Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 12
12 Menning Hinn hreini átrúnaður Það getur stundum verið erfitt að átta sig á Hirti Marteinssyni, einkum og sérílagi þegar myndlist- argáliinn er á honum, en eins og mörgum er kunnugt hefur hann einnig gefið út ljóðabækur og verð- launaða skáldsögu um Áma Magn- ússon. Vandinn er aðallega sá að hugmyndaleg undirstaða mynd- verka hans er svo einkaleg, segjum bara sérviskuleg, að áhorfandinn er án listsögulegrar haldfestu þeg- ar hann þarf að leggja mat á sam- setningu þeirra og virkni. Og ekki að furða því þau eru fyrst og fremst sprottin upp úr heimi orð- ræðunnar, fabúlum sem Hjörtur hefur búið sér til áður en hann grípur til útskurðarhnífsins eða hefllsins. Þannig séð er Hjörtur í rauninni myndlistarlegur einfari - þó ekki naíflsti - í svipaðri merk- ingu og Karl Dunganon. En með því að setja sig í réttar stellingar, láta alla listsögu lönd og leið, gefa sig ímyndunarafli Hjart- ar á vald og hunsa um leið hálf- kæring og ólíkindalæti sem höf- undur notar að því er virðist til að ergja áhorfendur/lesendur sína, þá verður maður þátttakandi í at- burðarás sem er allt í senn ævin- týraleg, fyndin, djúpskyggn og sjáifhæðin. Og með þvi að ég var að lesa Herra Palomar eftir Italo Calvino um svipað leyti og ég skoð- aði sýningu Hjartar, fannst mér sem ég væri á heimavelli. Sambandsleysið Sýning Hjartar í Listasafni ASÍ heitir hvorki meira né minna en „Þeir yðar sem erfiði og þunga eru haldnir" og fjallar með ýmsum hætti um kirkju og trú. Þvi má segja að hún kallist á við það sem er að gerast í húsi Guðs hinum megin á holtinu. Þungamiðja sýningarinnar er bæjarferð Ufsa-Krists frá Eyjafirði, frægrar út- skurðarmyndar frá 12. öld, sem óforvarendis endaði í sýningarsalnum við Freyjugötu. Þar stendur Kristur á miðju gólfl með útbreiddan faðminn en allt í kringum hann eru ferðatösk- ur sem sveitungar hans fyrir norðan hafa fært Bókmenntir Verk eftir Hjört Marteinsson Þungamidja sýningarínnar er bæjarferð Ufsa-Krists frá Eyjafirði... honum (!), ef ske kynni að hann vildi snúa aft- ur heim. Allt um kring og niðri í gryfju er síðan marg- háttuð smíð og útskurður, athugasemdir, grein- argerðir eða fyrirspumir i þrívíðu formi (úr spónaplötum, plexígleri og MDF, að ógleymdum flatkökum) sem ívið kaldhæðnislega, með ljúfsárri eftirlöngun eða fúlustu alvöru snerta kristna kirkju, kristilega breytni og átrúnað yf- irleitt. Ofarlega í huga Hjartar er sambandsleysið milli kristinnar kirkju og þeirra sem hún á að þjóna, og sýnist mér fámennið á Þingvöllum um árið vera honum eins konar leiðarstef, að ógleymdum væringum um kirkjuleg máiefni innan og utan stofnunarinnar á siðustu árum. Býsna lunkin er „kirkjuklukka" Hjartar úr plexígleri þar sem svífa ský með áfóstum þvingum. í sýn- ingarskrá, sem jafnframt er frásögn af ReykjaVíkurferð Ufsa-Krists, seg- ir að það hafl einmitt verið sama árið og kristnihátíð var haldin á Þingvöllum að kirkjugestir urðu varir við „ofurlitil ský innan í klukkunni. Voru þau þvinguð. Töldu þeir það fyrirboða um óút- skýrða hugarfarsbreytingu meðal presta í garð hins hreina átrúnað- ar.“ Með þögnina í eyrunum Útskurðarmyndir Hjartar verða eins konar hlutgervingar kreppu- ástandsins innan kirkjunnar, í senn einfaldar í formi en langt í frá gegnsæjar að inntaki. Gott dæmi er notkun hans á marglitum eyrna- töppum, eina „aðskotahlutnum" á sýningunni, sem ígiidi „þagnar“. Sums staðar virðast þessir tappar gefa til kynna inntaksleysi þess boðskapar sem frá kirkjunni kem- ur, annars staðar virðast þeir tákna skeytingarleysi okkar sjálfra um þennan boðskap, og loks verða þeir ígildi eins konar upphafningar, kannski Zen-upplifunar, samsemd sálarinnar og algleymisins. Að baki frásagnanna og fastra og lausra skota á kirkjunnar menn i verkum Hjartar leynast brýnar fyr- irspurnir um eðli og nauðsyn átrún- aðar á síðustu og verstu tímum, og ekki síst um hlutverk listarinnar í kirkjulegu samfélagi. Það er ljóst af þvi sem hann segir um Ufsa-Krist, sem verður að dauðum spýtudrumbi um leið og hann kemur inn á listsýninguna í Ásmundarsal, að honum þykir listin nú vera úr tengslum við kirkju og trú. Getur verið að lista- maðurinn túlki „hinn andlega seim“ einum of þröngt, að trúin hafi hreinlega tekið á sig nýjar birtingarmyndir í listinni? En sýning Hjartar vekur ótal spurningar, sem er meira en flestar listsýningar gera nú til dags. Aðalsteinn Ingólfsson Sýning Hjartar stendur til 31. mars. Listasafn ASÍ er opiö þriö.-sunn. kl. 14-18, helgidaga sem aðra daga. Líf í skugga hins týnda Söguhetja Hins týnda eftir Hans Ulrich Treichel er aukapersóna í eigin lífi. Hann er eina eftirlifandi barn foreldra sinna, en stendur ávallt í skugga bróður síns sem týndist á flótta foreldranna undan Rússum við lok seinni heimsstyrj- aldarinnar. Foreldrar hans, og þó einkum móðirin, eru heltekin af sektarkennd yfir glataða syninum og eyða ómældri fyrirhöfn og tima í tilraunir til að finna hann á ný. Smám saman verður leitin að glat- aða syninum að þráhyggju, sem kemur í veg fyrir að fjölskyldan njóti nokkurrar hamingju, og bitnar vitanlega harðast á yngri syninum. Sagan er sögð frá sjónarhóli yngri bróðurins, og hún lýsir vel vanmætti hans gagnvart þrúg- andi nærveru hins týnda bróður og tvíbentum tilfinningum í hans garð. Líkaminn og hlut- gerving hans er eins og rauður þráður í gegn- um söguna alla. Faðir söguhetjunnar er kjöt- kaupmaður, bróðirinn týndi mögulega slátrari og viðbrögð drengsins við umheiminum brjót- ast út í líkamlegum öfgum: hann svitnar, ælir og titrar. Þessi áhersla á líkamann sem hold og hlið- stæðan við sláturdýr verður svo enn magnaðri í lýsingum á rannsóknum sem fjölskyldan gengst undir til að reyna að ftnna glataða son- inn. Þar er potað í þau og klipið með tækjum og tólum líkamsmannfræðinnar í köflum þar sem skiptast á kaldhæðin kimni og hryllingur. Manneskjumar eru meðhöndlaðar eins og kjöt- skrokkar, en um leið er þessi meðferð eina leið þeirra til þess að reyna að endurheimta hið týnda bam og fullkomna fjölskylduna að nýju. í þessum köflum myndast áhrifamikil gjá milli orðræöu vísindanna annars vegar þar sem lík- indareikningur og framandi hugtök um hlut- fóll mannslíkamans eins og hvarmskora og nef- baksform ráða úrslitum um mál sem snerta dýpstu og innilegustu tilfinningar fjölskyld- unnar. Þessu hárfína jafnvægi milli andstæðna hefur þýðandanum, Áma Óskars- syni, tekist að miðla á sannfærandi hátt. Það er ekki einfalt verk að sam- eina angistina og hjákátleikann sem einkenna andrúmsloft sögunnar, en Árna tekst það með glæsibrag. í Hinum týnda er unnið með tví- bura eða tvífaraminni; bræður sem eru aðskildir í æsku með tilheyrandi sálarklofningi, og það er eiginlega óhjákvæmilegt að hugsa til sögu Þýskalands undanfama áratugi við lestur sögunnar. Þannig má lesa fjöl- skyldu sögumanns sem eins konar smækkaða útgáfu af þýsku þjóðinni, stríðið klýfur hana í tvennt og skilur eftir sár sem ekki verða læknuð. Á eftirstríðsárunum tekur hún ákafan þátt í kapphlaupi um aukin lífsgæði og vegnar vel í viðskiptum. Viðskiptin verða flóttaleið föðurins eða uppbót fyrir það sem fjölskyldan hefur glatað. Þessi hliðstæða er næstum of augljós og kannski er best að láta hana ekki stýra lestri sínum um of. Sagan þarf ekki á þessari vídd að halda. Hinn týndi er nærgöngul skáldsaga um líf í viðjum fortíðar, um hlutgervingu manns- ins og vanmátt. Jón Yngvi Jóhannsson Hans-Ulrich Trelchel: Hinn týndi, Árni Óskarsson þýddi Mál og menning , mannsgaman Ef gólfið gæti gleypt Stundum færi betur að gólfið gleypti mann. Þetta gerist á þeim augnablikum í lífinu þeg- ar forsjálni fær minna pláss en fikt í huganum. Stundum kemur þetta yfir mann í lotum og stundum runum - og það er miður, af því að einu sinni er verra en svo að maður vilji það oftar. Þetta er sagt af því skakkar myndir fara óskaplega í taugamar á þeim sem þetta skrifar, einkanlega myndir og málverk á flottustu lista- söfnum og landsins bestu sýningarsölum. Verstar eru myndirnar sem eru svo lítið skakk- ar að þær eru eiginlega alveg beinar. Sök sér með þær sem eru rammskakkar - nei, hinar sem eru svo stutt frá því að vera réttar og bein- ar eru þær sem sterkast höfða til manna og kvenna sem eru haldin svona skekkjufælni. Tökum sem dæmi sunnudagssíðdegi í svölum maí. Listasafn íslands. Og aðeins einn í salnum. Þú sjálfur. Tuttugu og tvær myndir og ein skökk, ofboðlítið skökk, eiginlega alveg bein en samt skökk. Það nægir. Og þá líka gerist það. Smám saman tekur fiknin að kvikna og fiktið öll völd i líkama og sál. Á svona stundum kippist taugakerfið svolítið til að bendifingur hægri handar rís hægt en ör- ugglega út úr þvölum hnefanum og nálgast þessa hreint alveg ótrúlega pirrandi skekkju. Og stundum færi jú betur að gólfið gleypti mann. Til dæmis þegar maður lagar litla mynd eftir Tuma. Og bendifingurinn fer of geyst og sömu- leiðis gimið á naglanum sem gefur sig í sveifl- unni. Finna svitann perla á enninu þegar lista- verkinu er náð í frjálsu fallinu. Og standa með það í fanginu og vera ekki lengur einn í saln- um. Reyna svo að segja sýningarverðinum satt, en sjá aðeins tvö stór augu hans. -SER MÁNUDAGUR 25. MARS 2002 _______________PV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Halldór og eggið Næsti fyrirlestur í tilefni af aldaraf- mæli Halldórs Laxness verður á morgun kl. 17.15 í Norræna húsinu. Þá heldur skáldið og rithöfundurinn Gerður Kristný erindi sem hún nefnir „Halldór og eggið“ og fjallar um ímynd Halldórs Laxness og þau áhrif sem hann hefur haft á aðra ís- lenska listamenn. Eftir Gerði Kristnýju hafa komið út tvær ljóðabækur, skáldsaga og smásagna- safn og má geta þess að Halldór Laxness er áberandi persóna í fyrstu skáldsögu hennar sem út kom árið 1996 og nefnist Regnbogi með póstinum. Gerður Kristný er einnig ritstjóri Mannlífs. Bókmenntaverðlaun Tilkynnt hefur verið hvaða sjö skáld- sögur keppa til IMPAC Dublin bók- menntaverðlaunanna í ár. Þær eru The Blind Assassin eftir Margaret Atwood (sú bók hlaut Booker-verðlaunin árið 2000 og Dashiell Hammett glæpasagnaverðlaunin í fyrra!), True History of the Kelly Gang eftir Peter Carey, The Keepers of Truth eftir Michael Collins, The Last Samurai eftir Helen DeWitt, The Years with Laura Díaz eftir Carlos Fuentes, Atomised eða Öreindimar eftir Michael Houellebecq og Madame eftir Antoni Libera. Úrslitin verða kunngerð í Dublin 13. maí. í dóm- nefnd sitja fimm rithöfundar og fræði- menn, þar á meðal Steinunn Sigurðardótt- ir rithöfundur. Yflr 100 bókasöfn víðs vegar í heimin- um tilnefna til þessara verðlauna sem veitt eru fyrir skáldsögu á ensku, frum- samda eða i þýðingu, og tilnefndu islensk bókasöfn að þessu sinni Slóð fiðrildanna (The Journey Home) eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Nánari upplýsingar um verð- launin má nálgast á vefsíðu Borgarbóka- safns Reykjavíkur www.borgarboka- safn.is. Vigdís flytur til JPV Vigdís Grímsdóttir rit- höfundur og JPV útgáfa hafa gengið frá samningi um að JPV útgáfa fari með öll útgáfumál henn- ar hér á landi og erlend- is, frumútgáfur og endur- útgáfur en undanfarin ár hefur Iðunn annast út- gáfu á bókum hennar. Vigdís hefur á liðnum árum sent frá sér fjölda verka og hlotið margvíslega viður- kenningu fyrir þau. íslensku bókmennta- verðlaunin hlaut hún fyrir Grandaveg 7 og Menningarverðlaun DV í bókmenntum hefur hún hlotið tvisvar, fyrir Ég heiti ís- björg, ég er ljón og Þögnina. Auk þess hef- ur hún hlotið Davíðspennann og viður- kenningu Ríkisútvarpsins og verið til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Vigdís bætist í fríðan flokk höfunda hjá JPV útgáfu því þar eru fyrir meðal annarra Guðbergur Bergsson, Ólaf- ur Gunnarsson, Sigurður Pálsson, Fríða Á. Sigurðardóttir og Þórunn Valdimars- dóttir. Hollendingurinn fljúgandi 'Eftir tæpan mánuð eða 23. apríl hefst námskeið á vegum Endurmenntun- arstofnunar Háskólans um óperuna Hollending- inn fljúgandi eftir Wagner, en eins og kunnugt er taka fjórar listastofnanir, íslenska óperan, Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveit íslands og Listahátíð í Reykjavík, höndum saman um flutning á henni í vor. Þetta er fyrsta fullmótaða ópera Wagners. í henni beitir tónskáldið nýrri tækni sem átti eftir að einkenna allar síð- ari óperur hans: Hver persóna, hlutur eða hugmynd á sitt eigið leiðarstef eða „Leit- motiv“; verkið er borið uppi af þessum stefjum og verða þau greind á námskeið- inu. Þátttakendur fá líka tækifæri til að ræða viö aðstandendur sýningarinnar. Kennari er Gunnsteinn Ólafsson hljóm- sveitarstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.