Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Síða 25
0V Sport FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 25 ÍR-ingar tryggðu sér sigur í Suðurriðli RE/MAX-deildar karla með jafntefli gegn Haukum á Ásvöllum. Fórnarkostnaður HAUKAR-ÍR 22-22(11-12) Dómarar: Gudjon L. Sigurðsson oq Olafur Haraldsson (7). Handbolti er hörð íþrótt, þar er tekist á sem skapar vissulega mörg vafaatriði í dómgæslunni. Sú meðferð sem Guðjón L Sigurðsson og Ólafur Haraldsson fengu frá leikmönnum og áhorfendum í þessum leik var ekki bara ósann- gjörn og óíþróttamannsleg - hún var handboltanum til skammar. Lok, lok og læs og allt í stáli Ásgeir Örn Hallgrimsson fékk að hafa mikið fyrir hlutunum gegn ÍR-ingum á Ásvöllum en hann er hér i baráttu við iR-ingana Ingimund Ingimundarson og Fannar Þorbjörnsson. Mörk/ þar af víti ískot/vfti) Hraðaupphl. Andri Stefan 7(12! 4 Ásgeir ðrn Hallgrímsson 5 (9! 0 Þorkell Magnússon 4/3 (5/3) 0 Vignir Svavarsson 2(3) 1 Robertas Pauzoulis 2(7)0 Þórirðlafsson 1(3)0 Dalius Rasikevicius 1 íó! 1 Halldór Ingólfsson 0(2! 0 Jón Karl Björnsson 0(2/1! 0 Mörk/ þar af vlti (skot/vfti) Hraðaupphl. Einar Hólmgeirsson 8 ! 5! 1 Bjarni Fritzson 4’6‘1 Ingimundur Ingimundarson 3 0 Ragnar Már Helgason 3 (3) 0 Hannes Jónsson 2(5i 0 Sturla Ásgeirsson 2/1 (7/1) 0 Fannar Þorbjörnsson 1(2)0 Varin skot/þar af víti (skot á sig/víti) Birklr (var Guðmundsson 20 (42. t xx% Fiskuð víti Halldór 1 Vignir 1 Ásgeir Örn 1 Rasikevicius 1 Varin skot/þar af víti (skot á sig/viti) Ólafur Helgi Glslason 19/1 41 J xx% Fiskuð víti Einar 1 Kaukar ÍR go Varin skot/þaraf víti 19/1 49/22 (45%) Skotnýting 46/22 (48%) 6 Hraðaupphlaupsmörk 2 4/3(75%) Vítanýting 1/1(100%) 6mfn. Brottvísanir lOmin. Einar Hólmgeirsson tryggði ÍR-ingum 22-22 jafntefli gegn Haukum með marki beint úr aukakasti efdr að leiktíma lauk í leik liðanna á Ásvölíum í fyrrakvöld. ÍR-ingar tryggðu sér þar með með efsta sætið í Suðurriðlinum í RE/MAX- deild karla og jafiiframt þriggja stiga forskot á Haukaliðið þegar úrvalsdeildin hefst eftir áramótin. Haukar töpuðu þama sínum fýrstu stigum á heimavelli og eru með undir 50% árangur gegn þeim þremur liðum sem fylgj'a þeim inn í úrvalsdeildina ef marka má stöðuna í dag. Gangur leiksins: 2-0, 2-6,4-6, 6-9, 7-10, 9-10, 9-11,11-11, (11-12), 11-14,13-14,15-16, 15-18,17-20,21-20, 22-21,22-22. Það er ljóst að Haukar hafa fært fórnir fyrir þátttöku sína í Evrópukeppninni þar sem þeir hafa verið frábærir fulltrúar íslands, og eru ekki hættir enn því 16 liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa bíður handan hornsins. Haukar hafa á sama tíma tapað sjö stigum í baráttunni í deildinni og eru dottnir út úr bikarnum. Það mátti sjá greinileg þreytumerki á leikmönnum liðsins gegn ÍR og ef ekki hefði verið fyrir góða markvörslu Birkis Ivars Guðmundssonar og frábæran leik Andra Stefans í seinni hálfleik hefðu baráttuglaðir ÍR-ingar tekið öll stigin úr leikjum liðanna í vetur. Andri með sjö mörk í seinni hálfleik Andri Stefan skoraði öll sjö mörkin sín í seinni hálfleik og átti mikinn þátt í að hleypa lífi aftur í leik liðsins. Andri fékk einnig það hlutverk að klippa út Einar Hólmgeirsson sem stríddi Haukaliðinu mikið í upphafl leiks, skoraði meðal annars fimm af íyrstu níu mörkum liðsins í leiknum. ÍR-liðið missti dampinn úr sóknarleik sínum þegar Einar var klipptur út og vandræðin náðu hámarki seinni hluta leiks þegar þeir skoruðu ekki í 10 og hálfa mínútu og Haukar breyttu stöðunni úr 17-20 í 21-20. Það virtist síðan sem Ásgeir Örn Hallgrímsson hefði tryggt sínum mönnum sigurinn 50 sekúndum fyrir leikslok en Einar var á öðru máli. Hann skoraði tvö síðustu mörk liðsins, bæði með langskotum úr að því er virtist vonlausum færum. Hjá ÍR-ingum lék Ólafur Heigi Gíslason mjög vel í markinu og átti mikinn þátt í slæmri skotnýtingu heimamanna. Einar var hættulegur og brellur fyrirliðans Bjarna Fritzsonar héldu uppi sóknarleiknum í seinni hálfleik. Örvhentu menn liðsins voru í lagi en þeir rétthentu áttu dapran dag. Vinnuumhverfi dómara Eitt stakk mann á þessum leik - vinnuumhverfi dómara leiksins. Frá fyrsta flauti til þess síðasta varð allt brjálað í húsinu, allt frá þeim leikmönnum sem voru í baráttunni inni á velli til mannsins í efstu röð á pöllunum. Það þykir mér ansi dapurt að það að styðja sína menn í dag þýðir að öskra og æpa á dómaranna f 59 mínútur og hvetja kannski sína menn í þá einu mínútu sem af gengur. Handbolti er hörð íþrótt, þar er tekist á sem skapar vissulega mörg vafaatriði í dómgæslunni. Dómarnir gerðu vissulega mistök eins leikmenn liðanna en sú meðferð sem Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson fengu frá leikmönnum og áhorfendum í þessum ieik var ekki bara ósanngjörn og óíþróttamannsleg - hún var handboltanum til skammar. ooj@dv.is FRAM-HK 24-23 (11-14) Gangur leiksins: 0-1, 3-3,3-7, 5-2, 7-13,(11-14), 12-14, 15-15, 18-18,21-20,21-22, 24-23. Mörk/ þar af víti (skot/víti) Hraðaupphl. Dómarar: Þorlákur Kjaitansson og Arnar Kristinsson (8). ValdimarÞórsson 7(14' 1 HjálmarVilhjálmsson 5(12)2 Héðinn Gilsson 3(7) 0 Björgvin Björgvinsson 3(4/1) 2 Jón Björgvin Pétursson 3/1(8/3) 1 Arnar Þór Sæþórsson 2(5! 0 Guðjón Finnur Drengsson Stefán Baldvin Stefánsson 1(2) 1 0(3) 0 Varin skot/þar af vítKskot á sig/vfti) Egidijus Petkevicius 9 (32/2) 39% Valdimar Hjálmar Jón B. Fiskuð viti 2 1 1 Valdimar Þórsson, Fram Mörk/ þar af víti (skot/vfti) Hraðaupphl. Andrius Rackauskas 5/2 (13/2! 0 Augustas Strazdas 4(8) 0 Már Þórarinsson 3(3) 0 Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3(3) 0 Ólafur Víðir Ólafsson 2(2) 0 Alexander Arnarsson 2(2) 0 Samúel Árnason 2(4) 0 Hörður Fannar Sigþórsson 1(1! 0 Haukur Sigurvinsson 1(2) 0 Elias Már Halldórsson 0(1) 0 Varin skot/þar af víti (skot á sig/víti) Björgvin Páll Gústavsson 17/2 n '4.1 41% Fiskuð víti Strazdas 2 SAMANBURÐUR Fram HK 9 Varin skot/þar af víti 17/2 55/24(43%) Skotnýting 39/23 (59%) 7 HraBaupphlaupsmörk 0 4/1 (25%) Vítanýting 2/2(100%) 10 Brottvísanir 8 Framarar unnu góðan sigur á HK í spennuleik í Safamýri Hefndin er sæt Þegar Fram og HK mættust í bikamum í fyrra unnu HK-menn á dramatískan hátt með marki á lokasekúndunni. Það tap var örugglega enn í huga Frammara er þeir fengu tækifæri til að hefna á heimavelli á miðvikudag er liðin mættust í 8-liða úrslitum SS- bikarsins. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik rifii heimamenn sig upp á afturendanum og unnu sætan hefiidarsigur, 24-23. Það var fátt sem benti til þess að leikurinn yrði spennandi í fyrri hálfleik því HK-menn voru mörgum klössum betri á öllum sviðum handboltans. Hin sterka vöm Fram var úti að aka og sóknarleikurinn tilviljanakenndur í meira lagi. Markvarsla var eftir því og varði Petkevicius aðeins tvö skot í fyrri hálfleik á meðan Björgvin tók 10 í HK-markinu. Frammarar klúðmðu 19 skotum í fyrri hálfleik á meðan gestirnir klúðmðu aðeins 5 og það var með hreinum ólíkindum að munurinn skyidi aðeins vera þrjú mörk í hálfleik en góður kippur heimamanna undir restina gerði það að verkum að heimamenn áttu möguleika þegar blásið var til síðari hálfleiks. Frammarar byrjuðu síðari hálfleik á því að taka Augustas Strazdas úr umferð og við það fór allur vindur úr sóknarleik gestanna. Heimamenn gengu á lagið og komu sér jafnt og þétt inn í leikinn. Þegar 10 mínútur iifðu leiks komust svo heimamenn yfir í fyrsta skipti í leiknum. Lokamínútur leiksins voru svo æsipennandi þar sem Björgvin Björgvinsson stal senunni eftir að liafa verið ósýnilegur fyrstu 57 mínútur leiksins. HK-menn fengu tækifæri til þess að jafna úr síðustu sókninni en Strazdas fór illa að ráði sfnu og tók illa ígrundað skot sem sigldi ffam hjá marki Frammara. Frammarar því komnir í undanúrslit í bikarnum en meistararnir em úr leik að þessu sinni. ^ Þeir geta sjálfum sér kennt um tapið jjví þeir glutruðu niður unnum leik. HK náði á kafla 7 marka foyrstu í fyrri hálfleik og hefðu þeir hæglega getað lokið fyrri hálfleiknum með 10 marka forystu. Það kom á óvart hversu hugmyndasnauðir þeir voru í sóknarleiknum þegar Strazdas var tekinn úr umferð því vel mátti búast við að slík staða kæmi upp. Árni þjálfari hefði að ósekju mátt skipta Ólafi Víði fyrr inn á því Haukur var ekki að valda verkefninu. Strazdas, Rackauskas og Björgvin voru bestir HK-manna í leiknum. Frammarar sýndu mikinn karakter og elju til þess að ná sigrinum. Þrátt fyrir mikið mótlæti létu þeir ekki bugast heldur héldu áfram að hamra á markið og uppskám síðan ríkulega í lokin. Valdimar var þeirra langbesti maður að þessu sinni. Hann dró vagninn og hélt sínum mönnum inn í leiknum þegar HK-hraðlestin var á sem mestri siglingu. Héðinn og Hjálmar skiluðu síðan sínu og eiga heiður skilinn fyrir að gefast aldrei upp þrátt fyrir að hafa klúðrað fjölda skota. * henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.