Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NOVEMBER 1977. smmiABn fiýálst. úháð dagblað Utgefandi Dagblaðiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjornar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Ásluiftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8.0 !<r- eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Aronskan erþjóðleg „Þeir menn, sem eru í dag búnir að sökkva okkur á kaf í skuldafen meðal erlendra þjöða, geta vafa- laust talað digurbarkalega um þjóðarstolt,“ segir Aron Guð- brandsson tæpitungulaust um þjóðarleiðtoga okkar, sem flestir fitja upp á trýnið, þegar aronskan er nefnd. Skoðanakannanir benda til, að meirihluti þjóðarinnar sé í stórum dráttum sama sinnis og Aron í afstöðunni til svonefnds varnarliðs. Til hins sama bendir hin gífurlega aðsókn að fund- um, þar sem Aron talar. Á miðvikudaginn í síðustu viku kynnti Dag- blaðið aronskuna með fjögurra síðna úttekt á sjónarmiðum Arons Guðbrandssonar. Þar leggur Aron áherzlu á, ,,að allt frá fyrstu tíð hafi öll okkar samskiptivið herinn veriðheldur niðurlægjandi fyrir okkur“. Aron bendir á, að við keyptum bragga og aðra mengun hersins fyrir of fjár, að við leyfðum flugvöll í borgarhjarta og bragga í húsagörðum. Hann telur, að þjóðarleiðtogarnir hafi jafnan haldið á þessum málum ,,af van- þekkingu, klaufaskap og minnimáttarkennd“. Aron minnir á, að Josef Luns líkir íslandi við ósökkvandi flugvélamóðurskip og að Kefla- víkurflugvöllur sparar Bandaríkjunum 4620 milljarða króna. Aron telur, að Islendingar setji sig í mikla hættu fyrir hagsmuni nágrannaþjóðanna. Hann telur að þjóðarleiðtogarnir hafi beinlínis dregið úr varnarmætti varnarliðsins með því að neita boðum þess um Njarðvíkur- höfn, varanlegan veg frá Keflavík til Hval- fjarðar og Aðaldalsflugvöll. Þar á ofan veitum við varnarliðinu fríðindi á borð við tollfrelsi og niðurgreiðslur landbúnaðarafurða. Aron telur sanngjarnt, að fyrir dvöl varnar- liðs í liðinn aldarfjórðung komi leiga, sem nemi öllum skuldum íslenzka ríkisins. Enn- fremur telur hann sanngjarnt, að fyrir núver- andi og væntanlega dvöl varnarliðsins greiði það kostnað af ýmsum almannavörnum í landinu. Þessar almannavarnir felast fyrst og fremst í samgöngubótum, varanlegum vegum, flug- völlum og höfnum, ekki sízt til að tengja suðvesturhornið við aðra landshluta. Bendir Aron á hina miklu hættu, sem nábýlið við Keflavíkurflugvöll skapar tveimur þriðju hlut- um þjóðarinnar. Auk samgangnanna vill hann, að varnarliðið kosti byggingu fullkomins sjúkrahúss á Suðurlandi. Aron vill að íslendingar annist sjálfir þessar framkvæmdir og noti þær meðal annars til að hjálpa 15 til 20 þúsund skólanemendum um sumarvinnu. Aron rekur dæmi um viðskipti Tyrkja, Grikkja, Spánverja og Portúgala við Atlants- hafsbandalagið áþessum sviðum. Mesta áherzlu leggur hann þo á fordæ ni .Morðmanna, sem hafa á undanförnum árum fengið frá bandalag- inu og einstökum ríkjum þess hvorki meira né minna en 305 milljarða íslenzkra króna til að byggja upp samgöngukerfið í landinu. Síðan segir Aron: ,,Ég þekki ekki einn einasta Norðmann, sem vildi selja Noreg, eins og hefur klingt í eyrum okkar, að við ætluðum að sel.]a Island, eí við höguðum okkur eins og menn í sammngum.“ Norður-Yemen: STJARNFRÆÐILEGUM UPPHÆÐUM EYTT í FIMM ÁRA ÁÆTLUN Það heyrist ekki mikið frá Norður-Yemen og þar gerast engir stórviðburðir sem frétta- stofum finnst ástæða að skýra frá. Nú bregður svo við að nafn Norður-Yemen er nefnt og skýrt frá því að þangað leggi leið sína um 200 sérfræðingar á ýmsum sviðum alls staðar að úr heiminum. Þeir ætla að fjalla um ástandið í landinu og koma með tillögur til úrbóta svo land- ið stígi hið langþráða skref í átt til tækniþróunar. Milljörðum dala eytt í óœtlunina Sérfræðingar alls staðar að úr heiminum eru nú staddir í Yemen. Þar er fjallað um byggingu vega, skóla, sjúkra- húsa, hafna og ýmislegt fleira. Sérfræðingar á öllum sviðum láta álit sitt í ljósi og aðstoða við að koma saman fimm ára áætlun. Ræktunarráðunautar með sérgrein, t.d. í kaffirækt, eru einnig komnir til Yemen. Þar á að taka ræktunarmálin í gegn og reyna að fá meiri arðsemi. Yfirvöld í þessu Arabaríki, sem liggur að Rauðahafinu, Saudi-Arabíu og Suður-Yemen, ætla ekki að spara neitt til að koma þessari fimm ára áætlun í framkvæmd. Það á að eyða 3.5 milljörðum dollara á fimm árum. Yemen er ekki ríkt land, þar er engin olía, svo ekki er þetta olíuauður sem landið er að eyða í áætlunina. Það er því mikið átak fyrir landið að útvega þessa peninga, en nokkuð hefur verið fengið að láni erlendis. Miklar vonir eru bundnar við að hægt verði að gera kaffi- ekrurnar betur úr garði og koma því þannig fyrir að þær skili miklu betri arði en þær hafa gert hingað til. Norður-Yemen fær ágæta kynningu út á við. Þarna kemur fólk alls staðar að úr heiminum, sem hefur aldrei litið landið augum fyrr. Þau kynni sem gestirnir öðlast geta Þegar Arabar byggja er það ekkert af lakara taginu. Hér er mynd af íþróttahöll í Saudi-Arabíu, sem er það stór að í henni væri hægt að halda næstu ólympíuleika. Arsins 1977 kann að verða helst minnst hvað borgarmála- umræður í Reykjavík snertir fyrir það að þetta ár hafa farið fram meiri skoðanaskipti um atvinnumál í borginni og þróun þeirra en oft áður. Ástæðan er skýrsla borgarhagfræðings og fleiri góðra manna til borgar- stjóra um þetta efni. Ymiss konar túlkun hefur komið fram á skýrslunni og útúrsnúningar á efni hennar fleiri en tölu verður á komið. Skal ekki nánar um það fjallað hér eða skýrsluna sjálfa. Stærsta umhugsunarefni sem hún vekur er staða Reykjavíkur samanborið við aðra lands- hluta. Sá samanburður er borg- inni óhagstæður. Þótt skatt- greiðslur Reykvíkinga séu velkomnar í ríkissjóð er ljóst að Ieið fjármuna úr þeim sjóði til Jónum styrktar atvinnulífi í Reykjavík er hvergi nærri eins greið og þegar um er að ræða aðra landshluta. Það er ákaflega eðlilegt að tiltölulega renni nokkru meira fé frá opinberum aðilum til at- vinnuuppbyggingar í fámenn- um stöðum. Án opinbers til- leggs ætti sú uppbygging sér naumast stað. En það er fráleit stefna og í engu samræmi við þann jöfnuð sem við teljum lýðræði okkar eiga að tryggja ef til lengdar á að beina skatt- greiðslum íbúa höfuðborgar- svæðisins mestan part til annarra byggðarlaga hvað stuðning við atvinnuvegina Athöfn í stað orða Verðbólgan geysist áfram með vaxandi hraða og vanda- málin verða stærri og stærri. Pantaðir eru fleiri togarar á þverrandi fiskimið, þrátt fyrir það að núverandi fiskiskipa- floti geti fiskað margfalt leyfi- legt magn. vegna aukinnar tækni. Samkvæmt skipaskrá 1976-77 voru til 60 togarar og á miðju ári verður búið að bæta við 20 togurum. Að verðmæti er þetta um tvær Kröfluvirkjanir. Það er ekki arðbær fjárfesting, að hafa atvinnutækin hálfnýtt. Nú er mikilvægt að gefa þorskstofninum tækifæri að ná sér á strik eftir ofveiðina og beina flotanum meira á aðrar veiðislóðir. — Veiðiþol loðnu- stofnsins er áætlað 600-800 þús. tonn en kolmunninn er sá fiski- stofn sem mestar vonir eru bundnar við og eru allir fiski- fræðingar, sem um þessi mál hafa fjallað, sammála að geysi- legt magn sé af kolmunna í N-Atlantshafinu. sumir segja 10 milljónir lesta, aðrir áætla 20 milljónir lesta. Til þess að hægt sé að nýta loðnuna og kolmunnann að einhverju gagni er brýn nauðsyn á Því að íslendingar eignist nýtízku verksmiðjuskip er gæti brætt aflann um borð, ísað og fryst og fylgt flotanum eftir á miðunum. íslenzkt verksmiðju- skip g'æti aukið möguleika flot- ans til þess að nýta fjarlæg fiskimið. Væri það ekki arðbærari fjárfesting að beina fjár- magninu í verksmiðjuskip, sem gæti orðið geysileg lyftistöng fyrir sjávarútveginn, i stað þess að kaupa 20 nýja togara sem engin þörf er fyrir. Hægt er að auka framleiðni í frystihúsum með aukinni tækni, betri aðstöðu og meiri þjónustu. Koma þarf í veg fyrir flótta fyrirtækja frá Reykjavik vegna skorts á aðstöðu og fjármagns- fyrirgreiðslu. Nótaverkstæði og útgerðarfyrirtæki hafa jafnvel íhugað að flytja út á land vegna aðstöðumismunar enda hefur dreifbýlið einokunaraðstöðu í lánafyrirgreiðslu frá Byggða- sjóði en Reykjavík fær aðeins unt 5%. Til hafnarframkvæmda á fjárlögum er áætlaður 1.17 milljarður og leggur ríkið fram 75% sem styrk til uppbygginga hafna út um allt land. t Reykja- vík er ein bezta höfn landsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.