Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUNÍ 1977. f Hækkum dagvinnukaup verulega — leggjum niður yfirvinnu til frambúðar Magnús Magnússon skrifar: Núverandi yfirvinnubann hefur opnað augu verkalýðsins og sýnt fram á vinnuþrælkun þeirra, sem þurfa að lifa af verkamannakaupi einu saman. Nú vinna menn 8 stundir á dag og hafa tíma til þess að sinna Fólk lítur tilveruna bjartari augum þegar vinnutími er eðli- legur og þrælkun keyrir ekki úr hófi fram. íslenzka sjónvarpsmenningin áhugamálum sinum, heimih og börnum. Börnin sjá nú feður sína og mæður öðruvísi en út- keyrð og önug af ofþreytu. Margur atvinnurekandinn hefur lýst þeirri skoðun sinni að þetta sé hreint ekki verra fyrirkomulag fyrir fyrirtækin. Fólk vinnur betur og slæpist minna og er betur undir vinnu sína búið en fyrr. En þá er það spurningin hvort ekki sé hægt að hækka dagvinnukaup verulega þannig að lifvænlegt verði fyrir fjöl- skyldur af dagvinnukaupi einu saman? Þannig er það hjá ná- grannalöndum okkar og af hverju þá ekki hjá okkur? Þar vilja menn ekki vinna eftirvinnu. Það er litið í launaumslög- um launþega nú þessa dagana, þegar aðeins er unnin dagvinn- an, vegna þess hve tímakaup er lágt hér á landi. En hér hefur mikill hluti launagreiðslu komið í formi yfirvinnutekna. Er ekki mögulegt að atvinnu- vegirnir geti staðið undir veru- legri kauphækkun daglauna, ef með því móti nást betri vinnu- afköst á styttri tíma. Þá væri yfirvinna ekki nauðsynleg nema að litlu leyti. Nauðsynleg vaktavinna hækkaði síðan að sama skapi. E.H. reykvísk húsmóðir skrifar: Hvaða tilgangi þjónar þessi mynd sem íslendingum var boðið upp á á annan í hvíta- sunnu? Á þetta að vera ein af fræðslumyndum sjónvarpsins? Ef svo er væri betur ógert því slíkan viðbjóð er vart hægt að hugsa sér, fyllirí frá byrjun til enda og ekkert annað en viður- styggð bæði i orði og æði. Þeir sem hafa séð þessa beztu leikara okkar á fjölum Þjóð- leikhússins og fylgja þeim svo i þessari óþverramynd til Djúpu- víkur, liggjandi í ælunni úr sér talandi tómt klám og óþverra á alla vegu, verða undrandi á að þeir skuli gefa sig i þetta. Ég held að það frægðarspor hefði betur verið óptigið. Sjónvarpið hefði vart getað fundið slíka útsendingu í amer- íska sjónvarpinu þegar því var lokað fyrir okkur vegna mann- skemmandi mynda. Ég sá aldrei neitt þessu líkt í því. Börn og unglingar biðu eftir íslenzku kvikmyndinni og margir hafa áreiðanlega hlakkað til að sjá hana og svo kemur þessi endemis óþverri. Ég held að sjónvarpið þurfi ekki að auglýsa drykkjuskap, rúðubrot, klám og morð, nóg er nú samt. Þetta ensú mesta svi- virða sem komið hefur í sjón- varpið hér á landi og væri þeim er þessum málum ráða þörf að betrumbæta sig og sýna eitt- hvað sem göfgar og gleður áhorfendur þvi auðséð er að við eigum fagmenn á þessu sviði, því þrátt fyrir allt hlaut maður að sjá að myndin var vel tekin. „...liggjandi i æiunni úr sér tal- andi tómt klám og óþverra á alla vegu...“ V Auðs þótt beinan akir veg Vísur og vísnaspjall Jón GunnarJónsson Sveinbjörn Beinteinsson bóndi og alls- herjargoði á Draghálsi hefur lengi verið þjóðkunnur fyrir ritstörf sín og fræði- mennsku og er þó tæplega hálfsextugur að aldri. Einhvern tíma ætla ég að taka hús á honum og ganga í prentaðar syrpur hans oé stela mér vísum til að flagga með. Aðeins þrjár vísur eftir Sveinbjörn verða sýnishorn að þessu sinni. Myrkurgríma fclur freðna fold, er skíman þver. Gamanrímu á gaddi kveðna gefa tími ég þér. Væri betur vísnaþráður vita léti á gott. Við höfum setið saman áður, sungið hretin brott. Vetraróður vermir geðið, væri fróðlcgt mál, ef mitt Ijóð á klaka kveðið kveikti glóð í sál. En á síðasta ári kom út bókin Lausa- vísur sem Sveinbjörn Beinteinsson hef- ur tekið saman, en Letur gefið út. Þetta eru vísur eftir þjóðfræg skáld og lands- kunna hagyrðinga frá okkar tíð og langt aftur í aldir. Bókin er 190 síður og á hverri síður eru oftast fjórar vísur, svo þetta er mikið að magni til. En þetta er auðvitað úrval og hinn ágætasti skemmtilestur. í þessa bók sæki ég vísurnar, sem hér fara á eftir. Jón Hákonarson heitir höfundur eftirfarandi vísu, ekkert veit ég um hann, og engan fróðleik um hann að sækja í bókina. Bændur skáld og skussar enn skjótast oft að sprundum, líka hafa lærðir menn leikið þetta stundum. Sjódrukknaður maður á 18. öld á að hafa kveðið. Fer ég djúpt í fiskageim fjarri hringasólum, þó ég sé dofinn dreg ég mig heim til dóttur Narfa á hólum. Og þetta er ein af vísum Ljósavatns systkina: Fjallakauða foringinn fantur nauða grófur er nú dauður afi minn, Oddur sauðaþjófur. Þessi er systrunum eignuð: Fyrir þessar bögur brátt borguninni flýti óva'ginn á allan hátt Andskotinn í Víti. Páll Pálsson á Knappsstöðum orti um föður sinn, séra Pál Tómasson, að gefnu tilefni: Arkar karlinn út í fjós, Ingibjörgu að finna. Ekki þarf hann alltaf ljós til útiverka sinna. Þessi alkunna vísa er eftir Pál Vídalín lögmann. Arngrímur geymir illan mann, enginn trúi ég það rengi. Þeir eru vinir Þórður og hann, en það verður ekki lengi. Hún segir mikla sögu stakan sú arna: Atli ég niann og missti ég hann, með honum fjölda barna. Duttu þau öll í dauðans höll, nema drcngurinn litli þarna. Þarna er hin alkunna vísa Einars Andréssonar á Bólu um ríka manninn. Auðs þótt beinan akir veg ævin treinist meðan, þú flytur á einum eins og ég allra seinast héðan. Og þessa elskulegu vísu orti Jón bóndi Gottskálksson i Ketuseli um sjálfan sig. Búið verður býsna vel og borðað spaðið feita, þegar karl í Ketusel kemst til rólegheita. Þetta er dálítið skrýtin vísa. Þó ég sé að gera mér glatt gulls við e.vju bjarta. það veit Guð ég segi það satt sorg býr mér i hjarta. Mönguvísa Manga langa gengur greitt, ga'gist upp í skýin. Henni fylgir fleira en eitt: Forvitnin og lygin. Séra Gisli Thorarensen orti. Hrjóta allir hér á bæ, hundarnir líka sofa. En ég dúrinn engan fæ, sem á þó þessa kofa. Konu nokkurri, Evlalíu Erlendsdótt- ur, var brugðið um ósiðleg kynni af erlendum sjómönnum. Hún orti. Af því ber ég enga sút, er mér bættur skaðinn, silfurskeið og silkiklút sit ég með í staðinn. Og ætli þessi sé ekki ort af líku tilefni? Komdu hérna kindin min, kokkurinn vill þig finna, gefa þér brauð og brennivin bláan klút og tvinna. Svo að lokum glettnisvísa úr annarri bók. Hún er eftir Sveinbjörn Beinteins- son, ort til vinkonu. Mælist varla meir en spönn mittið fagra og netta. Þú ert orðin alltof grönn. A ég að laga þetta? J.G.J.----S. 41046.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.