Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAQUR 5. DESEMBER 2003 Fréttir DV Tíu bækur tilnefndar Eins og skýrt hefur verið frá í DV voru eftirfarandi bækur tilnefndar til ís- lensku bókmenntaverð- launanna í flokki fagurbók- mennta: Tvífundnaland eftir Gyrði Elíasson, Storm- ur eftir Einar Kárason, Skugga-Baldur eftir Sjón, Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson og Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson. í flokki fræðirita voru þessar bækur tilnefndar: Að láta lffið rætast eftir Hlín Agnarsdóttur, Halldór eftir Hannes Hólmstein Gissur- arson, Jón Sigurðsson, seinna bindi, eftir Guðjón Friðriksson, Saga Reykja- víkur eftir Þorleif Óskars- dóttur og Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, eftir Jakob F. Ásgeirsson. Mestri síld landað á Hornafirði Langmestum sfldarafla það sem af er þessari vertíð hefur verið Jandað hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Þar var búið að frysta rúm fjögur þúsund tonn af sfld og rúm 12 þús- und tonn hafa farið í bræðslu. Mestum heildarafla einstakra verstöðva hefur verið landað íVestmanna- eyjum, um 20 þúsund tonnum. Þetta kemur fram á fréttavef Hornafjaröar. Bergsveinn Sampsted „I virmunni verðursvolítið stúss hjá mér næstu daga vegna Víkingalottósins. í næstu viku er potturinn ein- hverjar 140 tii 150 milljónir króna og það er Ijóst að sá sem fær þann pott fer ekki í jolaköttinn þetta árið/'segir Bergsveinn Sampsted fram- kvæmdastjóri Islenskrar get- spár.„Og síðan fer jólaundir- búningur bara á fullt hjá mér eins og öðrum. Ég er búinn að setja upp skreytingarnar, en eitthvert stúss er eftir. Og eins það að fara á jólahlaðborð, sem líklega verður þó ekki nema eitt á þessari aðventu." Robertson lávarður framkvæmdastjóri NATO hrósaði framlagi íslendinga til bandalagsins á utanríkisráðherrafundi í Brussel í gær. Bak við tjöldin var tekist á um sjálfstæðistilraunir ESB ríkja, í óþökk Bandaríkjamanna. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir það stefnu stjórnvalda að allt varnarsam- starf fari fram innan NATO kraumi undir Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins hófst í Brussel í gær. Fundurinn markaðist mjög af bón Bandaríkjanna til bandalagsins að það taki að sér aukið hlutverk í írak og spennu vegna aukins áhuga á varnarsamstarfi innan ESB. Að sögn Björns Inga Hrafns- sonar, aðstoðarmanns utanrík- isráðherra, hrósaði Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, íslenskum stjórnvöld- um óspart þegar Halldór Ás- grímsson tilkynni að ísland myndi taka við samræmingar- hlutverki á flugvellinum í Kabúl . í Afganistan næsta vor. Robert- Hrafnsson son sagði að íslendingar hefðu leyst sama hlutverk vel úr hendi í Kosovo og að hann hefði trú á að hið sama myndi gerast í Kabúl. Hann sagði ennfremur að framlag íslands væri gott dæmi um hversu miklu lítil þjóð gæti skilað til bandalagsins. Spenna á milli Bandaríkjanna og ESB Þetta var í síðasta skipti sem Robertson lávarð- ur framkvæmdastjóri bandalagsins stjórnar utan- ríkisráðherrafundi. Á blaðamannafundi í gær svaraði Robertson spurningum um hvernig varn- arsamstarf á vegum Evrópusambandsins gæti far- ið saman við hlutverk NATO. Hann sagði að mál- in hefðu verið rædd á fundinum og sagði að full- trúar Bandaríkjanna, Kanada, Noregs og Tyrkland hefðu látið í ljós skoðanir sínar á varnarsamstarfi innan ESB. Robertson sagði að einhugur ríkti um þá skoðun að fjárlög ríkja sambandsins til varnar- mála væru takmörkuð og því væri nauðsynlegt að ESB og NATO ynnu saman. Ekki mætti sóa fjár- munum með því að láta ESB byggja upp hernað- argetu sem væri nú þegar til staðar hjá NATO. Að- spurður að því hvort honum hafi verið kynntar áætlanir Breta, Frakka og Þjóðverja um varnar- samstarf innan ESB svaraði hann því neitandi. Björn Ingi sagði ílnna hefði mátt fyrir spennu á milli þeirra rflcja sem tilheyra ekki ESB annars vegar og þeirra sem að sambandinu standa hins vegar. „Staða íslands í þessu máli er klár. Við erum ekki í ESB og það er stefna stjórnvalda að öll hernaðarsamvinna eigi að fara fram á vettvangi NATO.“ Bandaríkin vilja fá NATO til íraks Á fundinum var beiðni Bandaríkjanna um að NATO komi að málum í írak rædd, en þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn biðja opinber- lega um stuðning NATO við uppbygginguna í frak. Colin Powell, utanrfldsráðherra Bandaríkj- anna, gagnrýndi ekki varnarsamstarf innan Evr- ópusambandsins opinberlega á fundinum og er það vísending um að stjórnvöld í Washington séu Framlag íslands gott dæmi um hversu miklu litil þjóð getur skilað til NATO. tilbúin að fórna ýmsu til þess að mynda frekari samstöðu um þátttöku bandalagsins í írak. Frakk- ar og Þjóðverjar samþykkja aðkomu bandalagsins en setja það sem skilyrði að aðgerðir þess verði óháðar stjórn bresk-baridaríska hernámsliðsins. Áblaðamannafundi í gær sagði Powell að mik- Colin Powell utanrikisráðherra Bandaríkjanna reynirað fá ESB af sjálfstæðistilburðum i varnarmálaum il samstaða væri meðal bandalagsþjóðanna um að NATO tæki þátt í aðgerðum og þau rfld sem eru í þann mund að ganga til liðs við það væru einnig á sama máli. Hann benti hinsvegar á að skiptar skoðahir væru með hvaða hætti það ætti að vera og hvenær. Powell sagði að sum ríki innan banda- lagsins væru á þeirri skoðun að farsælast væri að ljúka uppbyggingu í Afganistan og snúa sér svo að Iran. ornarn@dv.is Samstaða þótt Stórhöföa 27 JvT- / sími 552-2125 og 895 9376 L www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★' Tilboðsverð ■ W 27.900,-1 ★ stgr. \ ★★★★★★★'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.