Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 Fókus DV í dag, föstudag, verður frumsýnt myndband við nýtt lag Stuðmanna, Ekki klúðra því. Lagið má finna á nýrri plötu sveitarinnar. Á Hlíðarenda er titill þessarar plötu, sem þegar er farin að seljast einsog heitar lummur svo sem vænta má þegar hin ástsæla gleðisveit allra landsmanna á í hlut. í leikhúsinu Hin hugþekka gleðisveit er með nýja plötu og í vikunni voru tekin upp myndbönd við tvö laganna. Fremst á myndinni eru söngvarar sveitarinnar, Ragnhildur og Egill. Myndskreyting 09 Skonrokk „Myndskreytingin er orðin óaðskiljanlegur hluti allrar útgáfu tónlistar. Því gerðum við myndbönd við tvö af lögunum á þessari plötu og stóðum í því verki allan miðvikudaginn. Útkoman er góð og deginum virðist hafa verið vel varið,“ sagði Tómas Magnús Tómasson, bassaleikari Stuðmanna í samtali við DV. Spegla sig í linsunum Stuðmenn eru flestum öðrum vanari í því að standa fyrir framan hljóðnema á sviði, en það er ekki heldur neitt ný- mæli fyrir þá heldur að spegla sig í linsum myndavéla. Ný- lega lauk tökum á þriðju kvikmynd hljómsveitarinnar, sem aukinheldur hefur gert fjölmörg myndbönd og fleira slíkt. „Við gerðum að þessu sinni myndbönd við tvö laga okkar, annars vegar Ekki klúðra því og hitt lagið er Hef ég heyrt þetta áður? Myndræn útgáfa þess lags ætti að sjást fljótlega eftir helg- ina," sagði Tómas. Myndböndin voru bæði tekin upp í Þjóðleikhúskjallaran- um, þeim góðkunna skemmtistað sem á sér afar sterkar rætur í þjóðarsálinni, rétt einsog Stuðmenn sjálfir og tónlist þeirra. Þeir sem séð hafa myndböndin segja að þar fari Stuðmenn á kostum. Tjáning þeirra sé sé lífleg og hispurslaus og hafa ber í huga að hingað til hefur ekki þurft nein hjáfparmeðöl vímunn- ar svo þessari stórgóðu hljómsveit hafi tekist að gleðja geð þjóðar sinnar. Lukkan ræður Að sögn Tómasar Magnúsar er þess vænst að myndböndin tvö verði leikin í dagskrárliðum á öllum betri sjónvarpsstöðv- um landsins næstu daga. Hinsvegar muni lukkan ein ráða því hvort myndböndin sjáist í Skorokki, hinum vinsæla sjónvarps- þætti Þorgeirs Ástvaldssonar. Sömuleiðis er allt á huldu hvort lögin verði leikið á Rás 1, í Óskalögum sjúklinga og Á frívakt- inni. „Ég ætla að vera með þátt á föstudaginn, og síðan ætla ég í Um helqina jólahlaðborð með hinni vinnunni minni, sem er hjá Aco Tæknivali. Síðan verður líklega farið á ball með Sálinni á Players, ég klikka sjaldnast á þeim. Laugardagurinn fer síðan að mestu leyti í að hlaða batteríin. Kannski fer ég þó í Sam- bíóin á Leitina að Nemo með dótt- ur minni. Ég veit ekki með kvöldið, mögulega fer ég á Stuðmannaball á Nasa. Ég veit þó ekki hvort ég kemst á bæði böllin eða hvort ég þurfi að velja á milli. Þetta verður síðan rólegur sunnudagur, kakó og kleinur og örugglega ekkert farið út úr húsi. Ég ætla svo að gera eitt- hvað kósí um kvöldið og undirbúa mig fyrir vmnuvikuna." En hvernig skyldi maður undirbúa sig fyrir vinnuvikuna ef maður er umsjón- arkona Djúpu laugarinnar? „Mað- ur dregur djúpt andann.“ Auður Lilja Daviðsdóttir Umsjónarkona Djúpu laugarinnar írafár á toppinn Hljómsveitin írafár á vinsælustu plötuna á ísiandi um þessar mundir. írafár var í öðru sæti í síð- ustu viku en veltir nú Álftagerðisbróðurnum Óskari Péturssyni úr toppsætinu. Papar halda þriðja sætinu með plötu sína Þjóðsögur og í svörtum fötum skjótast upp fyrir Heru og ná þriðja sætinu, en Hera dettur niður í sjöunda sætið. Annars kemur fátt á óvart á listanum þessa vikuna þó einhverjir fari upp og aðrir niður. 12. EivörPálsdóttir-Krákan 13. Björgvin Halldórsson - Duet 14. Sálin & Sinfó - Vatnið 15. Skítamórall - Það besta 16. Ýmsir-Pottþétt 33 17. Diddú og Valgeir- Fuglar tímans 18. Hátíð í bæ - 48 íslensk jólalög 19. Margrét Eir - Andartak 20. Ýmsir-Jól ÍLatabæ Hljómsveitin Irafár Vinseelasta sveit landsins hefur nú tyllt sér á toppinn yfir mest seldu plöturnar á íslandid og ætlar sér væntanlega að vera þar fram að jólum. (rafár - Nýtt upphaf Óskar Pétursson - Aldrei einn á ferð Papar - Þjóðsögur í svörtum fötum -Tengsl PállÓskar&Monika- Ljósin heima Hljómar - Hljómar Hera - Hafið þennan dag Ýmsir-Vísnaplatan Bubbi - 1000 kossa nótt Ríó tríó - Ríó Tónlistin úr leikritinu - Lína langsokkur 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. Listinn tekur mið af söluhæstu plötunum í verslunum Hagkaupa síðustu vikuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.