Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 Fréttir DV Ingimundur formaður Ingimundur Sigurpáls- son, sem fyrir nokkrum dögum hætti sem forstjóri Eimskipafélagsins, hefur af samgöngu- ráðráðherra verið skipað- ur sem for- maður sam- gönguráðs frá næstu mán- aðamótum. Skipunartími Ingimundar er fjögur ár en skal þó tak- markaður við embættis- tíma þess ráðherra sem skipar. í samgönguráði sitja auk formanns flugmála- stjóri, siglingamálastjóri og vegamálastjóri, auk þess sem fleiri koma að starfinu. Vodafoneí Grímsey Og Vodafone hefur náð samningum um aðgang að sex nýjum farsímasendum Símans úti á landi. Þetta eru Kárahnjúkar, Grímsey og Blöndudalur. Og Voda- fone hefur á síðustu mán- uðum eflt farsímakerfi fé- lagsins til muna á Suður- landi, Norðurlandi, Suður- nesjum og á höfuðborgar- svæðinu. Þá verður á næstu vikum hafist handa við efl- ingu farsímakerfis félagsins á Vesturlandi. Líffæraþjófar teknir Lögreglan í Suður-Afríku handsamaði í gær tvo menn sem grunaðir eru um að selja líffæri úr fólki, og flytja þau á milli Brasilíu og fsraels og tveggja sjúkra- húsa í hafnar- borginni Durban. Lögregla rannsakar nú þrjátíu nýrnaígræðslur í Suður-Afr- íku eftir að vísbending barst frá Brasilíu um að nýrun væru komin þaðan. Ellefu manns eru nú í haldi í Brasilíu grunaðir um aðild að sölu líffæra en lögregla þykist vita að líffærasalarn- ir bjóði fátæklingum þús- undir dollara fyrir líffæri. Gangverð á nýra kvað vera um 10 þúsund dalir þótt lægri verð hafi heyrst, alit niður í sex þúsund dali. Seðlabankinn eykurforðann Gjaldeyrisforði Seðla- banka Islands jókst í nóv- ember um 6,0 milljarða kr. og nam hann 57,7 milljörð- um kr. í nóvemberlok. Er- lend skammtímalán bank- ans vegna gjaldeyrisforða eru engin, en um s.l. ára- mót námu þau rúmlega 16 milljörðum kr. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir lækkuðu um 2,6 milljarða kr. í nóvember og námu 41,7 milljörðum kr. í lok mánaðar. Skerðing vaxtabóta, eins og fyrstu tillögur stjórnarflokkanna gerðu ráð fyrir, stang- ast að öllum líkindum á við stjórnarskrá, samkvæmt lögfræðiáliti. Stjórnarflokk- arnir ætla í staðinn að skerða vaxtabætur hjá öllum um 10%. Stjórnarandstaðan telur það einnig stangast á við stjórnarskrá. ' 7'I- 'U GeirH. Haarde „Viðtökum ekki áhættuna á að brjóta stjórnarskrána."Ístaðinn vill hann skerða vaxtabætur allra um 10% á næsta ári. DV Mynd Pjetur Skerða vaxtabætur allra Davíð Oddsson „Fráleittað Ögmundur Jónasson Jstað Jóhanna Sigurðardóttir „Það Guðjón A. Kristjánsson „Ríkis- fresta umræðu um fjárlög". þess að ráðast á litinn hluta á að er heimilt að iþyngja heimilunum stjórnin er mjög æfð íað setja lög ráðast á alla" efþað er stór hópur en ekki litill" sem stangast á við stjórnarskrá" Samkvæmt lögfræðiáliti Skúla Magnús- sonar, dósents við Háskóla íslands, stangast skerðing vaxtabóta að öll- um líkindum á við stjórnarskrá, eins og stjórnar- flokkarnir gerðu ráð fyrir henni í fj árlagafrumvarp i næsta árs. Tillög- urnar hefðu leitt til þess að meðal- vaxtabætur hjóna myndu lækka um allt að 26 þúsund krónur á ári, og vaxtabætur einstaklinga um allt að 9 þúsund krónur. Þá hefði þeim sem eiga rétt á vaxtabótum fækkað um 4000. Þetta átti að spara ríkissjóði 600 milljónir króna. I lögfræðiáliti Skúla, sem unnið var fyrir fjár- málaráðuneytið, segir að það sé of mikil skerð- ing fyrir einstakling sem á rétt á hámarksvaxta- bótum fyrir árið 2003, að hann missi allan þann rétt sem hann hefur unnið sér inn á árinu. Hann „Það er semsagt heimilt að íþyngja heimilunum efþað er stór hópur en ekki lítill. Við teljum að nýja ákvæðið stang- ist einnig á við stjórnarskrá." segir hættu á að dómstólar teldu skerðinguna andstæða 72. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur, og engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema al- menningsþörf krefji. Skúli telur að öðru máli gegni ef um er að ræða hlutfallslega skerðingu hjá öllum, enda væri þá um tiltölulega litla skerðingu að ræða sem kæmi niður á mjög stór- um hluta manna. „Við tökum ekki áhættuna" sagði fjármála- ráðherra, og boðaði nýja tillögu sem á að gilda fram til áramóta 2004-2005. Samkvæmt henni verða vaxtabætur allra skertar um 10% á næsta ári. „Við teljum að nýja ákvæðið stangist einnig á við stjómarskrá", sagði Jóhanna Sigurðárdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur beðið um álit annars lögfræðings, að kröfu minnihlutans, en það álit kemur ekki fyrr en á mánudag eftir helgi, eftir að búið er að greiða atkvæði um fjár- lögin. Sá lögfræð- ingur hefur einnig verið beð- inn að meta hvort nýja tillagan stenst stjórnar- skrá. Því kröfðust stjórnarandstæð- ingar þess að at- kvæðagreiðsl- unni á morgun um fjárlögin verði frestað. Við því var ekki orðið. Davíð Odds- son, forsætisráð- herra, sagði þessa kröfu fráleita. „Fjárlög byggja á fjölmörgum atriðum sem ekki verða afgreidd fyrr en eftir jól. Það er svo verkefni meirihlutans að tryggja þeim lagagrundvöU". „í stað þess að ráðast á lítinn hluta fólks á að ráðast á alla“ sagði Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstri grænna. „Það er semsagt heimilt að íþyngja heimilunum ef það er stór hópur en ekki lítill", sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins sagði ríkisstjórnina mjög æfða í því að setja lög sem stangast á við stjórnarskrá, og því kæmi það ekki á óvart að slíkt væri gert einu sinni enn. Grétar Mar Jónsson, þingmaður sama flokks, sagði þetta forkastanlegt hjá ríkisstjórn sem hefur boðað milljarða skattalækkanir. „Þetta eru dásamlegar skattalækkanir, eða hitt þó heldur", sagði Grétar. brynja@dv.is Ekki fleiri leikara takk í DV í gær var frétt sem gladdi Svarthöfða mjög. Þar var sagt frá því að Listaháskólinn tæki ekki inn ný- nema í leiklist í ár. Sem betur fer. Mikið var að eitthvað kom að viti frá Ríkinu. Að vísu eru þarna einhverjar stúlkuskjátur að tjá sig um að þær séu mjög óánægðar með að fá ekki tækifæri til að þreyta inntökupróf við skólann. En þær vita ekki að þetta er það besta sem komið hefur fyrir þær. Leiklistarskóli íslands hef- ur eytt áratugum í að útskrifa hæfi- leikalaust fólk sem mænir göturnar atvinnulaust. Svarthöfði veit ekki betur en annar hver maður í 101 Reykjavík góni þar út um gluggan og telji regndropa. Nema þá þegar úti er sól og blíða, sem er sjaldan, en þá telja leikararnir bíla. Gengur sú saga -- Svarthöfði um bari bæjarins að leikari á Vestur- götu sé kominn með milljarð regn- dropa og hálfan milljarð bíla. Sem er meira en kaupauki bankastjóra en samt til skammar. Við getum ekki einu sinni greitt öryrkjum mannsæmandi bætur og svo er til fólk sem vill bæta við at- vinnulausum leikurum. Ekki það að þeir sem fá vinnu séu eitthvað mikið skárri en þessir atvinnulausu. Þvert á móti. Svarthöfði hefur horft á ís- lenska bíómynd, þótt sjaldan fari hann í leikhús, og veit að íslenskir leikarar geta hreinlega ekki leikið. Og eftir Spaugsstofuna síðasta laug- ardag efast Svarthöfði hreinlega um að það eigi yfir höfuð að vera Leik- listastarskóli fslands. Eiginlega ætti að afleika þessa blessaða leikara. Við erum komin með nóg. Þolum ekki meir. Hlífið okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.