Dagblaðið - 29.06.1977, Side 23

Dagblaðið - 29.06.1977, Side 23
I l)A(iHLADIf). MIÐVIKUDAGUR29. JÚNÍ 1977. Útvarp Sjónvarp Á sumarvöku útvarpsins íkvöld: Á reiðhjólinu hverfur maður aftur til náttúrunnar sem hjólar daglega A reióhjóli uin Rangárþiníí nefnist einn liður sumarvökunnar sem er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 20.20. Segir séra Garóar Svavarsson frá ferð sem hann fór sumarið 1973. Er þetta f.vrsta erindið af þremur. ,,Ég hef farið sumar eftir sumar austur að Selfossi. Eg fer þá með áætlunarbíl með reið- hjólið i farangursgeymslunni," sagði séra Garðar i viðtali við DB. ...Vleð þessum ferðamáta hverfur tnaður aftur til náttúrunnar. Nei, ég verð ekki fyrir svo miklurn óþægindum af rykinu því ég ferðast yfirleitt um fáfarna sveitavegi. Aðeins einu sinni hef ég orðið f.vrir óþa'gind- um vegna ryksins og þá var ég á þjóðveginum sjalfum. Þegar ég var drengur var ég i sveit hjá Olafi frænda inínum í Hraungerði og síðan hef ég alltaf „elskað Flóann"," sagði séra Garðar. Frá þessum ferðalöguin sinum segir séra Garðar í kvöld. En það er ekki bara i Rangár- þingi og Flóa sem séra Garðar fer um á reiðhjóli. Hann sagðist fara á hverjum degi hjólandi út á Sel- tjarnarnes ef sæmilega viðrar. Séra Garðar bjó inni í Laugarnesi á meðan hann var þjónandi prestur í Laugarnessókn. Hann er nú fluttur á Grettisgötu og hann er um einn og hálfan klukkutíma að hjóla út á Nes báðar leiðir. . Séra Garðar lét af störfum 1. des. 1976 vegna aldurs en hann er fæddur árið 1906. „Mér leið alveg afskaplega vel í starfi mínu í Laugarnessókn, en þó leiðist mér ekkert núna. Mér hefur aldrei leiðzt — maður finnur sér alltaf eitthvað til þess að sýsla við,“ sagði séra Garðar Svavarsson. -A.Bj. > Sr. Garðar Svavarsson var á ferð- inni á hjólinu sínu í góða veðrinu á mánudaginn. I)B hitti hann á Skúlagötunni. DB-m.vnd Hörður Vilhjálmsson. Á sumarvöku útvarpsins íkvöld: Fornir búskaparhættir voru í heiðri hafðir og húsbóndinn var sérstakur heiðursmaður — Sagt frá mætum manni íbændastétt m \ v ijn9 jf JSfi 1 éli* 1 „Kristján í Snóksdal vai- ^vo sérstæður inaður, bæði grerndur, ungur i anda og sérstaklega hreinskilinn og þess vegna lang- aði inig til þess að segja frá honum," sagði Agúst Vigfússon sem flytur erindi um Kristján Jónsson i Snóksdal á sumarvöku útvarpsins í kvöld. Agúst var vinnumaður hjá Kristjáni árið 1928. „Kristján var ákaflega fátækur maður. Kona hans var sjúklingur og áttu þau eina dóttur sem bjó hjá foreldrum sínum og heimili þeirra sennilega eitt af alfátæk- ustu heimilum landsins. En það er ekki það sem ég geri að umtals- efni, heldur segi ég frá þeim sér- stæðu áhrifum sem maðurinn hafði á mig. Það fór alveg sérlega vel á með okkur þótt aldursmunurinn hafi verið mjög mikill. Kristján var sjötíu og tveggja ára en ég var á nitjánda árinu. A heimilinu var allt í fornum stil, t.d. var engin hlaða á heim- ilinu, aðeins heygarður. Þar sátum við Kristján oft á kvöldin og röbbuðum saman. Við ræddum um stjórnmál, trúmál og hvaðeina. Kristján sagði mér frá Agúst Vlefússon kcnnarl var vinnumaour hjá Hristjani í Snóksdal og seglr frá honum á sumarvökunnl í kvöld. íslendingasögunum og lánaði hann mér þær. en hann átti þær allar. Kristján var alveg bráðdug- legur maður og ákaflega ör. Eitt er mér minnisstæðara öðru fremur um okkar viðskipti. Var það draumur sem mig dre.vmdi. Kristján bað mig um að selja fyrir sig reiðhest i Reykjavík. Þegar til átti að taka re.vndist hesturinn ekki vera reiðhestur og ekki möguleiki á því að selja hann. Eg vildi ekki sa*ra Krístján með því að segja honum aö ekki væri hægt að selja hestinn heldur gerði ekk- ert í málinu. Við sáumst ekki eftir það. Svo var það fjórum árum siðar að mig dreymdi að Kristján gengi hvatskeytlega inn baðstofu- gólfið og staðnæmdist við rúmið mitt og segir: „Aldrei re.vndirðu að selja hann Grana." Sama kvöldið og mig dreymdi þennan draum dó Kristján í Snóksdal," sagði Agúst. Agúst Vigfússon var kennari vestur i Bolungarvík um tuttugu ára skeið. Fluttist hann til Reykjavíkur árið 1957 og gerðist þá kennari við Kársnesskólann í Kópavogi. Hann er Dalamaður i húð og hár ólst upp á næsta bæ við Snóksdal, Harðarbóli. -A.Bj. u Kristján Jónsson í Snóksdal ásamt konu sinni, Elfnu Jósúadóttur. í Sjónvarp Miðvikudagur 29. júní 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýalngar og dogskré. 20.30 Skyndihiáip á slyMtaA. 1 þessari kanadisku mynd er sýnt. hvað ber að gera.þegar komið er á slysstað á undan lögreglu og sjúkraliðum, og bent er á ábyrgð og skylaur sérhvc:- ökumanns I umferðinni. Þýðandi og þulur Jðn O. Edwald. 20.45 Flutningar (L) Gamansamur þáttui um ungt fólk, sem er að byrja búskap og vandræðin sem verða þegar velja i húsbúnað o.s.frv. Þessi þáttur er framlag sænska sjónvarpsins til sam- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva um skemmtiþætti. en hún er haldin ár hvert i Montreux. Þýðandi Jón 0. Kdwald. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 21.25 Onedin-ikipafelagiö (L) Breskur myndaflokkur. (í. þáttur. Hvíta eyjan Efni fimmta þáttar: Eitt af skipum Frazer-félagsins. ..Kdward prins,,< er á leið heiin frá Suður-Ámeríku. þegar skipverjar veikjast af ókennileguin sjúkdómi. sem leiðir menn til dauða á einum sólarhring. Við komuna til Knglands er ski|)ið sett i sóttkví. en veikin berst engu að síður i land. James þarf á gufuskipi að halda «»g tekur ..Kdward prins" a leigu þrátt fyrir sóttkvína. liarvey styrimaður er á góðri leið með að verða skipstjóri. og KÍisabet hefur ekki gefið upp alla von um hann. Þyðandi Oskar Ingimarsson. 22.15 Stjórnmálin frá striAslokum. Franskur frétta- og fra»ðslumynda- flokkur. Síðasti þáttur. Að Stalin látnum verður Krúsjeff a»ðsti vajda- inaour sovétriKjauiit. og hlé verður á kalda stríðinu. Geimvisindunum fleygir ört fram. og mikill metingur er með stórveldunum á þvl sviði. John F. Kennedy er kjörinn forseti Kandarikj- anna. Það skal tekið fram. að af'óvið- ráðanlegum orsökum hefur ekki re.vnst unnt að sýna slðustu þætti myuda.flokksins i réttri timaröð í islenska sjónvarpinu. pyðanai og þulur Sigurður Pálsson. 23.10 Dtgskrárlok.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.