Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1977. c* lltvarp Útvarp íkvöld kl. 20,00: Leikritið Þrír skálkar 27 Sjónvarp FRÁBÆRIR LEIKARAR 0G SÖNGVAR- AR í 27 ÁRA GÖMLU LEIKRITI Þeir sem eru nokkuð við aldur og muna eftir Haraldi Björnssyni, Alfreð Andréssyni, Gunnþórunni Haraldur Björnsson. Sigrún Magnúsdóttir. Þorsteinn Ö. Stephensen er þýð- andi, ieikstjóri og einn aðaileik- andi. Halldórsdóttur og Brynjólfi Jóhannessyni i fullu fjöri á leik- sviðinu geta glaðzt í kvöld því flytja á leikrit með þessu fólki og fleiru í útvarpinu. Leikritið var frumflutt árið 1950 og þá tekið upp á plötur. Síðar var það svo afritað á segulband. Þetta margnefnda leikrit heitir Þrír skálkar og er eftir Carl Gandrup. Það er byggt á gömlu dönsku þjóðkvæði sem greinir frá alls kynshjátrú og hindurvitnum. Aðalinntakið er baráttan milli góðs og ills. Þrír skálkar er söngvaleikur sem er í upplýsingum frá út- varpinu sagður léttur og skemmtilegur. Þorsteinn Ö. Stephensen þýddi leikritið. Jafnframt er hann leikstjóri og leikur eitt aðalhiut- verkið, Bertel umferðarsala. Aðrir leikendur eru þau Haraldur Björnsson sem leikur Jochum böðul, Brynjólfur Jóhannesson sem leikur Öia malara, Alfreð Andrésson sem leikur Lása strák Jochums böðuls, Gunnþórunn Halldórsdóttir sem leikur Nuri spákerlingu, Friðfinnur Guðjóns- son sem leikur Diðrik skottú- lækni, Sigrún Magnúsdóttir sem Gunnþórunn Haildórsdóttir með Alfreð Andréssyni i Lagiegri stúikur gefins. Þau voru sögð vinsælasta „par“ Leikfélagsins á tímabiii. Brynjólfur Jóhannesson. leikur Mettu dóttur Óla maiara, Birgir Halldórsson sem leikur Kurt söngvara og Valdimar Helgason sem leikur Morten Tipperúp sem í daglegu tali er nefndur Ístru-Morten. Smáhlut- verk eru svo í höndum þeirra Þóru Borg, Klemensar Jónssonar, Jóns Aðils, Nínu Sveinsdóttur, Rakelar Sigurðardóttur og Steindórs Hjörleifssonar. Söngvarnir eru sungnir af Þuríði Pálsdóttur, Guðrúnu Tómas- dóttur, Magnúsi Jónssyni og Kristni Hallssyni. Utvarpshljóm- syeitin leikur með. r . Q Utvarp Fimmtudagur 17. nóvember 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Miðdegissagan: „Skakkt númer — rétt númer" eftir Þórunni Elfu Magnúsd. Höfundur les (9). 15.00 Miðdegistónleikar: Rhonda Gillespie og Konunglega filharmoníu- sveilin í Lundúnum leika Píanókon- sert eftir/L>sko Meriláinen; Walter Siisskind stj. Sama hljómsveit leikur Kór.sert eftir Béla Bartók; Rafaei Kubelik stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aídurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Gisli Jónsson flytur þáttinn. 19.40 islanzk sönglög 20.00 Leikrít: „Þrír skálkar" eftir Carí Gandrup (Hljóðritun frá 1950). Höfundur tónlistar: Louis Mölholm. Þýðandi og leikstjóri: Þorsteinn ö. Stephensen. Persónur og leikendur: Kurt söngvari..Birgir Halldórsson, Bertel umferðasali...Þorsteinn ö. Stephensen, Diðrik skottu- læknir...Friðfinnur Guðjónsson Nuri spákerling...Gunnþórunn Halldórs- dóttir, Öli malari...Brynjólfur Jóhannesson, Metta dóttir hans...Sigrún Magnúsdóttir, Morten Tipperúp (Ístru-Morten)... Valdemar Helgason, Fógetinn í Sæborg...Jón Aðils, Séra Kaspar Twist...Klemenz Jónsson, Jochum böðull...Haraldur Bjórnsson , Lási, strákur hans...Alfreð Andresson. Jualla Skrepp...Þóra Borg, Aðrir leikendur: Nlna Sveinsdóttir, Rakel Sigurðardóttir og Steindór Hjörleifsson. Söngfólk: Þurlður Páls- dóttir, Guðrún Tómasdóttir, Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson. Otvarpshljómsveitin leikur. 22.05 Frönsk tónlist frá útvarpinu í Baríín Flytjendur:RIAS-kammersveitin og Kacl Bernhard Sebon flautuleikari. Stjórnandi: Jirí Starek. a. „Flauta skógarguðsins" op. 15 eftir Jules Moquet. b. Svíta I þremur þáttum op. 117 eftir Benjamin Godard. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Rsstt til hlltar. Einar Karl Haralds- son stjórnar umræðuþætti, sem stendur allt að klukkustund. Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 18. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Rögnvaldur Finn- bogason heldur áfram að lesa „Ævin- týri frá Narnlu“ eftir C.S. Lewis (5). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Tónverk eftir Johannes Brahms. Hljómsveitin Fílharmonía leikur Harmforleik op. 81; Alceo Galliera stj. / Sama hljómsveit leikur Sinfónlu nr. 1 I c-moll op. 68 undir stjórn Guidos Cantellis. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Viðvinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Skakkt númer — rótt númer" eftir Þórunni Elfu Magnús- dóttur. Höfundurles (10). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá nœstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 (Jtvarpssaga barnanna: „Útilegubömin í Fannadal" eftir Guð- mund G. Hagalín. Sigríður Hagalín les (6). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.30 Norðuríandaráð og smáþjóðimar. Erlendur Palursson lögþingsmaður flytur erindi (áður útv. 29. júlí sl.). 20.00 Sinfóníuhljómsveit Islands leikur í útvarpssal. Stjórnandi: Páll P. Páls- son. Einleikarar: Guðný Guðmunds- dóttir, Mark Reedman og Nina Flyer. a. Forleikur að „Töfraflautunni“ eftir Mozart. b. Konserto grosso op. 6 nr. 5 eftir Hándel. c. „Fanfare for a Coming of Age“ fyrir málmblásturshljóðfæri og slagverk eftir Arthur Bliss. d. Hug- leiðing um sálmalagið „ó, þú Guðs lamb Kristur" fynr málmblásturs- hljóðfæri og pákur eftir Bach/Barber. e. „Kveðja til Banda- ríkjanna" fyrir málmblásturshljóð- færi og ^iagverk eftir Gordon Jacob. f. Konserto grosso op. 6 nr. 12 eftir Hándel. 20.50 Gestagluggi. Hulda Valtýsdóttir stjórnar þætti um listir og menningar- mál. 21.40 Létt tónlist. Stanley Black stjórnar hljómsveitinni, sem leikur. 22.05 Kvöldssgan- Fóstbrssðra sags". Dr. Jónas Kristjánsson les (3). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Frá Sameinuðu þjóðunum. Hjördis Hjörleifsdóttir skólastjóri flytur pistil frá allsherjarþinginu. 23.00 Afangar. Tónlistarþáttur sem As- mundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Höfundurleikritsins: SKRIFAÐIJÖFNUM HÖNDUM DRAMATÍSK VERK 0G FARSA Höfundur Þriggja skálka er Daninn Carl Gandrup. Hann fæddist árið 1880 og lézt 1936. Um tvítugsaldur gerðist Gandrup leikari en venti sínu kyæði svo í kross og ákvað að kennsla væri mun betra starf. Kennarapróf tók hann árið 1906. Það fyrsta sem kom út af skrifum Gandrups var smásagna- safnið Mannabörn og hjáguðir þeirra, árið 1907. Eftir það skrifaði hann aðallega leikrit, oft- ast með uppistöður úr nútímalífi. Það fyrsta var Kona Potifars sem út kom árið 1911. Það var gaman- leikur. En Gandrup fékkst líka við alvarlegri verkefni. I rauninni skrifaði hann jöfnum höndum dramatísk verk, farsa og gamanleikrit. Líka fékkst hann við leikrit sem studdust við sögulega atburði. Þannig fjallaði leikritið Hús lastarans um rit- höfundinn P.A. Heiberg og fjölskyldu hans! » Tvö af leikritum Gandrups hafa verið fiutt í útvarpi auk Þriggja skáika. Það eru verkin Reiknings- skil sem flutt var árið 1934 og Það er aidrei nóg sem flutt var 1940. Leikfélag Reykjavíkur hefur auk þess fært upp Þrjá skálka. Það var veturinn 1930-31. Gandrup er talinn einn bezti ,,karakter“höfundur Dana í leikritum á þessari öld. Styrkið og fegríð líkamann Ný 3ja vikna námskeið hefjast 24. nóv. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun—mœling—hollráð. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13-22 ísíma 83295. Sturtur — Ijds — gufuböð — kaffi — nudd. JúdódeUd Ármanns Ármúla32

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.