Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NOVEMBER 1977. ' " ......... ' Hnugginn Jimmy Carter: VIRÐIST VERA BÚINN AÐ MISSA TÖKIN Á STJÓRN LANDSINS Nóvembcr: Brosið er horfið og grettur komnar þess í stað. V í nýlegu eintaki af The World má finna langa hugleið- ingu um það hvað orðið hafi af hinu fræga brosi Jimmys Carter. Sagt er að nú sé eins og skuggi hvíli yfir stjórnaraðsetr- inu í Washington vegna þess að Jimrny sé alveg hættur að brosa. Hann hafi breytzt úr ungum manni með ferskar hug- myndir um það hvernig skapa mætti nýjan heim í mann sem sé nöldurgjarmvinnusjúklingur sem hafi löngu ofreynt sig með því að vinna allan sólarhring- inn. Starfsfólkið sem Jimmy kom fyrir í Hvíta húsinu, hressilegir strákar á gallabuxum og skyrt- um opnum í hálsinn eins og sannir sveitastrákar, vikur smám saman fyrir öðrum mönnum og virðulegri. Ekki veitir víst af til þess að leysa öll þau vandamál sem við Carter og stjórn hans blasa. Þingið er erfitt viðureignar. Svo erfitt að Carter varð að hætta við ferð sína til útlanda. Ofan á þessi vandamál bætast svo vandamál i einkalífinu. Giftur sonur hans er á flakki allar nætur, fullur og með ein- hverjum gálum. Bróðir hans hefur breytzt í fjárglæframann sem notar sér út í yztu æsar hvað Jimmy er orðinn þekktur. Ellin Þessi vandamál lýsa sér bezt í andliti Carters því engu er lík- ara en hann hafi elzt um mörg ár síðan hann tók við embætti. Meira að segja farðinn sem hann notar áður en hann fer í sjónvarpsupptökur hylur ekki allar hrukkurnar og pokana. Traust, æra, samkeppni og samleikur. Undir þessum slag- orðum náði Jimmy Carter kjöri sem forseti. Ilann sem sveita- strákur með litla pólitíska for- tíð, þótti líklegur til þess að eyða allri spillingunni sem hafði átt sér stað í stjórnkerf- inu. Nú hafa verið samin ný orð sem menn segja að Hvíta hús- inu sé stjórnað eftir, ódugn- aður, þrjózka, dramb og ein- angrun. En það er ekki skrýtið að menn verði fyrir einhverjum vonbrigðum með Carter því - aldrei síðan Kennedy dó fyrir 16 árum hefur verið búizt við eins miklu af nokkrum forseta. Eftir hneykslið með Janúar: Jimmy með sólskinsbros. Nixon, tapið á Víetnam strfðinu og fleira var bandaríska þjóðin í mikilli þörf fyrir einhvern bjargvætt sem á ný gæti aukið stolt hennar. Mönnum þótti fyrst sem Carter" myndi verða þessi mikli bjargvættur. En nú spyrja menn hver annan í alvöru hvört Carter ráði yfirleitt nokkuð við þau vanda- mál sem við honum blasa. Tímaritið Newsweek gerði spurninguna raunverulega og áþreifanlega með því á dögun- um að spyrja ýmsa valdamenn: Ræður Carter við þetta? Myndir þær sem birtast af forsetanum auka enn á van- traustið sem töluvert er farið að bera á. Hann er þreyttur og ruglaður og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Jafnvel minnstu smáatriði virðast valda honum miklum erfiðleikum. Sem dæmi um það má nefna að núna nýlega þurfti hann sjálfur að skipa fyrir um það hverjir mættu nota sundlaug Hvíta hússins og tennisvöll. Aðstoðarmönnum hans gengur heldur ekkert of vel að lynda við hann. Þeir kvarta yfir því að hann sé seinn til að hrósa þeim en þeim mun fljótari til að gagnrýna. Hann meira að segja eigi það til að leiðrétta stafsetninguna á skjölunum sem honum eru fengin rétt eins og skólameistari. Þingmenn- irnir sem Carter verður að hafa gott samkomulag við ef hann á að ná sinu fram hafa þá skoðun á honum að hann sé óaðlaðandi. Þeir þola illa þá púrítönsku hörku sem Carter vill nota til þess að koma málum sínum fram, án nokkurra hinna minnstu breytinga. Ólœrður Með Carter í baráttunni við þingið eru strákarnir sem hann kom með með sér frá Georgíu, það er að segja það sem eftir er af þeim. En þeir virðast gera lítið gagn. Þingmenn hafa kvartað yfir því að strákarnir viti ekki hvað þeir séu að gera þar sem þeir séu algerlega ólærðir í stjórnlist. Þeir hafi svo sem ágætar hugmyndir en þeir bara viti ekki hvað þurfi til þess að koma þeim í fram- kvæmd. En Jimmy Carter er sann- færður um að strákarnir geti gert hvað sem er eins vel og hver annar og að hann sjálfur þurfi ekki aðra hjálp er þá. Vandamálin í embættinu eru alveg nógu mikil þó ekki bætist' það ofan á að Billy bróðir er Jimmy til skammar. Fáir menn drekka eins mikinn bjór og hann gerir og meira að segja hefur ein bjórtegund verið nefnd eftir honum, „Billy bjór“. Hann krefst 5 til 10 þús- und dollara fyrir að koma fram opinberlega (1 til 2 milljónir íslenzkra króna). Þetta er nokkurtáfall fyrir bandariskan almenning sem hélt að loksins væri kominn forseti með flekk- lausa fjölskyldu. Sonur Jimmy Carters hegðar sér ekki heldur alltof vel. Chip, eins og hann er kallaður, virðist hafa látið glauminn og gleðina við það að verða sonur forseta heldur betur stíga sér til höfuðs. Skyndileg frægð hans virðist vera á góðri leið með að eyðileggja hjónaband hans. Það neyðir foreldra hans til þess að gefa út yfirlýsingu um málið. Nú eru þó Chip og kona hans flutt til Georgíu aftur og því fiarri rægitungunum. En hneykslið sem Chip olli með drykkju sinni og kvennafari áður en hann fór er löndum hans sætt á tungu. Ekki bætir það þá óskemmtilegu mynd sem almenningur er farinn að hafa á allri Carters- fjölskyldunni, þrátt fyrir að ekki hafi verið lagt lítið í það að skapa góða og fallega mynd af henni og notuð til þess öll tiltæk ráð. Traust Þótt aðeins séu liðnir níu mánuðir af kjörtímabili Carters þykja nú allar líkur benda til að það verði hið eina. Árið 1980 verði hann ekki endurvalinn heldur hent út í hin yztu myrk- ur. I skoðanakönnun sem gerð var fyrir stuttu vestra kom bezt i ljós hversu traust almennings á ' Carter hefur minnkað, traustið sem var eitt hans aðal- kosningaslagorð. Fjöldi þeirra sem trúa því ennþá að Carter geti leyst þau vandamál sem við honum blasa hefur minnkað mjög mikið og er aðeins rúmur helmingur þjóðarinnar nú í stað mikils meirihluta hér áður fyrr. Mestum áhyggjum hlýtur þó að valda Carter að þeir sem hvað ákafastir voru stuðningsmenn, Suðurríkjamenn, svertingjar, fátækir bændur, verkalýðs- félagamenn og kaþólskir menn og gyðingar í hinum stóru borg- um Norðurríkjanna missa álit á honum. Má vera að þetta sé gjaldið fyrir öll loforðin sem Carter gaf án þess að geta nokkurn tíma gert sér vonir um að geta efnt. Hann ætlaði sér um of og geldur þess nú með því að verða fyrir miklum álitshnekki. Jafnvel þeim mesta í nútíma stjórnmálasögu. Sagt hefur verið að hann gjatdi þess líka að þjóðin er óvenju nákvæm í kröfum sín- um til góðrar hegðunar opin- berra aðila eftir hneykslið með Nixon. En enginn treystir sér þó til að kveða upp dauðadóminn yfir Carterstjórninni að svo komnu máli. Því ef til vilt er ekki ein- ungis um það að ræða að fá sér nýjan forseta heldur verður þjóðin jafnvel að horfast í augu við það að hugsjón sú sem trúað var á um ný Bandaríki reynist fölsk og óframkvæmanleg. - DS þvddi SMÁVEGIS UM KYN- ÞOKKAFULLA KARLA ★ Karlinn hann John Wayne er ekki aldeilis dauður úr öllum æðum, þótt hann sé orðinn sjötug- ur. Hann er að skilja við þriðju konuna sína til þess að kvænast þeirri fjórðu. Sú útvalda heitir Patricia Stacy og er hvorki meira John Waync né minna en fjörutíu og fimm árum yngri en John. ■k Hjartaknúsarinn Steve Mc- Queen kom í heimsókn til Sví- þjóðar í sumar í þeim erinda- gjörðum að kaupa sér nýtt mótor- hjól sem hann hyggst nota i mótorhjólakeppni. Steve McQueen ★ Clint Eastwood er ekki liklegur til þess að deyja ráðalaus. Á dög- unum var honum neitað um að fara inn á næturklúbbinn 21 í New York vegna þess að hann var ekki með slifst. Reddaði hann málinu með því að kaupa slifsi af leigubílstjóra fyrir mörg þúsund krónur! Þá var ekkert því til fyrirstöðu að hann kæmist inn á veitingastaðinn. ★ Leikarinn sem lék hnefaleika- kappann í Rocky, Sylvester Stal- lone, er farinn að skrifa nafnið sitt með dollaratákninu $ í stað S. Ilann var búinn að barma sér einhver ósköp yftr þvi að hafa ekki fengið að fullu uppgert fyrir leik sinn í myndinni. Fram- leiðendurnir voru orðnir leiðir á þessum barlómi og sendu bryn- varinn bíl heim til hans með ávís- Sylvester Stallone un upp á eina og hálfa milljón dollara! (um 45 milljónir íslenzk- ar). ★ Ryan O’Neal verður óstýri- látari með hverjum deginum sem líður. Á siðustu mánuðum hefur hann lent í tveimur veitingahúsa- slagsmálum og einum götuslag við fyrrverandi vin sinn, Steve Jaffe. Ilann virðist hafa meira en lítið erfit' skap. Eina manneskjan sem honum semur sæmilega vel við er dóttir hans, Tatum. Hún hefur aftur á mótíorð fyriraðvera hin mesta óhemja, — það þarf líklega ekki að fletta neinum blöðum um frá hverjum hún hefur þetta erfiða skap sitt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.