Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JUNÍ 1977. Grásleppan er okkar hobbí —Sigurður Árnason Rifi tekinn tali Sigurður Arnason var að koma úr grásleppuróðri er við hittum hann við höfnina á Rifi fyrir skemmstu. „Það er frekar lélegt núna á grásleppunni, en var sæmilegt í vor. Þetta er að tregðast núna en við verðum að fram að 10. júlí, þá eigum við að hætta.“ Hvernig stendur á því að grá- sleppunni er hent og aðeins hirt hrognin? „Það er enginn markaður fyrir þennan fisk og nú er of seint að láta síga. Við verkum þetta sjáifir og fáum u.þ.b. 42 þúsund krónur fyrir tunnuna af hrognunum." „Við sækjum ekki langt, förum hér með fram landinu út að Gufu- skálum. Þegar við hættum í júlf förum við að leika okkur á færum. Þetta er nú hálfgert hobbí hjá okkur, við vinnum önnur störf líka. Ég er við saltfiskmat þess utan og vinn auk þess í fiski.“ „Það er nú ekki hægt að segja að grásleppuveiðin sé sérstaklega skemmtileg. Það er það versta ef þarinn kemst í netin, þá er erfitt að hreinsa þau. Þetta er ekki skemmtilegur veiðiskapur en getur gefið vel af sér. Hér á Rifi hefur verið töluvert byggt síðastliðin ár. Hér eru 3 saltfiskverkunarhús og eitt frysti- hús. Höfnin hér er orðin nokkuð góð fyrir smábáta, en hér þarf nauðsynlega að dýpka fyrir stærri skip.“ JH ' : Höfnin á Rifi er orðin góð fyrir smábáta, en þyrfti að dýpka fyrir stærri báta. DB-myndir Hörður. Grásleppuhrognin eru sett í poka, en flskinum sjálfum er hent þar sem enginn markaður er fyrir hann. Hér sést Slgurður landa aflanum. /. r P - 4« ,' v 4’ \ l mtBk Gummi skó á Flateyri: Spilaheppnin horfin 95 ára öldungur sóttur heim „Taflið skvrpir svo hugsunina." Guðmundur Guðmundsson fyrrum skósmiður á Flateyri. (DB-mynd BH) Gummi skó var hann kallaður til aðgreiningar frá öllum hinum Guðmundunum í Önundarfirði. Guðmundur verður 95 ára innan skamms og hefur frá mörgu að segja, bæði gömlu og nýju frá Flateyri þar sem hann hefur dvalið lengst af ævinnar. Man Ellefsen og Hafstein Hann var einn þeirra heppnu sem fengu skíðin og skóna sem Ellefsen gaf önfirðingum vetur- inn 1896-’97, fermingarár Guðmundar. Ellefsen var einn Norðmannanna sem stunduðu hvalveiðar hér við land og urðu stórauðugir á. Gaf Ellefsen 20 pör sem dreift var á bæina við Önundarfjörð. „Skíðin var mikið gaman að eiga og notaði maður þau óspart . Ég man vel eftir Hannesi Hafstein, um hann finnst mér allt það bezta sem ég get hugsað mér,“ segir Guðmundur og heldur áfram að hnýta spott- ana við önglana fyrir frystihúsið sem greiðir honum 450 krónur fyrir að hnýta á 1000 öngla. Alítur hann sig hafa haldið heilsu og viti svo lengi sem raun ber vitni því hann gætir þess að hafa alltaf nóg að gera. Áður fyrr batt hann inn bækur í frístundunum frá skó- smíðinni en nú prjónar hann, hnýtir á öngla og bindur perlur. Þess á milli sem hann er ekki með eitthvað í höndunum teflir hann og spilar, hlustar á útvarp og les blöð. „Ég er farinn að verða svo óheppinn í spilum upp á síðkastið að það er alveg magnað," Engu að siður skákaði hann blm. með glæsibrag í einni skák og fór þar saman snilldarleg taflmennska Guðmundar og léleg taflkunnátta blm. Átti geitur í húsi „Ég byggði húsið mitt á árinu 1923, frá því í júní og fram i ágúst, það þætti víst ekki langur byggingatími nú til dags. Ég átti geitur hér áður og fyrr, geita- injólkin kom lífi í krakkana. Einn hafur og tvær geitur hafði ég, sem ég keypti af Vilmundi Jónssyni landlækni tneðan hann var á ísa- firði. Þó svo ég hafi unnið að skósmíðum alla tíð hef ég aldrei fengið til þess formleg réttindi, samt lauk ég námi í skósmíðum hjá honum Katli gamla skósmið á ísafirði 1921. Hins vegar hlaut ég réttindi til húsasmíða og vann að þeim i Hafnarfirði." Þrátt fyrir háan aldur ber Ciuinmi skó, Guðmundur Guðmundsson, áldurinn vel, ern bæði til sálar og likama. Er þetta taflmennskunni að þakka? Eða einhverju öðru? Guðmundur segist sjálfur hafa verið veiklu- legt barn i æsku, en a.m.k. virðist tafl og vinnusemi hafa koinið Guðmundi alla tíð til góða. BH íþróttakennara vantar að grunnskólanum Blönduósi. Ibúð til staðar. Uppl. gefur Sigurður Kristjúnsson í síma 95-4383 eða 95- 4240. Skólanefndin Bílasmiðirog bílamálarar Viljum ráða sem fyrst bílaSmið eða mann vanan réttingum og bílamálara. — Mikil vinna. — Bílasmiðjan Kyndill Súðarvogi 36. Sími 35051.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.