Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUNl 1977. Auglýsing Sameinuðu þjóðirnar bjóða fram styrki til rannsókna á ýmsum málefnum er varða mannréttindi. Styrkirnir eru einkum ætlaðir embættismönnum er vinna að málefnum á sviði mannréttinda. Sérstök nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna velur styrk- þega úr hópi umsækjenda og metur upphæð styrks í hverju tilviki. Umsóknir um styrki þessa skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Menntamálaráðuneytið 6. júní 1977. Tónlistarfólk Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu vantar 2 tónlistarkennara næstkom- andi haust. Nánari uppl. veita Jónas Tryggvason Blönduósi, sími 95-4180, og Jón Sigurðsson, sími 41404. Aðalskoðun Aðalskoðun bifreiða í iögsagnarumdæmi Keflavikur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Guilbringusýslu. Mánudaginn 13. júní Þriðjudaginn 14. júni Miðvikudaginn 15. júní Fimmtudaginn 16. júní Mánudaginn 20. júní Þriðjudaginn 21. júni Miðvikudaginn 22. júní Fimmtudaginn 23. júní Föstudaginn 24. júní Mánudaginn 27. júni Þriðjudaginn 28. júní Miðvikudaginn 29. júní Fimmtudaginn 30. júní Miðvikudaginn 17. ágúst Fimmtudaginn 18. ágúst Föstudaginn 19. ágúst Mánudaginn 22. ágúst Þriðjudaginn 23. ágúst Miðvikudaginn 24. ágúst Fimmtudaginn 25. ágúst Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar að Iðavöllum 4 í Keflavík og verður skoðun framkvæmd þar á fyrrgreindum dögum milli kl. 9.00—12.00 og 13.00—16.00. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun ann- arra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreið- anna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiða- gjöld fyrir árið 1977 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki fram- kvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanrœki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann lát- inn sœta sektum samkvœmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar nœst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Athygli eigenda G- og Ö-bifreiða í Grindavík er vakin á því, að mánudag- inn 15. ágúst og þriðjudaginn 16. ágúst fer fram skoðun á bifreiðum þeirra við barnaskólann í Grindavík frá kl. 9.15—12.00 og 13.00—16.30. Tekið skal fram, að starfsmaður inn- heimtumanns ríkissjóðs í Hafnarfirði verður staddur á áðurnefndum stað og tíma og mun taka við greiðslu bif- reiðagjalda vegna G-bifreiða. Það athugast, að engin aðalskoðun bif- reiða verður framkvæmd í júlímán- uði. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. 0-2851 — 0-2925 Ö-2926 — Ö-3000 Ö-3001 — Ö-3075 0-3076 — 0-3150 0-3151 — 0-3225 0-3226 — Ö-3300 0-3301 — Ö-3375 0-3376 — Ö-3450 Ö-3451 — 0-3525 0-3526 — 0-3600 0-3601 - 0-3675 0-3676 — Ö-3750 0-3751 — 0-3825 0-3826 — Ö-3900 0-3901 — 0-3975 0-3976 — Ö-4050 0-4051 — 0-4125 0-4126 — Ö-4200 0-4201 — 0-4275 0-4276 og þar yfir Þriðji skólinn sem útskrifar nemendur með verzlunarpróf: Atvinnurekendur mis- muna þeim í launum Nemendurnir sem útskrifaðir voru með verzlunarpróf ásamt Þráni Guðmundssyni skólastjóra sinum Verzlunarskólinn og Sam- vinnuskólinn hafa fram að þessu verið þeir einu sem útskrifa nemendur með verzlunarpróf. Nú hefur.þriðji skólinn bætzt við það er Laugalækjarskólinn í Reykjavík. Þann 27. maí síðastlið- inn útskrifaði Þráinn Guðmunds- son skólastjóri hans 46 nemendur með verzlunarpróf. Menntun þeirra er að öllu leyti hliðstæð því sem gerist í Sam vinnuskólanum og Verzlunar- skólanum og eru helztu náms- greinar bókfærsla, ýmiss konar skrifstofuvinna og verzlunar- réttur og stjórn fyrirtækja. Atvinnurekendur virðast ekki hafa áttað sig á þessu nýja fólki því enn sem komið er fá nemend- urnir lægri laun en þeir sem koma úr Samvinnu- og Verzlunarskóla. Forráðamenn Laugalækjar- skóla stefna jafnframt að því að gera nemendum þessum kleift að stunda nám til undirbúnings stúdentsprófs. Það yrði tveggja ára nám í viðbót og er heimild fyrir því í lögum að slík kennsla verði tekin upp. Ef svo færi yrði Laugalækjarskólinn nýr mennta- skóli. DS. Verzlunarbankinn: NYTT UTIBU VIÐ GRENSASVEG Horft yfir afgreiðslusal hins nýja útibús, á innfelldu myndinni sjást Hjörtur Hjartarson, Guðmundur H. Garðarsson, Höskuldur Ólafsson og Þorvaldur í Síld og fisk við opnunina. (DB-myndir Sv.Þ.) Verzlunarbankinn mun í dag taka í notkun nýtt útibú að Grensásvegi 13 og er það fimmta útibú bankans. Utibúið er samtals 1047 rúmmetrar að stærð á tveim hæðum. Á neðri hæð eru verð- mætageymslur og aðstaða fyrir starfsfólk en á efri hæðinni, jarð- hæð sem snýr að Grensásvegi, er afgreiðslusalurinn. Nú eru tvö ár síðan Verzlunar- bankinn opnaði síðast útibú, var það útibúið í Breiðholti við Arnarbakka. Finnst forráða- mönnum bankans Verzlunar- bankinn hafa vérið hafður í úti- búasvelti, a.m.k. hefur Seðlabank- ínn ekki orðið við öllum óskum bankans um opnun útibúa. Nokkuð ætli þó að rætast úr hjá bankanum með tilkomu þessa úti- bús sem liggur vel við stóru at- hanahverfi og ekki langt í fjöl- menn ibúðahverfi. RH Bækur sýndar og seldar á vægu verði Þýska alþýðulýðveldið (DDR) er ríki sent er ekki ofarlega í hugum íslendinga dags daglega. Engu að síður er þetta land með stærri viðskipta- aðiljum okkar og opnaði það sendiráð hér fyrir nokkrum árum. Til að auka enn á sam- skipti tslands og DDR var opnuð i bókabúð Máls og ntenn- ingar við Laugaveg sýning á bókum útgefnum í DDR. Kennir þar margra grasa. bóka af öllu tagi við allra hæfi, náttúrlega allar á þýzku. Eru þar bækur um stjórnmál. barnabækur, skáldsögur. bækur um raunvísindi og hug- vísindi. Verða bækurnar til sýnis í bókaverzluninni fram i miðja næstu viku og þvi næst seldar gegn vægu verði. Brúnó Kress prófessor í islenzku við háskólann í Greifs- wald i DDR hefur verið iðinn við að þýða íslenzkar bækur yfir á þ.vzku. Hafa á 30 ára timabili, 1945 til 1975, komið út 17 bækur eftir islenzka höfunda, þar af ellefu bækur Halldórs Laxness. Hafa þæi selst alls í 140 þúsund eintökum sem verður ai teljast dágóð summa. BH..

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.