Dagblaðið - 29.06.1977, Síða 3

Dagblaðið - 29.06.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1977. 3 Af hverju ganga lögregluþjónar í svona I jótum fötum? Haldið þið að það væri ekki munur ef lögregluþjónar væru létt- klæddir á sumardögum þegar heitt er í veðri? SKATTPÍNIÐ EKKI GAMLA FÓLKIÐ Kona hringdi: Er réttlátt að skattleggja elli- lífeyrisþega? Peningar sem það fólk aflar eiga í rauninni að vera eign þess. Þetta fólk er búið að vinna alla sína ævi og hefur byggt upp þjóðfélagið og á því skilið að eiga góða ævi í ellinni. Gamla fólkið, sem er að reyna að vinna þjóðfélaginu gegn með því að vinna úti að minnsta kosti hluta dags, er svo skattpínt að það hættir að vinna. Fyrir nú utan það að ef unnir eru fjórir límar á dag eða meira fellur tekjutryggingin niður. Við erum stolt af þvi að svo og svo mikið sé gert fvrir gamla fólkið. Það er alveg rétt. En ekki nóg. Það vantar í viðbót að gamalt fólk, að minnsta kosti það sem komið er yfir áttrætt, sé ekki skattpint úr hófi. Jón Björnsson skrifar: Mig langar til að skrifa blaðinu nokkrar línur um fatnað lögreglumanna á Islandi. Ég á ágætan vin sem er í lögreglunni i Reykjavik og höfum við eytt löngum stund- um í að ræða þessi mál en samt ekki komizt að neinni niður- stöðu. Mig langar því til að biðja blaðið að koma eftirfar- andi spurningum á framfæri til réttra aðila: 1. Hvernig stendur á því að fataverzlunin Ultíma er látin sjá um það ár eftir ár að sauma föt á lögreglumenn og aðra opinbera starfsmenn þótt sú fataverzlun hafi sýnt það fyrir löngu að klæðskerarnir þar eru algerlega óhæfir til þess verks? Það heyrir til algerra undan- tekninga að föt, sem lögreglu- menn fá, passi þeim. Oft þurfa þeir að fara margar ferðir til þess að fá 'föt sem þeir mögu- lega geta notað og oftast eru þau illa sniðin og hreinlega ljót að vart er hægt að láta sjá sig í þeim á götum úti. Það hlýtur að vera til annar aðili í landinu sem ferst þetta betur úr hendi. 2. Hvernig stendur á því að þetta ullartausefni er notað í lögguföt? Ástæðan til þessarar spurningar er sú að efnið er svo lint að sé verið í fötunum dagspart eða svo er eins og sofið hafi verið í þeim heila viku. Bæði hné og rass móta greinilegt far í buxurnar og ol- bogarnir í jakkana. Auk þess er efnið þannig að útilokað er að þvo það, því það hleypur mjög. Slettist éitthvað smávegis á fötin verða menn að tölta með þau í hreinsun. Ég er sannfærður um að það er æði oft á ári sem slikt gerist. 3. Af hverju svört föt? Á sumrin eru þau allt of heit, að minnsta kosti á meðan sólin skín. Væri ekki hægt að útvega lögreglumönnum létt föt úr til dæmis kaki til að vera í á sumrin? Málunum gæti t.d. verið þannig háttað að annað hvort ár fengju þeir föt úr léttu efni til sumarbrúks en hitt árýð fengju þeir hlýrri föt. Eg vil þó leyfa mér að benda á að þau föt þyrftu alls ekkert frekar að vera svört. Það sést miklu meira á svörtum fötum, en fötum í öðrum litum. 4. Mér skilst á vini mínum að lögreglumenn megi ekki ganga í skyrtum sem eru öðruvísi á. litinn en bláar eða hvítar. Samt fá þeir ekki fé til skyrtukaupa. Ég held þó áreiðanlega að ég hafi einhversstaðar séð að ef vinnuveitandi krefst þess að starfsmaður gangi í einhverj- um sérstökum klæðum beri honum að greiða þau klæði. Skór lögreglumanna eru sams konar mál. Þeir verða að vera í svörtum skóm við búninginn en fá ekki greitt fé til skókaupa. 5. Vinur minn i lögreglunni segir mér að húfur lögreglu- þjóna séu alveg eins ómögulegar og hægt sé að hugsa sér. I fyrsta lagi gera þær ekkert gagn sem skjól fyrir veðri og vindum. í öðru lagi fjúka þær af í smágusti. í þriðja lagi eru þær mjög þungar og er erfitt að fá þær til að sitja vel. Og í fjórða lagi er sá sem saumar þær alltaf „veikur" þegar á honum þarf að halda. Er enginn sem gæti saumað betri húfur? Ég ætla að láta þetta gott heita í bili en ég vonast eindregið eftir svari réttra yfir- valda. Spurning dagsins Er nauðsynlegt að eiga bíl? (Flateyri) Lilja Guðmundsdóttir: Nei, maður hefur víst ekki nema gott, af því að ganga, ég hef aldrei átt’ bíl og hef ekki bílpróf. Guðmundur Aðalsteinsson beitingamaður: Já, það held ég sé alveg nauðsynlegt og ég er Iíka búinn að fá mér skellinöðru. Guðmundur Gíslason í frysti- húsinu: Það er alveg nauðsynlegt að eiga bíl finnst mér, og þess vegna ætla ég að fara að fá mér skellinöðru. Sverrir Guðbrandsson ökumaður: Það held ég sé nú alls ekki nauðsynlegt, manni er ekki of gott að ganga, þess vegna á ég engan bíl. Fanney Annasdóttir: Já, ég tei Það nauðsynlegt að eiga bil og langbezt væri að allir gætu átt bila. Þórir Steinarsson: Já. mér finnst það nauðsynlegt til að geta skroppið i biltúra o. þ.h. eitthvað út f.vrir plássið. ég á ekki skelli- nöðru.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.