinfóníu sinni og vitn- aði í Stravinsky sem sagði það sýna að verk væru góð ef þau gerðu sig bæði sem kammertónlist og sinfónísk verk. Nú þekki ég ekki sinfóníu Rasmussens en kammerstykkið stendur vel fyrir sinu með andstæðum milli hljóðfæra í mýkt sem og skörpum andstæðum i dynamík, og var verkið flutt af krafti, nákvæmni og fallegu flæði. Hin tvö verk Rasmussens voru samin við ljóð eftir William Heinesen úr síðasta ljóðasafni hans, Panorama með Regnbue frá 1972, úr hlutanum „Til natten kommer". Hann hefur að geyma 9 ljóð, þar sem skáldið gerír sér grein fyrir því að komið er að síðasta kaflanum, lítur yfir farinn veg, saknar látinna vina sinna og hugsar um æskuna og eilífðina. Til liðs við Caput kom danska mezzó- sópransöngkonan Helene Gjerris og var það mikill fengur. Dökk og hljómfögur rödd hennar passaði einkar vel við trega- fulla laglínu fyrra verksins, Arktis, sem hitti beint í hjartastað, hægt og hljótt, þar sem maður var stöðugt minntur á tímann með klukknaslætti og gonghljómi. Flutningurinn á þessu áhrifamikla verki var hreint magn- aður, allt gekk upp undir styrkri stjóm Guðna Franzsonar og var vart að maður þyrði að anda í þeirri grafarþögn sem varð eftir lok verksins. Eftir rólyndið í fyrra verkinu tók hraðinn völdin í Tilegnelse. Það mætti túlka sem ein- hvers konar sýn á nútímann þar til víólan brýst í gegn, tregafull og hæglát, og unaðsleg- ur textinn tekur við: Alle de veje og stierjeg gik! Nu er kun een tilbage, den sidste vilde sti over det rmrknende hov og ind i mulmet. Den vil jeg vandre med tak i mit hjerte. Tónlistin myndaði myndræna umgjörð um textann sem Gjerris flutti einstaklega fallega og þótt fyrra verkið heföi átt greiðari leið að innstu kviku skynjaði maður einhverja stóra og fallega hugsun á bak við vel skapaða mús- íkina. Atli Ingólfsson átti tvö verk á efnisskrá, Malamelodiu fyrir píanó og The Elves’ Accent, og undirbýr Caput nú hljóðritun á þeim verkum ásamt verkum Rasmussens fyrir Bis-hljómplötufyrirtækið. Malamelodia kom verulega á óvart, þetta er fallegt og til- ftnningarikt verk í rómantískum anda og lék Snorri Sigfús Birgisson af mikilli andagift og öryggi. Hvort sem það var hugmynd tón- skáldsins eða einhvers annars að tengja verkið við kvintettinn The Elves’ Accent, likt og gert var á tónleikunum, virkaði það vel þótt þar væri alit annað upp á teningnum. Snorri Sigfús skipti um hlutverk, tók sér stöðu fyrir framan Caput hópinn og leiddi hann af öryggi i gegnum ófyrirsjáanlegan og glettnislegan álfahryninn þar sem snögg og brött crescendo og óvæntar áherslur voru ríkjandi. Var flutningur i alla staði afbragðs- góður. En smellur dagsins var verk Johns Cage, Credo in us, fyrir þrjá slagverksleikara og pí- anó. Flytjendur voru slagverkshópurinn Benda með Frank Aarnik í stöðu Péturs Grétarssonar og verður að segjast að sá per- formans verður lengi í minnum haföur. í anda Cage var uppistaðan í slagverkinu tóm- ar málningardósir og „buzz“ takki sem gaf frá sér hljóð sem minnti á matvinnsluvélina mína, og Eggert Pálsson var upptekinn við að stilla útvarpið og blönduðust brot úr þætt- inum „islenskt mál“ tónlistinni á afar sann- færandi máta. Snorri Sigfús fór á kostum á píanóinu sem verður í höndum Cage að ein- hveiju miklu meira en „bara“ pianói og ljóst að enginn skortur var á hugmyndum við sköpun þessa verks. Flutningurinn var frá- bær, hér var taktvís hópur á ferð og kannski tími til kominn að fá heila tónleika tileink- aða Cage. Arndís Björk Ásgeirsdóttir Hún hittir gömlu karlana í himnaríki Vodya Domik I Slövum! Gaman fyrir norðan Leikfélagsmenn á Akureyri sneru á alla Reykvíkingana sem ætluðu norður um páskana til að horfa á leiksýningar og ákváðu aö flýja suður undan innrásinni. Hingað koma þeir í íslensku óperuna með geysivinsæla sýningu sína á Blessuðu barnaláni eftir Kjartan Ragn- arsson og er rétt fyrir áhugafólk að huga strax að miðum. Sýningar verða að kvöldi miðvikudags, fimmtudags, laugar- dags og mánudags og jafnvel gert ráð fyr- ir dagsýningum líka ef aðsókn verður brjálæðisleg. En þeir sem endilega vildu sjá Slava! eftir Tony Kushner urðu að drífa sig norður um síðustu helgi til að ná í síð- ustu sýningu og snúa þannig aftur á norðanmenn. Ekki verður séð eftir því. Uppsetning Halldórs E. Laxness á þessu svolítið skrýtna verki Kushners - það er eiginlega eins og nokkrir einþáttungar sem snertast ekkert enddega - var kraft- mikil og spennandi, mjólkaði rækilega úr verkinu alla þá kímni, ást og hatur sem í því býr og bauð gestum að njóta. Kushner er að velta fyrir sér rússnesku þjóðinni á tímamótum og sérstaklega mergjaður var fyrsti þátturinn sem lýsir fjörbrotum gamla kerfisins með óvenjuskondum að- ferðum. Gömlu kommúnistamir messuðu yfir liðinu og steindóu svo! Sjaldan hefur maður séð menn deyja eins hlægilega og þá Þráin Karlsson og Eyvind Erlendsson, það eina sorglega var að þeir skyldu þar með vera úr sögunni á sviðinu. En auð- vitað vílar Kushner ekki fyrir sér að elta þá til himnaríkis (eða einhvers útibús þess) og þar hittum við þá aftur í loka- þætti! Þetta var djarft val fyrir lítið leikfélag og sýndi mikinn metnað fráfarandi leik- hússtjóra, Sigurðar Hróarssonar. Von- andi tekst nýjum leikhússtjóra, Þorsteini Bachmann, líka að tæla leikhúsfikla norður í land á næsta leikári. OR í heimspressunni Skemmtilegt var að sjá glæsilega myndskreytta grein í því virðulega breska blaði Financial Times um gull- smiðina ungu sem bjuggu til Menningar- verölaunagripi DV í ár. Greinin „On streets of gold“ birtist í helgarblaðinu 2.-3. mars og þekur drjúgan part af stórri rauðbleikri blaðsíðunni sem er nr. 14. OR-smiðirnir, eða verk þeirra, eru líka til umfjöllunar í finnska hönnunarritinu Form Function Finland sem gefið er út á ensku af Design Fomm Finland. Aðalrit- stjóri tímaritsins, Anne Stenros, fór í heimsókn til íslands og hreifst bæði af ís- lenskri listhönnun og hinni einstaklega vel hönnuöu íslensku náttúru. Meðal annarra listamanna sem hún heimsótti era Sigrún og Soren, Kogga og Spessi, auk þess sem hún spjallar við Eyjólf i Epal og birtir myndir úr versluninni hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.