Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 19
DV Fókus FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 1 9 Hvað er málið? er hók fyrir ungt fólk um sam- bönd, útlit, kynlíf, heilsu', sjálfsmynd og annað sem skiptir máli. Við fórum með bókina á bifvélaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu og hittum þar hressa karla sem hafa svo sannarlega sínar skoð- anir á málefnum sem þessum. Jón Brynjólfs- son og félagar skoð- uðu bókina í krók og kring og sögðu sitt álit á nokkrum mikilvæg- um þáttum í lífi ung- linga. „Konur eru langfallegastar litið málaðar, eðlilegar og heist yfirkiörþyngd" Strákarnir á bifvélaverkstæðinu Bílastillingu í Hátúni eru al- gjörir snillingar. Þeir voru sko ekki lengi að detta í gírinn og spjalla við okkur um málefnin sem brenna á vörum unglinga. Jón Brynjólfsson, 43 ára, og Bjarni Rúnar Heimisson, 21 árs, eru vel að sér í því sem við kemur kynþroska og hreinlæti. B/s. 89 Hreinlæti og þvottur á kynfærum. Stelpur þurfa að gæta þess sérstaldega að ekki fari sápuvatn Inn fyrir ytri kynfæri. Leggöngin hreinsa sig sjálf og þvf er etdd þörf fyrir sápu þar. Strákar eiga að þvo kynfæri sfn vel og vandlega. Hvenær sem farið er I bað eða sturtu á að þvo typpi og pung vel upp úr sápu. Jón: „Maður þarf ekkiannaðenaðfaraí sund tilaðsjáaðflest- ir þvo ekki á sér heilaga svæðið sem skyldi. Það er í raun hending ef maður sér einhvern skrúbba______________ sig að neðan með sápu, í alvöru talað. Það er mjög gott að verið sé að kenna unglingum í dag að hreinlæti skiptir máli. Bjami: „Ég lét bara mömmu þvo mér þegar ég var lítill en þegar ég varð unglingur byrjaði ég að gera það sjálfur og held ég hafi staðið mig ágætlega þegar kom að því að þrífa heilaga svæðíð." B/s.23 Ef þú átt erfitt með að eignast vini þá: 1. Gætirðu byrjað í hópíþrótt. Það er auðvelt að mynda tengsl í gegnum sameiginleg áhugamál. 2. Byrjaðu í skátunum eða ein- hverju slíku utan skólans. Vinir geta leynst á fleiri stöðum en innan veggja skólans. 3. Vertu jákvæður og eignastu pennavini. Bjami: „Ég var til dæmis aldrei nein íþróttatýpa. Var alltaf á hjólabretti og algjör skoppari og var með þeim krökkum sem voru eins og ég. Krakkar skipta sér gjarnan í hópa og það fer yf- irleitt eftir klæðaburði eða áhugamálum. Ég man til dæmis eftir því að handboltastrákarnir voru allir saman í einni klíku þannig að það virðist vera málið að ef maður á ekki vini er gott að fara í íþróttir." Jón: „Ég segi alltaf að líkur sæki líkan heim og mað- ur geti auðveldlega fundið einhvern með sömu áhugamál og maður sjálfur." B/s. 112 Samkynhneigð. Kynhneigö er flókið hugtak _______sem hefur mis- munandl merk- ingu í huga fólks. f orðinu felst: ,Að hvoru kyninu hneigist þú?" Jón: „Konur og samkynhneigð finnst mér mjög spennandi en það er ekki til í dæminu að hommar heilli Ég er mjög mikið á móti því hvað þetta er orðin opinská umræða í þjóðfélag- inu því lítil fimm ára börn eru nú farin að segjast ekki ætla að eignast börn þvl það sé í lagi að vera samkynhneigður. Að mínu mati er þetta ekki góð þróun." B/s. 99 Brjóst. Engin brjóst eru fallegri en önnur og allar kon- ur ættu að vera ánægðar með þau sem þær hafa. En þær sem eru með Iftil brjóst vilja oft stærri og þær sem eru með stór vilja mlnni. Bjami: „Þjónar tvennum tilgangi: full- nægir ungabörnum og karlmönnum." Jón: „Ég held að þau séu yfirleitt vandamál kvenna. Annað hvort eru þau of lítil eða of stór og aumingja bak- ið á þeim sem eru með of stór brjóst. Ef brjóstin eru í lagi þá er það gott en ef þau eru ekki í lagi þá eru þau bara vandamál. Það sama má segja um bíl- ana. B/s. 88 Húðflúr og lokkar. Tattú og götun hafa notið mikilla vinsælda sfðustu ár og margir skreyta llkamann með alls kyns myndum, táknum eða lokkum f öllum stærðum og geröum. Jón: „Eg held að það sé rosalega góð leið til að smitast af einhverju að fá sér hringi og húðflúr. Mér þykir þetta sko ekki fallegt og er ekki með svoleiðis þó svo að ég hafi einu Kíkt ofan í vélina á milli spurninga. Utlit skiptir máli á öllum aldri. sinni verið með gat í eyranu og er reyndar ekki svo mjög langt síð- an. Mér finnst þetta ekki spennandi og svo held ég að þetta sé oft bara athyglisþrá. Sumum finnst bara kúl að vera með lokka hér og þar. Alveg eins og mér finnst konur langfal- legastar lítið málaðar, eðlilegar og helstyfir kjörþyngd; náttúran sér um sína. Skreytingar eru bara fyrir jólatré." B/s. 56 Hallærislegir foreldrar. Á unglingsárum er eðli- legt að skammast sln stundum fyrir foreldra sfna og finnast þeir hallærislegir. Þú hefur örugglega lent eln- hvem tlmafþvf. Jón: „Ég á fimm börn og þau hafa aldrei kvartað und- an mér. Ég hef umgengist vini þeirra upp að vissu marki og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Heldur frekar já- kvætt ef eitthvað er. Sennilega er ég bara svo ungur enn að ég er ekki orðinn hallærislegur í þeirra augum." Samstarfsfélagar Jóns skella upp úr og skilja ekki neitt í neinu af hverju hann er spurður þessara spurninga þar sem hann er ekki venjuleg týpa sem fer hefðbundnar leiðir. „Hann er ný- giftur og á fimm börn með sömu konunni. Hann byrjar á öfugum enda," segja þeirfélagarnir. Hvað finnst Jóni um svona bókætlaða unglingum? „Gott mál en það er samt spurning hvort krakkar hafa þroska til þess að lesa hana. Svona mál hafa aldrei komið upp á borð- ið heima hjá mér þar sem konan mín er hjúkka og öll mál sem ein- hverju skipta eru rædd áður en þau verða vandamál. Þessi bók á fyllilega rétt á sér og ætti að vera inni á hverju heim- ili þar sem börn og unglingar eru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.