Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 29
DV Fókus FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 29 Chris Nlartin og Gwyneth Paltrow Leikkonan Gwyneth Paltrow og Chris Martin, söngvari Coldplay, eiga von á sínu fyrsta barni. Leik- konan hefur staðfest að hún sé komin þrjá mánuði á leið og von er á barni þeirra í byrjun næsta sum- ars. Parið er sérstaklega varfærið þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun um samband þeirra. Þau höfðu al- farið neitað að tjá sig um þungun- ina fyrr en nú, þegar þau hafa farið í þriggja mánaða skoðunina. Þetta eru óneitanlega gleðifréttir fyrir óskarsverðlaunaleikkonuna Gwy- neth Paltrow sem missti föður sinn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Eft- ir lát hans þjáðist hún af þunglyndi og dró sig út úr sviðsljósi fjölmiðl- anna í kjölfarið. Fyrir skemmstu hét hún því að draga sig í hlé í eitt ár til að einbeita sér að því að eyða meiri tíma með sínum heittelskaða. í vik- unni lýsti hún því hins vegar yfír að hana hlakkaði mikið til þess að verða mamma. „Vonandi verð ég gift þriggja eða fjögurra barna móðir. Róleg og ánægð, skilurðu," sagði Gwyneth sem kynndst Chris Martin á tónleikum með Coldplay fyrir ári síðan. Þau hafa verið óaðskiljanleg síðan. Foreldrar Chris komu af fjöll- um þegar fréttirn- ar voru bornar undir þau en vinir parsins voru betur með á nótunum: „Chris og Gwyneth eru í skýjunum. Þau geta ekki beðið eftir að verða foreldrar og eru fegin að þau geta loksins talað um þetta opinberlega. Chris Martin og Gwyneth Pal- trow Söngvari Coldplay og Hollywood- stjarnan eiga von á sinu fyrsta barm Óvænt tvenna Quarashi Strákamir í Quarashi hafa verið rólegir í tónleikahaldi síðasta árið og vel það, aðeins komið tvisvar fram hérlendis og örstutt í bæði skiptin. Það er því ánægjulegt að þeir hafa ákveðið að bæta úr þessu með tvennum tónfeikum á Nasa laugar- daginn 20. desember næstkomandi. Fyrri tónleikarnir verða fyrir 13 ára og eldri og eru kærkomið tækifæri fyrir yngri aðdáendur drengjanna til að sjá goðin. Seinni tónleikarnir hefjast upp úr miðnætti og er ald- urstakmarkið á þá 20 ár. Á þeim fær Quarashi til liðs við sig plötusnúð- inn Gísla Galdur og Samma úr Jagú- ar til að skapa alvöru partýstemn- ingu fram eftir nóttu. Nýtt lag og myndband er komið í spilun frá sveitinni, Race City, og nýr liðsmað- ur, Tiny. Upplýsingar um miðasölu og fleira verða kynnt síðar. Einungis 500 miðar eru á boði á hvora tón- leika. Quarashi Langþráðir tónleikarrétt fyrirjól. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. I samræmi við 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga aó breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Vesturhöfnin. Um er að ræða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur sem varðar Vesturhöfnina. í tillögunni felst að heimilt verði að reka verslun og þjónustu, þ.m.t. matvöruverslun, sem getur ekki talist til hafnsækinnar starfssemi, á hluta hafnarsvæðis HA2, sbr. afmörkun á skýringaruppdrætti og lýsingu á afmörkun svæðisins í greinargerð. Breytingin tekur til svæðis norð-vestan Grandagarðs sem tekur til lóðanna 1-13 (oddatölur) við Grandagarð og nr. 1,2-8, 3, 10, 17, 19, 21, 23, 45, 47 og 49-51 við Fiskislóð. Nánar vísast í kynningargögn. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík: Hálsahverfi. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hálshverfis. í tillögunni eru m.a. gert ráð fyrir að mörk deiliskipulags verði færð út fyrir lóðir að Hesthálsi 14 og 15, Krókhálsi 7, Lynghálsi 12 og 13 og Tunguháls 8 og 10, að aðkoma að Krókhálsi 7 verði frá Krókhálsi, um nýja innkeyrslu austan við núverandi götustæði, einnig aðkoma frá Hesthálsi, að núverandi götustæði komi til stækkunar fyrir lóðina Hestháls 14 og Krókháls 7 og jafn umferðarréttur gildi fyrir báðar þessar lóðir á umræddri stækkun. Nánar vísast í kynningargögn. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 - 16.15, frá 5. desember 2003 til 16. janúar 2004. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skrif- lega til Skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulags- fulltrúa) eigi síðar en 16. janúar 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 5. desember 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.