Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5S0S000 Hræringar í Neskirkju Frank M. Halldórsson, sókn- arprestur í Neskirkju, lætur af störfum 1. mars næstkomandi eftir að hafa þjónað söfnuði sín- um í hartnær 40 ár: „Það er allt frjálsara í dag og það er í og með betra,“ segir séra Frank aðspurður um árin 40. „Ég verð sjötugur 23. febrúar og má vinna út þann mánuð.“ Starf sóknarprests hefur ver- ið auglýst laust til umsóknar og rennur frestur út um miðjan þennan mánuð. Er gert ráð fyrir að séra Örn Bárður Jónsson, prestur í Nesprestakalli, sæki um sóknarprestsembættið. Gott að þeir stálu ekki afnotagjöldunum! litringur Stöð 2 stelur Irá Rikisútvarpinu Verulegur titringur er í yfirstjórn fréttasviðs Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Þóru Kristínar Ásgeirsdótt- ur fréttamanns stofnunarinnar yfir á Stöð 2. Þóra Kristín fékk tilboð, sem hún taldi sig ekki geta hafnað, frá Stöð 2 eftir að vera nýkomin úr námsleyfi í Danmörku sem að hluta til var á kostnað Rfkisútvarpsins. Þyk- ir yfirmönnum Ríkisútvarpsins fréttamaðurinn ekki þakka fyrir sig KáriJónasson samkvæmt hefðbundum kurteisis- segistsjá á eftirgóðum reglum sem í gildi eiga að vera hjá starfsmanni. stofnuninni. Þóra Kristín fékk tveggja mánaða námsleyfi til að sækja námskeið um Evrópusambandið og Norðurlönd í Blaðamannaháskólanum í Árós- um. Fékk hún leyfið þó hún hefði ekki rétt á því fyrr en á nýju ári. Að auki styrkti Ríkisútvarpið Þóru Kristínu með verulegri fjárhæð úr eigin hirslum. Þóra Kristín var ekki fyrr komin heim Þóra Kristín Ein helsta stjarna fréttastofu Ríkis- útvarpsins. Stóðst ekki tilboð keppinautarins. fráÁrósum en hún réð sig til keppinautarins hjá Norðurljósum: „Ég tjái mig ekki um málefni einstakra starfs- manna,“ segir Bogi Ágústsson, yfirmaður frétta- Bogi Ágústsson Súr og sáryfir væntanlegu brotthvarfi stjörnufrétta- sviðs Ríkisútvarpsins, og tekst vel að dylja vonbrigði vegna framgöngu Þóru Kristínar. Kári Jónasson, frétta- stjóri Ríkisútvarpsins, segir hins veg- ar: „Við erum að sjá á eftir góðum starfsmanni." Þóra Kristín hefur verið einn ötul- asti og snjallasti fréttamaður Ríkisút- varpsins undanfarin misseri og hátt skrifuð af yfirmönnum sínum. Þykir þeim nú sem iila launi kálfurinn ofeldið. „Ég kannast ekki við neinn titring hér í Ríkisútvarpinu vegna þess hvernig brotthvarf mitt ber að hönd- um og alls ekki vegna námsleyfis míns í Árósum. Það hefur enginn orðað þetta við mig," segir Þóra Kristín sem þarf að vinna þriggja mánaða upp- sagnarfrest á fréttastofu Ríkisútvarpsins ef yfir- menn hennar óska þá eftir nærveru hennar allan þann tíma í ljósi þess sem á undan er gengið. œ* 'N-Jr- Skíðautsala 10-90% afsláttur Skíðafatnaður Skautar SALOMON AMRKIÐ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.