Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 Sport DV Cygan búinn að fá nóg? Franski varnarmaðurinn Pascal Cygan segist vera að íhuga það alvarlega að yfirgefa herbúðir Arsenal enda hafa tækifæri hans hjá félaginu verið af skornum skammti undanfarið. Hann hefur reyndar fengið tækifæri í síðustu leikjum þar sem Lauren er í banni en hann óttast að vera settur aftur út í kuldann þegar Lauren snýr aftur. Cygan átti frekar dapra leiktíð í fyrra og því hefur Wenger, stjóri Arsenal, frekar veðjað á Kolo Toure í miðvarðarstöðuna í ár. Lille, PSG og Bastia eru öll talinn hafa áhuga á að kaupa Cygan. Viduka orðaður við Man. Utd Ástralski framherjinn Mark Viduka var sterklega orðaður við Man. Utd í breskum fjölmiðlum í gær. Daily Mirror heldur því fram að Sir Alex Ferguson ætli að bjóða Leeds 5 milljónir punda fyrir Viduka er leikmanna- markaðurinn opnar á ný í janúar. Ein helsta ástæðan fyrir því að Ferguson hefur áhuga á Viduka er að hann yrði löglegur með United í Meistaradeildinni. Ranieri sáttur við hópinn Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, opnaði sig hressilega í gær og játaði að hann væri ánægður með leikmannahópinn sem hann hefði í höndunum. Hann segist ekki vilja hugsa um aðra leikmenn því hann sé ánægður með þann hópg sem er fyrir hendi og hann.; vill einbeita sér að því að vinna með þeim. Það að hann þurfí að lýsa þessu yfir er eitt og sér fréttnæmt því hann fékk nýja leikmenn fyrir 120 milljónir punda fyrir tímabilið. Balaban farinn frá Villa Króatíska undrið, Bosko Balaban, hefur verið leystur undan samningi við Aston Villa. Villa hefur tapað stórum peningum á Balaban en hann kostaði félagið 6 milljónir punda er hann var keyptur frá Dynamo Zagreb. Hann lék aðeins 8 leiki fyrir Villa og var aldrei í byrjunarliði. „Það hefur náðst A samkomulag við Bosko Balaban í dag um að samningi hans við Aston '* Villa verði rift,“ sagði í yfirlýsingu frá Villa í gær. Nú er rétt u.þ.b. fjórðungur liðinn af deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum og línur famar að skýrast lítið eitt. Sumt kemur alls ekki á óvart; Lakers eru fimasterkir sem fyrr og Gary Payton og Karl Malone virðast aldrei hafa leikið með öðm liði. Sacramento Kings verða í toppbaráttunni í ár ásamt Dallas, Indiana og Detroit koma til með að berjast um toppsætið f Miðriðli Austurdeildar og þar með í Austurdeildinni og Cleveland getur ekki neitt þrátt fyrir að hafa innan sinna vébanda LeBron James, sem valinn var fyrstur í síðasta nýliðavali. Annað kemur meira á óvart; Orlando hefur tapað 17 leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik gegn New York og hefur þegar skipt um þjálfara, Austurdeildarmeistarar New Jersey eru að lenda í óvæntum vandræðum og farið er að hitna undir þjálfaranum Byron Scott, NBA-meistarar San Antonio Spurs em neðstir í Miðriðli Vesturdeildar og Atlantshafsriðill Austurdeildarinnar er svo arfaslakur að efsta liðið, Philadelphia 76ers, nær ekki 50% vinningshlutfalli. Tvö lið hafa komið á óvart fyrir góðan leik og góðan árangur það sem af er, Utah Jazz og Denver Nuggets. Nuggets koma á óvart Arangur Denver Nuggets er sérstaklega áliugaverður í ljósi þess að liðið er að langstærstum hluta skipað leikmönnum sem líklega myndu teljast meðaljónar, meiðslapésar og minni spámenn. Á síðustu leiktíð unnu Nuggets aðeins 17 leiki sem var slakasti árangur deildarinnar en með sama áframhaldi stefnir í 17 sigurleiki fyrir áramót. Nuggets hafa þegar sýnt að velgengni þeirra er engin tilviljun, þeir hafa m.a. unnið meistarana frá San Antonio, þeir unnu bæði Sacramento og Washington með 21 stigs mun og Dallas með 10 stiga mun. Ástæður þessarar velgengni Denver-liða em nokkrar. Carmelo Anthony, sem Nuggets völdu annan í síðasta nýliðavali, hefur leikið betur en menn þorðu’að vona þrátt fyrir að ekki fari á milli mála að hann er .nýliði. Leikstjórnandinn André Miller er að sanna það í eitt skipti fyrir öll að hann er með þeim öilugri í deildinni og gamla brýnið Voshon Lenard, sem flestir töldu útrbmnninn eftir mögur ár hjá Miami, hefur öðlast nýtt líf og er að spila eins og engill. Þá vekur vamarleikur Nuggets verðskuldaða athygli, en í mörg ár hafa forráðamenn Nuggets lifað í þeirri trú að líklegra sé til árangurs að leggja áherslu á sóknarleikinn og láta vörnina mæta afgangi. Nú er öldin önnur og menn eins og Marcus Camby og Nene njóta góðs af því. Camby er loksins farinn að sýna þá takta sem gerðu hann að stjörnu með Toronto Raptors og New York Knicks, enda er hann í fyrsta skipti í mörg ár laus við meiðsli. Camby er að taka tæp 10 fráköst að meðaltali í leik og verja tæplega þrjú skot að auki og kraftur hans og ákafi smita út frá sér. Brasilíumaðurinn Nene er líka að vakna til lífsins eftir Þyrnirósarsvefn á nýliðnu ári og skilar rúmum 12 stigum og rétt um 8 fráköstum í leik. Þá má nefna menn eins og Chris Andersen, framherja á þriðja ári í deildinni sem Nuggets ætluðu að láta fara frá liðinu fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann slapp hins vegar inn í leikmannahópinn á síðustu stundu og þakkar fyrir sig með því m.a. að verja tæplega 3 skot í leik þrátt fyrir að leika aðeins 16 mínútur í leik. Liðsheildin í fyrirrúmi Ekki gleyma hlut þjálfarans, Jeff Bzdelik, en íyrir fáeinum misserum vissu fæstir íbúar Denver hver þessi maður er. Hann þykir hins vegar hafa náð að stilla saman sterkan hóp, þar sem hver og einn er með sitt hlutverk á hreinu. Það er þessi sterka liðsheild sem er að skila sínu hjá Denver og spekingarnir vestanhafs sjá í raun ekkert í spilunum sem bendir til annars en að Nuggets geti haldið sínu striki. snom@dv.is Vaknaður á ný Marcus Camby hefur blómstrad eftirað hann gekk iraðlr Denver Nuggets ag er farinn að leika eins og hann gerði hvað best þegar hann var i herbuðum New York Kpicks og Toronto ~apt<M. Hann sést hér eiti afmörgum ..jstum sínum f vetur. Paul Scholes segir aö brotthvarf Beckhams frá Man. Utd hafi ekki komið honum á óvart og að missirinn sé ekki mikill Sakna ekki Beckhams Paul Scholes, miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, er maður fárra orða og gerir allt sem hann mögulega getur til þess að forðast sviðsljósið. Því vakti það nokkra athygli að hann skyldi í gær tjá sig um söluna á David Beckham til Real Madrid. Scholes segir að salan hafi ekki komið sér á óvart né haft mikil áhrif á sig. „Ef ég á að vera fullkomlega heiðarlegur þá var ég ekki að velta mér mikið upp úr þessu máli og það hafði ekki mikil áhrif á mig né aðra leikmenn hjá félaginu," sagði Scholes en hann segist alltaf hafa átt von á því að Beckham færi frá Man. Utd. „Þetta var alltaf í spilunum. Becks er bara þannig gerður að ég vissi alltaf að hann myndi aldrei spila allan sinn feril með United." Scholes segir að missirinn sé ekki eins mikill og margir vilja vera láta og segir að það séu aðrir leikmenn í liðinu sem skili því hlutverki sem Beckham hafði. „Auðvitað söknum við aukaspyrnanna hans. Við höfum aftur á móti menn eins og Giggs og Ronaldo sem em líka mjög góður sendingamenn. Við eigum alveg jafn góða leikmenn og Beckham á hægri kantinn hjá okkur. Becks er farinn núna og við emm ekkert að velta okkur upp úr því heldur horfum við bara fram á veginn. Það eina sem skiptir okkur máli er að sigra." Scholes segir að hann sé ekki eins og Beckham og það heillar hann ekkert að prófa sig hjá öðm félagi. Sama hvort það heitir Chelsea eða eitthvað annað. „Ég vil aldrei fara frá Manchester United. Það getur vel verið að félagið vilji selja mig einn góðan veðurdag en ég mun aldrei fara fram á að fara frá félaginu. Chelsea heillar mig ekkert og ég vil aldrei spila með þeim. Þeir em óvinurinn núna.“ henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.