Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ FIMMTLDAGUR 17. NOVEMBER 1977. leitt til miklu nánara sambands og mikilla samskipta ef vel tekst til. Fulltrúar frá Araba- löndum koma með ýmsa þekkingu til landsins en þeir fara ef til vill fróðari heim. Fulltrúar frá 75 löndum sœkja Yemen heim Það eru ekki aðeins fulltrúar frá Arabalöndum og næstu nágrönnum landsins sem koma á ráðstefnuna. Fulltrúar frá 75 löndum verða þar þegar flestir verða. Það má nefna fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Vestur- Þýzkalandi, Bretlandi, Frakk- landi, Italíu, Japan og Sovét- ríkjunum. Kinverjar senda einnig fulltrúa til Yemen og talið er víst að þeir geti miðlað mikilli þekkingu til lands- manna á landbúnaðarmálum og einnig ýmissi tækniþekkingu. Ákveðið hefur verið að menn úr viðskiptalífinu fái að taka þátt í ráðstefnunni og leggja spurningar fyrir þátttakendur erlendis frá. Þann 11. október var forseti landsins, Ibrahim al-Hamdi, myrtur. Þrátt fyrir það reyna yfirvöld og eftirmaður forset- ans, Ahmed Hussein al- Ghashmi, að halda ráðstefnuna á tilsettum tíma. Kjallarinn Hinrik Bjarnason Kjallarinn Konráð Adolphsson og lífæð verzlunar, iðnaðar og þjónustu. Höfnin þarfnast mik- illar aðstoðar til að geta sinnt þjónustu við sjávarútveginn, iðnað og verzlun í landinu en þrátt fyrir mikilvægi hafnar- innar nýtur hún engrar fyrir- greiðslu og fjármagnið fer allt til dreifbýlisins. Þetta hefur Barátta milli œttarhöfðingjanna Fyrir byltinguna, sem varð árið 1962, var enginn einasti vegur í landinu steyptur. Þar voru aðeins holóttir moldar- troðningar sem voru ófærir flestum ökutækjum. Konungsstjórn hefur verið í landinu í fjöldamörg ár. Konungur hefur ríkt yfir hin- um fjölmörgu ættum, sem hver og ein hefur sinn höfðingja, sem hefur einræðisvald yfir sinni ætt. Aila tíð hafa ættar- höfðingjarnir átt í illdeilum sín á milli svo það eitt hefur staðið landinu fyrir þrifum. Valdhafar eftir byltinguna gerðu sér grein fyrir mikilvægi veganna og hófu lagningu vega sem hægt var að flytja hergögn eftir á milli staða. Lán voru fengin erlendis frá við byggingu veganna, m.a. frá Sovétríkjunum, Bandaríkjun- um.Vestur-Þýzkalandi og Kína. Á þessu ári verður milljónum dollara varið til lagningar nýrra vega sem eru steyptir. En það hafa ekki aðeins orðið framfarir hvað viðkemur sam- göngum. Það eru ekki mörg ár síðan aðeins eitt sjúkrahús var í Norður-Yemen og átti það að taka við sjúklingum frá öllu landinu. Nú er þetta allt breytt og sjúkrahús hafa risið upp víðs vegar um landið. Það eru Kuwait og Saudi-Arabía sem hafa lagt mikið af mörkum til að hægt yrði að byggja upp sjúkrahús f landinu. Einnig hafa þessi lönd lagt fram mikl- ar upphæðir til að unnt yrði að byggja upp skóla sem voru fáir fyrir nokkrum árum. Með ráðstefnunni sem nú er haldin i Norður-Yemen er gert ráð fyrir að mikil tækniþekking verði kynnt fyrir landsmönn- um. Næstu fimm ár verður þessari þekkingu svo miðlað til landsmanna og þekking þeirra, t.d. á landbúnaði, batnar til muna, samhliða þeirri nýju tækni sem þeir taka í þjónustu sína. áhrærir. Þróttmikil byggð og atvinnulíf í Reykjavík er íslensku samfélagi nauðsyn. Það væri öðrum landshlutum til einskis góðs ef hér yrói þegar til lengdar léti nær eingöngu þjónustumiðstöð, þangað_sem ungt fólk færi til náms, ynni lífsstarf sitt í sinni heimabyggð, en kæmi síðan aftur til að eyða í borginni elli- árunum, í öruggri vitneskju þess að hér væri best fyrir þörfum þess séð á því ævi- skeiði. Reykjavik er að miklu leyti byggð sveitamönnum, hér höfum við sest að og orðið heimamenn en við höfum auð- vitað haldið áfram að vilja hag okkar bernskuslóða sem bestan. Athugasemdir Reyk- víkinga við fjármagnsdreifingu ríkisvaldsins hafa því sjaldnast verið háværar og það er ekki neikvæð áhrif á þjónustu- og iðnaðarfyrirtæki í Reykjavík, en talið er að 200 fyrirtæki starfi í framleiðsluiðnaði. Með óbreyttri stefnu er verið að lama atvinnustarfsemina í Reykjavik. Landbúnaður Allir viðurkenna vandamálin í landbúnaði en lítið er að gert til þess að hjálpa bóndanum að verða sjálfstæður atvinnurek- andi. Á meðan ríkisvaldið þarf að hafa svona mikil afskipti af bóndanum mætti stýra niður- greiðslunum meira á ull og gærur til þess að örva ullar- og skinnaiðnað og minnka eða jafnvel fella niður niður- greiðslur á kjöti og bjóða það til sölu a mnlendum markaði á lágu verði. Áhrifin yrðu sennilega þau að nýting ultarinnar myndi aukast verulega en hluta af niðurgreiðslunum mætti nota til þess að hækka laun þeirra húsmæðra er starfa í heimilis- iðnaði, aðstoða við að koma upp meiri skinnaiðnaði og afla markaða; Ekkert vandamál er með geymslu á gærum og ull en kjötið geymist ekki lengur en Arabalönd keppa að sama marki, að taka alla þá þekkingu semmöguleg er í þjónustu sína. Vesturlönd eru gjarnan tekin sem fyrirmynd þegar uppbygging hefst. ástæða til að lasta það. En þegar meðaltekjur Reykvíkinga fara lækkandi samanborið við önnur stærstu sveitarfélög landsins, ungu fólki fækkar en öldruðum fjölgar. þá er full ástæða til að sp.rja: Hvað veldur? Við því nafa verið gefin ýmis svör. Hér skal aðeins vikið að einu. Það er mjög eðlilegt að þing- menn séu á verði um hag síns kjördæmis. Þeir skulu að lokum dæmdir á verkum sínum. Hitt er óeðlilegt að full- trúar þeir, sem á þjóðþinginu sitja með jafnan atkvæðisrétt, skuli ekki þangað kjörnir með jafnari atkvæðisrétti kjósenda sinna en raun ber vitni. Það er ekkert álitamál að Reykjavík verður harðast fyrir barðinu á því kosningafyrirkomulagi sem nú tíðkast. Engum dettur í alvöru í hug að borgin skuli fá allt að helmingi þingsæta. En það má töluvert á milli vera. Jónar Reykjavíkur eru ekki lakari en Jónar landsbyggðar- innar. Er það sanngjarnt að allt að einu skuli þurfa allt upp í fjóra reykjavíkurjóna á móti einum landsbyggðarjóni til jafnvægis í kosningum? Og er nema eðlilegt að í keppni um atkvæði á þessunt forsendum hverfi þingmönnum skynsam- leg hagkvæmni- og arðsemis- sjónarmið, þegar þeir ákveða fjárfestingar fyrir almannafé? Það er oft og iðulega eins og stigið sé á líkþorn þegar á þetta er minnst og upp koma raddir um að Reykjavíkurvaldið sitji um að ná undirtökum á lands- byggðinni. Því fer víðsfjarri, eins og ég held að samskipti bæjarfélaganna á Stór- Reykjavíkursvæðinu séu ljós- asti votturinn um. Á hinn bóg- inn hlýtur það að vera krafa kjósenda í Iýðræðisþjóðfélagi að réttur þeirra sé sem jafn- astur. Jafn stjórnarfarslegur réttur næst ekki nema með jöfnuði við kjörborðið. Þeim jöfnuði óska Reykvíkingar eftir, ekki sfst þeir sem ungir eru og er ætlað það hlutverk að taka við taumum stjórnsýslu og athafnalífs í borginni á næstu árum. Krafan um jafnan kosningarett og um aðrar breyt- ingar á kjördæma- og kosninga- fyrirkomulagi hlýtur því að verða ein þeirra sem Reyk- víkingar senda þingmenn sína með inn á alþingi það, sem kallað verður saman haustið 1978. Hinrik Bjarnason framkvæmdastjóri. ár með góðu móti. Sláturhúsin standa ónotuð mestán hluta ársins enda er sláturtíðin um það bil 6 vikur. Þetta er dýr fjárfesting fyrir þjóðina. Athuga mætti þann möguleika að nýta frystihúsin út um allt land sem sláturhús í 6 vikur á ári. Hefja þarf öflugar rann- sóknir á því hvaða feldfé myndi henta bændum til ræktunar, til þess að byggja upp íslenzkan fataiðnað til útflutnings. Það er furðulegt að ekki skuli vera fullunnir pelsar hér á landi úr öllum minkaskinnunum í stað þess að selja þessi skinn á hrá- efnamarkað í London. Þetta er dæmi um þegar ekki er leyst sameiginlega málefni búvöru- framleiðslu og búvöruiðnaðar. Nýjar búfjárgreinar til feld- framleiðslu mætti íhuga nánar t.d. refi- chin-cilla, eitt verðmæt asta skinn í heimi, Karakúlfé frá Rússlandi, vegna lamba- skinnsins. Kanínur af margvís- legu kyni, sem fjölgar mjög ört og ýmist gefa ull, feld eða kjöt og henta vel við íslenzkar aðstæður. Angórageitur frá Kasmír og sauðnaut er gefa mjög verðmæta ull. Þessi dýr eiga mjög vel við íslenzkar aðstæður. Rannsóknir þurfa að beinast meira að nýjum leiðum í landbúnaði. Ríkisumsvif Sennilega er meira um af- skipti ríkisins af atvinnulífinu hér heldur en í nokkru öðru landi. Kemur þetta fram i oftrú ríkisvaldsins á miðstýringunni og vantrausti á hæfileikum ein- staklingsins. Það ætti að vera sanngirniskrafa að þau ríkis- fyrirtæki sem nauðsynleg eru talin vera séu gerð að hluta- félögum og sitji þá við sama borð og einkareksturinn. Þar sem starfsemin á engan siðferðilegan rétt á að keppa við einkarekstur skuli þau fyrirtæki seld. Táknrænt er allt það mold- viðri sem væntanleg kaup á Víðishúsinu hafa valdið. Ef arðsemin hefði ráðið f ríkis- rekstrinum þá hefðu menn komið fljótlega auga á Lands- smiðjuna — sem er járnsmiðja á þremur hæðum við Sölvhóls- götu. Þetta húsnæði er ákaflega óhentugt fyrir járnsmiðju og var vafalaust nauðsynleg á sin- um tíma en í dag á Lands- smiðjan engan siðferðilegan rétt á því að keppa við einka- reksturinn. Þetta fyrirtæki mætti selja hæstbjóðanda og flytja menntamálaráðuneytið í það húsnæði og yrði þá í nánum tengslum við önnur ráðuneyti í rhiðbænum. Starfsemi Ríkisútgáfu ífáms- bóka má flytja til bóksala og bókaútgefanda eða hreinlega bjóða starfsemina út á vegum menntamálaráðuneytisins. Þetta litla dæmi skiptir þó ekki sköpum í ríkisrekstrinum en víða má sjá hliðstæðu. Bezta leiðin út úr þessum ógöngum er að taka upp í enn ríkara mæli nútíma stjórnun. Verklegar framkvœmdir Verklegar framkvæmdir hins opinbera eru einhver allra stærsti kostnaðarþáttur fjár- laga og má ætla að í þær verði varið á næsta ári yfir 30 milljörðum króna. Vinna þarf markvisst að því að fyllstu hag- kvæmni verði gætt við þessi verk, fyrst og fremst á þann hátt að auka hlutdeild einka- aðila og þá um leið samkeppni með frjálsum útboðum. Kjörorðið er: Athöfn i stað orða. Konráð Adolphsson viðskiptafræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.