Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JÚNl 1977. 1 Utvarp 27.. Sjónvarp 9 Sunnudagsmorgunn kl. 9,00: Nú „poppar” Vignir plötusnúður í morgunsárið! Nýrtímifyrir unglinga og aðrapopp- áhugamenn Nú er betra fyrir unglingana og aðra unnendur popptónlistarinn- ar að drífa sig tímanlega á lappir á sunnudagsmorgnum í framtíð- inni. Eftir að lestri morgunfrétta lýkur kl. rúmlega níu verður þátt- urinn Vinsælustu popplögin undir stjórn Vignis Sveinssonar á dagskránni fram að lestri veður- fregna kl. 10.10. — Þátturinn Hver er í símanum undir stjórn Arna Gunnarssonar og Einars Karls Haraldssonar hefur nú lokið göngu sinni i bili a.m.k. „Jú, maður verður auðvitað að vakna fyrir allar aldir eða klukk- an 7,“ sagði Vignir Sveinsson í viðtali við DB er við spurðum hann um þennan nýja útvarps- tíma. „Einnig kæmi til greina að mæta beint úr vinnunni til þess að poppast,“ sagði Vignir. Hann er í umferðardeild lögreglunnar. Vignir hefur verið með popp- hornið á föstudagseftirmiðdögum í rúm þrjú ár. Sagði Vignir að föstudagar væru afleitir fyrir poppþætti, því sífellt væri veriö að klípa af þeim vegna mikilla tilkynninga. Nú kemur ekkert slíkt til greina og Vignir getur poppazt allt hvað hann vill á þess- um fyrirfram ákveðna tíma. — Heldurðu að poppáhugafólk sé almennt vaknað á þessum nýja útsendingartíma? „Það veit maður náttúrlega ekkert um. Það er aðeins búinn einn þáttur og hlustendur hafa ekki haft samband við mig vegna útsendingartímans. Ja, það var nú reyndar verið að kvarta yfir honum í lesendadálki DB. Annars hringdu nokkrir af eldri kynslóð- inni á sunnudaginn var og vildu endilega fá að heyra sjómannalög. Það var líka sjómannadagurinn á sunnudaginn!" — Þú ætlar að koma með vin- sældalista, er það ekki? „Jú, ég ætla að reyna að búa til vinsældalista, bæði úr óskalaga- þáttum útvarpsins og einnig frá diskótekunum í Reykjavík og á Akureyri. Verða tíu lög á listan- um hverju sinni,“ sagði Vignir. — Hvernig samræmist að vera Vignir Sveinsson vinnur í um- ferðardeild lögreglunnar. Hann ætlar að koma með vinsældalista i sunnudagspoppþættinum. bæði í umferðarlögreglunni og stangast dálítið á. Maður fær fyrir plötusnúðinn!" sagði Vignir plötusnúður? stunduin ljót orð i eyra og þá Sveinsson. „Það kemur fyrir að það verður umferðarlöggan að svara - A.Bj. Útvarp á morgun kl. 17,30: Hugsum um það Hvernig hefur fórnardýrum umferðarslysanna reitt af? Síðasti þáttur Gísla og Andreu Á morgun kl. 17.30 er á dagskrá útvarpsins seinasti þáttur Gísla Helgasonar og Andreu Þórðar- dóttur Hugsum um það. Er þetta sextándi þátturinn í vetur. „Okkur fannst fara vel á því að rifja upp atriði sem við vorum með fyrir tveimur árum er við ræddum við sjúklinga á Grensás- deild Borgarspítalans og kanna hvernig þeim hefur reitt af," sagði Andrea í samtali við DB. „Sjúklingar þessir höfðu allir nema einn lent í umferðarslysum. Sá sjúklingur virðist einhvern veginn ekki passa inn í kerfið. Björn Carlsson er að visu ekki fórnardýr umferðarslyss heldur missti hann fæturna vegna a>ða- þrengsla og blóðsjúkdóms. Viö hann verður rætt í þættinum Hugsum um það en hann hefur barizt við kerfið og virðist hvergi passa inn í. Viðtal við Björn var í DB 24. febrúar sl. DB-mynd Sveinn Þormóósson. Hann fór heim til sín skömmu eftir að við Gísli heimsóttum deildina fyrir tveimur árum. Sagði hann okkur að hann hefði ekki komið út fyrir þröskuldinn hjá sér í fimmtán mánuði. Það var reyndar viðtal við þennan mann, sem heitir Björn Carlsson, i DB fyrir nokkrum mánuðum. Björn er fótalaus maður og hann virðist hvergi eiga heima í þjóðfélaginu. Margir aðilar, bæði háir og lágir, hafa reynt að gera ýmislegt fyrir hann. En Björn fær aldrei nein svör, — ekki einu sinni neitun. Mörg átakanleg viðtöl hefur maður tekið í sambandi við þessa útvarpsþætti okkar Gísla en ég held að þetta sé með því erfiðasta sem ég hef tekið. Mig langar til þess að biðja fólk að hugleiða hvort við getum ekki gert betur við þá sem hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir sjúk- dómum,“ sagði Andrea Þórðar- dóttir. Margt athyglisvert hefur komið fram í þessum útvarpsþáttum. Þeir hafa vonandi vakið ráðandi aðila til umhugsunar, gæti það orðið fyrsta skrefið til þess að bæta úr því sem miður fer í þjóð- félaginu. - A.Bj. Ertu 18 ára eða eldri? Leitar þú trausts umhverfis í félagi við önnur ungmenni? Viltu taka þátt í menntun, sem ekki byggir á prófum heldur áhuga? Við bjóðum upp á fjölda námsgreina — þú velur fagið. Rysiinge Hejskole á Fjóni i Danmörku er heimavistar- skóli fyrir 150 nemendur. Við bjóðum átján vikna námskeið frá 15. ágúst eða tuttugu vikna námskeið frá 8. janúar. Þú ert einnig velkominn frá ágúst til i maí (með þriggja vikna jólafríi). Allir.sem orðnir eru 18 ára, eru velkomnir. Styrkur frá danska ríkinu og úr Norðurlandasjóði skólaris. Skrifið eftir nánari upplýsingum til Norræna hússins í Reykjavlk, eða beint til RYSLINGE H0JSKOLE 5856 Ryslinge, Danmark. Það hefur verið erfitt að læra dönsku — Nú verður það gaman! HTH (Hjælper Tjit Hud) MEST SELDA RAKAKREM A NORÐURLÖNDUM FÆST NU LOKS A fSLANDI HTH ER UPPFINNING SÆNSKS HÚÐLÆKNIS. ÞAÐ VINNUR MEÐ RAKAGJAFA SJÁLFRAR HÚÐARINNAR — KARBAMÍÐI, SEM SÝGUR TIL SlN RAKA ÚR DÝPRI HÚÐLÖGUM OG ÚR LOFTINU. HUÐIN ÞARF RAKA - EKKI FITU Venjuleg rakakrem, sem byggja á fituefnum, gefa óraunhæfa tilfinningu um mýkt og raka í húðinni, þar sem fitan dregur úr útgufun um stund. En húðin getur ekki sogið til sin nýjan raka. Fitan leysir því ekki vandann — að húðina vantar raka. HTH vinnur gegn þurri húð með aðferðum náttúrunnar. Inniheld- ur aðeins 3,5% fitu. Notast sem dagkrem, næturkrem, eftir bað o. s. frv., á alian llkamann. Fæst í helztu snyrtivoruverzlunum og lyfjabúðum. Framleitt af lyfjaverksmlðjunni Pharmacla (Medlaan, Uppsala). HTH ízv Umboðsmenn á fslandl: !■ Sími: 38645. 2

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.