Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUNI 1977. 17 III Sigurjón á þaki bátsins að ganga frá statifi fyrir siglingaljós o. fl. DB-mynd Hörður. LÍF 0G FJÖR Á SJÓMANNADAG Þessa skemmtilegu mynd tók Ragnar Th. i Nauthólsvíkinni á sjómannadaginn, og má með sanni segja að hún sýni nokkurn þverskurð af siglingaíþróttinni. Fjærst eru tveir kappróðrabátar að keppa, nær er gúmmíbátur, en þeir hafa náð talsverðum vinsældum, sem sporttæki hér að undanförnú. Þá koma yfir- byggðir sportbátar, sem eru hentugir til sjósiglinga vegna skjólsins inni i húsinu fyrir vindum og ágjöf. T.h. lónar svo seglskúta, en þeim fer ört fjölgandi. Nokkrar „alvöru" seglskútur lóna á Skerjafirðinum. Margir nýir, litlir seglbátar voru sjósettir á sjómanna- daginn. Frístundavinna í eitt og hálft ár —og útkoman er: 27 feta lystibátur „Við höfum unnið meira og minna við bátasmíðina öll kvöld og helgar í eitt og hálft ár, utan þrjá mánuði i fyrra," sagði Sigurjón Jónsson vélvirki er DB hafði tal af honuni vestur á Seltjarnarnesi um helgina. Arangur erfiðis hans og sonar hans, Harðar, er nær full- gerður skemmtibátur, 27 fet að lengd og þar með einn stærsti skemmtibátur hérlendis. Teikninguna keypti Sigurjón hjá Sjálfsalanum fyrir hálfu öðru ári og breytti henni lítil- lega, eða umgjörðinni um vél- ina. Svefnpláss er fyrir fimm inanns, klósett, eldavél, vaskur og öll tilhe.vrandi þægindi. Vélin er 100 hestafla Lister dísilvél en hún er ekki komin í þar sein gírinn er ókominn til landsins. Sigurjón sagðist vera haldinn ólæknandi bátadellu sem ætti jafnt við son sinn. Fyrir eiga þeir 14 feta bát, sem þeir smíðuðu sjálfir, og áður höfðu þeir smíðað seglbát. Ekki gat Sigurjón skotið á það fyrir- varalaust hversu mikið bátur- inn kostaði orðið, hlutirnir hefðu verið keyptir eftir hendinni og efnum á smíðatím- anum. Innan tíðar verður báturinn sjósettur og hyggjast þeir feðgar fara í skemmtisiglingar til að byrja með. Ætla þeir að sjá hvernig til tekst áður en lengra verður haldið. Ef báturinn reynist vel ætti ekkert að vera til fyrir- stöðu því Sigurjón hefur nú svonefnt pungapróf, eða skip- stjórnarréttindi á bát allt að 30 tonna stórum. Fékk hann þau réttindi á námskeiði sem Snar- faramenn gengust fyrir. G.S. Báturinn er nær fullbúinn og til að átta sig á stærðinni má miða við framenda bílsins til hægri á myndinni. DB-mynd Hörður. Séð inn eftir bátnum. Flest stjórntækin eru komin á sinn stað. Klósettið, sem sést frammi i bátnum hægra megin, er ekki komið á sinn stað, sem er lokaður klefi. DB-mynd Hörður. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Að gera bátinn ósökkvandi! Ekki er nægilegt að hafa einungis björgunarvesti i þeim sportbátum sem notaðir eru til sjósiglinga því fólk getur hrein- lega króknað úr kulda á meðan það bíður björgunar, þótt það fljóti i þeim. Sumir bátar eru framleiddir með lokuðum hólf- um og eru þau góð nema þau brotni. Margir freistast til að skera göt á þessi hólf til að fá geymslurými og þá er að sjálf- sögöu ekkert öryggi í þeim lengur. Ein leið er þó hvað öruggust. það er að nota plastefnið poliuritan sem re.vndar kemur með sumum nýjum bátum. Sé það ekki í bátnurn er hægt að bæta úr því. Tveim efnum er blandað saman og hrært í með borvél, til flýtis. Er efninu siðan hellt í viðkomandi hol- rúm eða horn og þenst það þá 1H til 20-falt og myndar mikið flot. Efnið drekkur ekki i sig vatn ef rétt er að farið, það þolir vel frost og unnt er að bæta i það efni svo eldur haldist ekki við í því. Skv. útreikningum norska flokkunarfélagsins Norsk Veritas. sem er samluerilegt við Lloyds í Bretlandi, nægja 1,2 kg af efninu til að fleyta einum manni örugglega. F.vrirtækið Börkur h/f í Hafnarfirði hefur þetta efni á boðstólum og kostar kílóið um 600 krónur, sem hlýtur að teljast ódýr líf- trygging fyrir einn tnann. Vegna anna hjá fyrirtækinu getur það ekki tekið við bátum til að setja efnið I en býðst hins vegar til að kenna einum til tveim bátaáhugamönnum að læra meðferð þess svo þeir geti gert þetta fyrir félaga sína. GS. Keppnisskrá Siglingasambands Islands Kænukeppni Kjölbátakeppni, Faxaflói. Verzlunarmannahelgi. Kjölbátakeppni, Ólafsvík. Landsmót, Flipper Fireball. Landsmót Optimist (Þytur, Vogar, Kópanes, Siglunes) Hafnarfjörður, Straumsvík. Hópsigling Lokakeppni. Skerjafjörður Opin keppni. 17. júní, föstudag, 2S.-26. júní. laugard.-sunnud. 6., 7., 8. ágúst laugard. -mánud. og 12., 13., 14. ágúst föstud.-sunnud. 19., 20., 21. ágúst föstud.-sunnud. 27.-28. ágúst laugard.-sunnud. 4. sept. sunnud. Illlllllllll ÆrX

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.