Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Side 10
70 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 Fréttir 0V Réttarhöld- um frestað Réttarhöldunum yftr Sebastian Young sem ákærður er fýrir að myrða Lucille Mosco, hálfíslenska konu, var frestað í Flórída í gær. Young er jafnframt ákærður fyrir að hafa skot- ið, stungið með hnífi og barið son Luciile, Jón Atla Júlíusson. Jón Atli var f6 ára þegar atburðurinn átti sér stað á heimili hans og móður hans í Pensacola. Hann er nú búsettur hér á landi. Young er gert að koma næst fyrir réttinn í lok janú- ar og ráðgert er að réttar- höldin hefjist ekki fyrr en á vordögum. Saksóknari krefst þess að Young verði dæmdur til dauða. Saltfiskbjófa leitað Lögreglan í Keflavík leit- ar nú saltfiskþjófa sem létu greipar sópa í fyrirtækinu Stakkavík í Grindavík í fyrrinótt. Starfsmaður Stakkavíkur kom að mönn- unum þar sem þeir voru í óðaönn að bera út saltfisk í pokum. Þjófarnir urðu starfsmannsins varir og lögðu á flótta. Þeir hurfu út í myrkrið kfyfjaðir saltfiski. Bíll þeirra varð eftir og fundust í honum nokkrir pokar, fullir af saltfiski. Lögreglan lagði hald á bif- reiðina. Björgvin G. Sigurðsson Björgvin er, segja kunnugir, kappsfullur hugsjónamaður sem gefst ekki upp fyrr en settu marki er náð. Hann er óþreytandi við að berjast fyrir málum sem hann tekur að sér; hvort heldur er í stjórnmálum eða annars staðar. Vinir Björg- vins er aldrei einir á báti. Kostir & Gallar Björgvin er fundið það til lasts að málskrúð og háfleygni ber annars góðan og réttsýnan málstað ofurliði. Þegar hann varyngri var skapið stundum þungt, en hefur hins vegar mýkst mjög í seinni tíð með árum og auknum þroska - og ekki síður góðri fjölskyldu sem hann hefur eignast. Talsverð óánægja er meðal lögreglumanna í Reykjavík með nýfallinn úrskurð Héraðsdóms yfir kollegum þeirra, Þórjóni Péturssyni og Þóri Sigurðssyni. tiHiflí Karl Steinar Segir eðlilegt að lög- reglumenn ræði sín á milli þegar kollegar þeirra eru dæmdir fyrir brot í starfi. Enginn stuðningur frá yfirstjórninni „Það fara fram mikfar umræður um þennan úrskurð á meðal lögreglumanna," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Þar á Karl við dómsniðurstöðu Hér- aðsdóms á þriðjudaginn vegna tveggja lögreglu- manna sem fundnir voru sekir fyrir ólögmætar handtökur og brot í opinberu starfl. Samkvæmt heimildum DV eru lögreglumenn afar ósáttir við meðferðina á þeim Þórjóni Péturs- syni og Þóri Marínó Sigurðssyni og þykir miður hversu lítinn stuðning þeir fengu hjá yfirstjórn lögreglunnar. Hefur gagnrýni einnig beinst að Lögreglufélagi Reykjavíkur fyrir sama hlut og íhuga nokkrir að segja sig úr félaginu. Karl Steinar segir að aðkoma embættisins hafi verið eftir öllum lögum og venjum í þessu máli. „Við héldum fund með yfirstjórn lögreglunnar strax og úrskurðurinn lá ljós fyrir. Þar ræddum við Eðlilegt að lögreglumenn rök- ræði mál sem þessi sín á milli. hvort þetta þýddi að við þyrftum að endurskoða starfsvenjur okkar en niðurstaðan var sú að ekki væri þörf á breytingum á þeirri vinnu sem lög- reglumenn vinna. En vissulega vekur þetta ýmsar spurningar og ósköp eðlilegt að lögreglumenn rökræði mál sem þessi sín á milli. Við hvetjum lögreglumenn eindregið til að kynna sér döminn sjáffir." Dómsniðurstaðan er sem bensín á þann eld sem kraumað hefur innan lögreglunnar um nokkurn tíma vegna mannfæðar. Eins og DV hef- ur greint frá eru 30 stöðugifdi meðal lögreglu- rnanna í Reykjavík ómönnuð. Lögreglustjóri ber við fjárskorti. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um úrbæt- ur. Mikil óánægja hefur kraumað þar innandyra um nokkurn tíma vegna manneklu. albert@dv.is Ásakanir á hendur formanni félagsmálaráðs, Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa Gerir lítið úr fátækum Björk Vilhelmsdóttir, borgarfull- trúi og formaður félagsmáfaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í DV í gær að fátækt stafaði oft af því að fólk færi illa með það fé sem það fengi. „Vandinn er ekki bara fjárhagslegur hjá fólkinu - það er til dæmis til fólk sem eyðir öllu sínu í spilakassa. Það þarf ekki endilega meira fjármagn, heldur vinna markvisst með að ein- staklingar nái að bjarga sér sjálfir," sagði Björk. Félagsmálaráð hefur ákveðið að hefja átak í endurhæf- ingu og fjárhagslegri ráðgjöf til skjól- stæðinga, um leið og grunnfram- færslan verður hækkuð um 8,5%. Sigrún Ármanns Reynisdóttir, formaður Samtaka gegn fátækt, seg- ir formann félagsmálaráðs vera að gera lítið úr fátæku fólki. „Mér finnst ansi hart að hún vilji ekki horfast í augu við fátæktina hér. Mér finnst hún gera lítið úr fátæku fólki með því að segja að það fari illa með fé og þurfi að fara á fjármálanámskeið. Auðvitað veit ég að sumir fara illa með peningana sína, en margir eru í hreinni neyð. Við könnum hlutina hjá okkur hér í Samtökum gegn fá- tækt engu síður en Björk Vilhelms- dóttir og vitum að fólk er ekkert að skrökva sem lýsir því hvernig því líð- ur með galtóman ísskápinn, þrátt fyrir að það fari mjög vel með ör- orkubæturnar sínar. Það þarf ekki annað en veikindi eða slys til að til- veran hrynji hjá fólki í þessari „borg allsnægtanna", eins og félagsmála- ráðherra vill kalla hana. Það þarf líka að huga að því hvað það kostar sam- félagið að halda fólki í gildru fátækt- arinnar. Nú er komið að því að ríki og borg þurfa að taka saman hönd- um til að sporna gegn þessu þjóðar- meini, í stað þess að kasta ábyrgð- inni á milli sín.“ Samhjálp Björk Vilhelmsdóttir heimsótti Samhjdlp ívikunni ásamt félagsmálaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.