Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NÖVEMBER 1977. ...... .............. Að liðnu Heimamannasumri Þörungavinnslan á Reykhólum var rekin meö miklu tapi 1975 og 1976 og var reksturinn að mestu stöðvaður í fyrrahaust. Iðnaðarráðuneytið fól nefnd könnun á fyrirtækinu og úttekt á horfum fyrir það. Talsverðar umræður urðu um Þörunga- vinnsluna, einkum eftir að nefndin skilaði loks af sér í mars. Lét þá allhátt í sumum framandi skriffinnum sem hugðu að úttektarnefndin væri marktæk í hvívetna. Þeir og nefndin spilltu mikið fyrir stjórn Þörungavinnslunnar, er reyndi allt hvað hún gat að hefja rekstur yfir veturinn til að nýta annars dauðan tíma. Með samstarfi við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins tókst að hrinda af stað loðnuþurrkun í smáum stil en með afbragðsgóð- um árangri. Það framtak hefir flýtt fyrir þeirri aflanýtingu og var ómetanlegt. Stjórn Þörungavinnslunnar var hinsvegar með hina mis- lukkuðu nefnd iðnaðarráðu- neytisins á hálsinum og alger- lega neikvæðar tillögur hennar ásamt magnaðri tortryggni ríkisstjórnarinnar og eðlilegri varúð vegna fyrri erfiðrar af- komu. Þetta varð til að koma í veg fyrir framhald á loðnu- þurrkuninni, til allrar bölvunar er óhætt að segja. Sólarhrings- afköst við loðnuþurrkun voru 20 tonn af blautum fiski sem gefa 4 tonn af skreið að verðmæti 400-500.000.00 tonnið, eða allt að 2 milljóna króna framleiðslu á dag. Magrasta loðnan hefði notast í þetta. Daufheyrst var við öllum til- lögum og því fórst fyrir að tryggja nokkurra vikna vinnslu og gjaldeyrisöflun, hugsanlega frá miðjum mars og út apríl. Það er eitt dæmi um úttektar- nefndina, að hún sagði um loðnuþurrkunina, að ef hægt væri að gera þetta á Reykhólum mætti eins gera það á Suður- nesjum! Þetta leyfðu þeir sér að segja þó Reykhólaverk- smiðjan væri tilbúin (og raunar í gangi) en ekki farið að hugsa til að smíða verksmiðju annars staðar. Nú gekk framaf öllum þegar svona illa var brugðist við góðu máli. Tveir meðal reyndustu starfsmannanna þoldu ekki mátið og réðu sig til annarra starfa og fluttu burt. Svo stóð allt blýfast vorlangt og 1. júní greip stjórn Þörunga- vinnslunnar til þess að segja öllum upp. Nú komst loks hreyfing á. Starfsfólkið hélt fund og skoraði á sveitar- stjórnir að láta að sér kveða sem þær gerðu. Þær boðuðu borgarafund sem sendi nefnd á fund ríkisstjórnarinnar. í samráði við og með atfylgi stjórnar Þörungavinnslunnar var ríkisstjórnin nánast knúin til leiks. Heimamenn sf., sam- tök þangsláttumanna, verk- smiðjufólks og sveitarstjórna, tóku að sér ábyrgð á rekstri í þrjá mánuði, júlí-sept., og fram- kvæmdu áætlun um nýtt rekstr- arform. Þetta ágrip er þarfur inngangur að svari við skrifi Braga Björnssonar í Dag- blaðinu 4. nóv., þar sem hann veitist að ýmsum, m.a. mér fyrir fréttaskrif í Þjóð- viljanum. Mér þykir ekkert á móti þessu tilefni til að árétta og útlista. Mín skrif hafa verið fréttir og málafylgjuskrif um leið. Eg hefi átalið nefnd hátt- skrifaðra prófessora, úttektar- nefndina, fullum hálsi. Af ráðn- um hug stend ég vörð um hags- muni minnar byggðar gagnvart hverjum sem sýnir sig í að ógna þeim með einum eða öðrum hætti. Fyrsta og a'i'iað ólas Braga Bragi Björnsson er skipstjóri úr Hafnarfirði. Páll Jónsson réð hann að Þörunga- vinnslunni sem öflunarstjóra. t Kjallarinn Játvaröur Jökull Júlíusson sama mund og grein hans, Blekkingar eða barnaskapur, birtist, var hann að sækja sig vestur að Reykhólum og fara til sama lands. Er greinin reyksprengja sem á að dylja undanhaldið? t fyrsta álasi á hendur mér seilist hann til orða minna fyrir meir en ari þegar verkfall seinkaði afgreiðslu ársfram- leiðslunnar 1976. Eg er enn sömu skoðunar, að stöðvun á afhendingu til kaupenda erlendis gat ekki annað en spillt hag fyrirtækisins og komið niður á þeim sem hjá því unnu. Annað álas Braga á hendur mér er að ég hafi farið með rangt mál hvenær félagið Heimamenn sf. var stofnað. Ég hafi sagt 29. júni en reyndin hafi verið 18. júlí. Hér til er allmikil saga sem ég hirti ekki um að rekja í sumar. Ég undr- ast að Bragi skuli vilja halda henni á lofti en hann um það. Bragi er maður maiglaður, hefir alveg óbælt sjálfsálit og er fundavanur. Hann var máls- hefjandi af hálfu verk- smiðjufólksins á borgarafund- inum í Bjarkalundi og var síðan útnefndur í sendi- nefndina á fund ríkisstjórn- arinnar. Þegar til kastanna kom kaus verksmiðjufólkið samt annan fyrir fulltrúa sinn í stjórn Heimamanna sf. Það virðist sem Bragi hafi ekki þolað það. Svo missti hann annað um svipað leyti. Staða öflunarstjóra var óvart horfin af sjónarsviði verkefnanna o-; hlutverk hans guiao u[)p a- voru þangskurðarflokkarnii orðnir sjálfstæðir, hver með fyrirliða úr sínum hópi og störf- uðu á eigin ábyrgð. Beinast lá við að skipstjórinn á aðdráttaskipinu Karlsey væri tengiliður milli þeirra og yfir- mannsins í verksmiðjunni. Nú Á vallt til leigu Bröyt X2B grafa ístærri ogsmærri verk. Otvega einnig hvers konar fyil- ingarefni. Uppl. í simum 7J466 og 44174. Hilmar Ilannesson. voru breyttir tímar síðan Bragi barst mest á og réð sér aðstoðaröflunarstjóra sumarið áður. Hinsvegar stóð nú svo á að enginn aðili var til sem gat framfylgt þessu og staðfest orðinn hlut. Stjórn Þörunga- vinnslunnar var þetta óvið- komandi. Hún var óvirk og réð engu þessa þrjá mánuði. Stjórn Heimamanna sf. hafði hinsveg- ar hús, tæki og í reynd starfslið líka (þar á meðal Braga) að láni og vissi að hún átti að skila öllu óskertu aftur. Bragi neytti þessarar aðstöðu út í æsar. Hann lægði ekki seglin. Hann sveifst einskis um tíma. Hann fór á fund fulltrúa þang- skurðarmannanna og hrepps- fulltrúa í annarri sveit, manna sem ekki voru honum nákunnugir, vann þá á sitt mál þá i bili. Þarna lá nærri að hann ógnaði tilveru félagsins Heima- manna sf. á einu stigi málsins. Þótt ekki tækist að ganga að fullu frá formsatriðum 29. júní hófust störfin á augabragði. Frá þeim merku tíðindum sagði ég í fréttapistli en ekki frá stimpingum Braga, enda voru þær engum vegsauki og síst honum, fremur minntu þær á heimilisböl. Bragi komst svo í stjórn Heimamanna sf., sem einhverskonar viðbótar- eða aukaaðili og var þar bara fulltrúi eigin ósvífni. Hvað viðvék starfi var hann skráður á m.s. Karlsey til að koma honum einhvers staðar á blað. Þessa frásögn hefir Bragi sjálfur sært fram. „Jarmaðu '1Ú Móri mirm hvar sem þú ert“ Þegar augljóst var um glæsilega útkomu á rekstri stöðvarinnar í Karlsey í sumar og um hvernig nýja þang- tökuhátternið gafst, sendi ég Landpósti Þjóðviljans þátt um velgengni við þangvinnslu á Reykhólum. Hann birtist 1. október. Það var söguleg nauðsyn og málefnalegt þarfa- verk að kveða upp úr með viss atriði í fortíð og nútíð varðandi þangvinnsluna. Ég tók á mig að verða við þeirri nauðsyn vegna skyldurækni við héraðið og vegna virðingar fyrir sann- leikanum. Hér af stafar þriðja og svæsnasta álas Braga á hendur mér. í pistli mínum stendur þetta: ,,Oðum kemur í ljós. að þang- skurðarprammarnir eru ekki aðrir eins sökudólgar og af var látið. Þeir máttu ekki mæla þegar þeim var kennt um rýran afla og dýran, en stjórnleysi, vankunnátta, kæruleysi og vinnusvik voru raunverulegar ástæður fyrir því, hve illa gekk.“ Ekki þarf að semja langa ræðu til að leggja út af þessum texta, enda segir Bragi strax að líklega sé átt við sig um vankunnáttu og stjórnleysr. Hvað skeði ef ég nefndi að snúa skriðdrekaleik á sláttu- prömmunum upp í kæruleysi og fara í hrossakaup á vinnutímaskriftum og vinnusvikum. Ætli dæmið gangi þá ekki upp? Ég get alveg horfst í augu við allt starfslið Þörunga- vinnslunnar, bæði það sem verið hefir og eins það sem nú er. Grein Braga er ætluð til að þagga niður i mér og er það vorkunnarmál. Lika reynir hann að lítillækka þá Vilhjálm Lúðvíksson og Inga Garðar Sigurðsson, en mikið má vera, ef hann hefir hitt í mark. En eitt er ekki neitt vafamál, að hann hefir minnkun af hvernig hann veitist að samstarfsmönn- um sínum sem verið hafa. Að sló þang og skera þang I grein Braga er þessi athyglisverði kafli: ,,— rétta er að 4. júní 1976 var allt fullt af Annar kjarni málsins bg undirstöðuatriði rekstursins er verðið sem þarf að borga fyrir þangið uppúr sjó. Þar hafa orðið umskipti milli áranna 1976 og 1977. Ég hefi leyfi að birta tölur fyrir árið 1976, unnar úr reikningum Þörunga- vinnslunnar hf., eins sambærilegar við kjör Heima- manna sf. og unnt er. Hvorugt árið er rekstur m.s. Karlseyjar með. Kaupandi 1977: Heimamenn sf. Verð/tonn Seljandi: Tonn: m/slægju - Verð tolli: alls: Þangtak / Reyk j anesi 874.5 4.233 3.701.158 Þangkló I./Skálanesi 777.0 — 3.289.041 Þangkló II./Múlanesi 898.0 — 3.801.234 Skáleyjar/Svefneyjar 328.0 — 1.388.424 Fjórir handskurðarfl. 100.0 — 423.300 Samanlagt: 2.977.5 12.603.757 Kaupandi „Seljandi": 1976: Þörungavinnslan Verksmiðjuöflunin 3.348.0 6.659 22.329.135 — öflun hf. 2.084.0 9.396 19.582.001 — Handskurðarmenn 562.0 4.000 2.248.000 Samanlagt: 5.994.0 44.159.136 Meðalverð á öllu keyptu þangi 1977 var kr. 4.233 hvert tonn en meðalverð á vélskornu þangi 1976 var kr. 7.716 hvert tonn. þangi hjá verksmiðiunni og gat ég ekki landað meir, heldur varð að setja þangpokana aftur í sjóinn við verksmiðjuna. Ég hafði ætiað mér að ianda öllu þangi sem skærist, þótt ég svo yrði að setja það á tún, (einkennt af mér, Játv.) en þá var mér orðið Ijóst, að á þessum tíma geymist þangið mjög tak- markaðan tíma á þurru —“ — . og áfram. Skortur á heitu vatni og/eða bilanir voru til feikna erfiðleika og er von að Bragi veki athygli á því. En um leið blasir við hve fjarri hann var því að vera í takt við samstarfs- menn sína. Bara að kaffæra þá í þangi og túnin líka. Hvaða tún? Hér kemur líka nýiingarhlut- fallið til sögu. Sumarið 1976 reyndist þurfa 4.27 kg af hráþangi í 1 kg þangmjöl, en í sumar þurfti bara 3.71 kg hráþang í mjölkílóið. Rekstrar- truflanirnar sem voru fyrra sumarið hafa valdið þessu. Einnig að þang var slegið í blóma um vorið fyrra árið. Bragi nefnir að ég hafi of- metið hlut prammanna í slættinum í sumar þegar ég gat þeirrar reynslu að pramminn aflaði allt að 60% af afla hvers gengis. Það nákvæmlega rétta er að meðaltal til ágústloka var 51.8%. Þangtak, Reykjanes- gengið, hafði meðaltalsaflahlut- fall pramma 66.0 og 68.6% og var hæst, en Skálanesgengið Þangkló I. lægst með 36.8 og 38.6% aflahlutfall pramma. Múlanesgengið Þangkló II. var með 45% í júli meðan þeir voru óvanir prammanum, en fór upp í 61.8% í ágúst. Meðalafköst við vélsláttinn voru 2.139 tonn/klst, en oft náðust 4 tonn á klukkustund. Kjarni umræðunnar um þangsláttinn er að komast að niðurstöðu um hvort hann er sam.keppnisfær atvinna sem menn fást til að stunda. Ég hef leyfi að birta tölur um árangur öflunarflokkanna sem stóðu* að Heimamönnum sf. i sumar. Fast verð var kr. 4.000 pr. tonnið af þangi uppúr sjó. í Þangtaki voru vanir pramma- menn. í Þangkló 1. voru m.a. 2 unglingar. I Gengi: Tekjur Tekjur kr./klst. kr. 'dag. Þangtak/Reykjancs/júlí: 1.960 17.560 sama i ágúst: 2.160 23.400 Þangkló I./Skálanes/júli: 1.240 14.960 sama í ágúst: 1.360 14.960 Þangkló II./MúIanes/jú!í: 1.960 22.320 sama i ágúst: 2.280 22.400 Að liðnu Heimamannasumri Þegar Heimamönnum sf. var lánuð öll aðstaða og tæki Þöfungavinnslunnar á Reykhólum í endaðan júní sl. og leyfður þar þriggja mánaða rekstur, fylgdu þeir skilmálar að þeir skiluðu helmingi rekstrarafgangs í leigu, auk vaxta. Nú eru 722 tonn af þang- mjöli seld til útlanda auk 70 tonna til innanlandssölu. Verðið er um 51 milljón kr. Rekstrarafgangurinn er 10-11 milljónir eftir sumarið. Þegar ferli þessara samtaka er lokið nú a.m.k. í bili eiga þau lof fyrir margt og eru líka vel að því komin að úthluta 5-5.5 millj. kr. milli 30 manna sem unnu við verksmiðjuna og þang- sláttinn. Þess skal getið sem gert er. Ég tel afrek Heimamanna sf fjórþætt: 1 fyrsta lagi að sigrast á vantrú ríkisstjórnarinnar á Þörungavinnslunni siðastliðið vor og knýja fram þennan rekstur í sumar og ábyrgjast hann. 1 öðru lagi að hafa i reynd ómerkt álit og tillögur úttektar- nefndar iðnaðarráðuneytisins, sérfræðinga sem veltu máli Þörungavinnslunnar fyrir sér í 4-5 mán. og fundu engin ráð til neins nema leggja niður, loka, rifa eða selja. í þriðja lagi að gerbreyta formi og skipulagi þang- tökunnar með þeimárangrisem sýndur var hér á undan, færa ábyrgð og hagnaðarvon yfir á þangskurðarmennina og leggja tveimur af hverjum þremur þangskurðarprömmum og sýna fram á ágæti þeirra jafnframt samtimis. 1 fjórða lagi að einfalda reksturinn. sanna að nægilegt er að hafa einn yfirmann auk skipstjórans á m.s. Karlsey í stað þess að fimm yfirmenn voru yfir taprekstrinum árin á undan. Allt eru þetta afrek sem vert er að þakka og ástæða til að halda á lofti. Þyki þelta vera um leið áfellisdómur yfir stjórn Þörungavinnslunnar. er það aðeins rétt að vissu marki. Sú stjórn var búin að sjá villu sins vegar og gera tillögur um flest sem Heimamenn sf. hrundu í framkvæmd. Hún befir verið fundvís á álitleg nýmæli og tekið virðingarverða afstöðu eftir að í ðefni var komið. Játvarður Jökull Júlíusson Miðjanesi. Reykholasveit.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.