Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUNl 1977. 9 Póstsendum Skóverzlun ÞórðarPéturssonar Kirkjustræti 8 v/A usturvöli - Sími 14181 ÚTBOÐ Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra barst óvæntur en gleðilegur stuðningur á dögunum. Nokkrir myndarlegir og duglegir krakkar úr Seljahverfinu í Breiðholti lögðu á borðið kr. 3.150.00 til styrktar félaginu. Þessa fjár höfðu þau aflað með ærinni fyrirhöfn. Þau söfnuðu ýmsum hlutum, smáum og stórum, hjá velviljuðu fólki í hverfinu sínu og héldu síðan hlutaveltu. Hagnaðurinn varð kr. 3.150.00 sem fyrr segir. Hópurinn fór síðan á skrifstofu styrktarfélagsins og afhenti fjár- hæðina, sem var þegin með þökkum. Siðan komu börnin á rit- stjórn Dagblaðsins og skýrðu blaðamanni frá afreki sínu. Bjarnleifur ljósmyndari var ekki seinn á sér að smella mynd af hópnum sem kom. 1 honum voru: Þuríður Valdimarsdóttir, 7 ára, Elísabet Valdimarsdóttir, 10 ára, tvíburarnir Hilmar og Þorvaldur Magnússynir, 11 • ára, öll í ölduselsskóla, Guðrún Þórunn Schmidhauser, 8 ára, og Anton örn Schmidhauser, 7 ára, bæði í lsakssk<y.a en verða í öldusels- skólanum næsta vetur. 1 hópinn vantaði Erlu Ölafsdóttur, 7 ára, í Ölduselsskóla. Á myndinni eru börnin í þeirri röð sem þau voru talin. -BS. Utanhússmálning í Keflavík Ný reglugerð að því er varðar inn- og útflutning peninga tekur gildi í dag. Innlendir og erlendir ferða- menn fá heimild til þess að flytja inn og út úr landinu allt að fjórtan þúsund krónum, þó ekki í seðlum að verðgildi yfir eitt þúsund krónur. Viðskipti í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli mega þó ekki nema samtals hærri fjárhæð en sjö þúsund krónum 'Við brottför eða komu til landsins í hvort sinn. Verður tekin upp áritun á brottfararkort farþega um kaup þeirra í Fríhöfninni til eftirlits. Það er því bannað að fara með 5000 kr. seðla úr landi. Þá er notkun ávisana (einka- tékka í islenzkum krónum) utan- lands og f fríhöfninni óheimil. Vegna þessa hafði DB samband við Yngva Ólafsson deildarstjóra f viðskiptaráðuneytinu og grennslaðist frekar um þessi atriði. Yngvi sagði að hér eftir yrði ekki leyfð notkun ávfsana f fríhöfninni, þótt það hefði viðgengizt átölulaust undanfarið. Einnig fengju menn ekKi að kaupa fyrir meira en 7000 ki ónur í hvert sinn sem þeir færu f gegnum frfhöfnina og myndu gjaldkerar frfhafnarinnar fylgjast með því. Hins vegar ætti þetta eingöngu við íslenzka mynt. Ferðamönnum væri eftir sem áður heimilt að nota erlendan gjaldeyri til kaupa f fríhöfninni og væru engar hömlur lagðar á þau viðskipti. Ferðamenn búsettir hérlendis Teg. 633 Teg. 653 Litur: Rautt/Blátt. Stærðir: Nr. 27—35 kr. 2.395 Litur: Hvítt/Blátt. Stærðir: Nr. 27—35 kr. 2.175.- mega flytja með sér út og inn f landið þann erlenda gjaldeyri, sem þeir hafa löglega umráð yfir. Ferðamenn búsettir erlendis mega flytja jafnmikla erlenda peninga út úr landinu og þeir fluttu inn við komu til landsins, að frádregnum þeim dvalar- kostnaði sem þeir hafa haft hér. -JH. Tilboð óskast í málningu fjölbýlis- hússins við Faxabraut 25—27 og Sól- vallagötu 38—40 í Keflavík. Útboðs- gagna má vitja hjá Valgeiri Sighvats- syni Sólvallagötu 40 Keflavík og hjá Verkfræðistofunni Borgartúni 29 Reykjavík gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Litur: Brúnt leður Stærðir: Nr. 24—30 kr. 2.090.- Nr. 31—35 kr. 2.155,- Teg. 1001 Litir: Brúnt leour ec_ blátt leður eða rautt leður. Stærðir: . 24—30 kr. 2.035.- .31—35 kr. 2.100.- Teg. 553 Litur: Rautt/Hvítt/Blátt Stærðir: Nr. 27—35 kr. 2.495.- Teg. 1002 BARNASK0R Teg. 180 Litur: Denim blátt Natur leður. Stærðir: Nr. 27—35 kr. 2.680.- Teg.319 Litur: Natur leður. Stærðir: Nr. 27—35 kr. 2.595. FrAiöfnin á Keflavíkurflugvelli: Ávísanir, — ómögulega takk — en nií mega ferðamenn fara með 14 þúsund íinnkaup ífríhöfninni Duglegir krakkar f Breiðholti styrkja lamaða og fatlaða Tónlistarskóli Ólafsvíkur Tónlistarskóli Ólafsvíkur óskar að ráða skólastjóra og kennara á vetri komanda, aðalkennslugreinar blásturshljóðfæri, píanó, gítar. Ibúðarhúsnæði til reiðu. Umsóknir sendist til formanns skóla- nefndar, Engihlíð 2, Ólafsvík, sími 93- 6106. Ungur kjötiðnaðarmaður Óskum að ráða ungan kjötiðnaðar- mann til starfa í kjötvinnslu vorri. Uppl. veitir verkstjóri á mánudag. Kjötver Dugguvogi 3.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.