Dagblaðið - 29.06.1977, Page 10

Dagblaðið - 29.06.1977, Page 10
iO Framkwnidastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fráttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar: Jóhannas Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarspn. Aðstoðarfréttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón SMvar Beldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálssort. BfkBamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissm SigurAsson. Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pélsdóttir. Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Lióamyndir: Bjamleifur Bjqrnleifsson, Hórður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. HaBdórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Wdsími blaðsins 27022 (10 linur). Áskríft 1300 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 70 kr. sintakið. « Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Látum týrurnarloga Sameinuðu þjóðirnar og stofn- anir þeirra eru óðum að glata hlutverki sínu á sviði mann- réttinda. Við fjölgun þátttöku- ríkjanna hefur myndazt þar öflugur meirihluti ríkja, sem þverbrýtur daglega flestar grein- ar mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna. I þessum meirihluta eru öflugar fylkingar eins og austantjaldsríkin, arabaríkin og afríku- ríkin. Fylkingarnar gera með sér bandalög á ýmsa vegu um að beita Sameinuðu þjóðunum og stofnunum þeirra í deilum sínum við önnur ríki. Þetta hefur leitt til þess, að Sameinuðu þjóðirnar hafa aðeins afskipti af mann- réttindum í ísrael og Suður-Afríku, helztu skot- spónum tveggja af hinum fjölmennu fylking- um í samtökunum. Liggja þessi tvö ríki undir stöðugum ákærum fyrir brot á mannréttindum og sífelldum tilraunum til útskúfunar á al- þjóðlegum vettvangi. Hins vegar skipta Sameinuðu þjóðirnar sér ekkert af mannréttindum í Uganda, írak, Sovétríkjunum né í rúmlega hundrað öðrum ríkjum í heiminum, sem brjóta mannréttindi freklegar en ísrael og Suður-Afríka. Þessi tví- skinnungur hefur dregið Sameinuðu þjóðirnar niður í skítinn. Aðskilnaðarstefna kynþátta í Suður-Afríku er freklegt brot á mannréttindum. En þó er það kaldhæðnislegt, að þar í landi njóta svartir menn meiri mannréttinda en svartir menn njóta í sínum eigin ríkjum harðstjórnar og einræðis. Og Israel er í hópi tiltölulega fárra ríkja, sem reyna að halda í heiðri mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna. ísrael ber ekki eitt ábyrgð á styrjöldum þeim, sem leitt hafa til hernáms arabískra landsvæða og það hernám er mildara en flest annað hernám síðustu ára- tuga. í rauninni eru það ekki nema um það bil 25 ríki í heiminum, sem reyna að ráði að rækta mannréttindi íbúanna þar af 18 ríki í Vestur- Evrópu. Þessar eyjar í miðaldamyrkrinu eru Norður-Ameríka, Vestur-Evrópa, Eyjaálfa og þrjú stök lönd, ísrael, Indland og Japan. Víðast hvar utan þessara eyja fer kúgun og ofbeldi hraðvaxandi. Niðurrif nýlenduvelda í Afríku hefur stuðlað að þessu þótt undarlegt megi virðast. En á síðustu árum hefur hrunið verið dapurlegast 1 Suður-Ameríku, sem áður var komin tiltölulega vel á veg í þróun mann- réttinda. Landvinningar mannréttinda hafa hins veg- ar verið fáir og smáir. Bezt hefur gengið í Evrópu, þar sem Grikkland, Portúgal og Spánn hafa endurreist lýðræði sitt, kosningarétt, skoðana- og tjáningarfrelsi, svo og frjálst upplýsingastreymi. Og í ár tryggði Indland sér sæti á þessum göfuga bekk. Þeir, sem njóta mannréttinda að marki, mega ekki gefast upp, þótt á móti blási í flestum heimshlutum og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þeir mega ekki hætta að gera kröfur til hinna, sem þverbrjóta daglega mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, mannréttindakafla Helsinki-samningsins og aðrar týrur í myrkrinu. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNl 1977. Stórstreymi spar- neytinna, lítilla bifreiða til USA — Japanir eru þar fremstir íflokki „Honda Accord er vinsælasti billinn í Bandaríkjunum þessa dagana," segir Frank Silverstry bílasali í New Yorkborg. Margir starfsbræður hans eru honum hjartanlega sammála. Útlit Accordsins er hressilegt og vel útfært, bíllinn er með framhjóladrifi og hann eyðir aðeins tæpum fimm lítrum af bensíni á hverja 100 ekna kíló- metra. Með slíka kosti selur bíllinn sig næstum því sjálfur. Og Bandaríkjamenn, sem fram á allra síðustu tíma hafa alls ekki viljað líta við erlendum smábílum, eru nú skyndilega tilbúnir að bíða í allt að átta mánuðum til að geta eignazt Honda Accord. Accordinn er þó aðeins sú tegund erlendra bifreiða sem er mest áberandi í Bandaríkj- unum þessa dagana. Heildar- sala nýrra bifreiða er orðin þannig að 21 prósent af henni er erlendar tegundir I síðasta mánuði seldust 220.000 útlendir bílar sem er það mesta sem þekkist til þessa. Aukningin er 72 prósent frá sama tima í fyrra. Til samanburðar jókst salan á nýjum bandarískum bifreiðum um 5.1 prósent í síðasta mánuði mjðað við sama tíma í fyrra. Það þýðir að nákvæmlega 833.393 bifreiðar hafi selzt, — um það bil fjöru- tíu þúsund færri en spáð var. Að sjálfsögðu eru það japanskir bifreiðaframleið- endur sem flytja mest af bílum til Bandaríkjanna (Honda Accord er einmitt japanskur). Toyota selst mest. Datsun er í öðru sæti og Honda í þriðja. Eitt sinn voru vestur-þýzku Volkswagenbílarnir mest seldir i Bandaríkjunum af öllum er- lendum bílum. Nú eru þeir í fjórða sæti. Þrátt fyrir það seldust Volkswagen áttatíu HONDA ACCORD — vinsælasti smábíllinn i Bandaríkjunum þessa dagana. Kaupendur þurfa að bíða ailt upp í átta mánuði áður en þeir fá hann afhentan. prósent betur í síðasta mánuði en í maí fyrir ári. Spekúlantar í bílaiðnaðinum velta því fyrir sér hvernig standi á þessum miniikándi vín- sældum Volkswagenbilanna. Niðurstaðan er einfaldlega sú að japönsku bílarnir séu miklu betri og sparneytnari. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti er tal- inn hafa mjög hvetjandi áhrif á innflutning sparneytinna smá- bíla, sér i lagi með orku- sparnaðartillögum sínum í apríl síðastliðnum. Enn ein ástæða fyrir sókn erlendra bíla á bandarískum markaði er sú að innlendir framleiðendur hafa sinnt þörf- inni fyrir smábíla með hang- andi hendi. Raunverulega hafa þeir aðeins smækkað stóru drekana sína. Chevrolet Vega þykir misheppnaður, Chevette er þröngur og skortir allan stíl. Svo er einnig um Ford Pinto sem selst vel þrátt fyrir allt. Bandarískir bifreiðafram- leiðendur taka óbeint þátt í inn- flutningnum. Þeir hafa nefni- lega bandaríska bíla til sölu sem settir eru saman í öðrum löndum. Sem dæmi má nefna Dodge Colt, Plymouth AYrow og Bucik Opel. Þessir bílar eru allir settir saman í Japan. Frá Vestur-Þýzkalandi koma síðan tegundir eins og Lincoln- Mercury Capri. Ford-fyrirtækið hyggst síðar á þessu ári flytja Fiesta-tegundina sína inn frá V-Þýzkalandi. Bandarískar bílaverksmiðjur geta ekki keppt við þær inn- fluttu tegundir sem nú streyma inn í landið fyrr en eftir fimmtán mánuði, — er 1979 tegundirnar koma á göturnar. Þá hyggjast General Motors- verksmiðjurnar til dæmis kynna bíla með litlum vélum og framhjóladrifi, — alveg eins og Carter vill að bandarískir bílar séu. Vart þarf að taka fram að þeir bílar munu eyða sáralitlu bensíni. Það er fremur kaldhæðnis- legt að eins og sakir standa er ekkert sem getur hindrað straum lítilla, sparneytinna bíla til Bandaríkjanna, nema það að framleiðendurnir geti ekki annað eftirspurninni. — Byggt á TIME. N0RRÆNT SJÓNVARP UM GERVIHNÖTT Á Norðurlöndum öðrum en íslandi hefur um nokkurt skeið farið fram umræða um þá hug- mynd að ríkin fimm sameinist um að koma á loft gervihnetti, sem síðan verði notaður til þess að flytja þessum þjóðum sjón- varpsefni. Eins og oft endra- nær hefur umræðan farið hægar af stað hérlendis en hjá nágrönnum okkar. Og þó varðar málið okkur ekki siður en þá. Islendingar hafa raunar tekið töluverðan þátt í undir- búningsstarfinu. tslenskir embættismenn hafa starfað í norrænni nefnd, sem nú hefur skilað áliti um tæknilegar, efnahagslegar og félagslegar hliðar málsins. Einnig hefur verið fjallað um það í menningartnálanefnd Norður- landaráðs og í norrænni ráð- gjafarnefnd. Auk þess hefur það verið r;ett á ráðstefnum, þ.á m. tveimur sem haldnar voru hér á landi. Önnur var ráðstefna norræna kvikmynda- og sjónvarpssambandsins, en hin var þing norræna rit- höfundasambandsins. Hið síðarnefnda sendi frá sér yfir- lýsingu þar sem umræddur gervihnöttur var fordæmdur, að því er virtist í nokkru fljót- ræði. Aðrar raddir sem hafa heyrst hér á landi um þennan væntanlega gervihnött hafa verið næsta jákvæðar. Hvað er um að rœða? Hugtnyndin er að skjóta á loft 900 kg gervitungli sem færi á braut umhverfis jörðu í u.þ.b. 35 þúsund km hæð yfir miðbaug. Umferðartími hans verður 24 stundir og þar sem hann mun snúast með jörðu verður hann kyrrstæður frá sjónarmiði jarðarbúa. Sjönvarpsefni verður sent frá stöðvum á jörðu niðri til gervihnattarins, sem endur- sendir það i hnitmiðuðum geisl- um til jarðar. Þetta er allt vel þekkt. Hvers k.vns boðskipti. sjönvarp. útvarp, simtöl, hafa farið fram um gervihnetti um allmargra ára skeið. En hingað til hefur þurft sérstakar mót_ tökumiðstöðvar á jörðu ntðri til að taka við sendingum gervi- hnattanna og miðla þeim áfram. Nýnæmið i þvi sem nú stendur til er að sendingar gervihnattarins munu nást beint í viðtækjum almennings (að því tilskyldu að menn komi sér upp sérstökum loftnetum). Slíkt hefur verið nær óþekkt í heiminum til þessa, en tilrauna- sendingar af þessu tagi eru þó hafnar í Kanada og Bandaríkj- unum. Ef verður af sjónvarpssend- ingum frá gervihnetti um Norðurlönd mun það leiða til róttækra brevtinga á þessu sviði fjölmiðlunar. Það eru þessar bre.vtingar og hugsan- legar afleiðingar þeirra sem norræna rithöfundasambandið vildi vara við með samþykkt sinni fvrir skemmstu. Þótt þær verði ekki allar séðar fyrir þá er þegar augljóst. að einkarétt- ur rikisfjölmiðlanna. sent hefur verið nær öskoraður i þessum löndum frá upphafi útvarps á 3. áratug þessarar aldar, verður

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.