Dagblaðið - 29.06.1977, Síða 5

Dagblaðið - 29.06.1977, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1977. 5 Ognaði 14 ára pilti með beltissveðju — Hlaut 30 daga varðhald meðan málið er rannsakað Rúmlega þrítugur maöur i KeflaVík var fyrir helgina handtekinn eftir að hafa ógnað 14 ára pilti með hnífi. Lagði hann odd beltishnifs af stærri gerð að hálsi drengsins og mun hafa haft í hótunum við hann. Leiknum hætti maðurinn er nærstatt fólk kallaði til hans. Litlu síðar var hann hand- tekinn og var dæmdur í 30 daga gæzluvarðhald. Stormasamt hefur verið kringum þennan mann, einkum þá er hann hefur vín um hönd. Svo var í þetta sinn. Hann hef- ur nokkrum sinnum áður gripið til hnífs undir svipuðum kring- umstæQum, en aðeins' einu sinni valdið líkamlegu tjóni. Piltinn sem maðurinn ógnáði nd sakaði ekki en varo að vonum skelkaður. -ASt. Dýrmætum peninga- kassa stolið Kærður hefur verið þjófnaður á peningakassa úr einbýlishúsi í Garðabæ. t kassanum voru ýmis skjöl og kvittanir og þó nokkur verðmæti. Eigandinn telur að kassinn hafi horfið sl. föstudag eða laugardag. Útlit er fyrir að einhver kunnugur hafi verið þarna á ferð því húsbrot sjást ekki. Peningakassinn er af venju- legri gerð, grænn að lit, ca. 40-50 cm á langveginn og um 25 cm á breidd. Þeir sem kynnu að finna slíkan kassa eða hafa séð hann í vafasamri umferð eru beðnir að láta lögregluna í Hafnarfirði vita eða koma upplýsingum til DB. -ASt. Ungir hlaupagikkir á Isafirði Þessir ungu hlaupagarpar unnu þjóðhátíðarhlaupið á ísa- firði, hver i sínum aldursflokki. Vissulega eru þetta efnilegir ungir menn og hver veit nema þarna séu spretthlauparar fram- tíðarinnar sem keppa munu á alþjóðlegum mótum fyrir tslands hönd. (DB-m.vnd BH) Skálað íkampavíni á Seyðisfirði — Saumastofan sýnd í 150. skipti Leikfélag Reykjavíkur er nú í leikför út um land og er nú á Austfjörðum og sýnir Sauma- stofuna. Leikurunum hefur verið fádæma vel tekið. Á Eskifirði urðu margír frá að hverfa og í fyrradag var leikritið sýnt á Seyðisfirði og var það 150. sýning verksins. Þar voru móttökur Ieik- húsgesta mjög góðar og i tilefni tímamótanna var skálað í kampa- víni. Leikurinn var sýndur á. Egilsstöðum í gær og síðan verður haldið áfram umhverfis landið. Arnþór/JH. SKÁKÆFINGABÚÐIR 0PNARÍSUMAR — skák kennd og tef Id á vegum TR í allt sumar Skákæfingabúðir fyrir unglinga á vegum Taflfélags Reykjavikur verða í skíðaskála Víkings i Sleggjubeinsdal 8. til 15. júlí. Jafnframt því sem skák verður iðkuð verða stundaðar íþróttir og útivera. Daglega mun einhver þekktur skákmaður heimsækja búðirnar og tefla fjöl- tefli og skýra skákir. Þátttökugjaldið er 10 þúsund og eru væntanlegir þátttakendur skráðir niður i síma TR á kvöldin. Búizt er við mikilli þátttöku, en svipuð námskeið hafa verið tvö undanfarin sumur. Fyrir þá sem ekki komast í búðirnar verða 15 mínútna inótin áfram á þriðjudögum kl. 20 og 10 mínútna mót og kvennaæfingar á fimmtudögum. Á fimmtudags- kvöldum er skákbókasafnið opið og áfram verður unglingakennslt i skák á laugardögum kl. 14 til 18. Þá má geta þess að júlí- hraðskákmót TR verður sunnu- daginn 3. júlí kl. 20. -G.S. Flúðu af hölmi er bíllinn var brotinn Tveir félagar komu akandi til Hafnarfjarðar snemma á sunnu- dagsmorguninn og voru báðir nokkuð slompaðir af áfengis- drykkju. Neðst á Reykjavíkur- veginum lenti bíllinn á umferðar- merki, kastaðist til og fór þvert yfir götuna og nam staðar við Skiphól. Var þá eitt hjóla bílsins af honum eftir átök hans við skiltið og götusteina Er þarna var komið fannst félögunum ráðlegast að hafa sig á brott. Hófst nú leit að þeim og fundust báðir fljótlega. Báru þeir þá hvor á annan að hafa ekið en málið skýrðist síðar. -ASt. Af hassmálum: Á tta enn í haldi —talsvert magn f íknief na gert upptækt Rannsókn fíkniefnamálanna umfangsmiklu sem verið hafa til meðferðar hjá fíkniefna- deild lögreglunnar og Saká- dómi í ávana- og fíkniefna- málum miðar dável skv. þeim upplýsingum sem DB fékk hjá fíkniefnadeildinni í gær. Sitja átta menn í gæzlu- varðhaldi vegna málsins. Einn var látinn laus sl. föstudag, eftir nærri þriggja vikna varðhaldsvist. Er þetta eitt um- fangsmesta fíkniefnamál sem hér hefur verið rannsakað til þessa. Blasa við frekari hand- tökur á næstunni. Guðmundur Gígja, lögreglu- madur í fíkniefnadeildinni, vildi í gær engar upplýsingar gefa um hversu mikið magn fíkniefna væri ao ræða, né aðrar upplýsingar um smáatriði málsins. Áður hefur fíkniefna- deildin þó skýrt DB frá því að rannsóknin beinist að dreifingu og innflutningi marijuana, hass, hassolíu og amfetamíns. Samkvæmt upplýsingum sem DB hefur aflað sér mun töluvert magn fikniefna hafa verið gert upptækt á undan- förnum dögum. Skv. þessum upplýsingum voru allt að þrjú kg af hassi tekin um borð í skipi á ytri höfninni í Reykja- vik í fyrri viku og jafnframt meira magn af amfetamíni en áður liefur náðst hérlendis. Llliar fréttir berast til landsins af málutn ung- inennanna, sem sitja i fang- elsum í Frakklandi og Kanada végna meints fíkniefnasmygls. Pétur Eggerz, sendiherra i utanríkisráðuneytinu, sagði í samtali við DB í gær, að skv. upplýsingum íslenzka sendi- ráðstns i Paris, gerði hinn franski réttargæzlumaður ung- mennanna J)riggja, sem þar sitja i fangelsi, ráð fyrir að eigandi bifreiðarinnar sem natr 4 kg af hassi fundust i 21. mai sl„ verði sektaður. Þetta er á frumstigi, sagði Pétur og óljóst hve lengi rannsóknin varir. Frá Kanada, þar sem 25 ára gamall íslendingur situr i fangelsi fyrir meint sm.vgl á 2.7 kg. af hassi inn i landið, hafa engar fréttir borizt. -ov. Shelltox FLUGIMA FÆLAIM Hafið þér ónæði Við kunnum ráð við því Á afgreiðslustöðum okkar seljum við SHELL flugnafæluspjaldið. Spjaldið er sett upp og engar flugur í því herbergi næstu 3 mánuðina. Spjaldið er lyktarlaust, og fæst í tveim stærðum. Olíufélagið Skeljungur hf Shell SKAGFJORÐHE Hólmsgnta 4. Box 906, simi 24120. Raykjavik hyimaifmi tölummm 11387.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.