Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 28
Prófessor Bryson: MANNKYNIÐ ÞARF Afi HAGA SÉR EINS OG ÍSLENZKUR BÓNDI Keunen frá HoHandi ásamt Bryson, Bandaríkjunum, Næst kemur Indverjinn Gaekwad, sem sagði: Eitt ísland á fimm daga fresti á Indlandi. Loks er Nobelsverðlaunahafinn Linus Pauling frá Bandaríkjunum. — DB-myndir R. Th. Sig. „Mannkynið sér nú fram á að þær auðlindir er við nú búum við gangi brátt til þurrðar og á næstu árum þarf að taka mikil- vægar ákvarðanir er varða munu mannkynið allt um ófyrirsjáaniega framtið," sagði Linus Pauling prófessor og tvö- faldur Nóbelsverðlaunahafi, í tilefni ráðstefnu þeirrar er nú stendur yfir á Loftleiðahótel- inu, Vöxtur án vistkreppu. Til ráðstefnunnar er boðað af al- þjóðlegum samtökum sem starfa í Sviss, í samráði við stjórnvöld á íslandi. Ráðstefn- una sækja nær eingöngu ein- staklingar á eigin vegum, vís- indamenn og fræðimenn hvaðanæva úr veröldinni. Reid A. Bryson, prófessor frá Bandaríkjunum, sagði nú hausta að i heiminum. Tíma uppskerunnar væri lokið og nú þyrfti að fara að undirbúa sig undir veturinn. Minnti hann á sjónarmið íslenzkra bænda um aldir, við þyrftum að kanna hvaða vetrarforða við ættum og fækka síðan fénu svo nægt fóður verði fyrir það allt út veturinn, vetur þann sem mannkynið nálgast óðum. Um næstu aldamót er áætlaður fjöldi jarðarbúa átta milljarðar. En að áliti vísindamanna nær jörðin alls ekki að brauðfæða allan þann fjölda. Donald J. Keunen, rektor háskólans í Leiden í Hollandi kvað sig vera svartsýnismann. Á næstu fimm til tíu árum væri nauðsynlegt að jafna skiptingu auðæfa jarðarinnar, þó væru hinar rikari þjóðir alls ekki reiðubúnar til slíks og stöðugt ykist bilið milli snauðr.a þjóða og ríkra. Fatehsingrao Gaekwad frá Indlandi kvaðst nú vera á Is- landi fyrsta sinni, en sannar- lega vonast til þess að fá tæki- færi til að koma hingað oftar. Kvaðst hann sér til mikillar hrellingar hafa uppgötvað þá staðreynd áð Indverjum fjölgar jafnmikið á hverjum fimm dögum og nemur fjölda állra Islendinga. Að endingu kvaðst Linus Pauling, forseti ráðstefnunnar, þrátt fyrir allt hafa trú á mann- kyninu, unga fólkinu er mundi hindra að allt of illa færi. Fann hann stjórnmálamönnum, eins og þeir eru í dag, flest til for- áttu og kvað þá ekki geta unnið að lausn hinna aðkailandi mála, þeir væru alltaf að hugsa um eiginn hag, að verða kosnir í næstu kosningum. Alltof miklum fjárhæðum væri varið til hernaðarútgjalda í heimin- um; að vilja almenningsálitsins, en Pentagon, varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna, kynti mjög undir áróðri fyrir meiri útgjöldum til hernaðar. Ráðstefnunni mun ljúka nú um helgina og eftir u.þ.b. eitt ár er von á bók með fyrirlestr- um þeim sem haldnir voru á ráðstefnunni. - BH Sætúnið verður malbikað í sumar - Fyrirhugað að verja 810 milljönum til nýbygginga gatna og 285 í viðhald í ár — I ár er áætlað að verja um 810 milljónum króna til nýbygg- inga og holræsagerðar á vegum Reykjavíkurborgar. Um 285 millj- ónir fara í viðhald gatna og hol- ræsa, sagði Ölafur Guðmundsson, yfirverkfræðingur gatnadeildar borgarverkfræðings í viðtali við DB. Stærsta verkefnið er í iðnaðar- hverfunum við Vesturlandsveg og er áætlað að verja þar 140 milljón- um. I sumar verður Sætúnið frá Skúlatorgi austur að Kringlu- mýrarbraut malbikað og er áætlað að það kosti um 45 milljón- ir króna. Þetta er ákaflega þörf framkvæmd þar sem álag á Borgartúninu er allt of mikið en síðar verður Skúlagatan breikk- uð. Inn við Suðurlandsbraut er áætluð talsverð framkvæmd. Það er nýbygging húsagötu frá Veg- múla og austur fyrir Bygginga- vörusölu SÍS. Þá er ætlaðað að leggja nýtt slitlag á Suðurlandsbrautina eins og hún leggur sig — raunar Laugaveg allt frá Rauðarárstíg og austur að Elliðavogi og er reiknað með að sú framkvæmd kosti 25 milljónir. Þá verður einnig fríkkað upp á Miklubrautina frá Grensásvegi austur fyrir brýr. Ekki verður Hafnarfjarðarvegurinn skilinn útundan. Hann verður malbik- aður frá Miklatorgi allt suður að Nesti. Ibúar Breiðholts verða þó enn um sinn að sýna biðlund. „Birgis- braut“, eins og gatan holótta i gegn um Blesugrófina er oft nefnd, verður ekki malbikuð í sumar. Þeir hjá gatnamáladeild- inni ætla að bera ofan í hana og síðan á að tengja beint úr Stekkjarbakkanum á Reykjanes- brautina á næsta ári. - h halls. 0 Þrátt fyrir talsverðar fram- kvæmdir i sumar verða íbúar Breiðholts III enn um sinn að sætta sig við „Birgisbraut" í gegn- um Blesugrófina. Hef jast umtalsverðar kolmunnaveiðar í sumar? Búast má við að kolmunnaveiðar komist á eillhveii louiiln. i'l stig hér í sumar, en i fyrrasumar voru aðeins gerðar tilraunir með slíkar veiðar á einu skipi, skut- togaranum Runólfi, og ekki tókst að framkvæma vinnslutilraunir sem skyldi. Hafrannsóknastofnunin hefur nú lagt til við sjávarút- vegsráðuneytið að reyndar verði veiðar til bræðslu á nokkrum skipum. Til þess að laða skip að þessum veiðum er lagt til að þeim sé tryggð einhver lágmarksafkoma, svo sem með þeim hætti að greiða niður olíuna til þeirra. Fari af- koman hins vegar yfir eitthvert tiltekið lágmark, falli allir styrkir niður. Þá hefur rannsóknastofnun fiskiðnaðarins lagt til að ráðuneytið heimili stofnuninni að taka á leigu fiskiðjuver,véla- búnað og mannskap til að gera umtalsverðar tilrauriir til skreiðarverkunar kolmunna. I fyrra þegar sú stofnun tók Runólf á leigu til veiða, sem gengu vel, gengu vinnslurann- sóknir ekki sem skyldi. Stafaði það af önnum fisk- vinnslustöðvanna, sem þátt tóku í tilrauninni.við úrvinnslu annarra fisktegund^. Hins veg- ar lofuðu þær tilraunir, sem gerðar voru, góðu. Þess má að lokum geta að sjávarútvegs- ráðherra hefur ítrekað það í máli sínu að undanförnu að nauðsyn beri til þess að leggja áherzlu á nýtingu ónýttra fisk- tegunda hér við land, og má því búast við góðum undirtektum ráðune.vtis við fyrrnefndar tillögur. -G.S. FÖSTUDAGUR 10. JtJNt 1977. Kópavogs- bflar missa númer sín I gærkvöldi stöðvaði Kópavogslögreglan 34 bíla sem urðu á vegi hennar og ekki höfðu verið færðir til skoðunar á réttum tfma. Aðeins 10 bílanna sluppu í gegnum skoðun með mislita miða á rúðum en 24 bílar misstu númerin, auk þess sem ökumennirnir fá sektir fyrir að mæta ekki með- bilana til skoðunar á auglýstum tíma. 1 fyrra- kvöld voru 15 bílar stöðvaðir, 8 sluppu í gegn, en 7 misstu þá númerin. Aðgerðum þessum verður haldið áfram, að sögn lög- reglunnar -ASt. Samninga- viðræður við EBE ákveðnar Niðurstöður fundar sendimanna Efnahags- bandalagsins og Islendinga í gær urðu að samninga- viðræður voru ákveðnar, líklega í haust. Gundelach, formaður sendinefndar EBE, kvartaði um, að hann hefði enn ekki getað tilkynnt bandalaginu um neinn árangur í viðræðum við tslendinga. Jafnframt fundi, sem sagt var, að væri til að undirbúa samningaviðræður, voru fundir nefndar um viðskiptamál. Islendingar á þeim fundi vísuðu á bug tilraunum Breta til að tengja viðskiptamálið og fiskveiðimálið. -HH. Veiðihús, laxveiði og fríttfæði Laxveiðin í Norðurá hefur gengið dável miðað við kuldaköst og fleira. Fyrsti veiðimannahópurinn, stjórn SVFR, fékk 58 laxa á hálfum þriðja degi. Næsti hópur lenti í kuldakastinu og fékk „aðeins“ 21 lax á 3 dögum, en hópur sem lauk veiði í fyrradag fékk 30 laxa. Nú opnast margar ár til laxveiða á næstu dögum. Veiði í Grímsá hefst 15. júní. Þar hefur veiði Grétar Páls- son flugumferðarstjóri. Hann hlaut vinning í happdrætti SVFR, en vinningurinn var eins dags veiði í Grimsá fyrir sex stangir, veiðihúsið til afnota fyrir 12 gesti með fríu fæði og öllu. Grétar mætir þarna með fimm vini sína, sem hann hefur boðið til að njóta happdrættisvinningsins með sér. Allir verða með eigin- konur með. Það verður hátíð í veiðihúsinu. Örfá veiðileyfi i Grímsá í júnímánuði eru ennþá laus. Veiðileyfi á svæði SVFR eru hins vegar langt til uppseld. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.